Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 24

Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 24
^SAMBANDSFÓÐUR m J í GÆRMORGUN var dregiö í 3. umferð í Evrópukeppni félagsliða í knatt- | spyrnu. Meöal liða sem drógust saman má nefna Bayer Uerdingen og Barcelona, Dukla Prag og Internazionale og Glaskow Rangers og Borussia Mönchengladbach. Ekki verður dregið í öðrum Evrópukeppnum fyrr en 12. I desemþer., SJAIÞRÓTTIR BLS. 13. Kaffibaunamáliö: VITNALEIÐSLUM HALDIÐ ÁFRAM JERRY LEE LEWIS nafnkunnur rokkari af gamla skólanum, hefur nokkur undan- farin kvöld leikið með hljómsveit sinni í veitingahúsinu Broad- way. Því miður fór blaðamaður á tónleika með Jerry the killer, eða Jerry drápara og mátti sitja þar undir máttlausum gömlum slögurum og ókunnum, illa leiknum kántrílögum. Stjörnunni sjálfri má þó segja það til hróss, að hann bar af öðrum með- limum hljómsveitarinnar og hefði sennilega verið besti kostur- inn ef hann hefði leikið einleik allt kvöldið. Miðaverð er 3200 kr. með mat, en 1500 kr. án matar. - phh/Tímamynd Pétur Vitnaleiðslum var fram haldið í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Geir Geirsson löggiltur endurskoðandi SÍS og Sigurður Gils Björgvinsson fv. aðstoðarframkv.stjórr innflutn- ingsdcildar SÍS vitnuðu. Valur Arn- þórsson stjórnarformaður SÍS átti að mæta til vitnalciðslna í gær en var veikur erlendis. Geir Geirsson sagðist hafa tekið þátt í umræðum fjögurra manna nefndar sem fjallaði um skiptingu tekna á kaffi milli SÍS og KA. Nefndin komst ekki að t'ormlegri niðurstöðu enda varð ágrciningur milli SÍS ög KA um upphæðir. Þcgar nefndin hafði lokið störfum ákvað SÍS einhliða avisos og verðbætur. í máli Geirs kom einnig fram að skuld KA vegna kaffikaupa hafi ekki verið nafngrcind, cn færð á einn skuldheimtumannsreikning. Kröfureikningar hinna brasilísku seljenda voru almennt skráðir á SÍS sem kaupanda. Ljóst er að inn- heimtukröfur vegna kaffikaupanna séu eign SÍS og þær greinilega merkt- ar skrifstofu þess í London sem kröfuhafa. Sigurður Gils Björgvinsson kvaðst alltaf hafa haldið að SÍS væri inn- flytjandi og seljandi vörunnar og þar af leiðandi væri ekki um umboðsvið- skipti að ræða. Hann hefði litið svo á að þegar um kaffikaup hafi verið að ræða þá hefði KA leyst vöruna út sjálf en deildin bókað söluna eftir á líkt og þegar um útboð væri að ræða. Sigurður sagði aðspurður að kaffi- innkaupamál hafi ekki verið borin upp á fundum innflutningsdeildar. Sigurður Gils sagðist ekki hafa gefið Arnóri Valgeirssyni nein sér- stök fyrirmæli um meðferð avisos greiðslnanna né nefnt það við Arnór að ekki mætti nefna grciðslurnar á nafn við forráðamenn KA þegar hann var að setja Arnór inn í starf sitt. Valur Arnþórsson mun að öllum líkindum mæta í vitnaleiðslur á mánudagsmorguninn. Væntanlega munu Geir Magnússon, Snorri Egils- >on Hjörtur Eiríksson og Ólafur Fónsson framkvæmdastjóri O.Johnsson og Kaaber hf. mæta ;em vitni á næstunni. ABS Landhelgisgæslan: Flutti lækni til Akraness Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í sjúkraflug til Akraness í gær þar sem gert var ráð fyrir að flytja þyrfti 7 ára barn til Reykjavíkur. Með þyrlunni fór sérfræðingur í háls-nef- og eyrna- lækningum því um var að ræða barn sem hafði farið í aðgerð vegna hálskirtla. Eftir aðgerðina hófst blæðing en með aðstoð sérfræðings- ins tókst að stöðva blæðinguna á Akranesi. Ferðin gekk mjög fljótt fyrir sig, þar sem aðeins leið hálftími frá því að beiðni um þyrlu kom og þar til sérfræðingurinn var kominn á sjúkrahúsið á Akranesi. Allir sem eiga fé á Innlánsreikningi n fengu hækkun 1. nóvember. meðal þeirra, þarftu að gera éitthvað málinu? 15,49% ársávöxtun ■ r ... [ b' | o * ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.