Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 11. nóvember 1986
Síldarsöltun:
ÞRJU SKIP
Á LEIDINNI
60 ÞUS-
TUNNUR
- búið að salta í 92 þúsund tunnur
Síldarsöltun hefur gengið vel eftir
að samningar náðust við Sovétmenn
og var í fyrrakvöld búið að salta í 92
þúsund tunnur á landinu öllu. í
gærmorgun veiddist blönduð síld í
Reyðarfirði og var obbinn af flotan-
um þá staddur í firðinum.
Nokkuð er farið að þrengjast með
tunnur fyrir austan þar sem söltun
hefur verið nánast viðstöðulaus síð-
ustu daga, en að sögn Kristjáns
Jóhannessonar hjá Síldarútvegs-
nefnd eru enn til tunnur í landinu og
fleiri eru á leiðinni. Kristján sagði að
strax á fimmtudaginn var, daginn
eftir að samið var við Sovétmenn,
hafi verið farið í að ganga frá
kaupum á tunnum og að nú væri
búið að festa kaup á öllum þeim
trétunnum sem eru á lausu í heimin-
um, eða um 200 þúsund tunnum. Nú
þegar hafa verið fluttar inn um 110
þúsund tunnur.
„Daginn sem samningar lágu fyrir
leigðum við fjögur skip sem öll áttu
að byrja að lesta tunnur í morgun.
Við vorum hins vegar svo óheppnir
að skipið sem taka átti stærsta
farminn, vöruflutningaskipið Kefla-
vík, fékk víradrasl í skrúfuna þegar
hún var að sigla út frá Rotterdam á
föstudagskvöldið og verður því
stopp í viku. Hins vegar er í dag
verið að lesta Jökulfellið með full-
fermi af tunnum í Noregi og það eru
30-35 þúsund tunnur, það er líka
verið að lesta lítið skip sem heitir
ísafold með nokkur þúsund tunnum
og það er verið að lesta skip frá
Nesskip með 20 þúsund tunnum.
Þannig að um helgina verða komnar
hingað í kringum landið a.m.k. 60
þúsund tunnur. Síðan verða þrjú
skip lestuð á mánudag og má þá
búast við þeim hingað til lands seinni
hluta næstu viku,“ sagði Kristján
Jóhannesson við Tímann í gær.
í ár kaupir Síldarútvegsnefnd hátt á
þriðja hundrað þúsund tunnur þar af
koma um 12000 tunnur frá Finnlandi
en restin frá Noregi. -BG
Áfangaskýrsla vitamálastjórnar:
Steypt yfir
Kolbeinsey?
Nánari rannsókna þörf
Sumarið 1985 fóru fram frumrann-
sóknir á jarðlagagerð Kolbeinseyjar
vegna hugmynda um að steypa
styrktarhjúp um eyna. Áfanga-
skýrsla vitamálastjórnar um málið
var lögð fram á ríkisstjórnarfundi í
síðustu viku. í skýrslunni kemur
koma fram að nauðsynlegt er að
kanna nánar jarðlagagerð og gera
ítarlegar dýptarmælingar kringum
eyna áður en ákvörðun er tekin um
frekari framkvæmdir.
Þá kom einnig fram í skýrslunni
að Kolbeinsey mun standast ágang
sjávarins í nokkra ártatugi enn, en
ljóst er að ef þessi útvörður íslands
í norðri verður ekki styrktur mun
hann á endanum hverfa í hafið.
Þá var einnig í lagt til að steypt
verði upp sjómerki með innbyggðum
radarspeglum á eynni. Áætlað er að
kostnaður við þær framkvæmdir og
þær rannsóknir sem nauðsynlegar
eru muni nema um tveimur og hálfri
milljón króna. hm
Oflugt félagsstarf
Aðalfundur Framsóknarfélags
Kjósarsýslu var haldinn í Hlégarði,
Mosfellssveit, fimmtudaginn 30.
október 1986.
Vel var mætt á fundinn sem var
hinn líflegasti.
Jón Jóhannsson, formaður félags-
ins gaf ekki kost á sér til áframhald-
andi formennsku og var Sveinbjörn
Eyjólfsson kosinn í hans stað. Aðrir
í stjórn eru: Helgi Sigurðsson, Erna
Kjartansdóttir, Gylfi Guðjónsson og
Ólafur Magnússon.
Á fundinum lýsti Gylfi Guðjóns-
son, ökukennari því yfir að hann
hefði ákveðið að gefa kost á sér í
prófkjör framsóknarmanna í
Reykjaneskjördæmi.
Þegar hefur verið skýrt frá frá
framboði Gylfa í Tímanum.
Fundarmenn lýstu einróma
ánægju sinni með framboð Gylfa en
hann stefnir á 3ja sæti á listanum.
Töluverðar umræður urðu um
framboðsmál almennt og sýndist sitt
hverjum en þó er ljóst að framsókn-
armenn í Kjósarsýslu ætla ekki að
liggja á liði sínu fyrir næstu kosning-
ar.
Stjórnin.
ojáun ihívtlii
Hjónin Lúðvík Kristjánsson og Helga Proppé
Síöasta bindiö af Islenskum sjávarháttum komið út:
„Björgunarstarf í þágu
íslenskrar menningar“
- segir Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra
Út er komið síðasta bindið af
„íslenskum sjávarháttum", cftir dr.
Lúðvík Kristjánsson. Þar með er
lokið þessu mikla verki scm Hrólfur
Halldórsson framkvæmdastjóri
Menningarsjóðs lýsti sem „einu
mesta vísindaafreki á sviði þjóðlegra
fræða á íslandi," við sérstaka athöfn
sem haldin var í gamla Landshöfð-
ingjahúsinu eða Næpunni nú fyrir
helgina.
Við þetta tækifæri ávarpaði Sverr-
ir Hermannsson viðstadda og færði
Lúðvík Kristjánssyni og konu hans
Helgu Proppc þakkir sínar, mennta-
málaráðuneytisins og ríkisstjórnar-
innar fyrir einstakt afreksverk og
sagði að þetta væri mikill dagur í
sögu íslenskrar menningar. Kvað
menntamálaráðherra Lúðvík hafa
unnið björgunarstarf með þessu
verki sínu og að hann hefði ekki
komist hjá því að hugleiða þegar
hann fletti þessum bókum, hvcrsu
mikil menningarvcrömæti hefðu far-
ið forgörðum, ef þær hcföu ekki
vcrið skrifaðar. Menntamálaráð-
hcrra færði Lúðvík að gjöf Land-
námabók, sem þakklætisvott fyrir
„frábært starf í þágu íslenskra fræða
og menningar", eins og hann hafði
ritað á saurblaö.
íslcnskir sjávarhættir eru gefnir út
af Menningarsjóði og kom fyrsta
bindið út árið 1980, annað 1982,
þriðja 1983, og fjórða 1985.
Ritverkið íslenskir sjávarhættir er
helgað minningu íslenskra sjómanna
fyrr og síð, en í eftirmála bókarinnar
segir höfundur frá tildrögum þess að
hann tók að safna efni í bókina. Þar
kemur fram að fyrst kviknaði hug-
myndin hjá honunt þegar hann var á
trollvakt vcstur á llala vorið 1928,
en skipuleg efnisöflun hófst þó ekki
fyrr en 1932 á Snæfellsnesi. Lúðvík
fór síðan um allt land að afla efnis í
ritverkið og alls urðu heimildarmenn
Sverrir Hermannsson ræðir við Lúðvik Kristjánsson og Bjarna Jonsson
listmálara um Islenska sjávarhætti. (Tímamjndir Pjciur)
hans 374 og eru þcir flcstir látnir nú.
Fjölmargir hafa unnið að íslensk-
um sjávarháttum með Lúðvík og ber
þar fyrst að telja konu hans Helgu
Proppé. Þá kom Bjarni Jónsson
listmálari til liðs við Lúðvík um 1960
og hefur hann gert allar þær teikn-
ingar í ritinu sem ekki eru sérstak-
lega merktar öðrum. Auk þessara
hafa fjölmargir aðrir einstaklingar
og stofnanir lagt hönd á pióginn.
Nú eru liðin nær sextíu ár frá því
að hugmyndin að íslenskum sjávar-
háttum fyrst kviknaði vestur á Hala
ogTíminn spurði Lúðvík hvort hann
hafi þá séð fyrir sér svo viðamikið
verk sem raunin varð á. Lúðvík
sagði það ekki vera og að með
árunum hefði þetta hlaðið nokkuð
utan á sig samhliða því sem hann
ferðaðist um og fjöldi hcimildar-
manna og annarra sem aðstoðuðu
hann hefði aukist. Aðspurður um
hvernig honum liði þegar þessu væri
nú lokið og hvort hann myndi halda
áfram ritstörfum sagði hann: „Ég
held ég verði að segja að mér líði
vel. En ég held að það verði eitthvað
smátt úr þessu þó ég haldi nú
sjálfsagt áfram að skrifa eitthvað."
-BG
lÁnscsi* Arn acfinarlnmlflti
ijvuiidvcir Mrn ddOlldi RVUIQ
Frá Magnúsi Magnússyni fréttarítara Tímans í
Borgarflrði:
í tilefni af útgáfu þjóðlagasafns
Jónasar Árnasonar „Til söngs“, efna
Bókasafn Reykdæla og nágrannar
Jónasar til kvöldvöku í Logalandi
Reykholtsdal, föstudaginn 14. nóv-
ember klukkan 21.00.
Meðal efnis verður flutt smásagan
„Tíðinda í kirkjugarðinum", í leik-
gerð Gunnlaugs E. Ragnarssonar,
flutt verða söngatriði úr leikritinu
„Þið munið hann Jörund“, börn úr
Kleppjárnsreykjaskóla syngja með
Jónasi og karlakórinn Söngbræður
syngur undir stjórn Sigurðar Guð-
mundssonar. Jónas mun einnig lesa
úr verkum sínum.
Að dagskrá lokinni mun foreldra-
félag Dagheimilis Reykholtsdals- og
Hálsahrepps, selja fólki kaffi.