Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 15
Laugardagur 8. nóvember 1986
Tíminn 15
hætti stjórnsýslulegri áhyrgð a fisk-
eldi skuli fyrir komiö. Þrátt fyrir
það. að enn hafi ckki verið ákveðið.
Iivaða ráðuneyti skuli fara með yfir-
stjórn ftskeldismála, hefur Sjávarút-
vegsráöuneytið á ýmsan hátt stuðlaö
að uppbyggingu fiskeldis. Má þar
fyrst nefna, að á Alþingi 1984 voru
samþykktar breytingar á lógum Fisk-
veiðasjóðs, sem heimiluðu sjóðnum
að gangast í ábyrgðir fyrir þcim
erlendu lánuni. sem fiskeldisfyrir-
tækin taka til fjárfestingar. Þctta var
mjög þýðingarmikið fyrir þessa nýju
atvinnugrein, sem er í hraðri upp-
byggingu. Sjávarútvegsráðuneytið
hefur aðstoðað Hafrannsóknastofn-
un við uppbyggingu á rannsóknastöð
fyrir lúðueldi á Reykjanesi. Það er
mat þeirra scrn til þckkja að í
framtíðinni geti lúðueldi orðiö mikil-
væg atvinnugrein. Þó inargt mæli
mcð því að hin stjórnsýslulcga
ábyrgð á fiskeldi sé hjá Sjávarútvegs-
ráðuneytinu mega menn ckki láta
karp um það verða til þess að tefja
fyrir uppbyggingu og framförum í
atvinnugrcininni.
í áðurnefndri ræðu vék ég að
síðustu að stefnu varðandi fjárfest-
ingu í fiskiskipaflotanum og þeirri
efnahagslcgu umgjörð sem útvegin-
um er búin í þessu landi. Þar kom
fram að ekki mætti slaka á í barátt-
unni gegn verðbólgu, að draga þyrfti
úr álögum og kostnaði í sjávarútvcgi
eftir föngum og að fjárfesting ætti
cingöngu að miðast við sparnað í
rekstri og bætta aflameðfcrð. Þessi
atriði vil ég gera að sérstöku umtals-
efni hér.
Rekstrarskilyrði útgerðar
Hin cfnahagslegu skilyrði scm út-
vegurinn býr við hafa gjörbreyst til
hins betra á þessum þremur árum. Á
það jafnt við um almennt ástand
efnahagsmála sem og þá þætti er lúta
sérstaklcga að útveginum. Sá árang-
ur sem náðst hefur í baráttunni við
verðbólguna hefur skapað atvinnu-
rekstrinum í landinu, þ.á.m. útgerð.
allt aðrar og betri forsendur til
heilbrigðs rckstrarog uppbyggingar.
Mikilvægi þessa árangurs má ekki
gleymast og á miklu ríður að honum
sé ekki fórnað á altari ímyndaðra
stundarhagsmuna í baráttunni um
skiptingu þjóðarkökunnar.
Ékki er minna um vert hve þau
rekstrarskilyrði er sérstaklcga lúta að
sjávarútveginum hafabatnað. I ræðu
minni á þingi ykkar norður á Akur-
eyri í nóvember 1983 sagði ég að
fjármagnskostnaðurinn væri c.t.v.
erfiðastur útgerðinni. Verðbólgan
hafði gert það að verkum að
greiðslubyrði vegna fjármagns var
mun meiri en ef stöðugt verðlag
hefði verið. Þessu væri aðeins hægt
að mæta með bættum rekstrar-
skilyrðum og stöðugum skuldbreyt-
ingum. Á árinu 1984 átti sér stað
mikil fjárhagsleg endurskipulagning
í sjávarútvcginum sem tók bæði á
rekstrar- opg greiðsluerfiðleikum at-
vinnugreinarinnar. Fiskveiðisjóður
íslands samþykkti að veita 60%
afslátt af vaxtagjöldum sjóðsins til
ársloka 1985. Á árinu 1986 hefur
verið haldið áfram veitingu vaxta-
afsláttar vegna eldri lána en vextir
vegna nýrra lána hafa ckki verið
niðurgreiddir. Vaxtabyrði á árinu
1985 lækkaöi úr 600 inillj. kr. í 250
millj. kr. Skuldbreyting stofnlána
í Fiskveiðasjóði, Byggðasjóði og
Ríkisábyrgðasjóði átti sér stað. Gef-
inn var kostur á lengingu stofnlána
skipa, hvort sem þau voru í skilum
eða vanskilum, allt frá einu ári upp
í sjö ár. Veðmörk voru hækkuö í aílt
að 90% af húftryggingarmati við-
komandi skips. í þcirn tilvikum sem
áhvílandi lán voru umfram 90%
niarkið var eigendum skipanna gert
að setja viðbótarveð eða greiðslu-
tryggingu fyrir þeim hluta ellegar
yrði engu skuldbreytt. Samanlögð
áhrif skuldbreytinga og vaxtaafslátta
í Fiskveiðasjóöi voru þau að
greiðslubyrði á árunurn 1984og 1985
lækkaði úr u.þ.b. 3.500 millj. kr. í
u.þ.b. 2.000 millj. kr. miðað við
verðlag 1984. Mcð þessum ráð-
stöfunum í fjárhagsmálum sjávarút-
vegsins tókst að koma verulegum
hluta þeirra skulda, sem safnast
höfðu upp á undanförnum árum í
skil og dreifa greiðslubyrðinni ylir
lcngra tímabil. Sem vott um árangur
þessara aðgerða má bcnda á að á
árunum 1983 og 1984 var mikið um
vanskil í Fiskveiðasjóði en nú eru
nær öll stofnlán þar til útgcrðar í
skilum.
Sjóðakerfið
Síðastliðið vor voru hinar marg-
slungnu og flóknu reglur scm giltu
um sjóði sjávarútvcgsins og skipta-
kjör þeim tengd lagðar niður. Þess í
stað voru í lög leiddar einfaldar
reglur um skiptaverðmæti sjávarafla
og greiðslumiðlun innan sjávarút-
vegsins. Með þessu voru afnumdar
tilgangslitlar millifærslur mikilla
fjármuna innan sjávarútvegsins og
fjárhagsleg skipti innan hans gerð
einföld og Ijós. Eftir afnám sjóða-
kerfisins ættu fjárhagsleg áhrif ein-
stakra ákvarðana útgerðarmanna að
liggja miklu ljósar fyrir en áður.
Brcytingin ætti því að stuöla að því
að stjórnendur útgerðarfyrirtækja
geti byggt ákvarðanir sínar á traustari
forsendum en áður var. I afnámi
millifærslnanna felst einnig að hvcr
og einn verður ábyrgari fyrir cigin
rckstri og getur ekki vænst aðstoðar
millifærslukerfis til að standa við
cigin skuldbindingar. Vissulcga
kunna snögg umskipti af þcssu tagi
að koma illa við suma. Þannig er t.d.
Ijóst að með afnámi útflutnings-
gjaldsins fellur niður sá tekjustofn
Fiskveiðasjóðs sem var forscnda
vaxtaafsláttar á lán úr sjóðnum.
Vaxtabyrði af Fiskvciðasjóðslánum
mun því óhjákvæmilega þyngjast
mikið á komandi árum og kemur
það eflaust illa við þá sem mcst
skulda. Þegar til lengdar lætur er þó
enginn vafi á því að kcrfisbreytingin
verður útgerðinni til hagsbóta.
í framhaldi af sjóðakerfisbreyting-
unni var í síðustu viku lagt fram á
Alþingi frumvarp til nýrra laga um
Stofnfjársjóð fiskiskipa. Þessu frum-
varpi er fyrst og fremst ætlað að
tryggja að þeir útgerðarmenn sem í
skilum eru með stofnlán sín, eigi
l'ljóta og grciða leið til endurgreiðslu
þess fjár. sem rennur í gegnum
greiðslumiðlunarkerfið til Stofnfjár-
sjóðs.
Ákvörðun fiskverðs
Annað atriði í fjárhagslegri um-
gjörð sjávarútvegsins sem mikiö hef-
ur verið til umræðu að undanförnu
er ákvöröun fiskverðs. Á næst síð-
asta Alþingi var opnuð til þess leiö
að ákveða frjálst fiskverð á einstök-
um tegundum með breytingu á lög-
um um Verðlagsráð sjávarútvcgsins.
Þessi leið er að vísu þröng. þar sem
skilyrði slíkrar ákvörðunar er að
fullt samkomulag náist um Itana í
ráðinu. Nú á þessu hausti hefur það
gerst að ráðið hefur neytt þessarar
heimildar varðandi ákvörðun loðnu-
verðs. Ekki verður sagt að þessi
tímamótaákvörðun ráösins liafi
gengið þrautalaust fyrir sig. enda
eru aðstæður óneitanlega erfiðar til
verðákvörðunar á loðnu cftir það
mikla verðfall sem orðið hefur á
loðnuafurðum. Þess er þó að vænta
að mestu byrjunarörðugleikarnirséu
yfirstignir og að sú reynsla sem af
þessu hefur fengist leiði til þess að
heimild til frjálsrar verðlagningar
verði beitt í auknum mæli í framtíð-
inni, sérstaklega þegar óvissa ri'kir á
mörkuðum. 1 tengslum við fisk-
verðsákvarðanir vil ég nefna tvö
önnur mikilvæg atriði, þ.c. fcrsk-
fiskmat og uppboðsmarkaö á lersk-
urn fiski.
Fiskmat
Á þessu hausti var efnt til fundar
mcð hagsmunaaðilum um hlutverk
ogmarkmið Ríkismatssjávarafurða.
Var það samdóma álit fundarmanna
að ferskfiskmat í núvcrandi mynd
bæri að lcggja niður, en taka í stað
þess upp gæðamat er væri í höndum
þeirra aðila sem að þessum viðskipt-
um standa, þ.c. seljenda og kaup-
cnda fcrskfisks. Enda þótt ckki
kæmu fram samhljóða tillögur um
nánari útfærslu á þcssu fcrskfiskmati
atvinnugrcinarinnar sjálfrar, virtust
menn sammála um að gæði aflans
yröu best tryggð með því aö fcla
viðskiptaaðilum matið og tengja það
þannig með mun beinni hætti við
fjárhagsleg skipti þcirra cn vcrið
hefur.
í framhaldi af niðurstöðu þessa
fundar verður lagt fram frumvarp á
næstu vikum um að leggja skyldumat
Ríkismatsins á ferskum fiski -niður.
Ríður því á að kaupendur og selj-
endur á ferskum fiski setjist niður og
komi sér saman um það með hvaða
hætti gæði ferskfisks skuli metin í
framtíðinni oghvaða áhrif það gæða-
mat hafi á fiskverð. Það er að
sjálfsögðu forsenda þess að breyting-
in heppnist, að menn komi sér
saman um hvað koma skuli í stað
hins eldra kerfis, en ráðuneytið mun
hafa sem minnst frumkvæði í þeim
efnum. Nauðsynlegt er fyrir hags-
munaaðila að hefja undirbúning nú
þegar. í frumvarpinu felst einungis
afnám núverandi ferskfiskmats. Við
það er miðað að Ríkismat sjávar-
afurða starfi áfram. Sjávarútvegs-
ráðuneytinu ber að hafa eftirlit með
og stjórna nýtingu fiskveiði-
auðlindarinnar. Því þarf að vera til
stofnun sem hefur yfirsýn yfir alla
þætti gæðamála í sjávarútveginum.
Enda þótt hið opinbera hætti beinni
framkvæmd mats ber ráðuneytinu
að sjá til þess að sjávarútvegurinn
búi yfir virku gæðastjórnunarkerfi
sem tryggi það að afurðir uppfylli
þær kröfur um gæði sem markaðirnir
gera, þannig að íslenskar afurðir
verði taldar gæðavara. Af þessum
ástæðum hefur Ríkismatið mikil-
vægu hlutverki að gegna þrátt fyrir
afnám skyldumats á ferskum fiski.
Meðal annarra verkefna þess í fram-
tíðinni má nefna að gert verður ráð
fyrir því að úrskurðar þess megi leita
í ágreiningi um ferskfiskmat með
svipuðum hætti og nú gildir um
yfirmat á afurðum. Tel ég það fyrir-
komulag hafa reynst vel og held að
slíkur möguleiki á yfirmati sé til þess
fallinn að eyða tortryggni vegna
kerfisbreytingarinnar. Þá mun
Ríkismatið áfram sinna eftirliti með
hreinlæti og búnaði og útgáfu út-
flutningsvottorða þegar opinberra
vottorða er krafist af erlendum
kaupanda og yfirmati á afurðum.
Tel ég ekki raunhæfar þær hugmynd-
ir sem fram hafa komið um að leggja
stofnunina niður með öllu og fela
öðrum t.d. Hollustuvernd ríkisins
og Siglingamálastofnun þau verkefni
sem eftir standa. Er liætt við því að
mun minna tillits gæti til sérstakra
aðstæðna sjávarútvegsins ef þessi
verkefni færðust af starfssviði Sjáv-
arútvegsráðuneytisins og stofnana
þess. Er miklu frekar ástæða til að
endurmeta afskipti hinna ótalmörgu
almennu eftirlitsstofnana ríkisins af
málefnum sjávarútvegsins og má í
þeim efnuni nefna Hollustuvernd
ríkisins, Siglingamálstofnun,
Vinnueftirlit ríkisins, Geislavarnir
ríkisins og ýmsar aðrar slíkar stofn-
anir sem stöðugt fjölgar og vaxa að
umsvifum. Afnám ferskfiskmats í
núverandi mynd mun hafa róttæk
áhrif á skipulag Ríkismats sjávar-
afurða. Verður því starfi, sem þegar
er hafið við endurskipulagningu
stofnunarinnar, því haldið áfram í
Ijósi breyttra aðstæðna og það eflt.
Stefnt verður að því að fá mun
virkara gæðaeftirlits- og gæðastjórn-
unarkerfi en nú er í sjávarútvegin-
um, með minni kostnaði fyrir það
opinbera. Þetta leiðir af sér gjör-
breytt fyrirkomulag á starfsemi
Ríkismatsins. Eðlilegt er að gera ráð
fyrir því að lögin um stofnunina
verði endurskoðuð í framhaldi af
þessu og þau gerð skýrari, þannig að
þau setji cðlilegan ramma um þá
starfsemi scm Ríkismati sjávar-
afurða verður ætlað að hafa með
höndum þegar endurskipulagi á
störfum þess er lokið.
Uppboðsmarkaður
Varðandi fiskverðsákvarðanir er
þess loks að geta að fyrir liggur álit
nefndar sem skipuð var til að kanna
möguleika á því að koma á uppboðs-
markaði á ferskum fiski í tilrauna-
skyni. Er það mat nefndarinnar að
slíka tilraun beri að gera. Er þess að
vænta að tilraunamarkaði verði hrint
í framkvæmd á allra næstu mánuðum
á Faxaflóasvæðinu. Þetta er mjög
róttæk tilraun og í raun algjör bylting
á því verðmyndunarkerfi sem hér
hefur ríkt. Mjög erfitt er að sjá fyrir
hvaða áhrif hún hefur á fjöimarga
mikilvæga þætti svo sem búsetu á
landinu, þróun fiskvinnslu, útflutn-
ing á ferskum fiski og svo mætti lengi
telja. Ég tel því að varlega beri að
fara í þessum efnum og að meta
verði gaumgæfilega árangurinn af
slíkri tilraun áður en lengra er haldið
á þessari braut.
Lokaord
Að lokum vil ég vfkja að endur-
nýjun fiskiskipastólsins og stefnu-
mörkun varðandi fjárfestingu í út-
gerð á komandi árum. Þetta mál er,
þegar vel er að gáð, nátengt ýmsum
grundvallarþáttum í þróun sjávarút-
vegs á næstu árum. Þeirri megin-
stefnu hefur verið fylgt mörg undan-
farin ár, að umfram allt beri að
forðast að auka afkastagetu fiski-
skipastólsins. Þetta byggist að sjálf-
sögðu á þeirri augljósu staðreynd að
núverandi afkastageta flotans er
meiri en fiskistofnarnir þola. Þess
vegna er þörf á veiðitakmörkunum.
Stærri floti hefur í för með sér
aukinn tilkostnað við að færa að
landi sama aflamagn og þar af leið-
andi lakari hag útgerðar og þörf á
víðtækari takmörkunum á veiði-
heimildum einstakra skipa. Ákvæði
3. gr. laganna um stjórn fiskveiða
um að veiðileyfi til handa nýju skipi
verði því aðeins veitt að sambærilegt
skip hverfi úr flotanum, er því
hornsteinnfiskveiðistjórnunarinnar.
'Á undanförnum mánuðum höfum
við í Sjávarútvegsráðuneytinu orðið
óþyrmilega vör við að ásókn í
heimildir til að flytja inn ný skip er
mikil og vaxandi. Rökin fyrir þessum
beiðnum eru lang oftast þau að
hráefni vanti til að halda uppi at-
vinnu í byggðarlögum sem byggja
afkomu sína á fiskvinnslu. Á sama
tíma fer útflutningur á óunnum fiski
vaxandi. Það kann því að vera
samband milli aukins ferskfiskút-
flutnings og aukins þrýstings á
stækkun flotans. Ef svo fer fram sem
horfir, mun þessi þrýstingur aukast,
þannig að það gæti orðið pólitískri
forystu um megn að standa gegn
honum. Þar með væri grunnurinn
undir núverandi afkomu fiskiskipa-
flotans brostinn. Önnur afleiðing af
vaxandi ferskfiskútflutningi er krafa
fiskvinnslunnar um að fá a.m.k.
hlutdeild í aflakvótum. Ég hef hing-
að til talið eðlilegast að kvótar væru
í höndum útgcrðar og því haft
fyrirvara um óskir fiskvinnslunnar í
þessu efni. En hér ræður ráðstöfun
útgerðarinnar á þeirri auðlind sem
hún hefur fengið í hendur einnig
miklu um þá afstöðu. Hagnýting
fiskveiðiauðlindarinnar er að sjáll-
sögðu ekki einkamál útgerðai innar.
Þetta er sameiginleg auðlind þjóðar-
innar og sú auðlind sem tilvera
sjávarplássa um land allt byggist á.
Hver reynir að hjarga sér og sú
ákvörðun útgerðarmanns að selja
fersktm lisk til útflutnings er mjög
skiljanleg ef slíkt er nauðsynlegt til
að sjá hag útgerðarinnar borgið, en
ákvarðanir um slíkan útflutning má
ekki taka án tillitstil þess umhverfis
sem útgerðin er sprottin úr, án tillits
til hagsmuna byggöarlagsins sem
gert er út frá og án tillits til þjóðar-
hags. El' til vill ber ferskfiskútflutn-
ingurinn vott um að grundvallar-
breytingar séu aö verða í sjávarút-
veginum. Hæpið er að setja á af
hálfu stjórnvalda beinar takmarkan-
ir á heimild til slíks útflulnings og
vandséð er hvernig framkvæma ætti
slíkar takmarkanir. Telja verður að
eina farsæla lausn þessa vanda sé sú
að sjómcnn og útvegsmenn sýni
sjálfir í verki að þeir geti axltið
þá ábyrgð sem ráðstöfunarrétturinn
á fiskveiðiauðlindinni leggur þcim á
herðar. Útvegsmenn verða að skipu-
leggja útflutning á fcrskum fiski,
þannig að fullt tillit sé tekið til
hagsmuna fiskvinnslu og landverka-
fólks. Takist það ekki mun það
óhjákvæmilega hafa veruleg áhrif á
mótun rcglna um fiskvciðistjórnun
og afkomu útgerðarinnar í framtíð-
inni.
Vonandi nær sjávarútvegur á ís-
landi aö verða arðbær atvinnugrcin
til langframa. Það cr forsenda þess
að eðlileg endurnýjun geti átt sér
staö og fjárfest verði í tækninýjung-
um ekki síst í fiskvinnslunni. Tækni-
framfarir í atvinnugreininni cru jafn-
framt uppspretta útflutning á búnaði
og þekkingu á sjávarútvcgi. Ég fæ
liins vegar ekki skilið hvaða forsend-
ur liggja að baki þcim hugmyndum
að sjávarútvegurinn leggi fram vcru-
legt eigið fé til endurskipulagningar
bankastarfsemi í landinu. Aö mínu
mati eru óleyst verkefni innan grein-
arinnar þaö mörg að því fé sem
menn kynnu að hafa handbært væri
betur varið til annarra verkefna,
ekki síst til að bæta lausafjárstööu
sjávarútvegsins sem hefur lengi verið
slæm.
Ég vil að lokum þakka Lands-
samband íslenskra útvegsmanna
góða samvinnu á undanförnum
árum. Sérstaklega vil ég þakka
Kristjáni Ragnarssyni formanni
sambandsins, gott samstarf. Hrein-
skiptni hans og stefnufesta hafa
verið mikils virði við lausn hinna
fjölmörgu úrlausnarefna sem um
hefur verið fjallað á síðustu árum.
Ég óska aðalfundinum velfarnaðar í
starfi og treysti því að þær ákvarðanir
sem Itér verða teknar verði íslensk-
um sjávarútvegi til heilla í framtíð-
inni.
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs ráðherra.