Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. nóvember 1986 Tíminn 13
llfillllflll ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
Erum tiýbúnir að fá sendingu af hinum vinsælu CBH
tölvu-fjárvogum.
Til afgreiðslu strax
Gott verð og góð greiðslukjör
KAPLAHRAUNI 18
220 HAFNARFIRÐI:
S-91.651800
Áður en íslandsmótið í körfuknattleik hófst var talið líklegast að
íslandsbikarinn lenti hjá félagi annarshvurs þeirra Örlygssona, Teits (UMFN)
eða Sturlu (Val.). Nú hafa Keflvíkingar og KR-ingar ákveðið að blanda sér í
baráttuna líka. Tímamynd Sverrir
ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
Hönnun
Setning
Filmu- og plötugerö
Prentun
Bókband
PRENTSMIÐJAN
Cl HF.
SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR
SÍMI 45000
íþróttir helgarinnar:
Spennan eykst
í körfunni
Körfuknattleikur:
Tveir leikir verða í úrvalsdeild-
inni, KR og UMFN keppa í Haga-
skóla í dag kl. 14 og Fram og Haukar
leika á sama stað kl. 20.00 annað-
kvöld. Fyrir leikina eru Keflvíkingar
efstir í deildinni með 8 stig, Vals-
menn hafa einnig 8 stig, UMFN og
KR 6, Haukar 4 og Fram 0.
í 1. deild karla verða 3 leikir,
Þórsarar koma suður og keppa við
UMFG í Grindavík kl. 14.00 í dag
og síðan við ÍR í Seljaskóla á sama
tíma á morgun. Þórsarar eru enn
taplausir í 1. deildinni en iR-ingar
hafa tapað einum leik, fyrir Þór á
Akureyri. í>á keppa botnliðin
Breiðablik og ÍS í Kópavogi kl.
20.00 annaðkvöld.
Einn leikur verður í 1. deild
kvenna í Hagaskóla kl. 21.30 á
sunnudagskvöldið, KR og ÍR eigast
þar við.
í 2. deild karla keppa UÍA og
Léttir í dag en Árvakur og ÍA á
morgun.
Handknattleikur
Ekkert verður leikið í 1. deildum
karla og kvenna vegna utanlands-
ferða landsliðanna. Nokkrir leikir
verða í 2. og 3. deild.
Kvennalandsliðið hefur lokið
keppni á C-Heimsmeistaramótinu
þar sem liðið hafnaði í 5. sæti en
„strákarnir“ halda áfram keppni í
Hollandi, keppa við Holland b í dag
og Norðmenn á morgun. Allt bendir
til að íslensku strákunum ætli að
takast að sigra á mótinu.
Blak
Þróttarar keppa á Akureyri í dag,
karlaliðið gegn KA kl. 14.30 og
kvennalið sömu félaga kl. 15.45.
Karlalið ÍS fer til Neskaupstaðar og
keppir þar við heimamenn úr Þrótti
í dag kl. 16.00 en kvennalið ÍS
keppir við Breiðablik í Hagaskóla á
morgun kl. 15.15. Á sama stað leika
Fram og HSK á undan, kl 14.00.
Knattspyrna
Til stóð að úrslitaleikirnir í Fram-
haldsskólamóti KSÍ færu fram um
þessa helgi en þeim hefur verið
frestað um viku. í karlaflokki leika
til úrslita Háskólinn og Fjölbrauta-
skólinn í Breiðholti á sunnudeginum
kl. 15.20 en Verkmenntaskólinn á
Akureyri og annaðhvort Mennta-
skólinn í Reykjavík eða Fjölbrauta-
skólinn á Akranesi í kvennaflokki á
laugardeginum kl. 11.30. Úrslita-
leikirnir verða leiknir á gervigrasinu
í Laugardal.
Sund
Tvö meistaramót í sundi eru á
dagskrá þessa helgi, Vestmannaeyja-
meistaramótið hófst í gærkvöldi og
stendur þar til á morgun en Sund-
meistaramót Selfoss verður á
morgun.
Dregið í Evrópukeppni félagsliða:
Uerdingen-Barcelona
í gærmorgun var dregið í 3.
umferð í Evrópukeppni félagsliða
(UEFA cup). Eftirtalin lið mætast:
Uerdingen(V-Þ) - BarcéÍona(Spáni)
Dundee Utd.(Sk.) - Hadjuk Split(Jug-)
Ghent(Belgíu) - Gautaborg(Svíþj.)
Groningen(Holl) - Guimares(Port.)
Dukla Prag(Tékk.) - Internazionalc(ít)
Spartak Moskva(Sovét) - Tyrol(Austurr)
Torino(ítalíu) - Beveren(Belgíu)
Rangers(Skotk) - Gladbach(V-P)
Leikirnir verða 26. nóv. og 10.
des. og leikur það lið heimaleikinn
á undan sem fyrr er nefnt.
Þann 12. desember verður síðan
dregið í átta liða úrslit í öllum
Evrópukeppnunum þremur, þ.e.
Evrópukeppni meistaraliða, bikar-
hafa og félagsliða.
Badminton:
Frost keppir í Höll-
inni um næstu helgi
Aðalfundur ÍK
Aðalfundur íþróttafélags
Kópavogs verður haldinn í Þing-
hóli við Hamraborg laugardaginn
15. nóvember n.k. kl. 16.00.
Venjuleg aðalfundarstörf,
kaffíveitingar.
Norðuriandamót fullorðinna í
badminton verður haldið í Laugar-
dalshöll um næstu helgi, 15. og 16.
nóvember. Mótið hefst laugardaginn
15. kl. 9.00 og verður keppt allan
daginn. Undanúrslithefjast kl. 10.00
á sunnudagsmorgun og að þeim
loknum verða svo úrslitaleikirnir. Sá
fyrsti hefst kl. 14.00 og er það
úslitaleikurinn í einliðaleik karla.
Meðal keppenda á mótinu verður
Daninn Morten Frost sem varla
þarfnast nánari kynningar við en
einnig keppa þar Danirnir Michael
Kjeldsen og Ib Frederiksen, Kirsten
Larsen frá Danmörku og Christine
Magnusson Svíþjóð sem var Norður-
ÍÞRÓTZJR
UMSJÓN:
Arnaaottir
JBLAEIAMAÐUR
landameistari kvenna í fyrra.
Norðurlandameistari í karlaflokki í
fyrra varð hinsvegar Ib Frederiksen
frá Danmörku.
Fyrir íslands hönd keppa á mótinu
Árni Hallgrímsson, Broddi Kristj-
ánsson, Indriði Björnsson, Þor-
steinn Páll Hængsson, Jóhann Kjart-
ansson og Guðmundur Adolfsson í
einliðaleik karla, Þórdís Edwald,
Elísabet Þórðardóttir, Kristín
Magnúsdóttir, Guðrún Júlíusdóttir,
Ása Pálsdóttirk og Inga Kjartans-
dóttir í einliðaleik kvenna.
TÖLVU-FJÁRVOGIR