Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 18
18 Tíminn Útboð Fjallalax hf. óskareftirtilboðum í eftirtalin verkefni: A. Byggingu eldishúss. Húsið er ætiað fyrir seiðastöð fyrirtækisins í landi Hallkelshóla í Grímsneshreppi. Flatarmál hússins er áætlað um 2040 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Fjallalax hf. Síðumúla 37, sími 91- 688210, Reykjavík og Hallkelshólum Grímsnes- hreppi, sími 99-6415 frá og með miðvikudeginum 11. nóvember. Útboðsgögn verða seld fyrir kr. 8.000,- B. Framleiðsla eldiskerja. Framleiða skal eldisker skv. eftirfarandi: Stærð: Fjöldi: 2x2 m 120stk. 4x4 m 36 stk. 9 m í þvermál 20 stk. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Fjallalax hf., Síðumúla 37, Reykjavík, 688210 og Hallkelshól- um, Grímsneshreppi, sími 99-6415. Útboðsgögn kosta 8.000.- kr. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF ÁRMULI 4 REYKJAVÍK SÍMI 84499 Útboð-stálhurðir Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboði í smíði á stálhurðum og léttum hurðum með stálkörmum fyrir verslanir og stigaganga í verslanamiðstöð í Kringlumýri í Reykjavík. Tilboð óskast í eftirtaldar hurðir: — Stálhurðir 100 stk. - Léttarhurðir 40 stk. Hurðir skulu afgreiddar á tímabilinu 15. janúar 1987 til 1. maí 1987. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík frá og með þriðjudeginum 11. nóvember 1986 gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjargötu 4, Reykjavík fyrir kl. 11.30 föstudaginn 28. nóvember 1986 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hagkaup hf., Lækjargötu 4, Reykjavík IÐNSKÓLINN í REYKJAVIK Kennara vantar í rafiðna og tölvugreinum. Til greina koma rafvirkjar, rafeindavirkjar, raftæknar, raftæknifræðingar, rafmagnsverkfræðingar, tölvunarfræðingar og kerfisfræðingar. Nánari upplýsingarveitirskólastjóri í síma26240. Iðnskólinn í Reykjavík Kennarar Vegna forfalla vantar nú þegar kennara við grunnskólann í Grindavík kennslugreinar stærð- fræði og eðlisfræði, nánari upplýsingar veitir skólastjórinn í símum 92-8555 og 92-8504. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Einars Sigmundssonar fv. bónda í Kletti og Gróf, Reykholtsdal Þórður Einarsson Bergný Jóhannsdóttir Jón E. Einarsson Hugrún Guðjónsdóttir Sigrún Einarsdóttir Bjarni Guðráðsson Barnabörn og barnabarnabörn Laugardagur 8. nóvember 1986 MINNING Kristjana Halla Pétursdóttir Fædd 16. nóv. 1901 Dáin 28. okt. 1986 Vinurþlnn erþérallt. Hann erakur sálar innar, þar sem samúð þinni er sáð oggleðiþín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Pú kemur til hans svangur og í leit að friði. Kahlil Gibran Halla Pétursdóttir frá Kjörseyri er látin. Hún lést að Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 28. okt. sl. Halla var fædd 16.11.1901. For- eldrar hennar voru Pétur Jónsson, bóndi á Borðeyrarbæ í Hrútafirði og Valgerður Jónsdóttir frá Kollsá. Pétur var síðar sölustjóri Kaupfé- lags Hrútfirðinga frá stofnun þess 1899 til 1918. Pétur og Valgerður bjuggu lengst af á Borðeyrarbæ. Af börnum þeirra komust þrjár dætur upp, Herdi's er giftist Jóni Valdimarssyni, kennara í Reykja- vík, þau eru bæði látin. Jónína Gróa á Kjörseyri, sem lést í maí 1981 og Kristjana Halla á Kjörseyri. Á Borðeyrarbæ bjuggu systurnar Halla og Jóna eftir lát foreldra sinna til ársins 1938. Halla giftist Matthíasi Matthías- syni og flutti til hans að Hömrum í Laxárdal. Þeirra sambúð stóð stutt því Matthías lést er þau höfðu búið í um það bil 2 ár. Þá flytja þær systur Halla og Jóna að Kjörseyri til Hall- dórs Jónssonar, föðurbróður síns og frændfólks. Par áttu þær heimili alla tíð síðan. Samband þeirra systra var alla tíð ákaflega innilegt og gott. Þær voru mjög samrýmdar og hlúðu vel hvor að annarri sem best þær máttu. Þeirra lífsganga varð á þann veg að þeim auðnaðist að vera saman mest- an hluta ævi sinnar og sfðustu árin voru þær saman á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, en þar lést Jóna í maí 1981. Er ég dvel við minningar úr bernsku minni frá Grænumýrar- tungu kemur Halla þar oftar en ekki við sögu. Hún kom yfirleitt til lengri eða skemmri dvalar á hverju ári og oft var þá Jóna systir hennar með henni. Það var mikil hátíð er leið að því að Halla og Jóna kæmu. Oftast sváfu þær í suðurendanum uppi á lofti. Og það kom fyrir að mamma færði þeim kaffið í rúmið á morgn- ana og þetta voru ánægjustundir sem lýstu upp hversdagslegt skamm- degið á afdalabæ. Þessir morgnar með systrunum minna mig á jólin með kaffi á bakka, súkkulaði og smákökur og sá hátíða- blær sem þeim fylgdi. En miklu oftar var þó Halla í því hlutverki að útbúa kaffi og mat og færa öðrum og vinna verkin bæði stór og smá. Ég læt hugann reika til baka og sit á rúmstokknum hjá Höllu, lítil stelpa með stutt hár. Horfi hugfangin á Höllu greiða síða hárið sitt og við glettumst hvor við aðra, Halla brosir og raular fyrir múnni sér. Fallega brúna hárið henn- ar fellur yfir axlirnar og flóir niður bakið, mittissítt, hún rennir greið- unni í gegnum það, fyrst grófu og síðan þeirri fínu, allt er vandað og vel gert sem hún snertir á. Síðan fléttar hún hárið í tvær þykkar fléttur og bregður í sveig um höfuð- ið. Þetta er fallegasta hár sem ég hef séð og kannski er það líka af því að sú kona er svo góð sem ber það og ég minnist hennar aldrei öðruvísi en að sjá þetta fallega hár fyrir mér vel uppsett. Ég minnist hennar við stofuborðið heima að sníða og sauma, öll mögu- leg fatasnið og eftir öðrum flíkum, ef engin voru sniðin. Hún var einstök saumakona og sjálfmenntuð í því sem öðru og svo vandvirk og velvirk að leitun var á slíku, enda eftirsótt til þeirra starfa, sem og annarra. Hún kemur líka í hug mér þegar mest er að gera í hauststörfunum, þar er Halla blessunin og allt gengur svo einstaklega vel þar sem hún er. Hún var líka hjá okkur í Grænumýr- artungu þegar bræður mínir fæddust og í mínum augum var hún alltaf fullgild ljósmóðir þó hún lærði ekki til þess og þær eru ótaldar konurnar sem nutu góðs af henni við slíkar aðstæður, bæði við fæðingar og um- önnun ungbarna. Þó svo að Halla væri bara um kyrrt nokkurn tíma á hverju ári finnst mér hún vera sem ein af heimilisfólkinu, svo innilega tók hún þátt í öllum kjörum heimafólks, jafnt stóru sem smáu. Halla var fróð um marga hluti, góðar bækur og hafði yndi af ljóðum og söng. Hún átti þess ekki kost að menntast frekar en svo margir af þessari kynslóð, en bar þó hina bestu þætti menningar í brjósti sér, þó bókleg skólaganga væri ekki til staðar. Hjá henni héldust í hendur viska og snilld og hún fór viturlegum orðum um margt af því sem hver maður getur átt á hættu að mæta á lífsleiðinni. Hún vildi miðla sinni reynslu og þroska til annarra. Því það er ekki mest um vert hvað hendir manninn á lífsleiðinni, heldur hitt hvernig til tekst með viðbrögðin, svo reyslan bæti en ekki brjóti. Halla sjálf fór ekki varhluta af reynslu, hún reyndi sjálf heilsuleysi til margra ára og ástvinamissi. Þær systur Halla og Jóna frá Kjörseyri eignuðust hvorki auð né eignir, lifðu fábrotnu lífi og voru aldrei að keppast við að eignast eitt né neitt að því ég best veit. Mér fannst alltaf að eigur þeirra saman- stæðu af íslenska búningnum, annað hvort peysufötum eða upphlutnum, sem þær báru með mikilli reisn. Samt höfðu þær systur af miklum auð að taka og Halla gaf samferða- mönnum sínum hinar dýrustu gjafir því hún gaf af sjálfri sér. Þeirra gjafa þarf ekki að gæta, þær eru hjá okkur alla tíð og tapast ei né týnast. Þetta er síðasta kveðja til hins góða vinar sem Halla Pétursdóttir var, handa þeirri góðu konu er ekkert of gott, ekkert orð of fallegt, ekkert lof oflof. Hún bar höfuð og herðar yfir samferðafólk sitt. Vildi þó hvergi vera áberandi, var hlédræg og hógvær kona. Hlúði að sjúkum og sárum, vann þar sem verkin biðu, spurði aldrei um lausn og vildi raunar engin laun. Vinargreiði, hjálpsemi og alúð við hvert eitt verk og að létta öðrum lífsbaráttuna, það var hennar aðalsmerki. Hin mjúku orð, milda rödd og ljúfa fas, óskin um allt hið besta öðrum til handa, það er Halla. Hún var boðberi friðar og fegurð- ar, ljós sem blakti oft sakir heilsu- leysis, en lýsti birtu á leið samferða- manna sinna, þeirra sem gengu með henni langan veg eða stuttan. Frá þessari yndislegu konu starf- aði slíkum friði og hlýju að engu var líkt. Ævi hennar var hvorki bein né breið. Hún leið heilsuleysi alla tíð, em lærði að lifa með því og var ævinlega sú sem veitti öðrum af sínum innri auð. Á lífsins æviskeiði gekk hún um dimma dali, en eins og gull skýrist í eldi þá átti hún þá list í fórum sínum að bera stöðugt meiri þroska úr býtum við hverja þá raun sem lífið bar í skauti sér og þessi lágvaxna ljúfa kona bar sig sem drottning, bauð erfiðleikunum byrginn, veikbyggð, en ævinlega sú sem sterkust var. Við fjölskyldan frá Grænumýrar- tungu kveðjum Höllu með söknuði, en þó mestu þakklæti fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast henni og njóta hlýhugar hennar og vináttu til margra ára. Veri hún kært kvödd og megi hún hvílast og alheimskærleikurinn um- vefja hana. Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki óskar að ráða eftirtalið starfsfólk. 1. Ljósmóður, 100% staðafráOI. desember 1986. 2. Röntgentækni, 50% staða frá 01. desember 1986. 3. Sjúkraþjálfa, 50%-100% staða, nú þegar eða frá 01. janúar 1987. 4. Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vantar frá áramótum í heilar stöður og hlutastörf. Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri á staðnum og í síma 95-5270. LAUSAR STOÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Staða rafmagnsiðnfræðings hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur er laus til umsóknar. Starfið er falið í eftirlitsstörfum í innlagnadeild. Upplýsingar um starfið gefur starfsmannastjóri RR. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9. 6. hæð, á sérstökum eyðublöðum er þar fást. Ingunn Ragnarsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.