Tíminn - 14.06.1986, Side 17

Tíminn - 14.06.1986, Side 17
Laugardagur 14. júní 1986 Tíminn 17 Evgení Barbukho: Hvað lögðu Varsjárbandalags- löndin til við Vesturlönd? Þann 11. júní sl. varskýrt frá því í vestrænum blöðum og þará meðal hinum íslensku, að líklega yrðu settar fram tillögur á sviði afvopnunar á fundi aðildarlanda Varsjárbandalagsins ■ Búdapest. Satt að segja komu fram nýjar tillögur (og það verður ekki hægt að segja annað en hin vestræna pressa sé spámannlega vaxin X í hverju er megininnihald þeirra og inntak fólgið í stuttu máli? Varsjárbandalagslöndin sam- þykktu í Búdapest ávarp til NATO- landanna og allra annarra landa í Evrópu, þar sem lagt var til að samþykkt yrði áætlun um fækkun í herjum og niðurskurð hefðbundinna vopna í Evrópu. Þetta er í raun áætlun um árangursríkt öryggiskerfi á álfunni. Á okkar öld er litið æ meir á sköpun öryggis sem pólitískt verk- efni, sem aðeins verður framkvæmt eftir pólitískum leiðuni fremur en hernaðarlegum. Burtséð frá því að fjarlægja gereyðingarvopn úr vopna- búrum þjóðanna eins og Sovétríkin hafa áður lagt til, ættu nú herir og hefðbundin vopn að vera það sem til umræðu er milli hinna tveggja hern- aðar- og stjórnmálabandalaga. Það sem á að fækka og skera niður eru allir þættir í landher og taktískar árásarflugvélar Evrópubandalag- anna og samsvarandi hergögn Bandaríkjanna og Kanada, sem hafa verið sett upp í Evrópu. Einnig á að fækka kjarnorkuvopnum sem draga allt að 1000 km. Það landsvæði sem niðurskurður- inn nær til: Öll Evrópa frá Atlants- hafi til Úralfjalla. Þak skal vera það sem gagnkvæmt samkomulag næst um, jafnvægi skal ríkja á sem minnstu hernaðarstigi án þess að öryggi nokkurs skaðist. Fyrsta stig: Fækkað skal í einu um 100.000 - 150.000 menn beggja vegna á einu ári eða tveimur. Var- sjárbandalagið er reiðubúið til að halda áfram verulegri fækkun þegar á eftir. Þau áhrif sem fækkunin hefur er að í upphafi síðasta áratugar aldar- innar mun hafa fækkað í landher og taktískum flugvélum fækkað í hern- aðarbandalögunum tvcim í Evrópu um fjórðung. Tiltölulega séð þýðir þetta hálfa milljón manna beggja vegna. Þetta hefði í för með sér þær skuldbindingar að allir. sem undir- rita samkomulag um að fækka í herjum og fækka vígbúnaði, taka á sig þá skuldbindingu að fjölga ekki samsvarandi þáttum utan þess svæðis, sem niðurskurðurinn nær til. Ráðstafanir til að draga úr hættu á gagnkvæn.ri árás. Þarna er lagt til að semja um verulegan niðurskurð í upphafi á taktískum árásarflugvél- um beggja aðila, um fækkun í her- deildum í orrustulínu bandalag- anna og um skipti á nákvæmari upplýsingum meðan á æfingum stendur. Svæði án kjarnorkuvopna og efnavopna, en Varsjárbandalagið styður að slíkum svæðum verði kom- ið á fót, gætu stuðlað að trausti og öryggi í Evrópu. Eftirlit með niðurskurði vfgbún- aðar og fækkun í herjum gæti verið bæði eftir tæknilegum leiðum í hverju landi fyrir sig og samkvæmt alþjóðlegu eftirliti, þar með töldu eftirliti á staðnum. Það er einnig ráðlegt að fylgjast með hernaðarað- gerðum þeirra herdeilda sem eftir verða. Allar þessar tillögur væri hægt að ræða frekar á öðru stigi ráðstefnunn- ar um ráðstafanir til að byggja upp öryggi og traust í Evrópu. Jafnframt væri hægt að ræða þær núna á sérlegum fundi allra Evrópuland- anna, Bandaríkjanna og Kanada. Hernaðarkenningar eru ekki minnsti þátturinn í mati á raunveru- legum fyrirætlunum stjórnmála- og hernaðarbandalaga. Það er kominn tími til að skoða þær nákvæmlega. Varsjárbandalagslöndin aðhyllast eingöngu varnarkenningu - þau eiga enga aðra. Það er lagt til að rutt verði úr vegi þeirri tortryggni, sem hefur hlaðist upp gegnum árin. Hinar nýju tillögur Varsjárbanda- lagslandanna eru verulegt framlag til sovésku áætlunarinnar um kjarn- orkuafvopnun. Sameiginleg yfirlýsing ráðstefnu liinnar pólitísku ráðgjafanefndar Varsjárbandalagslandanna sýnir einnig að þau eru reiðubúin til að vinna mcð öðrum löndum við að leysa eftirfarandi verkefni til að hægja á vígbúnaðarkapphlaupinu: Binda enda á kjarnorkuvopnatil- raunir og jafnhliða að taka skref í átt til kjarnorkuafvopnunar, eyðileggja algerlega á gagnkvæmum grundvelli meðaldrægar eldflaugar Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna í Evrópu að því tilskildu að Bretland og Frakk- land bæti ekki við samsvarandi kjarnorkuvopn sín og að Bandaríkin láti ekki kjarnorkueldflaugar sínar öðrum löndum í té, að ná sérlegu samkomulagi á viðræðum Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna um kjarn- orkuvopn og geimvopn, þar sem tekið væri tillit til hagsmuna beggja aðila og allra annarra ríkja, að afnema á þessari öld framleiðslu- grundvöll kemískra vopna. ...Það virðist erfitt eftir þennan lestur að mótmæla því, að Varsjár- löndin hafa enn einu sinni lagt til við Vesturlönd raunhæfar leiðir til að draga úr spennunni á alþjóðavett- vangi,sem er afar brýnt verkefni. Allar þessar tillögur væri hægt að ræða frekar á öðru stigi ráðstefnunn- ar um ráðstafanir til að byggja upp öryggi og traust í Evrópu. Evgcní Barhukho, yfírmaður APN á Islandi, Reykjavík 11. júní 1986 Málverkasýning Mattheu Jónsdóttur stendur nú yfir í vinnustofu hennar að Digranesvegi 71, Kópavogi. Matthea hefur áður haldið níu cinkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga erlcndis. Á sýningunni eru 90 olíuinyndir auk fácinna vatnslitamynda. Matthea segist hala málað myndirnar sem sýndar eru á síðastliðnunt þremur áruni og sæki hún hugmyndir að þeim í umhverfi sitt. Sýningin er opin kl. 14-22 laugardag og sunnudag. Útsölustaðir: Kaupfélögin um land allt. Sambandið byggingavörur, Suðurlands- braut 32. Umboð: Verslunardeild Sambandsins 1 yp QluggaKarmar opnanleg fög Útihurðir - Svalahurðir Rennihurðir úr timbri eða áli Bílskúrshurðir BílsKúrshurðaiJárn Sólhýsi - Qarðstofur úr timbri eða áli Gluggasmiðjan S“20° St. Jósefsspítali Landakoti Saumakonu vantar nú þegar. Sumarafleysingar koma til greina. Upplýsingar í síma 19600 / 209. Kennarar Kennara í eina og hálfa stöðu vantar við Grunn- skóla Bæjarhrepps Borðeyri, Hrútafirði. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 95-1126 og skólanefndarformaður í síma 95-1117.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.