Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn 'n.'ii .M lupsb'iSDunJ ■ Laugardagur 14. júní 1986 100 ára afmælismót skákfélagsins í Helsinki: Hart sótt að titiláfanga í Finnlandi Jón L. Árnason stóð í stórræðum á alþjóðlega skákmótinu sem 100 ára gamall skákklúbbur höfuðstaðarins í Helsinki stóð fyrir. Annar áfangi að stórmestaratitli var markmið hans í mótinu og hann náði eftir frækilegan sprett um mitt mót þar sem vinn- ingarnir komu á færibandi og urðu alls sex í röð. Afanginn miðaðist við 8 vinninga úr 11 skákum og Jón varð að taka á honum stóra sínuni því í fyrstu umferð tapaði hann fyrir Jon- atahn Tisdal, Bandaríkjamanni sem um skeið hefur verið búsettur í Noregi. Því fylgdi jafnteli við sterk- asta skákmann Finna um þessar mundir, Jouni Yrjola en því næst kom spretturinn góði, sex skákmenn lágu í valnum þar af fjórir heima- menn, að auki Svtinn Widenkeller og sovéski stórmeistarinn Josif Dorfman, sem er einn helsti ráðgjafi heimsmeistarans Kasparovs. Er aðeins þrjár umferðir voru til loka þurfti Jón 50% vinningshlutfall. Hann gerði fyrst jafntefli við Svíann Lars Karlson en þá kom babb í bátinn og Sovéski stórmeistarinn Timoschenko sem líkt og Dorfman hefur aðstoðað Kasparov, gerði sér lítið fyrir og vann okkar mann sem nú stóð frammi fyrir því erfiða úrlausnarefni að sigra hinn örugga stórmeistara Dana, Curt Hansen. Curt var efstur fyrir síðustu umferð og hefði jafntefli komið honum vel. En Jón varð að vinna og slíkt gefur mönnum oft aukinn kraft. Eftir mikinn barning og þófkennda tafl- mennsku á köflum sá Jón ljós í stöðunni, fórnaði hrók og varsú fórn svo mögnuð að Daninn varð að gefast upp þegar í stað. Meðan þessu fór fram hafði Tim- oschenko gert jafntefli í sinni skák og stóð því ásamt Jóni á verðlauna- pallinum. Þeir hlutu báði 8 vinninga, Curt varð í þriðja sæti og Tisdall fjórði með 7 vininga. Hann var í sömu aðstöðu og Jón fyrir síðustu umferð, varð að vinna en það tókst ekki. Fáir eru jafn harðsæknir og íslendingar þegar stórmeistaratitill er í húfi eins og frægt er orðið. Jón tefldi af hörku í þessu móti. Aðeins tvö jafntefli, sjö sigrar og tvö Jón L. Árnason. Glæsilegur sprettur, sex sigrar í röð tryggði annan áfanga að stórmeistaratitili. Ferðaskrifslolan Úrval v/Austurvöll. Simi (91) 26900. A-'arfs er full af lífi og krafti, fjöri og ferðamannalúxus. JL Þar blómstrar lifandi menning og sérdeilis lystaukandi matarlist; kræsingar fyrir likama og sál á hverju götuhorni. Vika á möu hóteli kostarjrá kr 23.295r Úrval býður farþegum sínum mikinn fjölda hótela í París. Allt frá notalegum 3ja stjörnu hótelurn uppi 5 stjörnu lúxushótel. Innifalið i verði er flug, gisting og morgunverður. Vjka íglœsilegum íbúdum kostar frá kr 20.934.- í boði eru glæsilegar íbúðir á besta stað í borginni. Þar eru öll þægindi. Ef dvalið er lengur en 7 daga fæst 15% afslátturog30% ef dvalið er lengur en 3 vikur. Innifalið: Flug, gisting, söluskattur, hreingerning o.fl. Brottfarir til Parísar: Alla miðvikudaga og sunnudaga í júní, júlí og ágúst. Sérstakarviku hóþ- feröir 6.og20.ágúst Gist er á fallegu 3ja stjörnu hóteli-verðá mann í tvíbýli: kr. 24.470,— eða lúxus- hótelinu Lutetia Concorde - verð á mann í tvibýli: kr. 28.390,-. Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, akstur frá og flugvelli í París, skoðunarferðir um Paris og Versali og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur. töp. Ein hans besta skák var gegn Svíanum Widenkeller sem tefld var í fimmtu umferð þegar Svíinn var eftur með 3Vi vinning: Hvítt: Widenkeller (Svíþjóð) Svart: Jón L. Árnason. Enskur leikur. 1. c4 e5 2. Rc3 dó 3. d4 cxd4 4. Dxd4 Rf6 5. b3 g6 (Þessi byrjun hefur verið í sviðsljós- inu að undanförnu m.a. fyrir til- verknað Garrí Kasparovs sem vann frækilegan sigur á Robert Húbner í upphitunareinvígi í fyrra. Jón teflir byrjunina eftir forskrift Tékkans Smejkals sem sleppir - Rc6 þar sem drottningin á d4 hrekst hvort eð er undan fyrr eða síðar.) 6. Bb2 Bg7 7. g3 0-0 8. Bg2 He8 9. Dd2 Rbd7 10. Rh3?! (Vafasamur leikur. Betra er talið 10. Rf3 með u.þ.b. jöfnum möguleik- um) 10. .. Rc5 11. 0-0 a5 12. Hadl a4! (Þessi framrás reynist hvítum oft erfið. Það er ljóst að nú þegar er frumkvæðið í höndum svarts því 13. Dc2 strandar á 13. - Bf5 o.s.frv.) 13. b4 Rce4 14. Rxe4 Rxe4 15. Dc2 Bxb2 16. Dxb2 a3! (Fótgönguliðinn framsækni gerir hvítum gramt í geði og hefur ekki sagt sitt síðasta orð. Þó ótrúlegt kunni að virðast á hvítur í miklum erfiðleikum með að finna hentugan reit fyrir drottninguna.) 17. Db3 (Það er erfitt að benda á betri leik. Eftir 17. D2 dc2 Bf5 er hvítur í úlfakreppu.) 17. .. Bxh3 (18. - Rg5 kom til greina en þetta er betra. Drottningin ryðst inn til b2 og þjáningar hvíts minnka ekki.) 21. ...Dxb3 22. Hxb3 Rd2 23. Hd3 Rxc4 24. Hc3 Rb2 25. bxc5 bxc5 26. Hb3 (Ekki 26. Hxc5 vegna 26. - Rd3 og vinnur.) 26. ...He7 27. e4 c4 28. Hb5 c3 29. Hcl Hc7 30. Hc2 Rdl („Þetta er ansi fallegur riddari,“ sagði frægur maður hér um árið. Riddarinn hefur í frammi ýmsar kúnstir og helsta verkefni er að fá c - peðinu þokað enn fremur.) 31. Hb3 Hd8 32. Bfl Hd2 33. Hcl Hxa2! + ■ Illllll i l!il lllllllll i 111 i 1 i lllll i A lllllll III l i III IHI III 0 101 - m lloíl (Lagleg lítil flétta af einfaldari sort- inni. Frípeðin ljúka vel unnu verki.) 34. Hxdl c2 35. Hcl Hb2 36. Hb3 Hxb5 37. Bxb5 a2 38. Kf2 (Hvítur gat auðvitað gefist upp með góðri samvisku en þráast við um stund. Nú vinnur 38. - al (D) létt en Jón velur aðra leið og eigi síðri.) 38. ...Hc3 39. Ke2 Hb3 40. Kd2 Hxb5 og hvítur lagði niður vopnin. 19. Hd3 (Svartur hótaði 19.-Rc3.) 19. ...Db2 20. Hel c5! 21. f3(?) (21. b5 virðist betra en Jón á sterkt framhald: 21. - d5! 22. cxd5 Rd6! með yfirburðastöðu. En níu tapar hvítur peði bótalaust.) Hannes og Snorri efstir Boðsmót Taflfélagsins Reykjavík- ur stendur nú yfir og nýtur sem endranær mikilla vinsælda. Kepp- endur eru um 70 talsins. Þegar tefldar hafa verið fjórar umferðir eru þeir Snorri Bergsson og Hannes Hlífar Stefánsson efstir með 4 vinn- inga. Tefldar verða sjö umferðir. FRAMTÆKNI s/f Skemmuveg 34 N Vélsmiðja 200 Kópavogur lceland Járnsmíði- Viðgerðir Tel. 91-641055 Vélaviðgerðir - Nýsmíði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.