Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 20
20 Tíminn Þriðjudagur 11. nóvember 1986 GLETTUR Hönnunin er eftir Frank. Hann reiknaði út hvað þyrfti mikið í gardínurnar miðað við stærð gluggans. - Þetta hefst af þessum framförum og uppfinningum... Hann hefur brennt sig á hendi og hjól rann yfir fótinn á honum! - Við förum nefnilega ekki troðnar slóðir. / // Er þetta vélaviðhaldsdeildin? Það þarf að setja nýjan stein í kveikjarann minn... DAGBÓK Spilakvöld í Kársnessókn Spiluð verður félagsvist í safnaðar- heimilinu Borgum í kvöld, þriðjud. 11. nóv. Mætum vel. Nefndin Fundur Kvennadeildar Barðstrendingafélagsins Kvennadeild Barðstrendingafélagsins heldur fund að Hallveigarstöðum í kvöld, þriðjud. 11. nóv. kl. 20.30. Auk venjulegra fundarstarfa verður kynning á síldarréttum, sem Kristín Guðjónsdóttir mun annast. Inner Wheel Reykjavík Fundur verður í Átthagasal Hótels Sögu í kvöld, þriðjud. 11. nóvember kl 19.00. Gestir fundarins verða Inner Wheel- konur frá Selfossi. Helga Bachmann leik- kona segir frá Hlaðvarpanum, menning- armiðstöð kvenna. Stjórnin Ámi Tómasson, Barkarstöðum í Fljóts- hlK* er níræður í dag.Hann dvelst nú á Vffflsstöðum. | SVART A HVITU Nýtt gallerí við ððinstorg: SVART Á HVÍTU í dag, laugard. 8. nóv. kl. 14:00 verður opnað nýtt gallerí. Nefnist það Svart á hvítu og er til húsa að Týsgötu 8 við Óðinstorg. Fyrsta sýning hins nýstofnaða gallerís verður á verkum Sigurðar Þóris listmálara. Sigurður Þórir Sigurðsson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla fslandsogsíðan í Kaupmannahöfn. Hann hefur haldið margar einkasýningar, m.a. í Reykjavík. Kaupmannahöfn og Þórs- höfn í Færeyjum. Þá hefur hann tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis. Sýning Sigurðar Þóris mun standa til 23. nóvember. Hún er opin kl. 14:00-18: - alla daga nema mánudaga. í framhaldi af þessari fyrstu sýningu mun Gallerí Svart á hvítu efna reglulega til sýninga á verkum lifandi listamanna og reka umboðssölu á verkum þeirra. Þar að auki verður boðið upp á ýmsa aðra menningarviðburði í húsakynnnum þess, svo sem kynningu á bókmenntum og listum, fyrirlestra um listir og menningar- mál og umræður um íslenska og erlenda menningu að fornu og nýju. Aðstandendur hins nýja gallerís eru þau Jón Þórisson, Margrét B. Andrés- dóttir, Margrét Á. Auðuns, Halldór Björn Runólfsson og bókaforlagið Svart á hvítu. Námsgagnastofnun: Dagskrá um náms* og starfsfræðslu Dagana 11.-13. nóvember n.k. verður haldin í kennslumiðstöð Námsgagna- stofnunar dagskrá um náms- og starfs- fræðslu. Að dagskránni standa auk Náms- gagnastofnunar:Skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins, Félag náms- ráðgjafa, Kennaraháskóli íslands, Vinnu-1 veitendasamband íslands, Alþýðusam- band íslands, Háskóli fslands (félagsvís- indadeild) og Kennarasamband íslands. Tilgangur dagskrárinnar er að vekja athygli á náms- og starfsfræðslu í grunn- skólum og hrinda úr vör umræðu um þessi mál meðal skólafólks og aðila í atvinnulíf- inu. Á síðastliðnu sumri var safnað saman öllum tiltækum innlendum námsgögnum í náms- og starfsfræðslu á vegum skóla- þróunardeildar menntamálaráðuneytis- ins. Þessi gögn verða til sýnis í Kennslu- miðstöðinni dagskrárdagana og eitthvað lengur. Einnig mun Alþýðusamband Islands, sýna nýtt námsefni um upphaf og starf- semi skipulagðrar verkalýðshreyfingar á íslandi. Dagskrá um náms- og starfsfræðslu hefst kl. ló.i á þriðjud. II. nóv. með ávarpi Hrólfs Kjartanssonar, deildar- stjóra skólaþróunardeildar menntamála- ráðuneytisins og stendur fram á fimmtu- dag. Hvern dag kl. 16:00-18:00. Karl MöUer og Magnús Ólafsson eiga eftir að létta skap landsmanna í vetur Magnús Ólafsson og Karl Möller með skemmtidagskrá vetrarins Hinn landskunni skemmtikraftur Magnús Ólafsson hefur nú sett saman nýja skemmtidagskrá fyrir veturinn. Sú nýbreytni er hjá Magnúsi að hann hefur fengið til liðs við sig þekktan hljómlist- armann til að leika undir hjá sér, en það er píanóleikarinn Karl Möller. Skemmtidagskrá þeirra félaga byggist upp á léttu gríni, sem samanstendur af eftirhermum, söng og spaugi um það sem er að gerast í þjóðfélaginu hverju sinni, t.d. pólitík. Einniger hægt að fá skemmti- dagskrá sem er sérstaklega samin fyrir viðkomandi hóp. Ekki gleyma þeir félagar börnunum, en eru með sérstaka skemmtidagskrá, sem ætluð er börnum og til flutnings á fjölskylduskemmtunum. Þar er Bjössi bolla í aðalhlutverki! Þeir sem hafa áhuga á að fá þá félaga á árshátíð, þorrablót eða önnur mannamót hafi samband við þá sem fyrst. Umboðs- sími þeirra félaga er 51332 og hjá Pétri rakara í síma 16520. Séra Gunnar Bjömsson Háskólatónleikar Á morgun, miðvikud. 12. nóv. mun sr. Gunnar Björnsson leika einleik á selló í Norræna húsinu kl. 12.30, en tónleikarnir standa í u.þ.b. hálftíma. Á efnisskrá er Einleikssvíta III í C-dúr og Einleikssvíta IV í Es-dúr eftir J.S. Bach. Gestaleikur á litla sviði Þjóðleikhússins: Woza Albert Café Teatrct í Kaupmannahöfn flytur gestaleik á litla sviðinu í Þjóðleikhúskjall- aranum á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld í næstu viku. Það er suður-afríska leikritið Woza Albert, sem ’ leikararnir Michael Simpson og Nik Abraham flytja ásamt tónlistarmanninum Risenga Makondo. „Þó að leikritið sé flutt á frummálinu, blöndu af ensku, sulu og afrísku, hefur það verið óhemju vinsælt hjá gagnrýnend-, um sem áhorfendum, jafnt í Suður-Afr- íku, Lundúnum og New York. Woza Albert er nú reyndar bannað í Suður-Afr- íku,“ segir í fréttatilkynningu frá Þjóð- leikhúsinu. Sjúkrahús Heimsóknartími á sjúkrahúsum í Reykjavík og víðar Barnaspítall Hringsins: Kl. 15.00-16.00 alla daga. Borgarspítali: Kl. 18.30-19.30 mánud.-föstud. en 15.00-18.00 laugard. og sunnud. Fa&lngarhelmlll Reykjavikur: Kl. 15.30-16.00 alla daga. Fœðlngardelld Landspítalans: Kl. 15.00- 16.00 og 19.30-20. Sængurkvennadelld Landspítalans: Kl. , 15.00-16.00, feðurkl. 19.30-20.30. Flókadelld: Kl. 15.30-16.30 alla daga. Grensásdelld: Kl. 18.30-19.30 alla virka daga og 13.00-17.00 laugardaga og sunnudaga. Hafnarbúðlr: Kl. 14.00-17.00 og 19.00-20.00 alla daga. Landakotsspitali: Kl. 15.30-16.00 og 19.00- 19.30 alla daga. Barnadeildin: Kl. 16.00-17.00 alla daga. Gjörgæsludeildin eftir samkomulagi. Hvítabandlð: Frjáls heimsóknatlmi. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15.00-17.00 á helgum dögum. Kleppsspítali: Kl. 15.00-16.00 og 18.30-19.30 alla daga Landspítali: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30 alla daga. Sólvangur Hafnarfirðl: Kl. 15.00-16.00 og 19.30-20.00. St. Jósefsspítali Hafnarf.: Ki. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15.00-16.00 og 19.30- 20.00. Vistheimilið Vlfilsst.: Heimsóknartlminn er nú: Á sunnudögum kl. 10.00-17.00, fimmtudaga kl. 21.00-23.00 og laugardaga kl. 15.00-17.000. Ungur Englendingur vill vinna á íslandi í sumar Blaðinu hefur borist bréf frá enskum menntaskólanema, sem tekur stúdents- próf í vor. Hann hefur áhuga á að fá vinnu á íslandi frá því prófum lýkur hjá honum og þar til hann byrjar í háskóla í haust. íslandsáhuginn er ekki nýtilkominn hjá þessum enska pilti, því hann kom til Islands s.l. sumar og var þá þátttakandi í leiðangri, sem hafði aðsetur í Reykjar- firði og rannsakaði Drangajökul. Pilturinn segist eiga heima á bóndabýli og vera vanur sveitastörfum. Hann spyr í bréfi sínu hvort einhver vilji skrifa honum og ráðleggja honum - eða útvega - vinnu. Utanáskrift til hans er: Y. Bristor 'Astcde' Shellwood Cross, Leigh, Reigate, Surrey, RH2 8NZ England HAFNARFJARÐAR-APÓTEK er opið alla virka daga frá kl. 9 til 19 og á laugardögum frá kl. 10 til 14. APÓTEK NORÐURBÆJAR er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 til 18.30, föstudaga kl. 9 til 19 og á laugar- dögum frá kl. 10 til 14. Apótekin eru opin til skiptis annan hvern sunnudag frá kl. 10 til 14. Upplýsingar um opnunartíma og vaktþjónustu apóteka eru gefnar í símsvara Hafnarfjarðar Apóteks sími 51600. Rafmagn, vatn, hitaveita Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má hringja í þessi símanúmer: Rafmagn: f Reykjavík, Kópavogi og Settjarn- amesi er sími 686230.. Akureyri 24414, Keflavík 2039, Hafnarfjörður 51336, Vestmannaeyjar, 1321. Hitaveita: Reykjavík sími 82400, Seltjarnarnes sími 621180, Kópavogur 41580, eneftirkl. 18.00 og um helgar í síma 41575, Akureyri 23206,' Keflavík 1515, en eftir lokun 1552. Vestmann- .aeyjarsími 1088 og 1533; Hafnarfjörður 53445. Slmi: Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Ák- ureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist f síma 05 I Bilanavokt hjá borgaretofnunum (vatn, hita- veita o.fl.) er í síma 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svarað1 • allan sólarhringinn. Tekið er þarvið tilkynningum* á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum,' þar sem borgarb.úar telja sig þurfa að fá aðstoð ^orgarstofnana. 7. nóvember 1986 kl. 09.15 Kaup Sala Bandarikjadollar.....40,880 41.000 Sterlingspund........58,2130 58,3840 Kanadadollar.........29,447 29,534 Dönsk króna.......... 5,2562 5,2716 Norsk króna.......... 5,4279 5,4438 Sænsk króna.......... 5,8130 5,8301 Finnskt mark......... 8,1727 8,1967 Franskur franki ..... 6,0653 . 6,0831 Belgískur franki BEC .. 0,9530 0,9558 Svissneskur franki...23,7261 23,7957 Hollensk gyllini.....17,5037 17,5551 Vestur-þýskt mark....19.7750 19.8355 ítölsk líra.......... 0,02862 0,02871 Austurrískur sch..... 2,8120 2,8203 Portúg. escudo....... 0,2707 0,2715 Spánskur peseti...... 0,2961 0,2969 Japansktyen.......... 0,25034 0,25107 írsktpund............53,998 54,157 SDR (Sérstök dráttarr. ..48,6117 48,7544 Evrópumynt...........41,3890 41,5105 Belgiskur fr. FIN BEL ..0,9472 0,9500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.