Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 1
f H ^ _ STOFNAÐUR1917
I íminn
SFJALDHAGI
gj
allar
upplýsingar
á einum staó
SAMVINNUBANKI «
ÍSLANDS HF.
Ljósmyndavél var stolið úr
husakynnum isfilm að Laugavegi 26
fyrir nokkrum dögum. Um er að ræða
Pentax 6 sinnum 7 vél með 55 mm
linsu. Þjófnaðurinn hefur verið kærður
til RLR og biður hún þá sem eitthvað
kunna að vita um hvar vélin er niður-
komin að hafa samband.
SVÍAR eru feimnir og innhverfir og
vilja frekar taka sér göngutúr í skógin-
um en sitja í veislum með samstarfs-
mönnum sinum. Þau einu skipti sem
þeir losa sig úr viðjum feimninnar er
þegar þeir drekka áfengi og verða fullir
og einnig í rúmförum. Það er sænskur
haskóiaprófessor sem heldur þessu
fram en hann mun hafa rannsakað
atferlismunstur landa sinna nokkuð
lengi og frekar nákvæmlega.
FÓLK sem reykir ekki en býr með
reykinqamönnum á 35% meiri mögu-
leika a að næla sér í lungnakrabba-
mein en aðrir sem reykja hvorki né búa
með reykingamönnum. Þetta kom
fram í niourstöðum alþjóðlegrar rann-
sóknar sem birtar voru í bresku lækna-
riti í gær.
AÐALFUNDUR miðstjórnar
Alþýðubandalagsins er haldinn nú um
helgina og lýkur á sunnudag. Þar
veröur til umfjöllunar stjórnmálaálykt-
un, tillögur um efnahags- og atvinnu-
mál, breytingar á húsnæðismálakerfi
og utanrikismál.
I
MÁLFUNDAFÉLAG féi
agshyggjufólks boðar til opins fundar
um efnið: Verkalýðshreyfing og stjórn-
málaflokkar. Ráostefnan hefst klukkan
20:30 á þriðjudag að Hótel Hofi við
Rauðarárstíg í Reykjavík. Erindi og
framsögurflytja þau Lára V. Júlíusdótt-
ir lögfræðingur ASl, Helgi Skúli Kjart-
ansson, Elín G. Ólafsdóttir kennari og
Þorbjörn Guðmundsson. Fundurinn er
öllum opinn.
VÆRINGAR virðast vera í upp-
siglingu varðandi prófkjör framsókn-
armanna í Norðurlandskjördæmi
vestra. Stefán Guðmundsson alþingis-
maður hefur gefið út þá yfirlýsingu að
hann hyggist sækjast eftir fyrsta sæti
á listanum, en það skipaði Páll Péturs-
son við síðustu kosningar. Páll hefur
hinsvegar lýst því yfir að hann líti á það
sem vantraust á sig fari hann f sæti
neðar á listanum en í það fyrsta.
AMFETAMÍN fannst fyrir tæp-
um hálfum mánuði, þeaar börn voru
að leik á Vatnsendahæo. Skjóða sem
börnin fundu reyndist innihalda um
140 grömm af efninu og er verðmæti
þess um 1,5 milljónir króna komið f
hendur neytenda. Engu er líkara en
fíkniefnadeildln hafi gefist upp við
rannsókn málsins þar sem tilkynnt var
í sjónvarpsfréttum í gær að málið væri
enn í rannsókn. Væntanlega mun slfk
yfirlýsing ekki verða til þess að auð-
velda starf lögreglunnar.
KRUMMI
„Verður þá fram-
sóknaráratugurinn
framsóknaröld? „
Flokksþing Framsóknarflokksins sett í gær:
„Ný öld í augsýn“
flokksins, en í fyrsta sinn í sögu
flokksins væri hann kominn með
sérstakt merki og kvaðst Guð-
mundur fagna því að fram væri
komið slíkt samciningartákn og
vona að sem flest framsóknarfólk
bæri það merki í barmi sínum.
Finnur Ingólfsson, gjaldkeri
flokksins sagðist því miður ekki
geta talað af sömu bjartsýni og þeir
Steingrímur og Guðmundur, þar
sem dökkt væri yfir fjármálum
flokksins. Rakti hann í stuttu máli
hvernig Framsóknarflokkurinn tók
á sig skuldir af dagblaðinu NT.
Finnur sagði að um síðustu áramót
hafi framkvæmdastjórn flokksins
staðið frammi fyrir tveim valkost-
um, að láta taka blaðið til gjald-
þrotaskipta cða reka það áfram til
bráðabirgða og reyna að draga sem
mest úr tapinu. Benti hann á að
það hafi pólitískt ekki verið viðun-
andi að láta fyrirtæki sem flokkur-
inn væri stærsti hluthafinn í fara
undir hamarinn og því hafi seinni
kosturinn verið valinn. í dag sagðt
hann að flokkurinn skuldaði um 70
milljónir vegna blaðaútgáfunnar
og cftir að flokkurinn hafi sclt
húsnæðið að Rauðarárstíg og sinn
hlut í því húsi sem tekið var upp í
(makaskiptum fyrir það, stæði
: flokkurinn uppi eignalaus með 25
( milljón króna skuld. Sagði hann þó
enn kraft í mönnum og í athugun
væri að flokkurinn kæmist í hús-
næði í miðbænum, nálægt Alþingi,
og kæmi þá til greina að kaupa,
leigja cða byggja. Einn ljósan
punkt nefndi Finnur þó varðandi
blaðaútgáfuna, en hann var sá að
Tíminn hefur fyrstu níu mánuði
ársins verið rekinn með lítilsháttar'
hagnaði, sem hann taldi gánga
kraftaverki næst, „enda krafta-
, verkamenn á ferð.“
Síðdegis í gær voru síðan al-
mennar umræður og nefndarstörf.
Nánar er fjallað um þingið á bls. 5
og 17.
-BG
- er kjörorð þingsins
Flokksþtng Framsóknarflokksins
hófst í gær og er það hið 19. í
röðinni og mun' standa fram á
sunnudag. Þing þetta er jafnframt
afmælisþing, en í ár er flokkurinn
70 ára. Á þinginu sitja rúmlega 500 ;
fulltrúar víðs vegar af landinu, enj
kjörorð flokksþingsins er: „Ný öld
í augsýn".
Steingrímur Hermannsson for-
maður flokksins setti þingið en
fundarstjórar á fyrsta degi voru
kosnir Bolli Héðinsson og Valgerð-
ur Sverrisdóttir.
Steingrímur Hermannsson flutti
yfirlitsræðu þar sem hann gerði
m.a. að umtalsefni ríkisstjórnar-
samstarfið og sagði að framsóknar-
menn gætu vel við það unað og að
hann væri ánægður með það. Benti
hann á að störf framsóknarráðherr-
anna í stjórninni hefðu einkennst
af festu og að tekist hafi verið á við
fjölmörg knýjandi vandamái.
Ræða Steingríms birtist í heild í
blaðinu í dag.
Guðmundur Bjarnason gaf á
flokksþinginu í gær skýrslu ritara
og fjallaði hann um innri mál
flokksins. Guðmundur sagði það
sérstaklega ánægjulcgt hvcrsu
mjög Landssamband framsóknar-
kvenna og samtök ungra framsókn-
armanna hefðu mótað og tekið
þátt í flokkstarfinu á síðustu árum.
Þá sagði hann frá nýju mcrki
Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins flutti ræðu við upphaf 19. flokksþings Framsóknar-
flokksins. Ræða Steingríms er birt í glaðinu í dag. Tímamynd: Pjetur
Heildartekjurnar um 1.290.000 kr. á vísitölufjölskyldu 1985:
Þriðjungur tekna lands-
manna annað en vinnulaun
Af heildartekjum einstaklinga í
landinu er um þriðjungur til kom-
inn fyrir eitthvað annað en launuð
störf. Heildarlaunagreiðslur í land-
inu árið 1985 námu um 57 milljörð-
um króna, samkvæmt útreikning-
um Þjóðhagsstofnunar úr launa-
miðum vegna skáttframtala. Auk
allra iaunagréiðslna er þar um að
ræða t.d. ökutækjastyrki, dagpen-
inga, risnu, gjafir og reiknuð laun
eigenda í eigin atvinnurekstri. Þar
við bætast síðan í kringum 50%
eða u.þ.b. 2.8 til 29 milljarðar í
aðrar tekjur., Þar er m.a. um að
ræða tryggingabætur, lífeyris-
greiðslur, eignatekjur svo sem
vaxtatekjur og leigutekjur og síðan
hagnað af einstaklingsfyrirtækj-
um.
Upplýsingar um þcssar u.þ.b.
50% tekjur til viðbótar launatekj-
um eru fengnar frá Þjóðhagsstofn-
un sem nú vinnur að gerð tekju- og
útgjaldareiknings hcimilanna á ár-
■unum frá 1980. Samtals hafa því
tekjur einstaklinga á síðasta ári
verið í kringum 85 milljarðar
króna, eða rösklega 80% af um 105
milljarða króna þjóðartekjum það
ár. Þess má geta að af framan-
greindum 28-29 milljarða tilfærslu-
tekjum námu bætur frá Trygginga-
stofnun og lífeyrisgrciðslur lífcyris-
sjóðanna samtals um 5,4 milljörð-
um á síðasta ári. Tekjur af fasteign-
um og fjármunum og rekstrar-
afgangur einstaklingsfyrirtækja
hafa samkvæmt því numið í kring-
um 22-23 milljörðum króna, eða
ríflega þriðjungi á við öll vinnulaun
í landinu.
Um 85 milljarða heildartekjur
samsvara um 353 þús. krónum á
hvcrn landsmann árið 1985, eða
um 1.290 þús. króna tekjum á
hverja vísitölufjölskyldu. Launa-
tekjurnar - 57 milljarðar - jafn-
gilda um 483 þús. kr. mcðaltckjum
á unnið ársverk árið 1985, eða um
866 þús. króna meðaltekjum á
hverja vísitölufjölskyldu.
Til samanburðar má geta þess,
að hcildarútgjöld vísitölufjölskyld-
unnar í framfærsluvísitölunni voru
um 836 þús. krónur á síðasta ári,
eða um 30 þús. krónum lægri en
meðal launatekjur vísitölufjöl-
skyldunnar.
- HEI
Reykjavík:
Þjófnaðir úr bílum cru
mjög margir um þessar
niundir. Bæði er um að ræða
innbrot í bílana og að farið cr
inn í þá þegar eigendur skilja
við þá ólæsta á meðan þcir
skreppa frá. Talstöðvum,
hljómflutningstækjum og'
lausamunúmcrstoliðogekki t
virðist skipta máli hvaða tími
dags cr um að ræða en flestir
eru þjófnaðirnir á nóttunni.
Einnig hefur siðustu tvær vik-
ur hefur vcrið stolið um '7
erlendum númeraspjöldum
af bílum.