Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 14. júní 1986 illlllllllllllllllllllllllll POPP lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll VÍMULAUST LISTAPOPP Nú styttist óðum í viðburðinn sem poppáhugamenn hafa beðið eftir árum saman, fyrsta rokkhátíð ís- landssögunnar stendur fyrir dyrum. Skipuleggjendur hátíðarinnar leggja mikla áherslu á að allt fari vel fram, því ef hátíðin fer úr böndunum er ólíklegt að sambærilegur viðburður verði hér á landi í bráð. Samtökin Vímulaus æska taka þátt í undirbún- ingnum og tugir unglinga hafa lagt fram vinnu við skreytingu Laugar- dalshallarinnar og takmarkið er Listapopp án vímuefna. Fyrir skömmu voru hinir erlendu gestir Listapoppsins kynntir hér í blaðinu. Því miður gat hin frábæra hljómsveit Stranglers ekki komið í þetta sinn, en í hennar stað kemur ein áhugaverðasta hljómsveitin í dag, Simply red. Því verður Simply red kynnt hér að neðan ásamt ís- lensku hljómsveitunum. SIMPLY RED Simply red er ung hljómsveit frá Manchester og hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn poppsins að undanförnu. Aðalsprauta hljóm- sveitarinnar er Red Hucknall og er djúp, tilfinningarík söngrödd hans einkenni Simply red. Red fæddist í Manchcster árið 1960. Á uppvaxtarárum sínum varð hann fyrir áhrifum frá soultónlistinni og má greina þau áhrif í tónlist Simply red. Fyrsta smáskífa hljómsveitarinnar kom út vorið 1985 og hafði hún að geyma gamla lag Valentine bræðr- anna, Money's Too Tight To Ment- ion og naut lagið mikillar hylli í Bretlandi. f kjölfar smáskífunnar kom LP platan Picture Book og sló lagið Holding Back the Years heldur bet- ur í gegn. Það varð mikil lyftistöng fyrir hljómsveitina og nú er svo komið að Simply red er ein vin- sælasta hljómsveit poppsins og er mikill fengur fyrir Islendinga að fá hljómsveitina hingað í sömu viku og hún situr í efstu sætum vinsældarlista um allan heim. GRAFÍK ísfirska hljómsveitin Grafík, leik- VARAHLUTIR í INTERNATIONAL Á GÓÐU VERÐI Jámhálsi 2 Sími 83266 TIO Rvk. Pósthólf 10180 BJARNI TRYGGVA ur á mánudagskvöldið. Grafík hefur starfað í fimm ár og gefið út fjórar stórar plötur. Án efa er Grafík ein vinsælasta rokkhljómsveit síðustu ára og er skemmst að minnast leik sveitarinnar í Laugardalshöllinni þann 17. júní í fyrra. Þá vakti Grafík verulega athygli á Norrokk hátíðinni í Danmörku síðastliðið sumar og þótti með eindæmum lífleg á sviði. Ekki er víst að Helgi Björnsson framlínumaður Grafíkur sé til stór- ræðanna um þessar mundir, því hægri fótur kappans er í einhverju lamasessi, en hann lofar að gera sitt besta. Grafík er skipuð þeim Helga Björnssyni söngvara, Rúnari Þóris- syni gítarleikara, Rafni Jónssyni trommuleikara Jakobi Magnússyni bassaleikara og Hyrti Howser hljómborðsleikara. BJARNITRYGGVA Nýstirnið Bjarni Tryggva kemur alla leið frá Norðfirði til að skemmta á Listapoppinu. Hann hef- ur fengist við trúbadormennsku á liðnum árum, jafnhliða sjómennsku og öðrum vertíðarstörfum. Nýverið lauk Bjarni vinnslu á sinni fyrstu stóru plötu og kallar hann plötuna „Mitt líf, bauðst eitthvað betra?“ Bjarni kemur fram á mánudags- kvöldið og honum til aðstoðar verða liðsmenn Grafíkur ásamt Sigurði Long, saxista. Gaman verður að heyra í nýstirninu á þessum fyrstu stóru hljómleikum hans. GREIFARNIR Frá Húsavík koma Greifarnir ný- bakaðir sigurvegarar músíktilrauna Tónabæjar og Rásar tvö. Greifarnir eru tveggja ára gömul hljómsveit en spilaði lengst af undir nafninu Special Treadment. Fyrir rúmum tveimur mánuðum breyttu sveinarnir nafninu í Greifarnir og með nýjum söngvara tókst þeim að vinna verðskuldaðan sigur á músík- tilraunum. Hljómsveitin stefnir að útgáfu fjögurra laga plötu innan tíðar. Greifana skipa Felix Bragason söngvari, Sveinbjörn Grétarsson gít- arleikari, Gunnar Hrafn Gunnars- son trommuleikari, Kristján Viðar Haraldsson hljómborðsleikari og bassaleikarinn Jón Ingi Valdimars- son. RIKSHAW Fyrsta plata Rikshaw kom út fyrir síðustu jól og seldist vel. Öll lög plötunnar komust á vinsældarlista Rásar tvö og er það góð vísbending um vinsældir hljómsveitarinnar. Strákarnir í Rikshaw hafa spilað mikið opinberlega og skapað sér reynslu sem nýtist þeim vel í Höllinni þann 17. júní næstkomandi. Rikshaw er skipuð fimm mönnum, Richard Scoobie syngur, Ingólfur Guðjónsson leikur á hljómborð, Dagur Hólmarsson plokkar bassann, Sigurður Gröndal leikur á gítar og Akureyringurinn ungi, Sigfús Óttarsson sér um ailan trommuleik. GRAFÍK (Tímamynd-Pétur) GREIFARNIR (Tímamynd-Pétur) RIKSHAW SIMPLY RED

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.