Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 3
ÞriðjudágLík''nóverVibér Í38Í6 Tíminn 3 Algeng laun sjúkrahúslækna 110-120 þús. í mars-maí: Frá 80*110% yf irvinna al- geng hjá sjúkrahúslæknum Laun sjúkrahúslækna í mars til maí 1986: KARLAR KONUR stöðu- m.dagv. meö laun stöðu- m.dagv. meö laun 1.»l. glldi laun yfirv. alls gildi laun yfirv. alls 012 10,5 42,558 91.117 94.360 5,3 42.601 90.527 93.040 014 17 46.484 88.691 92.503 5,5 46.458 92.554 102.254 015 12,5 48.560 89.447 95.469 1,8 016 11,7 50.752 101,098 108.812- 4,8 50.718 76.787 81.859 017 5 53.009 102.468 111.584 3,3 53.097 82.406 87.450 022 15,4 65.694 105.635 115.753 2 65.660 81.550 87.788 023 14,2 68.561 104.213 115.593 2,6 68.675 102.051 120.731 024 17,2 71,706 106.698 124.338 2,4 71.964 100.893 157.386 025 7,1 74.938 99.967 112.632 0 026 27,8 78.313 103.138 112.457 2,8 78.301 88.324 104.376 031 31,3 87.692 110.053 121.803 0 181,4 66.119 101.335 111.017 30,9 54.196 - 86.605 95.439 Þótt meira en tvöfaidur munur sé á lægstu og hæstu dagvinnulaunatöxtum sjúkrahúslækna verður munurinn á heildarlaunum þeirra hlutfallslega miklu minni, enda algengt að læknar í lægri flokkunum bæti við sig frá 80% til yfir 100% yfirvinnu, en minnki hana síðan með hækkandi launatöxtum og þá væntanlega hækkandi aldri niður í 30-50%. Laun lækna fyrir háskólakennslu og vinnu á læknastofum eru hér ekki meðtalin. Dálkarnir sýna fjölda stöðugilda í hverjum launaflokki, þá dagvinnulaunin, í öðru lagi dagvinnulaun og síðan samsvarandi upplýsingar um konurnar í hópi sjúkrahúslækna og meðallaun alls hópsins. Algengast var að heildarlaun lækna fyrir störf á sjúkrahúsunum hafi verið á bilinu 110-120 þús. kr. á mánuði, mánuðina mars-maí í vor, að því er fram kom í svari fjármála- ráðherra við fyrirspurn á Alþingi nýlega. Þá eru ekki meðtaldar auka- greiðslur til þeirra lækna sem jafn- framt eru háskólaprófessorar né heldur greiðslur til lækna frá Trygg- ingastofnun eða sjúkrasamlögum fyrir læknisstörf utan sjúkrahús- anna. Upplýsingar ná til lækna í samtals 212 stöðugildum hvar af 31 er unnið af konum. Samtals munu um 600 starfandi læknar í landinu. Fremur litlu virðist skipta í heild- arlaunum hvort dagvinnulaun lækn- anna eru í kringum 50 þús. eða 80 þús. á mánuði. Þeir á lægri töxtunum bæta við sig þeim mun meiri yfir- vinnu. Þannig er þriðjungur lækn- anna með 80-114% yfirvinnu á þessu tímabili, sem tæpast bendir til að offramboð sé ennþá á sjúkrahús- læknum. Að meðaltali er yfirvinnan um 53% hjá körlunum og um 60% hjá konunum, og aðrar launagreiðsl- ur um 15%. Athygli vekur að læknastéttin virðist hin eina sem starfar hjá ríkinu þar sem konur vinna eins mikla og jafnvel meiri yfirvinnu en karlarnir, og ná yfirleitt álíka háum heildarlaunum og þeir í viðkomandi launaflokkum. Munurinn er hins vegar sá að um 73% kvennanna eru í 6 neðstu launaflokkum sem not- aðir eru, en innan við þriðjungur karlanna. Þó ekki komi fram hve framan- greindir læknar hafa mikil laun frá Tryggingastofnun og sjúkrasam- lögunum til viðbótar framangreind- um launum má geta þess að launa- greiðslur þessara stofnana til lækna námu um 337 milljónum króna í ár. Aðeins þessar greiðslur munu sam- svara á 8. hundrað þús. kr. að meðaltali á alla starfandi lækna í landinu, en skiptast að sjálfsögðu mjög rrtisjafnlega milli þeirra. Um 75% þessara greiðslna fara til sér- fræðinga. Þess má geta að laun ríkisstarfs- manna hafa almennt hækkað um samtals 6,5% í júní og september sl. og eiga að hækka um 5,5% hjá háskólamönnum þann 1. desember næst komandi. -HEI Jafnaðarstjórn Alþýðubandalagsins: Harla ólíkleg stjórnarhugmynd - óeining um hana innan Alþýðubandalags. Kvennalisti ósamstarfshæfur, segir Jón Baldvin ..Biðilsbréfið hefur ekki borist enn, þannig það stendur ekkert upp á Alþýðuflokkinn að gefa svar,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokks- ins, þegar hann var inntur eftir því hvernig honum litist á hugmyndir Alþýðubandalagsins um rfkis- stjórn A-flokkanna og Kvenna- lista. „En fyrsta kastið er þetta að segja: í fyrsta lagi, ef þetta er hugsað af hálfu Alþbl. sem ein- hvers konar kosningabandalag, þá höfnum við því algjörlega. í annan stað, þar sem í alyktuninni er talað um' hvað Alþýðuflokkurinn eigi að gera, skal skýrt tekið fram að Alþýðubandalagið segir okkur ekki fyrir verkum. í þriðja lagi eru talin upp ákvcðin skilyrði. t.d. að Alþýðuflokkurinn breyti stefnu sinni í utanríkis- og öryggismálum. Það er hins vegar hafið yfir allan vafa að stefnu Alþýðuflokksins í þessum málum verður ekki breytt," sagði Jón. „Þessi hugmynd um samstarf þessara flokka, sem er Heirns- myndarhugmynd Ólafs Ragnars, er út af fyrir sig harla ólíklcg. Ástæður þess eru margar og fer því t.d. fjarri að einhugur sé um þessa stjórnarmyndunarformúlu innan Alþýðubandalagsins og þaðan af síður innan þingflokksins. Þröstur Ólafsson er í framboði til Dags-' brúnarsætis á vegum flokksins, ég vísa til fyrri yfirlýsinga hans. Eins hefur komið fram í opinberri um- ræðu að Guðrún Hclgadóttir er kannski ekki til að skrifa upp á ríkissstjórnarformúlu með Kvennalista. Og það getur skipt sköpum, ef þeir sem ekki eru sammála þessum hugmyndum koma til með að verða þungavikt- armennirnir í næsta þingflokki Al- þýðubandalagsins. í annan stað tel ég Kvennalist- ann ákaflega ólíklegan samstarfs- kost í stjórnarsamstarfi yfirleitt. Ástæður þess er þröngur málefna- stakkur sem Kvennalistinn hefur sniðið sér, og að erfitt er að fá skýra afstöðu þegar út fyrir hann er komið. Og vinnubrögð Kvenna- listans er einatt með þeim hætti að jafnvel einföldustu málum er vísað til stærri hópa. Það getur verið ákaflcga þungt í vöfum. - En líst Jóni betur á hefð- bundna vinstristjórn ? „Ég held að það sé engin sam- staða um þann stjórnarmyndunar- kost. Ég hef ekki dregiö dul á þá skoðun mína að æskilegt væri að Framsóknarflokkurinn fái hvíld frá þátttöku í ríkisstjórnum á næst- unni.“ - En hvaða kostir cru þá cftir fyrir Alþýðuflokkinn í ríkisstjórn- arsamstarfi? „Það eru fleiri kostir til, t.d. samstarf Alþýðuflokks, Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags. Ég fullyrði að það er ekki samstaða meðal áhrifaríkra aðila innan Al- þýðubandalagsins að hafna þessum möguleika," sagði Jón Balvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins. -phh Landsfundur Kvennalistans: Reynsla og vald- dreifing togast á í framboðsmálum Kvennalistinn hélt landsfund nú um helgina þar sem rædd voru málefni og framtíð Kvennalistans. Á fundinum komu kvennalistakonur úr öllum kjördæmum nema Vest- fjarðakjördæmi og Norðurlands- kjördæmi vestra, þar sem ekki hafa verið stofnaðir kvennalistaangar. Guðrún Jónsdóttir starfsmaður Kvennalistans sagði þær kvenna- listakonur vera að undirbúa kosning- ar og hefði málefnavinna verið í gangi að undanförnu. Á landsfund- inum hefðu kvennalistakonur borið saman bækur sínar og samræmt stefnu sína. Fyrirhugað væri síðan að ganga frá stefnuskrá á landsfundi í janúarlok. Kvennalistinn hefur nú þegar til- kynnt framboð í Reykjavík, á Reykjanesi og Vesturlandi, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um fram- boð annars staðar. Guðrún sagði mikinn hug í kvennalistakonum um allt land og allt gæti gerst í framboðs- málum. Það væri þó algerlega mál „kvennalistaanganna" í hverju kjör- dæmi að taka ákvörðun þar um. Að sögn Guðrúnar einkenndist landsfundurinn af þeim fjölda kvenna sem sptti fundinn víða af landsbyggðinni. Mikið hefði verið rætt um landsbyggðarmál út frá sjónarhóli kvenna, sérstaklega vandamál þeirra kvenna er störfuðu að landbúnaði. Nokkur umræða hefur verið með- al Kvennalistans um hvort endur- nýja eigi í efstu sætum á framboðs- listum við alþingiskosningarnar. Guðrún sagði það togast á hjá kvennalistakonum hvort vegi þyngra reynsla þingmanna Kvennalistans, sem staðið hefðu sig svo frábærlega vel, eða það megin markmið að dreifa áhrifastöðum milli kvenna í anda valddreifingar sem væri grunn- ur Kvennalistans. Landsfundurinn samþykkti að vísa þessu máli til kvennalistaanganna. Aðspurð um afstöðu kvennalista- kvenna til orða Jóns Baldvins Hanni- balssonar formanns Alþýðuflokks- ins um að Kvennalistinn væri óhæfur í ríkisstjórn vegna þess að hann neyddist til að leggja öll mál fyrir landsfund, sagði Guðrún, að ef Jóni Baldvin fyndist það ókostur að lýðræðið í stjórnmálasamtökum væri virkt, þá lýsti það best hans eigin vinnubrögðum. Þau vinnubrögð væru honum ekki til sóma. -HM Frá slysstað á Hellisheiöi á sunnudag. Tímamynd Sverrir Banaslys á Hellisheiði Tveir menn létust þegar hópferð- abifreið fór út af veginum á Hellis- heiði skammt frá Skíðaskálanum í Hveradölum um kl. þrjú á laugar- dag. Bílstjóri og einn farþegi sluppu við minni háttar meiðsl. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Selfossi var ofsarok og hálka þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin var á sumardekkjum og rann því út af veginum vegna roksins og valt þrjá fjórðu úr hring. Við veltuna spennt- ust rúðurnar út og þar sem engin öryggisbelti eru til staðar í rútum og þar af leiðandi ekki notuð, þá köstuðust mennirnir út úr bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum. Mennirnir sem létust, hétu Magn- ús Einarsson, Laugum í Hruna- mannahreppi, sjötugur að aldri og Sigurður Sigurgeirsson Skeiðarvogi 111 Reykjavík, 66 ára að aldri. Magnús var ókvæntur og barnlaus en Sigurður lætur eftir sig eiginkonu og 6 börn. ABS Kaup og leiga á fullvirðisrétti: Skattlagningin dreifist á 4-6 ár - fer eftir greiðsluformi Framleiðnisjóðs Ríkisskattsjóri hefur skilað Fjármálaráðuneytinu áliti sínu varðandi skattalega meðferð á greiðslum til bænda vegna sölu þeirra á fullvirðisrétti til Fram- leiðnisjóðs. Túlkun ríkisskatt- stjóra ræðst af ákvæðum laga um tekjuskatt og eignaskatt. Ríkisskattstjóri telur að um sölu á réttindum tengdum lögbýlum sé að ræða. Því telst hagnaður af söju réttindanna að fullu til skattskyldra tekna á söluári og skiptir ekki máli hve lengi skattaðili hefur átt hina seldu eign. Hagnaður af sölu þess- ara eigna telst mismunur á sölu- verði og stofnverði. Heimilt er að dreifa skattlagningu söluhagnaðar- ins á fjögur ár en 6 ár ef um kaupleigu er að ræða, þ.e. jafn mörg ár og tekur bóndann að fá greiðslur fyrir fullvirðisréttinn. Skattskylda greiðslna vegna' riðuveikiniðurskurðar fari eftir eðli samninga. Greiðslur vegna afurða sem eru umfram fullvirðisrétt og falla til vegna bústofnabreytinga eða samdráttar í rekstri skulu fær- ast til tekna á landbúnaðarskýrslu á því ári sem förgunin fer fram, en á móti kemur gjaldfærð bústofns- skerðing. Greiðslur til þeirra sem taka upp annan atvinnurekstur á bújörðum sínum skulu vera meðhöndlaðar eins og ýmis óendurkræf stofn- framlög og ríkisframlög. Þá er áskilið að greiðslunum sé varið til að standa straum af kostnaði við mannvirki, tækjakaup og endur- bætur vegna hinnar nýju búgrein- ar. Óendurkræfur styrkur dregst frá stofnverði eignar og styrki þessa ; skuli færa til lækkunar á stofnverði þeirra. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.