Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 11
^qp r A V >i jrvihi 3 i > • i n.i'r^íT O Laugardagur 14. júní 1986 Tíminn 11 Okkur fannst að hér ætti að draga skó af fótum sér - rætt við Sigurð Þórisson á Grænavatni Viðtal við Sigurð Þórisson, bónda, Grænavatni IV, Mývatnssveit. Hvenær fer ferðafólki að fjölga að ráði við Mývatn? Um 1930 má kalla að bílfær veg- slóð sé komin að Mývatni sunnan- verðu. Upp úr því fer fjótlega að koma ögn af ferðamönnum. Um svipað leyti voru tveir mótorbátar keyptir á vatnið og fluttu þeir ferða- fólkið á fegurstu staðina í kringum það nokkur næstu árin. Með í þess- um ferðum voru leiðsögu- og eftir- litsmenn sem báru ábyrgð á að bæði náttúra og dýralíf væri umgengið með varúð og varfærni. Næstu árin þokaðist vegalagningin svo norður með vatninu. Þó má segja að við höfum ekki komist í þjóðbraut fyrr en Jökulsárbrú við Grímsstaði var tekin í notkun árið 1948. Eftir það fór straumurinn ört vaxandi. Hvernig kom þessi aukni ferða- mannastraumur við bændur og bú- andi fólk og náttúru sveitarinnar? f fyrstu varð ekki mikið vart við ferðafólkið. Það var kurteist og prútt. Kom það yfirleitt til að skoða umhverfið og hið sérkennilega náttúrufar sveitarinnar, virti girðing- ar og tróð ekki yfir tún og engjar. Eftir því sem ferðafólkinu fjölgaði og farið var að tjalda á öllum fegurstu stöðunum umhverfis vatnið og alveg sérstaklega eftir að sérleyf- ishafar fóru að fara hópferðir um landið jókst troðningurinn og yfir- gangurinn sífellt. Sérleyfishafarnir slepptu hópunum úr bílunum hvar sem þeim datt í hug og má segja að ferðafólkið hafi flætt um landið eins og engisprettufaraldur yfir varp- og ræktarlönd. Einnig hafði Hótel Reynihlíð það til siðs á tímabili að keyra hótelgesti niður á Neslanda- tanga eða suður á Höfða og láta það síðan koma gangandi til baka. Eitt fyrsta verkefni er sveitarstjórn sú er ég veitti forystu fékk til úrlausnar árið 1966 var erindi frá 8 bændum norðan við vatnið um aðstoð til að verja varplönd sín fyrir yfirgangi ferðafólks. Þá snerum við okkur til dr. Finns heitins Guðmundssonar náttúrufræðings og í samráði við hann og menntamálaráðuneytið fengum við að banna óviðkomandi fólki umferð um varplönd frá því í maí og fram í ágúst ár hvert. Þá bönnuðum við einnig ferðir hrað- báta um vatnið. Brátt kom í ljós þegar farið var að kanna þessi mál nánar að víða skorti lög og reglu- gerðir til að hægt væri að stjórna hér umferð og náttúruvernd eins og æskilegt og nauðsynlegt var talið. Því var strax hafist handa um undir- búning að setningu laga um sérstaka vernd sveitarinnar sem síðar urðu lög um verndun Mývatns og Laxár- svæðisins. Einnig var mjög óljóst hver skyldi fjármagna þann kostnað sem af þessu leiddi - því hún hefur verið lengi í gildi gamla dæmisagan úr stafrófskverinu sem ég lærði að lesa á, dæmisagan um litlu gulu hænuna. Það eru alltaf til nógir sem vilja borða brauðið, en fáir sem vilja erja akurinn eða sá fræinu. Hér voru Sigurður Þórisson. ekki til nein merkt tjaldstæði eða hreinlætisaðstaða til að taka á móti ferðafólki og veita því þjónustu. Var tjaldað í fegurstu lautum og gróður- vinjum flestar nætur frá sólstöðum og fram í ágúst og gengið örna sinna í næstu laut. Ástandið var vægast sagt orðið uggvænlegt og lá við að sumir fegurstu staðirnir væru að fara í örtröð af þessum sökum, svo sem við Kálfastrandarstrípa og í hraun- inu austan við vatnið. Við sem vorum í forsvari fyrir þessari sveit á þeim tíma litum svo á að Mývatns- sveit væri sú perla sem varðaði landslag, gróðurfar og fuglalíf að við hefðum hér þó nokkuð að verja. En vel má vera að slíkt verði flokkað undir þingeyskt mont nú. Við snér- um okkur samt til Náttúruverndar- ráðs og leituðum þar halds og trausts. Einnig töldum við að íbúar sveitarinnar yrðu að vera undir samskonar eftirliti og svæðið væri falið í umsjá okkar færustu sérfræð- inga á hverju sviði. Jafnvel fannst okkur að segja mætti að hér þyrfti að draga skó af fótum sér. Hvernig reyndist ykkur Náttúru- verndarráð og samstarfið við það? Yfirleitt mjög vel og þó alveg sérstaklega meðan Eysteinn Jónsson var formaður ráðsins, því auk hans fjölþættu víðsýni og framsýni var hann mikill náttúru- og útivistarunn- andi sem kunni vel að meta sérkenni Mývatnssveitar. Að vísu þótti okkur hart að þurfa að sprengja Miðkvísl- arstíflu svo virkilega væri farið að hlusta á okkar mál, þó hún væri að vísu vitagagnslaust mannvirki og engum dottið í hug að endurreisa hana. En þótt margir góðir menn legðu okkur lið varðandi setningu laga um verndun Mývatns og Laxár- svæðisins þá tel ég hlut Eysteins stærstan. Þessi lög eru að mínu mati undirstaða náttúruverndar í Mý- vatnssveit. Mjög náið samstarf hefur verið við Náttúruverndarráð og eftirlit með ferðamönnum og um- gengni í sveitinni í mörg ár, en enn mætti þó þar auka við og bæta. Sveitarstjórnir hafa lagt sig fram við að koma hér upp tjaldstæðum og hreinlætisaðstöðu eins og þær hafa haft efni og getu til og nú er alveg bannað að tjalda utan merktra tjald- stæða. Einnig hafa verið merktar leiðir og göngustígar. Þá er alveg bannað að fara inná girt landsvæði og varplönd og trufla skal fuglalíf sem minnst. Hvað telur þú nú brýnast að gera til verndar náttúru sveitarinnar? Þegar lögin um verndun Mývatns og Laxársvæðisins voru sett var ákveðið að hér skyldi sett upp rann- sóknarstöð til þess meðal annars að fylgjast með hvaða áhrif verksmiðj- an í Bjarnarflagi, aukin byggð og ferðamannastraumurinn hefði á líf- ríki Mývatns, því að heita má að allt afrennsli hér á stóru svæði færi svo að segja beint út í vatnið. Til þess var varið smáfjárveitingu fyrstu árin eftir að lögin voru sett. Fóru þá fram nokkrar frumrannsóknir undir stjórn dr. Péturs Jónassonar. Síðan ekki söguna meir. Þarna hefur fjár- veitingavaldið og löggjafinn algjör- lega brugðist sínu hlutverki. En mál númer eitt tel ég vera að komast fyrir orsakir þess dauða sem verið hefur í Mývatni að undanförnu, þar sem hvorki fugl né fiskur hefur haft í sig og farist í þó nokkuð stórum stíl af þeim sökum. Hins vegar finnst mér það til háborinnar skammar og öllum náttúruunnendum harmsefni ef Kísiliðjan og íerðamanna-biss- nessinn eiga að stjórna þeim rann- sóknum, sem þyrftu og ættu að vera undir strangasta eftirliti færustu vís- indamanna okkar. Kyrrð og ró við Mývatn. Umgangur við vatnið hefur versnað til muna eftir að ferðamannastraumur jókst úr hófi. I kirkjugarði Tútú biskups Um frétta- og fjölmiðlakerfið á stjörnunni Jörö er best að vcra sem orðvarastur, því að það vill telja sig hlutlaust. En mér kemur stundum í hug þegar hin herfilcgustu tíðindi gerast, og boða önnur enn vcrri, að einhver þyrfti að verða til að scgja að athæfið sé illt. Mönnum hefur löngum veriö gjarnt til að jafna við Sturlungaöld, þcgar óöld er í uppsiglingu, en þó tel ég engan vafa á því að fjórtánda öldin hafi verið þjóðinni harðari cn sú þrettánda, og mætti ncfna til marks um það: Stjórnarfar, mis- skiptingu auðsins, afturför í máli og menningu, árferði og fleira, - en þó er það grimmdin scnt er hinn örugg- asti mælikvarði á illsku aldar. Á fjórtándu öld, þcim mikla trúar- bragðatíma, gcrðist það hvað eftir annað, að cmbættismcnn konungs beittu kviksctningu scm líflátsrcfs- ingu á landi hér. Einungis þar sem hugsunarleysi ríkirgeta mcnn komið sér hjá því að skilja, hvaö slíkt muni þýða. Sumir læknisfróðir menn hafa talið þetta eitt hið allra kvalafyllsta. Það er líka athyglisvert, að þessu var beitt einmitt á þeint tímum er menn töldu sig hafa hið öruggasta vald á bak við sig, nl. trúarbragðavaldið, en þannig var það á fjórtándu öld, eins og ýmis dæmi sanna. Réttlæti trúarbragðanna var þá ámóta óvc- fengjanlegt og réttlæti litaðra manna gagnvart ólituöum þykir nú á dögum, og þó allra hclst í löndum hinna ólituðu sjálfra. Á kosningakvöldið sl. var ég cnn að fara yfir nokkrar heimildir um þetta efni, frá 14. öld. „Vonandi cr þetta með öllu umliðið, -og best að vekja sem allra minnst upp minning- arnar um það,“ hugsaöi ég. En í hádegisútvarpi daginn eftir sagði: Svartur lögrcgluþjónn í Suður-Afr- íku var kvikscttur af kynbræðrum sínum, þegar hann vildi fylgja vini sínum til grafar. Engin fréttaskýring fylgdi, en hið „stjórnmálalega sam- hcngi" vcrknaðarins mun vera, að hryðjuvcrkahreyfingarsvartra munu telja sér allt leyfilcgt gagnvart þcim svörtum mönnum sein starfa í lög- rcglu landsins. Raunsæismenn, sem láta það ógcrt að hrífast nteð fjöldahreyfing- um, munu líta svo á, að í Suður-Afr- íku standi baráttan milli þcirra scm vilja halda upp siðuðu þjóðfélagi af því tagi scnt Evrópuþjóðir hafa lagt metnað sinn í að koma á síðustu aldirnar - og hins að hverfa aftur til Afríkustigsins eins og verið hefur að gcrast um alla þá álfu að undan- förnu. Eru þar umskiptin einna skörpust í Rhódesíu, cins og kunn- ugt cr orðið, en þó er það jafnvíst að mjög víða cr þess óskað að á sömu leiö fari í Suður-Afríku, og er þó cnginn ákafari en kaffinn Tútu, friðarvcrðlaunamaður og biskup, en liðsmenn hans munu þeir vcra scm illvirkið frömdu í kirkjugarðinum sl. laugardag. En í beinu framhaldi af þcirri frétt, og nærri því án málhvíldar, sagði fréttaþulur að „Tútú biskup hvctur til að halda baráttunni áfram". Úrþvíaðfriðarhöfðingjarn- ir eru r.vona á stjörnunni Jörð, - hvernig munu þá aðrir vera? 5.6 ’86 Þorsteinn Guðjónsson ÞAKMALNING SEM ENDIST málning'f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.