Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.11.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 8. nóvember 1986 Framsóknarflokkurinn ára “Boðum stefnu nýs tíma, nýrrar aldar, á endur- reistum efnahag“ Herra fundarstjóri, góöir fram- sóknarmenn Að vori verður kosið til Alþingis. í>á verða störf og stefna stjórnmála- flokkanna metin, ekki síst þeirra, sem ábyrgð hafa borið. Þetta flokksþing er því bæði afmæiisþing og upphaf kosningabaráttu okkar framsóknarmanna. Við framsóknarmenn getum verið stoltir af því, sem við höfum afrekað á kjörtímabilinu. Við getum boðað stefnu nýs tíma, nýrrar aldar byggða á endurreistum efnahagsgrunni. Við munum því bera höfuðið hátt er við göngum fyrir kjósendur að vori. í ræðu minni mun ég rekja þau mál, scm ég tel hafa veriö mikilvæg- ust á kjörtímabilinu. Einnig mun ég fara nokkrum orðum um þá stefnu, sem við framsóknarmenn boðum og viljum að einkenni þróun íslcnsks þjóðfélags á næstu árum og fjalla um facin atriði flokksmála. Stjórnarmyndun Eftir síðustu kosningar til Alþingis töldu ýmsir framsóknarmenn rétt aö flokkurinn yrði utan ríkisstjórnar. Sjálfur taldi ég það ekki ócðlilegt. Þegar á reyndi treystu hins vegar aðeins Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur sér til þess að taka á þeim mikla vanda sem við blasti í efnahagsmálum. Aðrir flokkar kusu ábyrgðarleysi. Miðstjórn flokksins samþykkti því myndun þeirrar ríkis- stjórnar, sem nú situr, með öllum atkvæðum gegn einu. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Framsóknarflokkurinn er kvaddur til stjórnarforystu, þegar erfiðleikar steðja að íslensku þjóðinni. Svo var einnig árið 1971, eftir að ellefu ára viðreisnarstjórn hafði leikið þjóðlíf- ið grátt. Þá var byggðaröskun orðin mikil og atvinnuleysi hið fyrsta frá stríðsárunum. Þessu var snúið við með myndarlegu átaki og framsókn- aráratugurinn hófst Andstæðingarnir hafa ekki þolað þá nafngift og ranglega kennt mikilli uppbyggingu í atvinnulífi lands- manna fyrri hluta áratugarins um erfiðleika þá, sem síðar urðu. Þegar málin eru skoðuð nánar, blasir þó við allt önnur mynd. Erlendar skuldir hækkuðu að sjálfsögðu á meðan fjárfestingin var mest, en fóru síðan ört lækkandi, þegar endurreistur sjávarútvegurog fiskvinnsla fóru að gefa arð. Ég tel rétt að nefna þetta, því enn heyrast öfugmælin ekki síst frá formanni Alþýðuflokksins. Þá erfiðleika, sem urðu í efna- hagsmálum í upphafi ársins 1983, má fyrst og fremst rekja til þess, að ekki var snúist rétt gegn hækkun á olíu árin 1978-79, né brugðið nógu skjótt við samdrættinum í sjávarút- vegi á árunum 1982 og ’83. Við framsóknarmenn eigum að sjálf- sögðu okkar þátt í því. Fyrst og fremst er okkar ábyrgð þó sú að þola samstarfsflokkunum þá of lengi að- gerðarleysið. Efnahagsmálin Erfitt er að fullyrða hverjar hefðu orðið afleiðingar óðaverðbólgunnar fyrri hluta ársins 1983, ef hún hefði fengið að geisa óheft. Vafalaust hefðu atvinnuvegirnir stöðvast og atvinnuleysi orðið mikið. Fjárhags- legt sjálfstæði þjóðarinnar var jafn- vel í hættu. Ríkisstjórnin var mynduð til þess að snúast gegn þessum gífurlega vanda. Hún var mynduð til þess að kveða niður verðbólgudrauginn án þess að stofna til atvinnuleysis. Um leiðir voru að sjálfsögðu nokkuð skiptar skoðanir á milli Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks. Sam- komulag náðist þó eins og fram kcmur í stjórnarsáttmála. Báðir uröu að sjálfsögðu að láta nokkuð af sínum kröfum. Framsóknarmenn töldu efnahags- lífið orðið svo sjúkt, að harðar, lögbundnar aðgerðir væru óhjá- kvæmilegar og yrðu þær jafnvel að standa í ailt að eitt og hálft ár. Sjálfstæðismcnn vildu hins vegar hafa þær sem skemmst, láta hinn svokallaða frjálsa markað ráða mál- um sem mcst. Niðurstaðan varð lögbundnar efnahagsaðgerðir í átta mánuði. Ég sé ekki ástæðu til að rekja þær nú. Þær eru ennþá flestum í fersku minni. Árangurinn varð mikill. Verðbólgan hjaðnaði úr 130 í 20 af hundraði á árinu 1983. Atvinna hélst þó næg. Sömuleiðis tókst aö halda erlendum skuldum að mestu í skefjum. Þannig tókst að forða íslensku efnahagslífi frá þess- um mikla vanda, sem við bla.sti. Að sjálfsögðu áttu ýmsir einstakl- ingar og atvinnugreinar á þessum tíma í miklum fjárhagserfiðleikum. Mér þykir þó rétt að leggja á það áherslu, að þeir erfiðleikar voru alls ekki afleiðing efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þeir voru fyrst og fremst afleiðing verðbólgunnar og stórlega minnkandi sjávarafla og hefðu orðið langtum meiri, ef óða- verðbólgan hefði geisað óheft áfram. Kaupmátturinn hlaut að rýrna vegna þess, að verðmæti sjávaraflans féll um 16 af hundraði á árunum 1982 og 1983 og þjóðartekjurnar lækkuðu að sama skapi. Það var ekki lengur unnt að bæta tekjutap almennings með erlendum lánum, eins og gert hafði verið, illu heilli, við slíkar aðstæður áður. Erfiðleikar atvinnuveganna, sér- staklega sjávarútvegs og fiskvinnslu, stöfuðu að sjálfsögðu af því sama, minnkandi sjávarafla. Áuk þess urðu þau fyrirtæki, sem fjárfest höfðu mikiðogskulduðu í dollurum, fyrir gífurlegri hækkun dollarans, og þá um leið hækkun skulda. Fjár- magnskostnaðurinn varð þeim of- viða um leið og tekjurnar lækkuðu. Þetta verða menn að hafa í huga og svara fullum hálsi alröngum full- yrðingum stjórnarandstæðinga í þessum efnum. Sumir hafa nefnt fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar á árinu 1983 ólýð- ræðislegar, ekki síst afnám samn- ingsréttar. Vel má svo vera. Stað- reyndin er hins vegar sú, að stundum er óhjákvæmilegt að víkja til hliðar um skamma stund jafnvel mikilvæg- um mannréttindum, til þess að bjarga öðru, sem ekki síður er mikilvægt. í þessu tilfelli efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar. Þrátt fyrir allar hrakspár stjórnar- andstæðinga, báru þessar aðgerðir tilætlaðan árangur. Fyrst og fremst var það vegna þess, að almenningur skildi alvöru málsins og studdi í raun það, sem gert var. Tímabil frjálsræðis Eftir þetta tímabil lögboðinna að- gcrða tók við tími aukins frjálsræðis. Við framsóknarmenn vorum nokk- uð hikandi í þeim efnum, ekki vegna þess, að við styðjum ekki frelsi einstaklinga og fyrirtækja til heil- brigðra athafna, heldur af því, að okkur var Ijóst að efnahagslífið var ekki komið í það jafnvægi að frjálsir vextir og verðlag og samningar án tilstuðlan ríkisvaldsins væri fram- kvæmanlegt. Reynslan sýndi að við höfðum rétt fyrir okkur. Fjármagnskostnaður reis of hratt árið 1984 eftir að á taumunum var slakað. Einstaklingar og fyrirtæki voru ekki undir það búin að bera þær byrðar. í kjara- samningum haustið 1984 kom þó gleggst í Ijós hve ótímabært afskipta- leysi ríkisvaldsins var. Samningar þá fóru mjög úr böndunum, enda rauk verðbólga upp í 60 af hundraöi snenima á árinu 1985. Sumt á þessu tímabili frjálsræðis tókst hins vegar betur. Þar sem samkeppni í verslun var næg, hélst vöruverð í skefjum og í sumum tilfellum lækkaði það jafnvel að raungildi, þrátt fyrir aukið frjálsræði í verðlagningu. Samningar með þátttöku ríkisvalds Eftir kollsteypuna fyrri hluta árs- ins 1985 varð sjálfstæðismönnum ljóst, að það var rétt, sem við héldum fram, að þjóðfélagið væri ekki undir slíkt frelsi búið. Sjálf- stæðisflokkurinn breytti því um stefnu í september 1985 og féllst á þá kröfu okkar, að ríkisvaldið byði fram aðstoð sína og þátttöku í kjarasamningum. Þetta kemur glöggt fram í sam- komulagi stjórnarflokkanna frá því í september 1985. Á grundvelli þess samkomulags bauð ég launþegum og atvinnurekendum þátttöku stjórnvalda f kjarasamningum. Því var vel tekið, menn höfðu lært af reynslunni. Útlitið var hins vegar ekki álitlegt í lok síðasta árs. Ekki var þá sýnileg- ur sá bati, hvorki í viðskiptakjörum né þjóðarframleiðslu, sem gæti veitt svigrúm til þess að bæta kjörin en draga um leið enn úr verðbólgu. Það var ekki fyrr en seinni hluta janúar 1986. að lækkun olíuverðs og fyrir- sjáanleg aukning þjóðarframleiðslu umfram það, scm spáð hafði verið, skapaði grundvöll fyrir skynsamlega samninga og efnahagsaðgerðir. Eg hvatti þá þegar opinberlega aðila vinnumarkaðarins til þess að taka höndum saman við stjórnvöld um slíka samninga. Þessu var mótmælt, ekki síst af fulltrúum atvinnulífsins, sem töldu orð mín bera vitni allt of mikillar bjartsýni. Ekki liðu þó nema örfáir dagar þar til þeir, ásamt fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, gengu á minn fund og tjáðu mér, að þeir teldu nú unnt að ná með þátttöku ríkisvaldsins skynsamleg- unt markmiðum. bæði í kjara- og efnahagsmálum. Óþarft er að rekja þá þríhliða samninga, sem gerðir voru í febrúar s.l. Ég tel þá einn þann merkasta atburð, sem orðið hefur í tíð þessar- ar ríkisstjórnar, og reyndar þótt lengra aftur í tímann sé leitað. Lengi hefur það verið draumur ríkisstjórna aö ná slíkum samningum við aðila vinnumarkaðarins en ætíð mistekist. Samningarnir tókust nú vegna þess, að menn höfðu lært af koll- steypunni fyrri hluta ársins 1985 og forysta verkalýðshreyfingar, laun- þega og atvinnurekenda reyndist ábyrg í sínum gerðum. Þeir tókust vegna þess, að viðræður rtkisvalds og aðila vinnumarkaðarins fóru fram á bak við tjöldin, án fjölmiðla og án áhrifa frá stjórnarandstöðunni. Þess- ir samningar hefðu ekki tekist án þátttöku ríkisstjórnarinnar. Reynd- ar varð ríkissjóður aö leggja töluvert meira af mörkum, þegar upp var staðið, heldur en ráðgert hafði verið í upphafi. Aðeins þannig reyndist unnt að ná þeirri kaupmáttaraukn- ingu, sem verkalýðshreyfingin krafðist, og gera atvinnuvegunum fært að þola hækkun launa. Þessir samningar kostuðu ríkis- sjóðu.þ.b. 18(X)milljónirkróna. Því fjármagni var vel varið. Árangurinn í efnahagsmálum Sá árangur, sem að var stefnt, mun að lang mestu leyti nást. Verð- bólgan mun verða um eða undir 10 afhundraði ílok ársins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna mun aukast tölu- vert meira en ráðgert var, líklega um 8 af hundraði. Þrátt fyrir þetta mun viðskiptahalli verða minni en áætlað var, að öllum líkindum 1 til 1 V5 af hundraði af þjóðarframleiðslu í stað 2 'h. Þetta má þakka því, að pen- ingalegur sparnaður hefur aukist mjög og er nú orðinn meiri en hann hefur verið allt frá árinu 1972. Eins og ég sagði í upphafi míns máls, setti ríkisstjórnin sér að kveða niður verðbólguna án þess að stofna til atvinnuleysis. Þetta hefur einnig tekist. Reyndar er eftirspurn eftir vinnuafli fullmikil og veldur þenslu. Að öllum líkindum er það stærsta hættumerkið. Svo sem oftast áður verður að rata hinn gullna meðalveg. Því fer víðsfjarri, að ég þakki ríkisstjórninni eða Framsóknar- flokknum einum það, hve vel hefur til tekist. Að sjálfsögðu eiga ábyrgir aðilar vinnumarkaðarins stóran þátt í því. Sömuleiðis er Ijóst, að ytri aðstæður hafa verið okkur hagstæð- ar. Hitt er engu að síður staðreynd, að ríkisstjórnin bar gæfu og hafði kjark til að nota batann rétt. í lok þessa árs mun kaupmáttur ráðstöfunartekna verða hærri hér á landi en hann hefur verið nokkru sinni fyrr. Verðbóiga verður minni en hún hefur verið í 15 ár. Sparnaður verður meiri en hann hefur verið í 14 ár. Erlendar skuldirfara lækkandi sem hundraðshluti af þjóðarfram- leiðslu oggreiðslubyrðin sömuleiðis. Atvinnuleysi er ekkert. ’ Þetta er mjög góður árangur. Því verður aldrei neitað. Ég hef orðið nokkuð margorður um efnahagsmálin, enda var ríkis- stjórnin lyrst og fremst mynduð til þess að leysa þau, og ég hef, sem forsætisráðherra, haft yfirumsjón með þeim málaflokki, En við fram- sóknarmenn tókum að okkur aðra erfiða málaflokka. í öllum tilfellum hefur verið á vandanum tekið af festu. Sjávarútvegur Sjávarútvegurinn var, eins og fyrr er nefnt, í miklum erfjðleikum, þeg- ar ríkisstjórnin var mynduð. Sjór hafði kólnað, fiskstofnarnir hrunið og aflaverðmæti með. Á þeim mál- um hefur verið tekið af festu og öryggi. Kvótakerfiðerumdeilt. Þesserað vænta, þegar um svo viðkvæm mál er að ræða. Sem fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra er ntér hins vegar fullljóst, að skrapdagakerfið svo- nefnda, var nánast óframkvæman- legt við þann mikla samdrátt í afla, sem varð á árunum 1983 og ’84. Auk þess vildi mikill meiri hluti sjávarút- vegsins fá kvótakerfið. Á móti því varð ekki staðið. Með mjög víðtækri skuldbreyt- ingu og endurfjármögnun var fisk- veiðiflotanum skapaður rekstrar- grundvöllur^ Sjóðakerfi sjávarút- vegsins hefur verið lagt niður og er af því mikil hreinsun að flestu leyti. Unnið er að svipuðum aðgerðum fyrir fiskvinnsluna. Að þvt' kem ég nánar síðar. Að þessum aðgerðum og fjöl- mörgum fleirum á sviði sjávarút- vegsins hefur verið unnið með víð- tæku samstarfi við aðila atvinnu- greinarinnar. Sú samstaða, sem þannig hefur náðst, er ákaflega mikilvæg. Þeir eru fáir, sem ekki viður- kenna, að Halldór Ásgrímsson hefur haldið á málefnum sjávarútvegsins af öryggi og festu. Landbúnaður Málefni landbúnaðarins voru ekki síður erfið, þegar Jón Helgason tók við þeim. Þrátt fyrir þær breytingar, sem ég fékk samþykktar 1979 á framleiðslulögum og stuðla áttu að nauðsynlegum búháttarbreytingum hafði lítið marktækt gerst. Pálmi Jónsson var ekki sömu skoðunar um nauðsynlegar breytingar í landbún- aði. Því var að sjálfsögðu lítið að- hafst í hans ráðherratíð og vandinn jókst ár frá ári. Útflutningsbætur voru ekki óskynsamleg byggðaráðstöfun árið 1961, þegar þær voru lögfestar. Þá þurfti aðeins að greiða unt 20-30 af hundraði með útfluttu lambakjöti. Vegna gífurlegra styrkja í landbún- aði nágrannalandanna, hefur þetta hlutfail gjörbreyst. Nú nema útflutn- ingsbætur 70-90 af hundraði fram- leiðsluverðs. Slík greiðsla með út- flutningi er óframkvæmanleg. Stað- Yfirlitsræða Steingríms Hermannssonar á 19. fokksþingi Framsóknarflokksins:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.