Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 11. nóvember 1986
liliiillÍllpiSKIRÆK'r
Tíminn 15
4000starfsmenn í
fiskeldi í Noregi
Athugun í Noregi á þessu ári hefur
leitt í ljós. að í árslok á þessu ári
munu um 4 þúsunii ntanns hafa
atvinnu af fiskeldi í landinu. Það
jafngildir um 35% aukningu frá
síðasta ári. Á sl. ári höfðu um %
starfsmanna fulll starl af fiskeldi, en
þriðjungur var þar í hlutastarfi. í
þessum hópi voru unt 600 konur eða
fimmtungur allra. cn aðeins tæplega
200 höfðu fullt starf við fiskeldið.
Laxaútflutningur
42 þúsund lestir
Sölumiðstöð norskra fiskeldis-
manna upplýsir. að í septemberlok
sl. hafi útflutningur á laxi verið um
31 þúsund lestir og væri það um 50
af hundraði nteira magn en á santa
tíma 19S5. Gcrt cr ráð fyrirað í heild
verði útflutningurinn um 42 þúsund
lestir. Verðið á ferskum laxi hefur
stigið á seinni hluta ársins úr Nkr.
38.29 hvert kíló í Nkr. 40.21 í
september cða sem svarar 220 ís-
lenskum krónum frítt um borð. Gert
er ráð fvrir stöðugleika á verði og
því ekki breytinga að vænta á næstu
mánuðum. Af laxinum hafa um
6.800 tonn farið lil Bandaríkjanna
en um 6 þúsund lestir til Frakklands.
I hlut Danmerkur komu 3.400 lestir
og til Vestur-býskalands lóru 2.900
tonn.
Forustumenn í norsku laxeldi eru
því að vonum ánægðir með þróun
niála scinustu mánuði og ábyrgir
aðilar leggja nú áherslu á. að hið
góða samstarf, sem tekist hefur með
útflvtjendum á laxi eigi sinn góða
þátt í velgengninni. Þá er eindregiö
hamrað á. að gætt sé þess að aöeins
gæöavara veröi á boðstólum; menn
láti ekki lax. sem sé að cinhverju
leyti gallaður, fara á markaö.
Skaddaður eða útlitsgallaður fiskur
eigi einvöröungu aö fara til rcyking-
ar. Talið er að um 4% af heildar-
framleiðslunni sé fiskur með þessu
marki brcnndur. Hann megi því
ekki undir neinum kringumstæðum
fara til sölu á lægra verði, því að
hann muni fara á ferska markaðinn
og verða til þess að skaðtt sölu á
öðrum laxi. Reglur unt lágmarks-
verð áttu einmitt að tryggja að þetta
gerist ekki. F.n eins og áður hefur
verið greint frá hér í blaöinu, var
nokkuð um að menn geröu sig seka
um að brjóta reglur um lágmarks-
verð í sölulægðinni sem var í norsku
fiskeldi á fyrri hluta þessa árs.
Ágreiningur ráðuneyta
Það er víðar en á Islandi að
skiptar séu skoðanir um það hvai
staðsetja eigi fiskeldi í kerfinu. í
Noregi er talaö um stríð milli Land-
búnaðarráðuneytis og Sjávarútvegs-
ráðuneytis um hvort ráðuneytið hali
uppgötvað fiskeldiö. Talaö er um
sambandsleysi milli ráðuneytanna.
lnnan tíöar verður sett á laggirnar
nefnd frá þessuin aðilum til að konui
hlutum á hreint og tengja ýmsti
þræði saman. Fiskeldisntenn telja að
þessi-togstreita ráöuncytanna hal'i
verið hemill á þróun fiskeldis í
Noregi. Þannig hafi leyfisveitingar
til fiskeldis. sem landbúnaðarráðu-
neytið fari með, virkað eins og
flöskuháls fyrir atvinnugreinina. Þó
að leyfisvcitingarnar séu hjá land-
búnaðarráðunéytinu, er fiskeldið
sjálft á vegum og ábyrgð Sjávarút-
vegsráðuneytisins. Þaðerekki einvörð-
ungu leyfisveitingamálið sem hefur
valdið ágreiningi, heldur einnig fisk-
fóðurmál. Ráðuneytin hafaekkiget-
að komið sér saman um það, hver .
eigi að fara með þann málaflokk sem
snýst unt fiskfóður og hið sama sé
einnig upp á tengingnum varðandi
fisksjúkdónta í fiskcldi, sem hcyra
undir landbúnaðarráðuneytið.
Ársframleiðsla laxeldis-
stöðvar 150 lestir
Meðalstór eldisstöð í Noregi fram-
leiðir um 150 tonn af laxi á ári. Þetta
svarar til þyngdar 10 þúsund haust-
lamba. Sem fyrr greinir er gert ráð
fyrir að heildarútflutningur á laxi í
Norcgi verði 42 þúsund lcstir og þvi
jafnt við þyngd á 2.8 milljónum
haustlamba.
eh
FRÍMERKI
Frímerkjaklubburinn Askja
Ég gat þess í þætti í sumar að full
áslæða væri til þess aö skrifa sérstak-
an þátt um útgáfustarfsemi Frí-
merkjaklúbbsins Öskju á Húsavík.
Nú læt ég verða af þessu.
Síðan 1980 hefir klúbburinn gefið
úl jólanierki. Hafa nt.a. verið mynd-
ir af Skáldköhunni Huldu á þessum
nterkjum, auk annarra. Er þarna um
að ræða skcmmtilcga fjáröflun
klúbbsins. Þá hefir hann einniggefið
út sérstök og einstaklega vönduð
fyrsta dags untslög, sem einnig má
nota fyrir sérstimplanir. F.ru untslög
þessi svo vönduð að ég leyfi mér að
cfast um að þau færi miklar tekjur.
Það er dýrt að gefa út svona untslög.
Þá er komið að rituðu máli. Land
og-fólk á frímerkjum var ein af
fyrstu útgáfunum. Var þetta þema
auövitað bundið við Suður-Þingcyj-
arsýslu. Er þarna um að ræða söguna
að baki allra þeirra frímerkja er
gefin hafa verið út með myndefni er
snertir sýsluna. Nærri má geta að
þarna cr mikil landafræöi og samfé-
lagsfræði fólgin.
Sýningarskrá vegna sýningarinnar
Frímþing 1980 inniheldur margskon-
ar efni auk þess að lýsa söfnum sem
sýnd eru. Þar má nefna greinar eins
og; frfmerkjaklúbburinn Askja.
Brot úr póstsögu Húsavíkur, Póst-
málin og SÞU, Reykjadalur, Póstaf-
greiðsla eða bréfhirðing, svo og
kveðjur til sýningarinnar frá ýmsum
aðilum.
Frímerkjaklúbburinn Askja 5 ára,
kom svo út árið eftir. Er þar saga
klúbbsins og útgáfustarfseminnar
vcndilega rakin. Þar er og sagt frá
hliðarstimplum þeim er notaðir hafa
verið á Húsavík á degi frímerkisins,
sem svo endaöi með póststimpli á
þeint degi. Þá er og sagt frá árbókum
klúbbsins árin 1977 og 1978. scm
mér hefir ekki tekist að eignast. Þá
höfðu þegar vcriðgefin út 6 mismun-
andi umslög og póstkort á afmæli
Húsavíkurkirkju.
Af árbókunum á ég aðcins árbók-
ina frá 1984, en það þýðir enganveg-
inn að þær hafi ckki verið iniklu
fleiri. Er þar að finna ársskýrslu
klúbbsins. lög og félagatal. Þá er
frásögn er nefnist Innanhússpóstur,
Bréfaviðskipti LÍF og Félags lrí-
merkjasafnara á Akureyri. sem er
kapítuli út af fyrir sig. En það
skemmtilegasta er kannske að í
þcssari árbók er að finna myndir af
öllúm hliðarstimplum íslenskum er
notaðir voru það ár á crlendum
frímerkjasýningum, og íslenskir
safnarar vissu harla lítið um.
Þá er næst að tclja bækling sem
nefnist Frímerkjaklúbburinn Askja
í fjölmiðlum og er það endurprentun
á ummælum ýmissa aðila um klúbb-
inn á prenti. Er þar ýmsan fróðleik
að finna.
Næst kemur þá að Póstsögu S-
Þing, sem er stærsta verk klúbbsins
og hefir komið út í tveim útgáfum.
Er þetta aðeins 1. hefti bókar um
þctta efni og til fyrirmyndar.
Er f bók þessari skráðar allar
póststöðvar, sem verið hafa í Suður-
Þingcyjarsýslu, aldursröð þeirra,
hvenær opnaðar og fluttar eð*w
lokað, hverjir hafa vcriö póstaf-
greiðsluntenn á þeim, hvaða stimpl-
ar hafa vcriö notaðir og á hvaða
tíma. Auk þess eru myndir al' póst-
stöðvunum og stimplunum. Þarna
sakna ég samt ýmsra hluta, svo
póstsaga sýslunnar sé sögð til fulln-
ustu.
Fyrst skal nefna það að Bcssa-
staðapóstur fór þarna unt sýslu á
sínum tíma eða Noröanpósturinn
scm viðkomu haföi á Héðinshöfða,
þrisvar á ári. samkvæmt rcgluger.ð-
inni lrá 8. júlí 1779, og allt fram til
1972 er póstmeistarinn í Reykjavík
tók'við póstskipulagningu af Bessa-
staðapósti. Þá vantar einnig að gera
grein fyrir hvcrnig póstlciðir hafa
legið að öðru leyti um sýsluna allt
frant á þennan dag. Sem sagt allar
götur frá Vigfúsi Jónssyni í Héðins-
höfða.
Um þetta cru m.a. til prentaðar
heimildir í Póststofnun á Islandi og
Söguþættir landpóstanna, auk ým-
issa rcglugcrða er varða þetta mál.
Einnig má nefna álit Póst- og síma-
málanefndarinnar og Framhaldsálit
Póst- og símamálanefndarinnar frá
1930, hið fyrra frá 1929. Er þar að
finna tillögur á bls. 8, XII. kafli um
Suður-Þingeyjarsýslu. Að öðru leyti
er þetta mjög góð bók.
Sigurður H. Þorsteinsson.
011 varðveitt Ijóð
Fjallaskáldsins
Ljóðaklúbbur Almenna bókafé-
lagsins var stofnaður í júnímánuði
1985 í því skyni að vinna að ellingu
íslenskrar Ijóðlistar og auknum
áhuga á ljóðlist meðal landsntanna.
Hann helgar sig eingöngu útgáfu
efnis sent tengt er ljóðlist, þ.e.
ljóðabóka og bóka um ljóðlist svo og
upplesturs á ljóðum og þá einkum
skáldanna sjálfra. Klúbburinn vand-
ar bækur sínar að útliti og frágangi
eins og kostur er og selur þær
félögum sínum við eins vægu verði
og framast er unnt.
Félagsmaður ljóðaklúbbsins getur
hver sá orðið sem þess óskar, börn
jafnt sem fullorðnir, og engin bóka-
kaupskylda fylgir aðild að
klúbbnum.
Bækur ljóðaklúbbsins verða að
einhverju marki fáanlegar á almenn-
um markaði og þá á allmiklu hærra
verði en klúbbfélagar þurfa að
greiða fyrir þær.
Á síðasta ári sendi Ijóðaklúbbur-
inn frá sér 2 bækur, Hólmgönguljóð
eftir Matthías Johannessen, 2. út-
gáfu mjög mikið breytta frá fyrri
útgáfu, og Ákvörðunarstaður
myrkrið, nýja bók eftir Jóhann
Hjálmarsson.
Og nú hefur hann sent félögum
sínum heildarútgáfu á ljóðum
Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds í
útgáfu og umsjá Matthíasar Viðars
Sæmundssonar lektors. Er sú bók
414 bls. að stærð - öll ljóð Kristjáns
Fjallaskálds sem varðveist hafa, en
útgefandinn Matthías Viðar ritar
ítarlegan inngang um hið ástsæla og
einkennilega Fjallaskáld, líf þess og
skáldskap.
Allar þessar bækur ljóðaklúbbsins
koma innan skamms á almennan
markað og kosta þar þriðjungi meira
en klúbbfélagar fá þær á.
Ljóðaklúbbur Almenna bókafé-
lagsins er, eins og áður er bent á,
öllum opinn og geta menn gerst
félagar með því að hafa samband við
Almenna bókafélagið bréfleiðis,
símleiðis eða komið í heimsókn.
Þeir geta enn fengið með klúbbs-
kjörum 3 ofanskráðar bækur jafn-
skjótt og þeir eru orðnir klúbbfélag-
ar.
llllllllllllll VIÐSKIPTALÍFIÐ llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllttll
Um Evródollara-markaðinn
Evródollara-markaðnum á
London það að þakka. að hún er enn
fremsta helsta miðstöð fjármála í
heiminum, (en næst á eftir koma
New York ogTokyo). Er hún höfuð-
borg markaðarins og í hcnni liafa
550 útlendir bankar útibú.
Útboð verðbréfa á evródollara-
markaði nemur nú um $ 200 mill-
jörðum á ári. en í kauphöllinni í
London um $ 6,2 milljarðar. Velta
verðbréfa á evródollara-markaðnum
var í fyrra $ 2,25 billjónir (enskar
trilljónir) en á kauphöllinni í
London $ 476 milljarðar. Fé á vöxt-
um í evródollarareikningum mun nú
um $2,75 billjónir (enskar trilljónir).
Evródollarar voru upphaflega
dollarar varðveittir utan Bandaríkj-
anna, á bankareikningum eða með
öðrum hætti. Það heiti, eða öllu
fremur evró-gjaldmiðill, er nú við-
haft um hvern þann gjaldeyri, scm
geymdur er utan heimalands síns.
Evródollara-markaðurinn hófst upp
úr 1950 og átti upptök sín í miklum
greiðsluhalla Bandaríkjanna. Hon-
um olli að miklu leyti bandarísk
fjárfesting í Vestur-Evrópu og víðar.
í Vestur-Evrópu lágu dollarar þá
víða á lausu, svo að segja, á banka-
reikningum, en á vöxtum. Til að
hafa upp í vextina endurlánuðu
bankar þá, og í Vestur-Evrópu var
farið að fjármagna viðskipti með
dollurum. Það var þó ekki fyrr en
eftir 1960, að London varð ótvíræð
miðstöð hins nýja peningamarkaðar
(fremur en París eða Frankfurt eða
jafnvel Luxemburg)
Yfir cvródollara varð ekki komið
gildandi lögum á Bretlandi. Vestur-
Þýskalandi eða Frakklandi um hlut-
fall reiðufjár banka og skuldbind-
inga þeirra. Á lánum á evródollara-
markaði gátu bankar þannig boðið
lægri vexti en á lánum í eigin gjald-
miðlurn, ef svo bar undir, jafnvel
þótt til beggja vona brygði í þeim
efnum. Vatn á myllur markaðarins,
sent gull niala, var líka vaxtajöfn-
unarskattur, sem í Bandaríkjunum
var lagður á útboð á lánum til
útlendinga í forsetatíð Kennedy í
því skyni að draga úr grciðsluhalla
þeirra. í fyrstu lögðu aðilar á Niður-
löndum til hvaö stærstan skcrf fjár-
festingarfjár á evródollara-markaði.
En hvíslað er, að framan af liafi
vcrðbréf á markaðnum að drjúgum
hluta verið keypt með fé, sem skotið
hafi verið undan skatti, en fljótlega
varð ásýnd markaðarins virðuleg. Á
síðustu árum hafa grónar stofnanir
og aðilar verið helstu kaupendur
verðbréfa á markaðnum.
( Vietnam-stríðinu jókst enn
greiðsluhalli Bandaríkjanna og þá
um lcið aðstreymi dollara á evródoll-
ara-markaði. En olíukreppan 1973-
74 reið sem ólag yfir markaðinn.
Vextir á honum til skamms tíma
hækkuðu snögglega. Bankar og pen-
ingastofnanir, sem keypt höfðu
vcrðbréf fyrir slíkt lánsfé, töpuðu fé.
Hækkun vaxta fældi að auki lántak-
endur á brott, og útboð verðbréfa á
markaðnum dróst saman um 50%
1974. Hins vegar jukust lán á vegum
samlaga banka, sem að hluta fengu
gróða OPEC-ríkja til útlána. Síðari,
cn minni olíukreppan 1979-80 varð
önnur uppspretta slíkra lána. Nú,
sex eða sjö árum síðar, þykir sem
stórir bankar í iðnaðarlöndunum
hafi ekki sést fyrir í lánveitingum,
m.a. til Nígeríu, Póllands og Brasil-
íu. Skuldakreppa þriðja heimsins
skall á 1982, í ágúst, er Mexíkó ,
komst í greiðsluvanda, en rætur
hennar greinast víða. Fáfnir