Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn
!
Þriðjudagur 11. nóvember 1986
LULU kemur í bíl - en SU flautar á bíl
Tvær frægar á
ferð og flugi!
„I.ulu kemur í bæinn!“ (Lulu is Back in Town) hét eitt gott lag. Á
þessari mynd sjáum við hvar hún LULU vinsæla söngkonan þeirra í
Englandi kemur á fljúgandi fart í bæinn. Það fylgir myndinni að Lulu
sé að verða of sein í sjónvarpsupptöku, en vonandi hefur hún náð. Hún
er að minnsta kosti nógu einbeitt á svipinn.
Nú er allt orðið gott aftur, og Dean
Martin kvænist Jeanne í annað sinn
DEAN MARTIN
undirbýr nú
tvöfalt brúðkaup,
- bæði fyrir sig
og dóttur sína!
Dean kvænist nú í fjóröa sinn, en brúður
hans nú er eiginkona hans nr. 2
Nú er það klappað og klárt, að
því að sagt er - að hinn gamli
sjarmör Dean Martin ætlar að
kvænast í fjórða sinn. Það út af
fyrir sig þykir ekki stórfrétt í Holly-
wood, en það vekur óncitanlega
athygli - að hann er nú að ganga í
hjónaband í annað sinn með sömu
konunni, Jeanne, sem var eigin-
kona hans nr. 2.
Nú stóð þannig á að yngsta
dóttir hans, Gina, 29 ára , var líka
í giftingarhugleiðingum, og þá
fannst pabba Itennar upplagt að
þau slægju saman og hefðu tvöfalt
brúðkaup.
Brúðkaupið á svo að vera á hinu
geysistóra heimili Deans í Kali-
forníu. Hann hefur þegar boðið
besta vini sínum, Frank Sinatra og
konu hans Barböru, en nýjustu
fréttir af Frank voru víst þær, að
frúin væri farin frá honurn, en
kannski verður það allt orðið gott
fyrir brúðkaupsveisluna.
Þó ekki yrðu aðrir í vcislunni en
nánustu vinir og ættingjar gæti hún
orðið nokkuð fjölmenp, því að
Dean á 7 börn: Craig, 43 ára,
Claudia 40 ára, Gail 39, Deanna
37, Dean jr. 34, Ricci 3I og svo
Gina, sem er 29 ára og ætlar nú að
giftast um leið og pabbinn. Hin
börnin eru öll gift og eiga börn, svo
þetta er orðinn stór hópur. Hvort
fyrrv. eiginkonur Deans cru boðn-
ar í veisluna vitum við ekki.
Dean og Jeanne, sem ætla nú að
gifta sig voru áður gift í 24 ár og
var hjónabandið álitið sérlega gott,
miðað við Hollywooð-mælikvarða.
En svo kom „grái fiðringurinn" í
Gina ætlar að giftast Carl Wilson,
sem einu sinni var í vinsælustu
hljómsveitinni, Bcach Boys
Dean þegar hann var kominn á
sextugs- aldurinn og hann rauk að
heiman og giftist 26 ára gamalli
hárgreiðslukonu, sem sagt var að
hefði haft fyrst og fremst áhuga á
peningunum hans. Að minnsta
kosti varð það honum dýrt að fá
skilnað frá henni, þó sambúðin
væri fljótlega ómöguicg.
Nú eru allir vinir þeirra Deans
og Jeannes glaðir yfir því hvernig
málin hafa þróast.
Gina ætlar að giftast Carl
Wilson, scm var í hljómsvcitinni
Beach Boys, en hún var ein vinsæ-
lasta popphljómsveitin í Ameríku
fyrir um 25 árum . Hvað hinn fyrrv.
poppari gerir nú fylgdi ekki
fréttinni
Faðirinn
féllí
yfirlið!
Það muna kannski ýmsir eftir því
þegar Maurice Chevalier söng í
myndinni Gigi „Thank Heaven
For Little Girls" (Þökkum himna-
föðurnum fyrir litlar stúlkur) , en
svo getur það komið fyrir að sum-
um finnist nóg komið af stelpum.
Þannig var það t.d. með Kevin
Strelley, en hann og kona hans áttu
sex myndarlegar dætur, og nú var
konan ófrísk cinu sinni enn og litlu
systurnar töluðu um litla bróður
sem kæmi bráðum. En svo þegar
líða tók á mcðgöngutímann kom
upp grunur um að frúin gengi með
tvíbura, svo hún fór í sérstaka
rannsókn til að ganga úr skugga
um það (sónar-rannsókn).
Jú, frúin gekk með tvíbura um
það var enginn vafi. Hún spurði
hvort hún gæti fengið að vita um
kynferði barnanna, og var sagt að
allt væri eðlilegt og liti vel út og
hún gengi með tvær telpur.
- Telpur eru indælar, sagði hún
og virtist alveg sætta sig við að ekki
rættist óskin unt að eignast son í
þetta skiptið.
Hún sagði svo eiginmanninum
hvað hcfði komið út úr rannsókn-
Kevin og Pauline Strelley með
dætur sínar. Þau hafa eignast 8
dætur á II árum !
inni, - að hún gengi með tvær
telpur. Maðurinn hafði beðið í
spenningi meðan konan var í
rannsókn, en nú þegar hann heyrði
um úrskurðinn - tvær stelpur í
viðbót - þá steinleið yfir hann.
Sent betur fer endaði þctta allt
vel. 2. ágúst s.l. var mikill merkis-
dagur í Strelley-fjölskyldunni: Það
var afmælisdagur móðurinnar,
Pauline, II. brúðkaupsafmælið
þeirra hjónanna - og þá fæddust
tvíburasysturnar, sem nú eru eftir-
læti allra á heimilinu!
giit“
Lcikkonan Katharine Rosserfædd
í Holíywood I943, en þó að kvik-
myndaborgin sé fæðingarstaður
hennar, þá hefur hún sagt að hún
ætlaði sér aldrei að semja sig að
hinum margumtalaða Hollywood-
stíl, það er „glys- og glingurstíll-
inn“.
Nú leikur Katharine Ross hinum
vinsælu Colbys-þáttum (sem eru
víst framhald af Dynasty) og er
hún allt í einu komin í Hollywood-
stílinn, því að hún glitraði svo, að
ljósmyndarinn sagðist hafa fengið
ofltirtu í augun þegar hann smellti
af. „Flassið" endurkastaðist af
glitrandi kjólnum, silfurbeltinu og
þá ckki síst hönskunum, sent leiftr-
uðu af þegar leikkonan hreyfði
hendurnar. „Þetta var stjörnuglit
sem sagði sex!“ varð Ijósmyndar-
anunt að orði, þegar hann þurrkaði
tárin úr augunum hálfblindaður af
dýrðinni.
Katharine Ross er komin í „Glys-
borgar-stílinn“ , en Hollywood er
oft kölluö „Tinsel Town“ eða,
„Glys- og glingur-borgin".