Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 6
Tíminn
Þriðjudagur 11. nóvember 1986
FRÉTTAYFIRLIT,
BEIRÚT — Skæruliöahópur
gaf út tilkynningu þar sem
hann sagöist ætla aö leysa úr
haldi franska gísla sem liös-
menn hans héldu í Libanon.
Vestrænir stjórnarerindrekar
bjuggust við aö Sýrlendingar
myndu leika lykilhlutverk (
hugsanlegum gíslafrelsunum.
TOKYO — Corazon Aquino
forseti Filippseyja hóf opinbera
heimsókn sína til Japans og
var strax lofað aukinni efna-
hagshjálp frá Yasuhiro Naka-
sone forsætisráðherra Japans.
í Manila var ástandið óstööugt
enda hefur orörómur verið
þrálátur um aö herinn hygöi á
byltingu i fjarveru Aquino.
Mikilvægar viöræöur milli er-
indreka stjórnar Aquino og
skæruliöa kommúnista hófust
einnig í gær.
KARIÓ — Atef Sedki hinn nýi
forsætisráöherra Egyptalands
er lítt þekktur í stjórnmála-
heiminum en hann var valinn
til aö fást við gífurleg efna-
hagsvandamál Egyptalands.
Sedki tilkynnti um skipan
stjórnar sinnar sem hann sagöi
þó munu fylgja stefnu fyrri
stjórnar í meginatriðum.
DHAKA — Hossain Moham-
mad Ershad forseti Bangla-
desh aflétti herlögum þeim
sem verið hafa í gildi síoasta
fjórða og hálft áriö. Hann sagöi
land sitt nú vera á leið til
lýöræöis.
DYFLINNI — Öryggisvarsla
hefur verið mjög aukin beggja
vegna landamæra Irlands og
Noröur-írlands. Hópar á báö-
um þessum stöðum hafa hvatt
til ofbeldisaðgerða í tilefni aö
ár er liðið frá því samningurinn
um takmarkaða stjórnun (r-
lands í málefnum Norður-ír-
lands var undirritaöur af Mar-'
gréti Thatcher forsætisráö-
herra Bretlands og Garret Fitz-
jerald forsætisráðherra
rlands.
R
BOMBAY — Myndavélarnar
voru settar af staö aö nýju í
Hollywood þeirra Indverja,
Bombay, og kvikmyndahúsin
undirbjuggu að opna aftur eftir
verkfall sem staðið hefur síð-
asta mánuðinn og haft mikil
áhrif á indverska kvikmynda-
iönaöinn, sem er sá viðamesti
í öllum heimi.
HAAG — Eitruö úrgangsef
bárust út í ána Rín frá svis:
neskri efnaverksmiöju og flu'
í átt til Norðursjávar.
Gorbatsjov Sovétleiðtogi predikar hér yfir sovéskum iðnaðarmönnum um betra efnahagslif. Nu predikar hann yfir
öðrum kommúnistaleiðtogum og enn er stirt og svifaseint efnahagslíf hans helsta áhugamál.
Leiðtogaráðstefna Comeconríkjanna í Moskvu:
Fundað um samvinnu
Mósambik:
Skæruliðar
streyma yfir
landamærin
Maputo-Keuter
Hægrisinnaðir skæruliðar laumuð-
ust yfir landamærin frá Malawi og
réðust á bæinn Ulongue í Norð-vest-
ur Mósambik um helgina. Það var
hin opinbcra fréttastofa í Mósambik
sem skýrði frá atburðnum.
Stjórnvöld í Mósambik hafa haid-
ið því fram að þúsundir skæruliða
sem stjórnað er af Suður-Afríku-
mönnum hafi komið frá Malawi yfir
til Mósantbik á síðustu vikum og
ráðist á nokkra bæi í grennd við
landamærin. Stjórnvöld í Malawi og
Suður-Afríku hafa bæði neitað að
styðja hægrisinnaða skæruliða er
berjast gegn Mósambikstjórn.
Fréttastofan sagði einnig frá því
að árásir skæruliða heföu hindrað
flutning landbúnaðarvara í héraðinu
Tete og þar væri nú mikill matar-
skortur.
Sinatra
syngur
ei í bili
Palm Springs-Reuter
Stórsöngvarinn Frank Sinatra
var við góða heilsu í gær eftir að
hafa gengist undir tveggja tíma
skurðaðgerð þar sem læknar fóru
höndum um garnir hans.
„Aðgerðin var ekki flókin og
það bendir ekkert til að um
krabbamein sé að ræða,“ sagði
talsmaður sjúkrahússins við
fréttamenn og bætti við að Sin-
atra væri hress.
Sinatra er nú sjötugur og
gekkst hann undir skurðaðgerð-
ina vegna ígerðar í þörmunt sem
valdið hafði honunt kvölum
miklum, meðal annars er hann
þurfti að syngja.
Sinatra mun dvelja á sjúkra-
húsi næstu vikuna eða svo en
heldur þá til heimilis síns í Palm
Springs í Kaliforníu.
- Gorbatsjov vill blása nýju lífi í samvinnu hinna tíu ríkja
Comecon viöskiptabandalagsins
Moskva-Reuter
Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi
og leiðtogar níu annarra kommún-
istaríkja settust við fundarborðið í
gær í Moskvuborg á fyrstu ráðstefnu
Comecon viðskiptabandalagsins
sem haldin er síðan í júní árið 1984.
Það var sovéska fréttastofan Tass
sem skýrði frá upphafi ráðstefnunn-
ar en engar frekari skýringar voru
gefnar á innihaldi viðræðnanna né
lengd þeirra.
Leiðtogaráðstefnan er haldin að-
eins viku eftir fund forsætisráðherra
Comecon ríkjanna í Búkarest í
Rúmeníu þar sem samþykkt var að
setja á stofn fyrirtæki er ynnu að
sameiginlegri framleiðslu. Þar var
einnig skrifað undir fleiri samþy kktir
um aukna viðskiptasamvinnu.
Stjórnarerindrekar segja að leið-
togaráðstefna svo fljótt eftir forsæt-
isráðherrafundinn sýni vilja Gorbat-
sjovs til að blása nýju lífi í efnahags-
líf Comeconríkjanna.
Ekki hafa neinar opinbcrar yfir-
lýsingar verið gefnar um innihald
viðræðnanna en Nicolae Ceausescu
Rúmeníuleiðtogi sagði í síðasta
mánuði í Búkarest að nánari efna-
hagssamvinna Comeconríkjanna
myndi verða aðalumræðuefnið á
ráðstefnunni í Moskvu.
Tass fréttastofan sagði að Ceaus-
escu, Todor Zhivkov frá Búlgaríu,
Gustav Husak frá Tékkóslóvakíu,
Erich Honecker frá Austur-Þýska-
landi, Janos Kadar frá Ungverjal-
andi, Wojciech Jarúzelski frá Pól-
landi, Fidel Castró frá Kúbu og
Truong Chinh frá Víetnam væru
komnir til Moskvu vegna fundarins.
Samkvæmt heimildum Reuters
Refsing EB til handa Sýrlendingum:
Takmörkuð
og táknræn
Lundúnir - Reuter
Evrópubandalagið (EB) sam-
þykkti í gær að beita Sýricndinga
takmörkuðum refsiaðgerðum fyrir
meinta þátttöku þeirra í tilraun til að
koma sprengju um borð í ísraelsku
farþegaþotuna á Heathrowflugvelli
í Lundúnum síðastliðið vor. Vopna-
sölubann er ein refsiaðgerðanna.
Allir utanríkisráðherrar EB utan
sá frá Grikklandi skrifuðu undir
refsiaðgerðaskjalið á fundi í
Lundúnum. Grikkir geta ekki sætt
sig við orðalag samþykktarinnar og
hafa formlega neitað að skrifa undir
slíkar rcfsiaðgerðir en breskir em-
bættismenn sögðu þó að grísk stjórn-
völd myndu taka þátt í þeim eigi að
síður.
„Við viljum senda Sýrlendingum
skýr boð um að það sem gerðist sé
algjörlega óviðunandi," sagði í yfir-
lýsingu ráðherranna.
Auk vopnasölubannsins er kveðið
á um aukið eftirlit með starfsemi
sýrlenskra sendiráða í ríkjunum tólf,
nánari öryggisgæslu í sambandi við
ferðir sýrlenska flugfélagsins og
bann við ferðum háttsettra embætt-
ismanna til og frá Sýrlandi.
Frakkland var eitt þeirra ríkja
sem studdu aðgerðirnar þrátt fyrir
ásakanir Jacques Chirac forsætisráð-
herra Frakklands unt að ísraelska
leyniþjónustan hefði líklegast sett
Sýrlendinga upp í þessu máli. Ásak-
anir Chirac birtust í viðtali sem
bandaríska stórblaðið Washington-
pósturinn (The Washington Post)
birti í gær.
Aðgerðirnar gegn Sýrlendingunt
eru að mestu táknrænar og eiga að
sýna stuðning Evrópubandalagsríkj-
anna við bresk stjórnvöld vegna
deilu hennar við Sýrlandsstjórn um
tengslin milli stjórnarinnar í Dam-
ascus og mál Jórdanans Nezar Hind-
awi, sem fundinn var sekur í síðasta
ntánuði um að hafa ætlað að
sprengja upp ísraelska farþegaflug-
vél.
Hindawimálið hefur þegar valdið
stjórnmálaslitum milli Bretlands og
Sýrlands og nú hyggja Evrópu-
bandalagsríkin á takmarkaðar refsi-
aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn. Á
myndinni má sjá sendiherra Sýrlands
Allah Haydar yfirgefa Lundúni nú
fyrir skömmu.
fréttastofunnar innan Austur-Evr-
ópu gæti farið svo að Gorbatsjov
eyddi tíma í að skýra hinum leið-
togunum frá Reykjavíkurfundi sín-
um og Reagans Bandaríkjaforseta
þrátt fyrir að ljóst sé að efnahagsmál
Comecon ríkjanna eru ástæða fund-
arins.
Sovéskt efnahagslíf gnæfir yfir
viðskipti hinna ríkjanna og hafa
þarlend stjórnvöld lengi reynt að
gera Comeconríkin háðari hvort
öðru. Þessi viðleitni hefur aukist
síðan Gorbatsjov tók við völdum í
mars á síðasta ári.
Moskvustjórnin hefur gert hinum
ríkjunum ljóst að hún vilji fá betri
iðnaðarvörur frá hinum ríkjum
bandalagsins fyrir orku þá sem Sov-
étríkin láta þeim í hendur.
í desember á síðasta ári var ný
fimmtán ára áætlun samþykkt af
stjórnvöldum Comeconríkjanna og
gerir hún ráð fyrir aukinni samvinnu
á sviði háþróaðrar tækni sem er í
mörgu ábótavant í hinum tíu ríkjum
bandalagsins.