Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 8
Titninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrniLund Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Bjart fyrir stafni og byr í seglum NÝ ÖLD í AUGSÝN voru kjörorð 19. flokksþings Framsóknarflokksins sem haldið var um helgina. Pingið var mjög vel sótt og einkenndist af bjartsýni og baráttuanda, enda Alþingiskosningar á næsta leiti. í upphafi þingsins flutti Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins ýtar- lega ræðu og rakti störf ríkisstjórnarinnar. Síðan ítrekaði hann stefnu Framsóknarflokksins til fjölmargra málaflokka sem verið er að vinna að, og ljóst að Framsóknarflokkurinn mun hafa áhrif á. Áhrif Framsóknarflokksins í þessari ríkisstjórn eru mikil og undir stjórn hans hefur verið tekið á mörgum veigamiklum málum sem nauðsynlegt var að gera. í almennum umræðum á þinginu kom fram ánægja með þann árangur sem náðst hefur á kjörtímabilinu, sérstak- lega í efnahagsmálum. Sú staðreynd blasir við að tekist hefur að ná verðbólgunni niður fyrir 10 af hundraði og allar líkur benda til að ef áfram verður haldið á þeirri braut sem mörkuð hefur verið takist á næsta ári að koma henni niður í það horf sem hún er í nágrannalöndunum. Enda þótt baráttan hafi skilað miklum árangri, má þó hvergi slaka á ef ekki á að stefna í sama horf og var. Þingið samþykkti ítarlegar ályktanir um stjórnmál, atvinnumál, félagsmál og mennta og menningarmál. Á grundvelli þeirra verður stefna flokksins mörkuð fyrir kosningabaráttuna sem nú fer í hönd. Þá voru samþykktar veigamiklar lagabreytingar sem m.a. fela það í sér að flokksþing verður nú haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Drög að nýrri stefnuskrá voru lögð fram en ákveðið að vísa henni til nánari umfjöllunar og afgreiðslu á næsta miðstjórnarfund flokksins. í stjórnmálaályktun þingsins er undirstrikuð sú stefna Framsóknarflokksins að byggja efnahagslíf þjóðarinnar á blönduðu hagkerfi samvinnurekstrar, einkarekstrar og opinberrar þjónustu. Á þessum grundvelli vill Framsóknarflokkurinn beita sér fyrir efnalegum framförum þar sem lögð er áhersla á jöfnuð milli landsmanna og samvinnu þeirra og samkennd. Þá segir: „íslenska þjóðin gengur senn á vit nýrrar aldar. Höfuðverkefni íslenskra stjórnmála á næstu árum verður að búa þjóðina undir tuttugustu og fyrstu öldina. Til þess þarf víðsýni í stefnumótun.“... „Flokksþingið minnir á frumkvæði Steingríms Hermannssonar, forsæt- isráðherra, er hann skipaði nefnd til að gera athugun á þróun íslensks þjóðfélags og þróunarhorfum næsta aldar- fjórðung. Með stofnun þeirrar nefndar hefur verið lagður grunnur að frekara starfi á þessu sviði. Framsóknarflokk- urinn mun-í krafti kjörorðs þessa flokksþings - NÝ ÖLD í AUGSÝN - fylgja þessu starfi eftir á komandi árum“. Hermdarverk Óhug setur að mönnum, við þær fregnir að farið sé að vinna hermdarverk hér á landi. Málstaður sem réttlætir að skipum sé sökkt og skemmdarverk unnin á atvinnu- tækjum hlýtur að vera slæmur. Allir íslendingar hljóta að fordæma þau ódæði sem unnið hafa verið á eigum Hvals hf. og gera þá kröfu að þeir sem þau hafa unnið verði látnir svara til saka. Ofbeldi verður ekki liðið og ástæða er ekki til að láta undan hótunum þeirra afla sem því beita. 8 Tíminn Þriðjudagur 11. nóvember 1986 GARRI “Harðir á Mjóddarríki“ Garri las merkilega frétt í Þjóð- viljanum nú um helgina. Þar segir í fyrirsögn að nú séu menn í borgarstjórn Reykjavíkur orðnir það sem blaðið kallar „harðir á Mjóddarríki" og síðan segir: „Borgarstjórn Reykjavíkur hef- ur farið fram áþað við fjármálaráð- ■ herra að komið verði upp áfeng- isverslun í Mjóddinni, en sem kunnugt er hefur ráðuneytið ákveðið að hætta við hyggingu húsnæðis fyrir áfengisversiun þar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, hefur lýst þeirri skoðun sinni að koma ætti upp áfengisverslun í Mjódd. Borgar- fulltrúar Alþýðuhandalags, Kvennalista, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hafa tekið undir það og leggja áherslu á að frá sjónarliorni skipulags og umferðar sé staðsetning ríkls í Mjóddinni mun æskilegri en i Kringlunni, þar sem ríkið hefur tryggt sér húsnæði undir áfengisverslun. Það var reyndar í tíð Alherts Guðmunds- sonar í fjármálaráðuneytinu að ríkissjóður lagði 40 miljónir króna í Hagkaupshöllina í þessum til- gangi. “ Stefnubreyting í Sjálfstæðisflokknum Hér verður ekki betur séð en að Davíð borgarstjóri - er hann að hætta ofsóknunum? sé að verða grundvallarbreyting í stefnu sjálfstæðismanna í borgar- stjórn Reykjavíkur gagnvart sam- vinnuversiun í höfuðborginni. Eins og menn minnast hafa þeir til þessa jafnan haft þann sið að nota hvert tækifæri til að reyna að klekkja á henni á kostnað einkaverslunar- innar. Það var svo í samræmi við þessa stefnu flokksbræðra sinna að AI- bert Guðmundsson reið á vaðið og lét ríkið kaupa stórt húsnæði undir áfengisverslun í Kringlunni til þess að draga þar með viðskiptavini að væntanlcgri verslun Hagkaups. Það var einnig áfram í anda sömu stefnu að Þorsteinn Pálsson lét nú á dögunum hætta við fyrirhugaða byggingu áfengisverslunar í Mjóddinni eftir að KRON hafði keypt verslunina Víði þar, sem nú er rekin undir nafninu Kaupstaður. Batnandi manni er bestaðiifa Ef Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er hér að gerast forgöngumaður um það að gæta hagsmuna KRON þá er hann þar með farinn að þverbrjóta þá stefnu sem Sjálf- stæðisflokkurinn liefur fylgt í þess- um efnum. En eftir er að vita hvaða afstöðu Davíö borgarstjóri hefur. Davíð er, eins og menn vita, algjörlega einvaldur í þeirri hirð sem kallar sig meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann hefur til þessa staðið þar harðan og ósveigjanlcgan vörð um hagsmuni kaupmanna í borginni. Þau rök, sem Þjóðviljinn segir að fulltrúar minnihlutaflokkanna ásamt Vilhjálmi hafi fært fyrir opnun áfengisútsölu í Mjóddinni eru skynsamlcg og í alla staði hárrétt. Menn geta haft mismun- andi skoðanir á neyslu og sölu áfengra drykkja, en meðan núver- andi skipuiag ríkir er það gjörsam- lega óhæft að sala hins opinbera á þcssum vörum sé leynt og Ijóst notuð til að misinuna samvinnu- verslun á kostnað einkaverslunar. VÍTT OG BREITT Sögulegar sættir - en milli hverra? Formaður Alþýðuflokksins hef- ur vart orðið við að hryggbrjóta Ólaf Ragnar Grímsson, sem neitar að taka nei, sem gilt svar. Sam- stjórn Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Kvennaflokks er sú dýra hugsjón sem formaður fram- kvæmdanefndar Alþýðubanda- lagsins berst nú fyrir af alefli og á þessi þríflokkur að stefna að slíku bandalagi fyrir kosningar og að sjálfsögðu að ná hreinum meiri- hluta. Þjóðviljinn reið á vaðið að af- neita hugmyndinni. Jón Baldvin taldi hana þegar í upphafi afleita og að ekki kæmi til mála að bindast þannig samtökum við allaballa. Kvennaflokkur þegir þunnu hljóði, hefur líklega aldrei hugleitt hvaða erindi hann ætti svosem í ríkis- stjórn eða alvöru stjórnmál yfir- leitt. En Ólafur Ragnar er ekki af baki dottinn og nú er hann á góðri leið með að gera Alþýðubandalag- ið að hefðbundnum krataflokki hvað sem hver segir og í fullkom- inni óþökk Alþýðuflokksins. Á aðalfundi miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins, sem haldinn var um helgina, var samþykkt stjórnmála- ályktun þar sem kratahugsjónin er áréttuð. „Hér þarf nýja ríkisstjórn sem hefur raunverulega jafnaðar- stefnu að leiðarljósi." Síðar:“ í slíkri ríkisstjórn hlýtur Alþýðu- bandalagið að verða burðarásinn, forystuafl allra þeirra, sem í raun vilja hefja til vegs á íslandi nýja jafnaðarstjórn gegn ójafnaðar- stjórnum liðinna ára.“ Gaman væri að heyra hvað AI- þýðubandalagsmenn telja sig hafa setið í mörgum ójafnaðarstjórn- anna, sem farið hafa með völd á liðnurn árum. Kratahugsjónin ofan á Enn og aftur afneitar Jón Bald- vin öllu samkrulli við komma og kvennalið. í útvarpi í gær gaf hann út yfirlýsingar um að ekki kæmi til mála að ganga til neins konar samstarfs eða skuldbindinga við Alþýðubandalagið og að kvenna- listinn væri ekki stjórnhæfur flokkur. En allt um það, þá hefur krata- Jón Baldvin vill ekki láta Ólaf Ragnar gera sig að ráðherra. hugsjónin orðið ofan á í miðstjórn Alþýðubandalagsins, hvernig svo sem gengur að bræða krataflokk- ana saman. í ályktunum fundarins er tönnlast á jafnaðarmennskunni og að Alþýðubandalagið sé foryst- uafl þeirra sem hana aðhyllast. Ný utanríkisstefna Allaballar vilja nú að kannað verði að hvað miklu leyti tillögur Alþjóðasambands jafnaðarmanna í Lima geti orðið grundvöllur að samstöðu milli Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista í af- vopnunar- og friðarmálum. Hér er hoppað úr víghreiðrum Heimsfrið- arráðsins yfir í varnarvígi Alþjóða- sambands jafnaðarmanna. I ályktun um utanríkismál er nú ekki lengur klárt og kvitt, að herinn eigi að fara og ísland segi sig úr Nató. Tónninn er þessi:“ Uppsögn og endurskoðun her- stöðvarsamningsins og einungis takmörkuð og tímabundin endur- nýjun hans ef um slíkt yrði að ræða“ , er meðal þeirra markmiða sem Alþýðubandalagið berst fyrir. Endurskoðun varnarsamnings- ins hefur ekki verið áður á dagskrá allaballa. Hér er því um róttæka stefnubreytingu að ræða og mjög í anda evrópskra sósíaldemókrata. Hverjum á að aðlagast? Allt er þetta gert til að láta líta svo út að Alþýðubandalagið sé Ólafur Ragnar vill gera Jón Bald- vin að ráðherra. samstarfshæfur stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn. En sá aðili sem hann biðlar hvað ákafast til gerir ekki annað en snúa upp á sig og segir allaballa geta étið það sem úti frýs. Það blæs því ekki byrlega fyrir þríflokknum í upphafi kosning- abaráttu. Enda er vafamál hve kratalega Alþýðubandalagsmenn eru vaxnir þrátt fyrir einróma sam- þykktir miðstjórnar um svoleiðis vaxtarlag. Hitt er svo annað mál, að þótt Jón Baldvin fúlsi við tilboði Ólafs Ragnars og kappa hans, gæti stefn- ubreytingin fengið mun betri hljómgrunn meðal annarra stjórn- málaafla. Samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags þykir sumum girnilegur kostur, sem Morgunblaðið kallar sögulegar sættir. Afstaðan til utanríkismála hefur fyrst og fremst verið sá Þrándur í Götu sem hugmyndir um slíkt samstarf hafa strandað á. Nú hafa allaballar slegið af og íhaldið getur gengið til samstarfs við þá með sæmilegri samvisku. Þegar Alþýðu- og kvennaflokk- ur hafa algjörlega hafnað hug- myndinni um þríflokkinn verður hægur eftirleikurinn, að ganga til sængur með íhaldinu, undir þvf yfirskini að öðru stjórnarsamstarfi hafi verið hafnað. Eða hvað gengur allaböllum eig- inlega til að leggja þessa ógnar- áherslu á að gera Jón Baldvin að ráðherra? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.