Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 20
Félagsfundur
Iðju, félags verksmiðjufólks, verður
haldinn í Domus Medica, þriðjudaginn
11. nóvember n.k. kl. 5 síðdegis.
Fundarefni:
1. Kjaramálin.
2. Önnur mál.
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ fjallar um
kjaramálin og Ari Skúlason, hagfræðingur
Kjararannsóknarnefndar gerir grein fyrir niður-
stöðum launakönnunarinnar.
IÐJUFÉLAGAR FJÖLMENNIÐ
STJÓRN IÐJU
m VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF
ARMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499
Útboð-kælikerfi
Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir
tilboði í smíði og uppsetningu á kælikerfi fyrir
matvöruverslun Hagkaups í verslanamiðstöð í
Kringlumýri í Reykjavík.
Tilboð óskast m.a. í eftirtalda verkþætti:
- Kælipressur er anna allt að 250 kW
- Eimsvala er anna allt að 370 kW
- Allar tengingar og lagnir
- Raflagnir og stýrikerfi
- Uppsetningu og tengingu kæliborða
Verkinu skal að fullu lokið 1. júní 1987.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurð-
ar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík frá og með
þriðjudeginum 4. nóvember 1986 gegn 5.000,- kr.
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjargötu
4, Reykjavík fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 9. desem-
ber 1986 en þá verða þau opnuð þar að viðstödd-
um þeim bjóðendum sem þess óska.
HAGKAUP hf., Lækjargötu 4, Reykjavík
|| | FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykjavík-
urborgar leitar að fjölskyldum í Reykjavík, sem
geta tekið börn á aldrinum 0-12 ára í fóstur í 2-4
mánuði.
Nauðsynlegt er að annað hjóna sé heimavinnandi.
Við óskum eftir hlýlegu fólki, sem hefur reynslu í
barnauppeldi og er tilbúið að veita börnum
stuðning og alúð.
Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast beðnir að
snúa sér til Helgu Jóhannesdóttur, félagsráðgjafa
eða Áslaugar Ólafsdóttur félagsráðgjafa í síma
685911 milli kl. 8.30 og 16.00 virka daga.
Til sölu
Mjólkurflutningabifreið HANOMAG HENSCHEL
F150, árgerð 1973, með framdrifi, ekin 300 þ.km.
Tankur L/P 2x3650 I, úr ryðfríu stáli með dælu og
mæli.
Nánari upplýsingar gefur Páll Svavarsson mjólk-
ursamlagsstjóri sími: 95-4200.
Sölufélag Austur-Húnvetninga,
Blönduósi
20 Tíminn Laugardagur 8. nóvember 1986
lllllllllllll DAGBÓK .........- .......... T!ll!^ ■ ........
Spilakvöld í
Kársnessókn
Spiluð verður félagsvist í safnaðar-
heimilinu BORGUM þriðjudaginn 11.
nóv. Mætum vel.
Nefndin
Fundur Kvennadeildar
Barðstrendingafélagsins
Kvennadeild Barðstrendingafélagsins
heldur fund að Hallveigarstöðum þriðju-
daginn 11. nóv. lcl. 20.30. Auk venjulegra
fundarstarfa verður kynning á síldarrétt-
um sem Kristín Guðjónsdóttir mun
annast.
Kvenfélag Kópavogs
Spiluð verður félagsvist mánudaginn
10. nóv. kl. 20.30 í félagsheimili Kópa-
vogs. Allir velkomnir.
Sunnudagsferð
ÚTMSTAR
Á morgun, sunnud. 9. nóv. verður
farin dagsferð kl. 13.00: Stóri Meitill -
Eldburg. Gengið frá Þrengslavegi á Stóra
Meitil og að gígnum Eldborg. Létt fjal-
lganga. Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni að vestanverðu (bensínsölu). Frítt
fyrir börn með fullorðnum. Sjáumst.
Sunnudagsferð
Ferðafélags íslands
F.í. fer dagsferð á morgun, sunnud. 9.
nóv. kl. 13.00: Grímmannsfell t Mosfells-
svcit. Ekið að Bringum og gengið þaðan
á Stórhól (482 m). Göngulciðin á Grím-
mannsfell er afar þægileg. Brottför frá
Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far-
miðar (350 kr.) við bíl. Frítt f. böm í fylgd
fullorðinna.
Munið myndakvöldið miðvikud. 12.
nóvember. Nánar tilkynnt síðar.
Ferðafélag íslands
Guðmundur Björgvinsson
sýnir í Hlaðvarpanum
Guðmundur Björgvinsson opnar
myndlistarsýningu í Hlaðvarpanum,
Vesturgötu 3 í dag. Hann sýnir þar
pastelteikningar, með mannslíkamann að
meginviðfangsefni.
Sýningin verður opnuð kl. 14.00 í dag
og er opin kl. 14.00-22.00 um helgar en
14.00-18.00 virka daga. Sýningin stendur
til 23. nóvember.
BASAR Kvenfélags Kópavogs
Kvenfélag Kópavogs heldur basar í
félagsheimilinu í Kópavogi á morgun,
sunnud. 9. nóv. kl. 15.00.
Kökur, prjónles, happdrætti og kaffi-
sala.
Keflavíkurkirkja
Kristniboðsdagur
Sunnudagaskóli kl. 11.00, Emilía
Guðjónsdóttir segir frá kristniboðsstarfi.
Barnakór syngur undir stjór Siguróla
Geirssonar.
Guðsþjónusta kl. 14.00. Skúli Svavars-
son kristniboði predikar, sr. Ólafur Jó-
hannsson þjónar fyrir altari. Tekið á móti
gjöfum til kristniboðs. Kristniboðskonur
sjá um kaffiveitingar í Kirkjulundi eftir
messu.
Sóknarprestur
Fyrirlestur í Norræna húsinu:
„Tónskáld í 40 ár“
Laugardaginn 8. nóvember kl. 14:00
heldur norska tónskáldið KNUT NY-
STEDT fyrirlestur í Norræna húsinu
undir nafninu „Tónskáld í 40 ár“.
Knut Nystedt er eitt þekktasta núlif-
andi tónskáld í Noregi og hefur verið
mjög virkur í tónlistarlífi Norðmanna frá
unga aldri, en hann er nú rúmlega
sjötugur. Hann hefur samið jöfnum hönd-
um veraldlega og kirkjulega tónlist og
tekist að tileinka sér nýjungar í tónsköpun
án þess að glata persónulegum stíl eða slá
af listrænum kröfum.
Knut Nystedt hefur stjórnað norska
einsöngvarakórnum frá árinu 1950 og
hefur ferðast ásamt honum vítt um heim
og kynnt norska tónlist við góðar undir-
tektir.
Knut Nystedt er staddur hér á landi
vegna tónlistardaga Dómkirkjunnar, þar
sem meðal annars verða flutt verk eftir
hann og stjórnar hann þeim flutningi
sjálfur ásamt Marteini H. Friðrikssyni.
Fyrirlesturinn kl. 14:00 á laugardaginn
er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
BASAR til styrktar
Langholtskirkju
Basar til styrktar Langholtskirkju í
Reykjavík verður í dag, laugard. 8.
nóvember í safnaðarheimilinu kl. 14:00.
Þar verða á boðstólum kökur, listinunir
og happdrætti.
Tekið verður á móti framlögum í dag
kl. 10:00-12.00 f.h.
Kvenfélag Langliultssóknar
Fundur
Kvcnfélag Bústaðasóknar heldur fund
mánudaginn 10. nóvember kl. 20:30.
Spilað verður bingó. Félagskonur fjöl-
menniö og takið með ykkur gesti.
MÍR minnist
byltingarafmælisins
Félagið MÍR, Menningartengsl Islands
og Ráðstjórnarríkjanna, efnir til nóvem-
berfagnaðar í Þjóðleikhúskjallaranum
sunnudaginn 9. nóv. kl. 15:00. Þarverður
minnst 69 ára afmælis Októberbyltingar-
innar í Rússlandi 1917. Ræður flytja
Mikhaíl I. Dedjúrin sendiráöunautur og
María Þorsteinsdóttir ritstjóri. Einnig
vcrða skemmtiatriði og skyndihappdrætti
um nokkra góða vinninga. Kaffiveitingar
verða á boðstólunt. Aðgangurað fagnað-
inum cr ókeypis og öllunt hcimill.
Kaffisala Safnaðarfélags
Ásprestakalls
Kaffisala félagsins verður í safnaðar-
hcimili Áskirkju við Vesturbrún á
morgun, sunnud. 9. nóv. eftir messu kl.
14:00. Allir velkomnir.
Félagsvist
Húnvetningafélagsins
Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur
félagsvist í dag, laugardaginn 8. nóvem-
ber kl. 14:00 í félagsheimilinu Skeifunni
17 III hæð. Allir velkomnir.
KAFFIDAGUR
Rangæingafélagsins
Rangæingafélagið í Reykjavík heldur
sinn árlega Kaffidag fyrir aldraða Rang-
æinga og aðra gesti á morgun, sunnudag-
inn 9. nóv. í félagsheintili Bústaðakirkju.
Hátíðin hefst með guðsþjónustu í kirkj-
unni kl. 14.00.
Þeir sem vildu gefa kökur eru beðnir að
hafa samband við Sigríði Ingimundar-
dóttur í síma 33556.
Norræna húsið:
ÍK0NA-SPJALL
Laugardaginn 8. nóvember kl. 16:00
spjallar Liisa Makela um íkona og íkona-
myndgcrð.
Liisa Makcla er stödd hér á landi vegna
sýningar á íkonum, sem hún hefur gert,
en sú sýning var opnuð í anddyri Norræna
hússins um síðustu helgi. Þar má líta
íkona, þ.e.a.s. helgimyndir rétttrúnaðar-
kirkjunnar, gerðar samkvæmt fornri hefð
og á laugardaginn ætlar Liisa að kynna
frekar uppruna, gerð og þróun íkona
ásamt sr. Rögnvaldi Finnbogasyni.
Sr. Rögnvaldur mun vera með fróðustu
mönnum hér á landi unt rétttrúnaðar-
kirkjuna eða austurkirkjuna. Auk erindá
þcirra Liisu og Rögnvalds verða sýndar
litskyggnur og leikin austræn kirkjutónlist
af segulbandi.
Dagskráin hefst eins og fyrr segir kl.
16:00 á laugardaginn og eru allir velkomn-
ir. Aðgangur er ókeypis.
Sjúkrahús
Heimsóknartími á
sjúkrahúsum í
Reykjavík og víðar
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15.00-16.00 alla
daga.
Borgarspítali: Kl. 18.30-19.30 mánud.-föstud.
en 15.00-18.00 laugard. og sunnud.
Fæðingarheimill Reykjavíkur: Kl. 15.30-16.00
alla daga.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15.00-
16.00 og 19.30-20.
Sængurkvennadeild Landspítalans: Kl.
15.00-16.00, feður kl. 19.30-20.30.
Flókadeild: Kl. 15.30-16.30 alla daga.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla virka daga
og 13.00-17.00 laugardaga og sunnudaga.
Hafnarbúðir: Kl. 14.00-17.00 og 19.00-20.00
alla daga.
Landakotsspítali: Kl. 15.30-16.00 og 19.00-
19.30 alla daga. Barnadeildin: Kl. 16.00-17.00
alla daga. Gjörgæsludeildin eftir samkomulagi.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknatími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15.00-17.00
á helgum dögum.
Kleppsspítali: Kl. 15.00-16.00 og 18.30-19.30
alla daga.
Landspítali: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30
alla daga.
Sólvangur Hafnarfirði: Kl. 15.00-16.00 og
19.30-20.00.
St. Jósefsspítali Hafnarf.: Kl. 15.00-16.00 og
19.00-19.30.
Vífilsstaðaspítali: Kl. 15.00-16.00 og 19.30-
20.00.
Vistheimilið Vífilsst.: Heimsóknartíminn er nú:
sunnudögum kl. 10.00-17.00, fimmtudaga kl.
21.00-23.00 og laugardaga kl. 15.00-17.000.
10ára afmæli
Leikfélags Mosfellssveitar
Leikfélag Mosfellssveitar á 10 ára af-
mæli í dag. laugard. 8. nóv. og heldur upp
á það í Hlégarði í kvöld kl. 21:00.
Þó lcikfélagið sé aðcins 10 ára í þeirri
mynd sem það er nú hefur blómlegt
leiklistarlíf verið í sveitinni yfir 80 ár, á
vegum ungmennafélagsins, kvenfélagsins
og fleiri félaga. Leikfélagið tekur árlega
þátt í Jólavöku í samvinnu við Karlakór-
inn Stefni og “Stefnurnar" og á Jólavakan
einnig 10 ára afmæli nú í desember.
Leikfélagið tekur þátt í Vordögum í
Mosfellssveit sem er fjölbreytt dagskrá á
vegum Menningamálanefndar. Einnig er
leikfélagið þátttakandi í 17. júní hátíða-
höldunum o.fl.
Nú standa yfir æfingar á Töfratrénu
cftir Lév Ustinov, og er það leikrit fyrir
börn og fullorðna. Sex hlutverkanna eru
í höridum ungs fólks úr Gagnfræðaskólan-
um. Frumsýning verður fljótlega upp úr
20. nóvember.
Revía er í smíðum og fer á fjalirnar
eftir áramót.
Sænski trúðurinn Ruben kemur í heim-
sókn 12. og 13. nóvembcr og verður með
sýningu fyrir almenning að kvöldi þess
13. nóv.
Héraðsbókasafnið, Markholti 2, opnar
Ijósmynda- og plakatsýningu af 10 ára ‘
ferli félagsins mánud. 10. nóvember, og
er safnið opið alla virka daga kl. 13:00-
20:00.
Náttúruvemdarfélag
Suðvesturlands:
Skoðunarferð um Kleppsland
í dag, laugardag 8. nóv., fer Náttúru-
vcrndarfélag Suðvesturlands náttúru-
skoðunar- og söguferð um gamla Klepps-
landið. Jafnframt verða gcfnar upplýsing-
ar um skipulag svæðisins í ferðinni.
Farið verður frá Grófartorgi kl. 13.30-
frá Náttúrugripasafninu Hverfisgötu 116
(gegnt Lögreglustöðinni) kl. 13.35 og frá
Langholtsskóla kl. 13.50. Áætlað er að
ferðinni ljúki milli kl. 16.00 og 17.00 við
sömu staði. Fargjald verður 200 kr., en
frítt er fyrir börn í fylgd fullorðinna. Allir
eru velkomnir. Þetta er kjörin ferð fyrir
íbúða þessa svæðis og aðra sem kynnast
vilja náttúru þess. sögu mannvistarminj-
um og uppbyggingu.
Leiðsögumenn verða: Jón Jónsson
jarðfræðingur. Jóhann Guðjónsson líf-
fræðingur, Guðlaugur R. Guðmundsson
sagnfræðingur. dr. Gunnlaugur Þórðar-
son og Bergljót Einarsdóttir arkitekt.
HAFNARFJARÐAR-APÓTEK er opið
alla virka daga frá kl. 9 til 19 og á
laugardögum frá kl. 10 til 14.
APÓTEK NORÐURBÆJAR er opið
mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 til
18.30, föstudaga kl. 9 til 19 og á laugar-
dögum frá kl. 10 til 14.
Apótekin eru opin til skiptis annan hvern
sunnudag frá kl. 10 til 14. Upplýsingar um
opnunartíma og vaktþjónustu apóteka
eru gefnar í símsvara Hafnarfjarðar
Apóteks sími 51600.
Rafmagn, vatn, hitaveita
Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má
hrlngja i þessi símanúmer:
Rafmagn: I Reykjavík, Kópavogi og Seltjarn-
arnesi er sími 686230. Akureyri 24414, Keflavík
2039, Hafnarfjörður 51336, Vestmannaeyjar.
1321.
Hitaveita: Reykjavík sími 82400, Seltjarnarnes
simi 621180, Kópavogur41580.eneftirkl. 18.00
og um helgar I síma 41575, Akureyri 23206,
Keflavík 1515, en eftir lokun 1552. Vestmann-
aeyjar simi 1088 og 1533; Hafnarfjörður 53445.
Sími: Reykjavlk, Kópavogi, Seltjarnárnesi, Ák-
ureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist I
síma05 I
Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita-
veita o.fl.) er í sima 27311 alla virka daga frá kl.
17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svaraö'
allan sólarhringinn. T ekið er þar við tilkynningum'
á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum,
þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð
borgarstofnana.
7. nóvember1986 kl. 09.15
Kaup Sala
Bandaríkjadollar ..40,880 41.000
Sterlingspund ..58,2130 58,3840
Kanadadollar ..29,447 29,534
Dönsk króna .. 5,2562 5,2716
Norskkróna .. 5,4279 5,4438
Sænsk króna .. 5,8130 5,8301 8,1967
Finnskt mark .. 8,1727
Franskur franki .. 6,0653 6,0831
Belgískur franki BEC .. 0,9530 0,9558
Svissneskur franki .... ..23,7261 23,7957
Hollensk gyllini ..17,5037 17,5551
Vestur-þýskt mark ..19.7750 19.8355
ítölsk líra .. 0,02862 0,02871
Austurrískur sch .. 2,8120 2,8203
Portúg. escudo .. 0,2707 0,2715
Spánskur pesetl .. 0,2961 0,2969
Japanskt yen .. 0,25034 0,25107
írskt pund ..53,998 54,157 48,7544
SDR (Sérstök dráttarr. ..48Í6117
Evrópumynt ..41,3890 41,5105
Belgískur fr. FIN BEL ..0,9472 0,9500