Tíminn - 24.10.1986, Síða 3

Tíminn - 24.10.1986, Síða 3
Miðvikudagur 22. október 1986 Tíminn 3 15. þing Sjómannasambandsins: Kostnaðarhlutdeild útgerðar komi aftur til hlutaskipta - er aðalkrafa í komandi samningum, segir Óskar Vigfússon „Af þeim kostnaðarhlut sem tek- inn var framhjá skiptum á árinu 1983 hefur litlum hluta verið skilað til baka inn í hlutaskiptin. Nú í dageru 13% af brúttóverði enn tekin framhjá skiptum af þeim kostnað- arhlut sem tekinn var með lögum 1983. í Ijósi breyttra aðstæðna hlýtur því aðalkrafa komandi samninga að vera að sjómenn fái hlutdeild í batnandi afkomu útgerðar með því Leikfélag Akureyrar frumsýnir Marbletti: Finninn Einar Jón og íslendingurinn, María Árnadóttir hittast á Norður- landaráðsþingi Mynd: HÍÁ að endurheimta hluta af því sem áður hefur verið af þeim tekið. Þetta þing hlýtur því að móta þá stefnu sem höfð verður að leiðarljósi í þessum efnum í komandi samning- um.“ Þetta sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands ís- lands í setningarræðu sinni á 15. þingi Sjómannasambandsins, sem hófst í gær. Þau lög sem formaðurinn er hér að vitna til eru lög urn sérstakan 29% kostnaðarhlut, sem útgerðin fékk af fiskverði og kom ekki til skipta. Þegar þessi lög voru sett var vísað til erfiðrar stöðu útgerðarinn- ar, einkum ntikils olíukostnaðar. Á dagskrá þingsins í gær voru til um- ræðu kjaramái og kom þar fram sú almenna skoðun að sjómenn hafi með þessum kostnaðarhlut verið látnir greiða með launum sínum hluta af vanda útgeröarinnar, sem hafi vcrið slæmt 1983, en sé orðið gjörsamlega óþolandi í dag þegar hagur útgerðarinnar hefur vænkast mjög. Umræðan um kjaramúl var mjög fjörug og kom m.a. fram tillaga um uppsagnarfrest sjómanna og rædd voru drög að kjaramála- ályktun þingsins. í þeim drögum er að finna kröfur um að komið verði á staðgreiðslu á sköttum, leiðrétt- ingu á aflahlut sjómanna á frystiskip- um, frítt fæði fyrir sjómenn og lýst er yfir stuðningi við kröfur far- manna, auk aðalkröfunnar um að sjómenn fái sinn hlut í kostnaðar- hlutdeildinni. Benda sjómenn jafn- framt á að ótækt sé að ríkisvaldið fari að innheimta af útgerðinni 600 milljón króna olíuskatt úður en sjó- menn fái til baka sinn hlut í kostnað- arhlutdeild og njóti þannig fyrstir batnandi hags útgerðar. Af öðrum ntálum en kjaramálum, sem rædd voru á þinginu í gær bar einna hæst umræður um öryggis- og tryggingamál, en jafnframt voru á dagskrá umræður um fyrirhugaðar breytingar á Rikismati sjávarafurða og stofnum fiskmarkaðar. Við þingsetninguna í gærmorgun ávörpuðu sérstakir gestir þingið, en þeir voru Halldór Asgrímsson sjáv- arútvegsráðherra, Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ og Harald Hols- vik framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambandsins. í dag verða nefndarstörf og Jón Sigurðsson forstööumaður Þjóö- hagsstofnunar mun flytja erindi. Þinginu lýkursíðan á morgun. -BG Akureyringar hnekkja heimsmeti í neikvædni - og gera upp við ’68 kynslóðina Frá fréttaritara Tímans á Akureyri, Halldóri Inga Ásgeirssyni. í kvöld klukkan 20.30 frumsýnir Leikfélag Akureyrar revíukabarett- inn Marbletti eftir hina og þessa. Að sögn Péturs Einarssonar leikstjóra, þýðanda, höfundar, leikmynda- og búningahönnuðar Marbletta er verkið tilraun til að leysa stærstu og erfiðustu vandamálin sem sífellt eru að þvælast fyrir okkur í daglega lífinu. Marblettir leysa m.a. vandamál þeirra karlmanna sem orðið hafa undir í jafnréttisbaráttunni. Kynnt eru störf Norðurlandaráðs og hvað á sér í rauninni sér stað á Norður- landa-þingum. Marblettir innihalda uppgjör við ’68 kynslóðina, nýja útgáfu af Nallanum auk þess sem heimsmetinu í neikvæðni er hnekkt. Marblettir „tipla“ varfærnislega á þeim vandamálum sem upp geta komið í rúminu. Pétur sagði að Marblettir væru að miklu leyti þýðing og staðfæring á revíunni Morkis eftir Finnann Bengt Alfors. Mörgu hefði orðið að sleppa vegna þess að það ætti ekki erindi til íslendinga vegna sérstöðu. Þess í stað hafa þeir Pétur Einarsson og Kristján frá Djúpalæk samið leik- þætti og söngva sem frekar ættu að höfða til fslendinga. Hlutverk í Marblettum eru fjöl- mörg og eru þar leikararnir Marta Árnadóttir, Einar Jón Briem, Skúli Gautason, Marínó Þorsteinsson, Inga Hildur Haraldsdóttir og Sunna Borg sem skipta þeim bróðurlega á milli sín. Aðalheiður Þorsteinsdóttir annast undirleik, lýsingu hannar Ingvar Björnsson, Hallmundur Kristinsson smíðar leikmynd og Freygerður Magnúsdóttir sá um búninga. ,0-5 dyra - 5 gíra Verð kr. 569.000.- E3IMISSAN NISSAN AÐEINSÆTLAÐUR' (Og þeir sem eru ekki vandiáiir fyrj\, verða það eftir að hafa ekið j NISSAN BLUEBIRD)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.