Tíminn - 08.11.1986, Page 11

Tíminn - 08.11.1986, Page 11
Laugardagur 8. nóvember 1986 Tíminn 11- reyndin er. að ekki er lengur fært að framleiða landbúnaðarafurðir til út- flutnings nema í mjög litlum mæli. Lög um framleiðslu landbúnað- arafurða o.fl. sem samþykkt voru vorið 1984. voru ekki aðeins mikil- væg heldur nauðsynleg. beim varð ekki frestað. Að vísu er ýmislegt sem við og bændur hefðum viljað hafa nokkuð á annan veg og illt var, að ekki vannst tími til að ræða frumvarpið ýtarlega við bændur. Það var hinsvegar ekki sök núverandi landbúnaðarráðherra. í samráði við forystumenn bænda og samvinn- uhreyfingarinnar var tekist á við samstarfsflokkinn um fjölmörg atr- iði í því frumvarpi allt fram á síðustu stundu. Eflaust er rétt, að æskilegt hefði verið að hafa aðlögunartímann lengri en fimm ár. Eftir þann tíma, sem hafði tapast, náðist ekki sam- komulag um lengri aðlögun. Þrátt fyrir myndarlegt átak til nýsköpunar í landbúnaði, ekki síst mcð umfangsmikilli loðdýrarækt, er ljóst, að sá samdráttur, sem óhjá- kvæmilegur er í hinni hefðbundnu ntjólkur- og kjötframleiðslu, mun leiða til nokkurrar byggðaröskunar. Einnig er ljóst. að framkvæmdin öll er ákaflega viðkvæm. 500 milljónum króna til þess að lagfæra fjárhagsstöðu slíkra ein- staklinga. Það hefur bjargað mörg- um frá því að missa íbúðina. Með sanni má segja. að bylting hefur orðið í húsnæðislánamálum. Lán Húsnæðisstofnunar hafa verið hækkuð stórlega og lengd. Þegar hin nýju lög eru að fullu komin til framkvæmda, eiga flestir eða allir að geta eignast eigið húsnæði. Satt að segja er stórfurðulegt. hvað andstæðingunum hefur, með yfirboðum og alröngum fullyrðing- um, tekist að rangfæra og gera lítið úr því sem gert hefur verið í hús- næðismálum. Það er umhugsuna- refni. Því verður að snúa við í kosningabaráttunni. í málefnuni þroskaheftra hefur ekki síður verið mikið gert. Fjár- magn til þess málaflokks hefur verið u.þ.b. tuttugufaldað í tíð þessarar ríkisstjórnar. Dvalarheimili hafa verið byggð víða um land og aðstöðu komið upp. Það er mikið þarfaverk. Því verður að halda áfrani. Nýsköpun atvinnulífs Af öðrum mikilvægum málaflokk- um, sem við höfum lagt áherslu á, vil ég nefna nýsköpun í íslensku öfgar í þessum löndum. Ríkissjóður verður hins vegar ekki til lengdar rekinn með halla. Því verður heldur ekki neitað, að sum stefnumál ríkisstjórnarinnar hafa ekki náðst fram. Umhverfismál Ég vil í því sambandi sérstaklega net'na umhverfismálin. Ákveðið var við stjórnarmyndun að taka þau mál föstuni tökum. Þrátt fyrir það, að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar ákvað á sínum tíma að setja á fót umhverfismáladeild í félagsmála- ráðuneytinu, hefur það enn ekki náðst fram. Þó hafa allmörg frum- vörp um umhverfismál verið samin. m.a. af Eysteini Jónssyni o.fl., en þau hafa ekki náð fram að ganga. Alexander Stefánsson vann mikið að undirbúningi þessa máls, en án árangurs. Ég hef nú síðustu mánuð- ina sjálfur reynt að fá fram lágmarks lagfæringar en árangurslaust. Þetta hlýtur að verða eitt af mikilvægu baráttumálunum í kosningunum framundan. Góðir flokksþingsfulltrúar og gestir, ég hef varið allmiklum tíma til þess að fjalla um störf ríkisstjórn- arinnar, sérstaklega ráðherra Fram- WA«;>ÓKNÁHf t.OKhD«(?W Ég tel, að með samningum, sem nú hafa náðst milli bænda og ríkis- valds, um framleiðslu kindakjöts, sé framkvæmdinni beint inn á skynsam- lega braut. Um leið og viðurkennt er, að einhver fækkun verður í bændastétt, er nauðsynlegt að stjórna þeirri fækkun þannig, að hún verði þar sem sauðfjárræktar er síst þörf af byggðaástæðum eða land- kostir þannig, að hún er óæskileg. Á sumum svæðum mun þetta valda sársauka, en skynsamlegra er að taka þannig á málum fremur en að fækka suðfé hjá bændum öllum, þannig að fáir eða engir hafi lífsbjörg af búfjárrækt. Auknum erfiðleikum veldur að matarvenjur breytast ört. Kjöt- neysla dregst saman og feitt kjöt er varla lengur talið mannamatur, að því er virðist. Af hollustuástæðum eykst nú neysla á fiski og mögru kjöti. Tilgangslaust er að berjá höfðinu við steininn og neiía þessum staðreyndum. Bændur og vinnslu- stöðvar verða að mæta kröfum neyt- enda. Sveiflur munu verða í loðdýra- ræktinni. Það vissum við þegar undirbúningur hófst 1979. Þeim þarf að mæta með verðjöfnun. E.t.v. kann sumum að þykja það nokkur bjartsýni, þegar ég lýsi þeirri sannfæringu minni, að með sam- stilltu átaki bænda og stjórnvalda sé unnt að stýra landbúnaðinum út úr núverandi erfiðleikum þannig, að hann verði ekki síður öflug atvinnu- grein eftir en áður. Að sjálfsögðu hefði verið auðveld- ara fyrir okkur framsóknarmenn að fara ekki með landbúnaðarmálin við þessar aðstæður. Við hlupum hins vegar ekki frá þeim vanda fremur en öðrum. Það mega bændur landsins og vita, að ólíkt hefði verið með þau mál farið í annarra höndum. Félagsmál Eftir stjórn Alþýðubandalagsins á félagsmálum voru verulegir erfið- leikar á ýmsum sviðuin þeirra, ekki síst í húsnæðismálum. Á misgengi launa og fjármagnskostnaðar, sem hófst á miðju ári 1982, hafði ekki verið tekið í tæka tíð. Afleiðingarnar reyndust mörgum húsbyggjanda dýrkeyptar. í tíð Alexanders Stef- ánssonar hefur verið varið u.þ.b. atvinnulífi. Á árinu 1984 flutti ég tillögur í ríkisstjórninni um sérstaka heimild til erlendrar lántöku fyrir þá, sem í fiskeldi ráðast, langt um- fram það sem almennt er leyft. Halldór Ásgrímsson fékk breytt lög- um um Fiskveiðasjóð þannig að sjóðnum er heimilt að veita ábyrgðir vegna fiskeldis, og hefur það verið gert í allríkum mæli. Ég skipaði einnig fiskeldisnefnd til þess að gera tillögur um lög og reglur fyrir þessa nýju, mikilvægu atvinnugrein. Hafa þegar tvenn lög verið samþykkt. Sérstökum rannsóknarsjóði, sem styrkir rannsóknir til nýsköpunar í atvinnulífi, var að minni tillögu kom- ið á fót. Sá sjóður hefur reynst mikilvægur. Þróunarfélag íslands var stofnað fyrst og fremst að okkar tillögu. Ég er sannfærður um, að það getur reynst mjög mikilvægt í nýsköpun atvinnulífsins. Of mikil íhaldssemi og hræðsla við það, sem nýtt er, má þá ekki ráð aí stjórn þess. Þannig gæti ég lengi haldið áfram að telja ýmis mikilvæg málefni, sem í okkar höndum hafa verið eða við fengið framgengt. Tíminn leyfir það þó ekki. Velferðarkerfið Með þessu yfirliti er ég ekki að halda því fram, að ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins hafi ekki komið ýmsu góðu til leiðar. Það hafa þeir gert og í flestum tilfellum hefur samþykki beggja flokka verið nauð- synlegt, þegar um mikilvægt mál hefur verið að ræða. Þegar þessi ríkisstjórn var mynduð, óttuðust margir að mjög yrði úr velferðarkerfinu dregið. Svo hefur þó ekki orðið. Reyndin er, að kostnaðar við heilsugæslu, trygging- ar og menntakerfið hefur farið vax- andi svo að áhyggjum veldur. Ríkisfjármálin hafa ekki verið í okkar höndum en um slík mál verður að sjálfsögðu að vera víðtækt sam- starf og samstaða. Við framsóknar- menn höfum ekki verið talsmenn þess að draga úr tekjuöflun ríkis- sjóðs. Staðreyndin er, að endar ná einfaldlega ekki lengur saman. Skattheimta hér á landi er nú orðin aðeins rúmlega helmingur af því, sem hún er í Noregi og Svíþjóð. Ég er alls ekki að mæla með slíkri skattheimtu. Hún er komin út í sóknarflokksins. Það hef ég talið nauðsynlegt því um það mun verða fjallað í kosningabaráttunni, störfin munu verða vegin og metin. Ég geng ánægður með störf framsóknar- manna og ríkisstjórnarinnar fyrir dóm kjósenda. Það getum við öll gert. í kosningabaráttunni er þó ekki síður nauðsynlegt að setja fram ákveðna og markvissa stefnu. Um þá stefnu vil ég nú fara fáum orðum. Efnahagsmálin framundan Þótt mjög mikið hafi áunnist í efnahagsmálum, er langt frá því að vegurinn framundan sé sléttur og beinn. Sáralítið má út af bera til þess, að verðbólgualda rísi á ný, og erlendar skuldir fari vaxandi. Að mati Þjóðhagsstofnunar mun aukning þjóðarframleiðsiu á næsta ári verða töluvert minni en á þessu ári, líklega aðeins rúmlega tveir af hundraði. Það ætti þó að veita svigrúm til þess að treysta þann kaupmátt sem áunnist hefur, og er sá hæsti í sögu þessarar þjóðar. Einnig á að vera unnt að bæta kjör þeirra, sem við lægstu launin búa. Þetta er í hnotskurn stefna okkar framsóknarmanna í launamálum. Ef um slíkt næst samstaða, á jafnframt að vera unnt að draga enn úr verð- bólgu, þannig að hún verði á næsta ári aðeins um 4-5 af hundraði. Þá næst hið langþráða markmið margra ríkisstjórna, að verðbólga hér á landi verði svipuð og í nágranna- löndum okkar. Þá eiga erlendar skuldir einnig að fara lækkandi og stöðugleiki að skapast í efnahagslíf- inu, ekki síst, ef sparnaður vex, eins og gerst hefur á þessu ári. Það er í fáum orðum stefnan í efnahagsmál- um. Styrkja ber grundvöll atvinnulífsins Batann er einnig nauðsynlegt að nota til þess að styrkja grundvöll atvinnulífsins. [ sjávarútvegi vil ég sérstaklega nefna erfiðleika allmargra frysti- húsa. Þegar hafa verið gerðar ráð- stafanir til þcss að aðstoða þessi hús. Ég óttast að töluvert meira þurfi ef duga skal. Þetta er ekki eingöngu tnikilvægt byggðamál. Það ér einnig mál þjóðarbúsins og framleiðslunnar í heild. Með víðtækri fjárhagslegri endurskipulagningu, skuldbreytingu og mikilli lengingu lána er hægt að gera langflestum þessara húsa kleift að rétta úr kútnum með vaxandi afla og hækkandi verði á erlendunt mörkuðum. Þetta er forgangsverk- eíni. í landbúnaði ber að halda áfram markvisst á þeirri braut, sem hefur verið ákveðin. Hitt boðar aðeins aukinn vanda. Að sjálfsögðu ber að vinna að aðlögun landbúnaðarins að búháttabreytingum í ntjög nánu samstarfi við bændur og fulltrúa þeirra. I húsnæðismálum er svo góðurn áfanga náð, að ekki er þörf á miklu þar til viðbótar að sinni. Yfirboð stjórnarandstöðunnar eru mark- leysa. Fyrst og fremst er þörf á að kynna vel það sem gert hefur verið og tryggja framkvæmd hinna nýju laga. 1 málefnum þroskahcftra ber að halda áfram á sömu braut og verið hefur og bæta þannig jafnt og þétt aðstöðu þeirra, sem eiga erfitt í lífsbaráttunni. Það er skylda velferð- arþjóðfélags. Nýsköpun atvinnulífs Nýtingu náttúruauðlinda, al- menna iönvæðingu og nýsköpun í íslcnsku atvinnulífi verður cnn aö auka. Möguleikar eru margir. Sumt er komið á sæmilegan rekspöl, eins og t.d. loðdýrarækt. Fiskeldi mun einnig vaxa mjög á næstu árum. Þar hefur mikið starf verið unnið, en betur má ef duga skal. Mikill vöxtur getur orðiö í ferða- mannaþjónustu. Áætlanir á þeim sviðum er nauðsynlegt að endur- skoða. Þótt sjálfsagt sé að sníða stakk cftir vexti í þeim málunr getur þjónusta við ferðamenn orðið einn mikilvægasti atvinnuvegur þessarar þjóðar, ef rétt er að málum staðið. Til þess að standa frcmstu þjóðum á sporði, og ná eðlilegum hlut af batnandi lífskjörum, er jafnfram óhjákvæmilegt að við höslum okkur völl á sviði hátækni. Þeim sem sáu nýlega sýningu tölvunarfræðinema, er Ijóst, að það eigum við að geta. Ótrúlegur kraftur býr í því unga fólki. Það er sannfæring mín, að möguleikarnir séu miklir, sérstak- lega í gerð hugbúnaðar. Að því viljum við framsóknarmenn stuðla. Til þess að svo megi vcröa, cr óhjákvæmilegt að bæta menntakerf- ið og auka rannsóknir á ýmsum mikilvægum sviðum. Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu um íslenska menntun vekur verulegan ugg í mínu brjósti. Ég óttast, að menntakerfið hafi ekki þróast með hinum gífurlegu tækni- og þjóðfélagsbreytingum. Bætt menntun sem fullnægir kröfum hins nýja tíma og auknar rannsóknir verða forgangserkefni. Byggðamál Á undanförnum árum hefurorðið veruleg byggðaröskun. Það hefur reyndar ætíð gerst, þegar erfiðleikar hafa verið í sjávarútvegi og landbún- aði. Með batnandi tíð mun þetta eflaust lagast að nokkru. Þó óttast ég að svo verði ekki að fullu, m.a. vegna þess, að vaxtarmöguleikar í landbúnaði og sjávarútvegi cru tak- markaðir. Sjálfstæðogöflugbyggða- stofnun er því nauðsynleg. Skýrslu byggðanefndar þingflokkanna ber og að taka til ýtarlegrar athugunar. í þessu sambandi er mikilvægt að Ijúka endurskoðun á skiptingu verk- efna og tckna á milli ríkis og sveitar- félaga. Það ber að gera þannig að framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð verði sem mest á einni og sömu hendi. Ég óttast, að enn muni verða, lítið úr slíkri tilfærslu á meðan sveitarfélögin eru mörg og máttlítil. Ég tel því, að sú hugmynd nefndar- innar að setja á fót þriðja stjórn- sýslustigið, sé athugunarverð. Til þess verður flokkurinn að taka afstöðu. Hugmyndin um byggingu stjórnsýslustöðva sem víðast um landið er mjög áhugaverð og hlýtur að verða eitt af okkar baráttumálum. Velferð Velferðarkerfið viljum við styrkja. Það er kjarni þess jafnræðis og öryggis, sem við viljum hafa með öllum þegnum landsins, óháð bú- setu, aldri og atvinnu. Það er hins vegar að komast í þrot. Tekjur hrökkva hvergi nærri fyrir gjöldum. Kostnaður við þetta kerfi mun þó jafnt og þétt aukast eftir því sem ævilíkur lengjast og öldruðum fjölgar. Því er jafnframt óhjákvæmi- legt, að endurskoða alla tekjuöflun ríkisins. Tekjuskatti og söluskatti er stórkostlega ábótavant í framkvæmd. Það vekur furðu hve seint og treglega gengur að fá endur- bætur gerðar. Ég vil aðeins nefna fáein atriði, sem mér virðast augljós. Skattamál Viðurlög vegna skattsvika verður að herða stórlega, m.a. svifta ntenn atvinnuleyfi, a.m.k. við ítrekað brot. Heimila ber skattstjórum að áætla tekjuskatt eftir efnum og á- stæðum. Lög um tekjuskatt tel ég, að einfalda beri, fækka undanþágum og löglegum tilfærslum, sem í raun leiða til skattsvika. Við framsóknar- menn höfum þegar samþykkt að taka upp virðisaukaskatt. Nauðsyn- legt er að framkvæma hann þannig, að hann valdi sem minnstri hækkun á framfærslukostnaði heimilanna. Það ersannfæring mín, að stórlega ntegi auka tekjur ríkissjóðs og sveit- árfélaga með betri skattalögum og stórhertri innheimtu. Við munum setja fram ákveðnar, mark'ússar til- lögur i þessum efnum. Umhverfismál Ég hef áður nefnt, að ekki tókst á þessu kjörtímabili að skipa umhverf- ismálum eins og nauðsynlegt er. Viðkvæm náttúra þessa lands krefst þess þó, að vel sé að þeim málum staðið. Hún þolir m.a. illa stóraukið álag ferðamanna. Þessi ntál eru auk þcss ekki lengur einangrað innlent fyrirbæri. Mengun og spilling umhverfis- og náttúru er orðiö alþjóðlegt vandamál. Við ís- lendingar höfum verið svo lánsamir, m.a. vcgna fjarlægðar frá rnegin- landi, að liafa að mestu verið lausir við niengun frá umheiminum. Ólík- legt er, að svo verði um alla framtíð. Ljóst er orðið að notkun kjarn- orku bæði í stríði og friði stofnar umhverfi mannsins og manninum sjálfum í stórkostlega hættu. Mjög stór kjarnorkuvinnslustöðsem Efna- hagsbandalagið ráðgerir að byggja í Norður-Skotlandi gæti, ef slys verður, eytt lífi í hafi og á landi á mjög stóru svæði í Norður-Evrópu, svo dæmi sé nefnt. Okkur íslendingum ber því ekki aðeins að koma okkar eigin málum í lag heldur einnig, að gerast virkir þátttakendur í baráttu umhverf- isverndarmanna um heim allan. Ráðuneyti umhverfismála verður að setja á fót. Því verður að veita heimildir til að skipa svo fyrir í þeim málum að dugi. Utanríkismál Þótt við framsóknarmenn höfum árum saman farið meö utanríkismál, hefur mér oft þótt flokkurinn heldur afskiptalítill af þeim málum, jafnvel svo að ætla mætti, að þau kæmu okkur ísiendingum heldur lítið við. Þetta er löngu liðin tíð. Við íslend- ingar erum orðnir svo háðir umheim- inum, að heita má að við og hann séum runnin saman í eitt. Það er vandasöm staða, sem krefst mikillar aðgæslu. Til þess að varðveita okkar þjóðareinkenni og sjálfstæði er nauðsynlegt að huga vel að sam- skiptum okkar við umheiminn og leitast við að hafa áhrif á gang rnála til betri vegar. Það er ekki aðeins okkar réttur, heldur skylda. Þótt eðlilegt sé að taka þátt í varnarsamtökum vestrænna þjóða, ber okkur, að mínu mati, að móta sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Við tókum t.d. lítinn sem engan þátt í því að móta stefnu Atlantshafs- bandalagsins í hermálum en tökum við því, sem góðu og gildu, sem aðrir ákveða. Hver er t.d. afstaða okkar íslendinga til stjörnustríðsáætlunar Bandaríkjanna? Ég get ekki sætt mig við, að sú áætlun, sem margir færustu vísindamenn telja reyndar draumóra eina, leiði til stóraukins kjarnorkuvopnakapphlaups eða komi í veg fyrir langþráð samkomu- lag um fækkun eða jafnvel útrým- ingu kjarnorkuvopna. Fundur leiðtoga stórveldanna færði okkur heim sannir um það hve við og öll lönd heims erum háð því, að samkomulag náist um að hverfa af braut hins vitfirrta kjarnorku-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.