Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 14. júní 1986 ÍÞRÓTTIR (slensk knattspyrna: Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu: Tíu Úrúguayar slógu Skota út - jafntefli 0-0 var nóg fyrir Úrúguaymenn - Danir sigruðu V-Þjóðverja 2-0 Úrúguaymenn og Skotar skildu jafnir í lokaleik sínum í E-riðli heimsmeistarakeppninnar í gær. Stigið nægði Úrúguaymönnum til að komast í 16. liða úrslit keppninnar en Skotar verða að halda heim. Strax á 1. mínútu var Batista spndur af leikvelli eftir Ijótt brot og Úrúguaymenn léku því tíu allan leiktímann. Ekki gátu Skotar nýtt sér það, þeir voru raunar mjög ósannfærandi enda höfðu þeir nóg að gera með að hugsa um útlimi sína því Úrúguaymenn fóru í hverja „manndrápstæklinguna" á fætur annarri. Lítið var því um knatt- spyrnutilþrif í leiknum og það litla virtist helst koma frá Francescoli í framlínu Úrúguaymanna. Á fréttamannafundi eftir leikinn gagnrýndi Alex Ferguson þjálfari skoska liðsins leikaðferð þá er Úrúguaymenn beittu mjögharðlega: „Á meðan á leiknum stóð spurði ég sjálfan mig, „Hvað er að gerast þarna úti á vellinum? Þettaerekki fótbolti..“, sagði hneykslaðurFergu- son. Aðrir tóku undir þessi orð og meðal þeirra var Bobby Charlton sem sagði leik Úrúguaymanna hafa verið viðbjóðslegan." Mjög mikill hiti var í mönnum á fundinum, nærri jafnmikill og í leiknum sjálfum. Þá sigruðu Danir lið V-Þjóðverja nokkuð örugglega með tveimur mörkum gegn engu í ágætum leik eins og sjónvarpsáhorfendur fengu að sjá í gær. Jesper Olsen (víti) og John Eriksen skoruðu mörk Dana. Barist um helgina Diego Armando Maradona og hinir argentísku félagar hans þurfa að fást við Úrúguaymenn ■ 16. liða úrslitunum. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu: gg^syiiJ gtg i 3 ijji wá gt Viðureign Frakka og ítala ber hæst í 16. liða úrslitunum sem hefjast á morgun Heil umferð verður leikin í 1. deild karla í knattspyrnunni um helgina og verður eflaust hart barist á öllum vígstöðvum. Mútiö ergeysi- jafnt, K.R.-ingar hafa forystu en hin liöin fylgjast flest skammt á eftir. F.H. mætir Fram á Kaplakrika- velli kl. 14 í dag og nú væri gott fyrir Hafnarfjarðarliðið að tryggja sér sigur eftir tap í síðustu tveimur leikjum. Framliðið er hinsvegar sterkt og fór reyndar illa með F.H.- GEGN STEYPU SKEMMDUM STEINVARl 2000_ hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi auðveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. V HVITT OSAI5IA inga í Kaplakrikanum í fyrrasumar. Búast má við hörkuleik. Í.B.V. og Valur mætast í Vest- mannaeyjum kl. 14 í dag. Heimalið- ið sækir eflaust fast í stigin enda hefur það ekki nema 1 stig eftir fimm lciki. Róðurinn gæti því orðið Vals- mönnum crfiður. Í.A. og Þór frá Akureyri keppa á Akrancsi kl. 14.30 og er ómögulcgt að spá um úrslit úr þeirri viðureign. Bæði liðin hafa byrjað deildina þokkalega og vilja eflaust halda áfram að krækja sér í stig. Suðurnesjasíagur er á dagskrá í Garðinum í dag kl. 16. Víðir tekur á móti Keflavík, hörkuviðureign þar scm Víðismenn eru sigurstranglegri eftir að hafa byrjað keppnina betur en hörðustu Víðisaðdáendur höfðu þorað að vona. Á morgun leika svo K.R.-ingar, efsta liðið í deildinni. við nýliða Breiðabliks. Leikurinn hefst kl. 14 á grasvelli þeirra Vesturbæinga við Kaplaskjólsveg. K.R. hefurenn ekki tapað leik í deildinni og er sigur- stranglegir. I 2. deild verður einnig heil urn- ferð á dagskrá, öll í dag. Þróttur og Völsungur leika á Laugardalsvelli kl. 14. Selfoss mætir K.S. á Sclfossi kl. 14, ÍBÍ leikurgegn KAáísafjarð- arvclli kl. 14, Skallagrímur mætir Einherja í Borgarnesi kl. 14 og Njarðvík tekur á móti Víkingum ki. 14. Auk þessara leikja er svo fjöldinn allur af viðureignum í kvennadcild- unum, 3. og 4. deildarknattspyrn- unni og yngri flokkunum. Hugrún Ólafsdóttir frá Þorláks- höfn hreppti í fyrradag bæði gull og brons í stúlknaflokki á Opna skoska meistaramótinu í sundi sem lýkur í dag. Islendingar keppa á þessu móti eins og þeir hafa reyndar gert nokkr- um sinnum áður. Hugrún, sem er 14 ára, náði frábærum árangri í 200m skriði þar sem hún synti á 2.10,52 og hlaut gull fyrir. Hugrún náði þarna betri tíma en systir hennar Bryndís sem einnig Eftir leiki gærdagsins var fulljóst hvaða lið muni mætast í 16. liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Ber þar hæst að ncfna viðureign heimsmeistara ftalíu og Evrópumeistara Frakka. Viðureign nágrannanna Argentínu og Uruguay gæti einnig átt eftir að verða hörku- leg í meira lagi. Lítum nánar á 16. liða úrslitin: Belgía-Sovétríkin 15. júní Búlgaria-Mexíkó 15. júní Brasilía—Pólland 16. júni Argentína-Uruguay 16. júní Frakkland-Ítalía 17. júní Marokkó-V-Þýskaland 17. júní Danmörk-Spánn 18. júní England-Paraguay 18. júni Sovétmenn eru sigurstranglegri í viðureign sinni við Belga, þeir hafa leikið af geislandi gleði í riðlakeppn- inni og eru til alls líklegir. Mexíkó, Brasilía og V-Þýskaland eru einnig líkleg til að vinna sína leiki. Danir mæta Spánvejrum og þurfa keppti á þessu móti. Hugrún hlaut svo brons í lOOm flugsundi, synti á 1.09,27. Eðvarð Þór Eðvarðsson hreppti gull í 200m baksundi, synti á 2.07,34 en Eðvarð er sannarlega orðinn í fremsta flokki sundmanna íEvrópu. Þá má geta frammistöðu Arnþórs Ragnarssonar í lOOm bringusundi, 1.10,09 og Ólafs Einarssonar í lOOm flugsundi, 1.03,41. Báðir náðu sín- um besta persónulega árangri. að leika áfram sinn góða fótbolta eigi sigur að nást. Maradona og félagar hans í argentíska landsliðinu þurfa einnig að sýna góðar hliðar til að vinna harða Uruguaymenn. Leikur Frakka og ítala verður sjálfsagt mjög spennandi og nánast ómögulegt að spá um úrslit. Þá cr ógetið Englendinga. Þeir Dómurum þeim scm dæma leiki heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu hefur verið ráðlagt að taka harðar á ljótum brotum og hika ekki við að sýna spjöldin þeim sem brotin fremja. Þetta var haft eftir Guido Tognoni talsmanni Alþjóða knattspyrnu- sambandsins (FIFA) scm sagði dóm- ara almennt hafa verið of seina að veifa spjöldunum i riðlakeppninni, sem nú er lokið. Forráðamenn FIFA segjast ann- ars vera nokkuð ánægðir með dóm- gæsluna og telja keppnina hafa farið vel fram hingað til. Margir þjálfarar hafa hinsvegar ekki tekið undir þessi orð og t.d. hvatti Evaristo Macedo, hinn brasil- íski þjálfari írak, til þess að formað- ur dómaranefndar FIFA, Harry Cavan frá írlandi, yrði látinn segja af sér. mæta Paraguaymönnum og það verður ekki auðveldur leikur. Tjall- arnir þurfa á allri sinni baráttu að halda eigi þeir að vinna sigur á leiknum Suður-Ameríkubúunum. Knattspyrnuaðdáendur eiga sjálf- sagt eftir að fylgjast með mörgum spennandi viðureignum næstu dag- ana. Góða skemmtun. Bent hefur verið á að mörg ljót brot hafi verið látin óátalin meðan gulu spjöldunum hafi verið veifað fyrir óhófleg fagnaðarlæti ellegar munnsöfnuð. En, sem sagt, nú niega knatt- spyrnuaðdáendur eiga von á að leik- menn fái að sjá gult strax og þeir fara í sína fyrstu „slátraratæklun.“ Álafosshlaup FRÍ Álafosshlaup FRÍ fer fram á sjálfan þjóðhátíöardaginn og verður hlaupið frá Kaupfélaginu í Mosfellssvcit kl. 10 f.h. Hlaupn- ir verða 13 kflómetrar og endað á Laugardalsvelli. Keppt verður í allskonar flokkum og fer skráning og afhending keppnisnúmera fram við rásmark og stendur allt til kl. 9.45. Þátttökugjald er kr. 200. Nánari upplýsingar í síma 83686 (FRÍ) og 83069 (Dýri). Hugrún frábær Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu: Munmeiraafgulu - FIFA hvetur dómara til að taka strangt á grófum „tæklingum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.