Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 9
Laugardagur 8. nóvember 1986
Tíminn 9
FRETTASKÝRING
1ll!lllll!llll!i
lllllllllllll
Ársskýrsla Útvegsbanka Islands
fyrir árið 1985 var að koma út.
Með henni fylgir einnig ársreikn-
ingur Fiskveiðasjóðs íslands. Upp-
lýsingar unt rekstrartap bankans á
síðasta ári hafa þegar komið fram
í fjölmiðlum, en hér liggja fyrir
nánari tölur um allt sem þetta
snertir, og sömuleiðis er hér greint
frá öðrunr atriðum sent varða
rekstur bankans á árinu sem lcið.
422 miljóna tap á
gjaldþroti Hafskips
Rekstrarreikningi bankans fyrir
árið 1985 er lokað með niðurstöðu-
tölu sem er tap að fjárhæð 442,6
miljónir króna. í skýringunt með
reikningunum kemur fram að þar
er meðtalið áætlað tap af völdum
gjaldþrots Hafskips hf. að fjárhæð
422 miljónir. Til samanburðar er
þess að geta að árið 1984 var
niðurstöðutala rekstrarreiknings
tap að fjárhæð 31,4 miljónir.
Á eiginlegum rekstri bankans
hefur hins vegar orðið veruleg
breyting. Samkvæmt rekstrar-
reikningi var hagnaður bankans af
reglulegri starfsemi á síðasta ári
28,7 miljónir, samanborið við 29,4
miljóna tap árið á undan. En síðan
eru í reikningum ársins 1985færðar
470 miljónir samtals í áætluð töp
vegna útlána, og er Hafskipsupp-
hæðin þar innifalin.
Eins og menn vita er bú Hafskips
hf. nú undir gjaldþrotaskiptum, og
að því er segir í skýrslunni ríkir
mikil óvissa um endanlegt tap
bankans vegna gjaldþrots lelags-
ins. Par kentur einnig fram að
Hafskip var cinn stærsti viðskipta-
aðili Útvegsbankans, og að heild-
arkröfur bankans á hendur félag-
inu námu 731 miljón króna miðað
við 6. desember 1985.
Eiginfjárhlutfall
Það alvarlegasta fyrir Útvegs-
bankann í kjölfar þessa er það að
nú er eiginfjárhlutfall hans komið
langt niður fyrir það lágmark sem
núgildandi löggjöf um viðskipta-
Tap Útvegsbankans
Stærsti hluti 443 miljóna krónataps vegna Hafskipsgjaldþrotsins
bankastofnananna í landinu
banka setur. Afleiðing af tapi síð-
asta árs er sú að eigið fé bankans
um síðustu árantót er aðeins rétt
tæpar 90 miljónir króna. Um ára-
mótin næstu á undan var það hins
vegar 423,9 miljónir.
Það er rakið í skýrslunni að um
síðustu áramót tók gildi ný löggjöf
um viðskiptabanka. Meðal nýmæla
þar er að horfið er frá því að binda
starfsemi hvers viðskiptabanka við
tiltekna atvinnugrein eða hags-
munasamtök.
Samkvæmt þessum lögum má
eigjp fé viðskiptabankanna ekki
vera minna en sem svarar 5% af
niðurstöðutölu efnahagsreiknings
og veittum ábyrgðum samkvæmt
nánari skilgreiningu. Viðskipta-
bankarnir fá fimm ára aðlöguttar-
tíma til að ná þessu hlutfalli. Þá má
bókfært verð þeirra fasteigna, sent
viðskiptabanki notar undir starf-
semi sína, ekki nema Itærri fjárhæð
en scm svarar 65% af eigin fé
bankans.
1 % hlutfall
Niðurstöðutala efnahagsreikn-
ings Útvegsbankans um síðustu
áramót var 9.753,2 miljónir króna,
samanborið við 8.084,7 miljónir
um áramótin á undan. Þar að auki
eru ábyrgðir utan reiknings og
skuldbindingar við Seðlabankann
að fjárhæð 1.052,4 miljónir.
Af þessu leiðir að eigið fö bank-
ans var unt síðustu áramót komið
niður í 0,97 prósent, en var 5,7
prósent í árslok 1984. Þetta þýðir
að í kjöifar Hafskipsmálsins er
eiginfjárhlutfall bankans komið
verulega niður fyrir þau mörk sem
kveðið er á um í lögum um við-
skiptabanka.
Þetta var ástæða þess að hinn 20.
maí í vor gaf Seðlabanki íslands út
svohljóðandi yfirlýsingu:
„Að höfðu samráði við við-
skiptaráðherra og með hliðsjón af
ákvæðum laga um ábyrgð ríkisins
á skuldbindingum Útvegsbanka
íslands, lýsti Seðlabanki Islands
yfir því hinn 6. desember 1985, að
Seðlabankinn muni sjá til þess að
Útvegsbanki íslands, aðalbankinn við Lækjartorg í Reykjavík.
Útvegsbankinn geti staðið við allar
skuldbindingar sínar innanlands og
utan, á meðan verið er að leita
varanlegra lausna á fjárhagsvanda-
málunt bankans."
Innlán og útlán
Heildarinnlán Útvegsbankans í
árslok 1985 námu 3.748,0 miljón-
um og höfðu hækkað um 1.165,0
miljónir á árinu eða 45,1%. Þetta
er heldur undir meðaltalshækkun
innlána hjá viðskiptabönkunum í
heild, en hún var 48,4% á árinu.
Það kcmur fram í skýrslunni að
fram í nóvember voru innlán' Út-
vegsbankans vel yfir meðaltali
bankanna í heild, en í þeint mánuði
dró hins vegar töluvert úr innláns-
aukningunni. I skýrslunni cr þetta
skýrt þannig að „untræða í fjöl-
miðlum um málefni bankans í
kjölfar gjaldþrots Hafskips er vafa-
lítið höfuðorsök þessarar breyting-
ar.“
Með öðrum orðum virðist Haf-
skipsmálið hafa haft veruleg óhag-
stæð áhrif fyrir Útvegsbankann að
því lcyti að fólk hafi í töluverðum
mæli hikað við að trúa honum fyrir
sparifé sínu fyrst eítir að það kom
upp. Að því er best verður séð er
slíkur ótti þó ástæðulaus þar sem
Seðlabankinn hcfur tckið fulla
ábyrgð á öllum skuldbindingum
bankans. Að því er að almenningi
snýr er þar fyrst og fremst um að
ræða innistæður á bankarcikning-
um.
Heildarútlán bankans í árslok
1985 voru hins vegar 4.224,7 milj-
ónir króna, og höfðu þau aukist
um 504,0 miljónir á árinu cða
13,5%. Athygli vekur í skýrslunni
að þar segir að mjög hafi dregið úr
hlutdcild sjávarútvcgslána í heild-
arútlánum bankans. Nánar til tekið
voru þau 39,6% af heildarútlánun-
um í árslok 1985, samanborið við
49,1% ári fyrr.
Samtals drógust útlán til sjávar-
útvegs saman um 8.6%, og er
ástæða þcss fyrst og frcmst sögð
minnkun afurðabirgða fyrirtækja í
sjávarútvegi. Hins vegar jukust
útlán í öllum öðrum útlánaflokkum
hlutfallslcga, og mest varð aukn-
ingin í lánum til cinstaklinga cða
43.7%. Jókst hlutdeild slíkra lána
í heildarútlánunum úr 13,4% í
ársbyrjun og upp í 16,9% í árslok-
in.
Næststærsti
viðskiptabankinn
Það kemur að vísu fjárhags-
vanda Útvcgsbankans ekki beint
viö, en í skýrslu hans eru þó cinnig
birtar nokkrar fróðlegar upplýsing-
ar um skiptingu útlána á milli
um
síðustu áramót.
Þar kemur m.a. fram að á eftir
Landsbankanum er Útvcgsbank-
inn næststærsti viðskiptabankinn í
landinu, og ntunar þó ekki veru-
lega miklu á honum og Búnaðar-
bankanum. I því efni er miðað við
útlán um síðustu áramót.
Samkvæmt því er Landsbankinn
með tæpan hclming allra útlána
bankakerfisins, cða 49,4% og fjár-
hæðin er samtals 25.318 miljónir
króna. Útvegsbankinn cr með
15,6% cða 8.014 miljónir. Búnað-
arbankinn er sfðan með 14,1% cða
7.222 miljónir. Útlán ríkisbank-
arína eru því 40.554 miljónir
samtals, sem er79,l% af heildinni.
Afgangurinn skiptist á milli spari-
sjóðanna, Iðnaðarbankans, Sam-
vinnubankans, Verslunarbankans
og Alþýðubankans. Heildarupp-
hæð alíra útlána hjá öllum þcssum
fjármálastofnunum er að því cr
þarna segir 51.253 miljónir króna.
Þaö vekur líka athygli að í
lánum til sjávarútvcgs ferþví fjarri
að Útvegsbankinn sé stærstur.
Hann er þar með 24,8% á móti
67,0% hjá Landsbankanum. I
landbúnaði er Útvcgsbankinn
smár, svo scm vænta má, mcð
0,4'Xi á móti 45,2% hját Lands-
banka og 43,5% hjá Búnaðar-
banka.
I verslun er Útvegsbankinn
þriðji i röðinni, með 14,3% á móti
15,1% hjá Búnaöarbanka og
43,5% hjá Landsbanka. I iðnaði er
lðnaðarbankinn töluvert stór sem
vænta má, með 13,8%, cn Búnað-
arbankinn fylgir fast á eftir nteð
13,6% og síðan kcmur Útvegs-
bankinn mcð 10,2%, en Lands-
bankinn er langhæstur scm lyrr,
nteð 51,8%.
Það cr ckki fyrr cn kcmur að
lánum til cinstaklinga scm lilutur
Landsbankans hættir aö vcra jafn
yfirgnæfandi og í hinum flokkun-
um. Hann cr þar mcð 26,6%, en
sparisjóðirnir með25,3%, ogsíöan
koma Búnaðarbanki með 11,1%,
Útvcgsbanki með 10.7% og Sam-
vinnubanki með 10,4%'. - esi)»
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIE VETTVANGUR lllli lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll !IIUIIIIIIII!llllill!llll!!i!lll!l!!lll!!llllllllllll!!ll . : á - T :' : 7! ' V ý. : 1111
Valdimar Guðmannsson, Bakkakoti, Austur-Húnavatnssýslu:
Skera, skera, meira
1
Fátt er nú rætt meira um en
niðurskurð á bændum og bústofni
þeirra. Á undanförnum árum hefur
verið haldið uppi stórárásum og
níði um íslenskan landbúnað. Fyrst
í stað var áróðri þessum komið á
framfæri í gegnunt Alþýðublaðið
en þar sem það hafði aldrei mciri
útbreiðslu en innihald þess gaf í
skyn þá var brugðið á það ráð að
hefja útgáfu á nýju málgagni, DV.
Ekki er annað að sjá en aðaltil-
gangur með útgáfu DV hafi verið
að knésetja íslenskan landbúnað.
Tvær aðferðir hafa aðallega verið
notaðar, í fyrsta lagi stórárásir á
afurðasölufélög bænda þar sem
reynt hefur verið að læða þeirri
hugsun inn hjá fólki að félögunt
þessum sé mest stjórnað af ein-
hverjum fjárglæframönnum sem
hugsi um það helst að draga til sín
fjármagn og stofna með sér ein-
hverskonar auðhringa (það merki-
lega við þennan auðhring er að hann
er opinn öllum landsmönnum).
Hin aðferðin hefur verið persónu-
legar árásir á bændur. Þeir séu
alltof margir, framleiði of dýrar
vörur og skattgreiðendur í landinu
borgi stórfé með hverjunt bónda.
Enn eru til bændur sem
trúa á landið og fram-
tíðina. Nú þurfum við
að taka höndum sam-
an hvar sem við erum
búsett og berjast. Það
hefur verið okkar hlut-
skipti oft á tíðum.
m
Margt fleira hefur verið tínt til sem
ég hirði ekki um hér en hitt er víst
sé þetta allt satt ættum við sem
landbúnað stundum að vera löngu
komnir á bak við lás og slá.
Er nú illa komið fyrir okkur,
margir bændur eru sjálfir farnir að
trúa þessum áróðri og ekki nóg
með það, trúnaðarmcnn okkar og
launaðir starfsmenn keppast við að
fá okkur til að skera niður og
bjarga þjóðinni frá þeim hörmung-
um að halda landinu öllu í byggð,
og þá komum við að kjarna þessa
máls.
Hvers virði er búseta á öllu
landinu, hvað verður um þéttbýlis-
kjarna, sem víða hafa myndast
vegna staðsetningar sinnar í blóm-
legum landbúnaðarhéruðum t.d.
hér í A-Hún? Er það viðurkennt að
á ntilli 65 og 70% íbúa sýslunnar
hafa framfæri sitt af landbúnaði á
einn eða annan hátt? Veit ég að
mörg slík dæmi mætti finna víða
um land.
Yrði landbúnaður lagður niður á
þessum svæðum geta allir séð hvað
yrði um þessa þéttbýliskjarna, og
hvað ætla ferðaskrifstofurnar að
auglýsa þegar eyðimerkurstefnan
hefur náð frant að ganga? Á ferða-
fólk kannske að dunda sér við að
telja eyðibýlin og giska á steypu-
magnið sem er í byggingunum á
bæjunum? Nei, þetta gengur bara
einfaldlega ekki lengur, nú verðum
við bændur að rísa upp og stöðva
þessa vitleysu áður en við verðum
allir heilajtvegnir. Við höfum í
gegnum árin verið góðu börnin og
gleypt það sem okkur hefur verið
rétt hvort scm það hcfur verið illt
eða gott, þannig höfum við iátið
ganga á hlut okkar og traðkað
okkur niður í svaðið og nú á bara
að moka yfir og setja innfluttan
blómakrans á leiðið, en svo einfalt
verður það ekki. Enn eru til bænd-
ur sent trúa á landið og framtíðina,
nú þurfum við að taka höndum
saman hvar sem við erum búsett og
berjast, það hefur verið okkar
hlutskipti oft á tíðum.
Trú mín er sú að enn séu margir
til í bardagann, við þá vil ég segja:
Stöndum saman og verjunt rétt
okkar scm frjálsir mcnn í frjálsu
landi. Við ráðamenn þjóðarinnar
vil ég segja þetta. Meöhöndlið
sölumál landbúnaðarvara á sama
hátt og fisksölumálin.
Vcrði það gert er ég viss um að
á næstu fjórum árunt munu þær
hundruð milljónir sem þið viljið
borga okkur fyrir að hætta að búa
nægja til að finna það mikla niark-
aði erlendis að skortur verði á
landbúnaðarvörum að fjórum
árum liðnum. Á meðan verið er að
leita að markaði eigum við að sctja
Bandaríkjamönnum það skilyrði
fyrir áframhaldandi veru hersins
hér á landi þeir kaupi alla
umframframlciðslu á landbúnaðar-
vörum þessi 4 ár. Það skiptir þá
trúlega ekki mjög ntiklu máli fjár-
hagslega.
Þarna er verkcfni scm fram-
leiðnisjóði er skylt aö vinna og
hætta aö meðhöndla okkur bændur
á santa hátt og grenjaskyttur nteð-
höndla tófu. En eins og allir vita er
oft dregið út æti fyrir tófuna, síðan
bíður skyttan þar til rebbi lætur
blekkjast en þá er hann skotinn án
þess að njóta nokkurs þess sem á
borð var borið. Ekki er ég að segja
að það eigi hreinlega að skjóta
okkur bændur en það á að freista
okkar með því að kaupa af okkur
framleiðslurétt. Gera þar með
jarðir okkar verðlausar ásamt öll-
um framkvæmdum sem við höfum
lagt í. Þetta tel ég aðferð sem
jaðrar við brot á stjórnarskránni.
Mcð baráttukveöju til bænda.
Valdimar Guðmannsson.
Bakkakoti. A-Hún.