Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 11. nóvember 1986
Tíminn 17
-/•
Helgi Jónsson verkstjóri í
verksmiðjunni í Hvalstöðinni:
„Menn fylltust
réttlátri reiði“
Það þarf meira til að buga okkur
„Ingvi Böðvarsson verkstjóri og
ég komu hingað fyrstir í morgun.
Það var rétt rúmlega níu. Ég tók
fyrst eftir að rúður voru brotnar í
verkstjórahúsnæðinu og datt hrein-
lega í hug að eitthvað lauslegt hefði
fokið í þær. Þó svo að búið sé að
sökkva tveimur hvalbátum þá hvarfl-
aði ekki að mér innbrot. Við vorum
algerlega grandalausir fyrir þessu.
Ingvi fór hinsvegar niður eftir og
hann kom að öllu í rúst,“ sagði Helgi
Jónsson verkstjóri í verksmiðju
Hvalstöðvarinnar í samtali við Tím-
ann í Hvalstöðinni í gær.
„Þeir hafa unnið gífurlegt tjón í
peningum, en þetta stoppar okkur
ekki hérna. jafnvel þó þetta hefði
gerst á vertíð þá hefði þetta aldrei
stoppað okkur,“ sagði Helgi.
Helgi benti á að tölvubúnaðurinn
hefði skemmst verulega og það væri
sá búnaður sem stjórnaði verksmiðj-
unni. Aftur á móti benti hann á að
tölvan væri ekki ónýt heldur fyrst og
fremst stjórnborðið. „Allir mælar
hafa verið brotnir og virðast hafa
farið gífulega í taugarnar á þeim.
Það er engu líkara en að þeir sem
Þetta gerðu hafi fengið skipanir um
að eyðileggja allan stjórnbúnað.“
Hvaða hugur er í mönnum eftir
þessa atburði?
„Það þarf miklu meira en þetta til
að stoppa okkur. Þetta verður senni-
lega til þess að þjappa mannskapn-
um betur saman. Maður fyllist rétt-
látri reiði vegna þessa," sagði Helgi
-ES
Helgi Jónsson verkstjóri í skrifstofu
sinni. Þar var búið að rústa öllu og
hella brennisteinssýru á gólfið, svo
og lýsi og tjöru. Útvarpstæki Helga
og segulband var eyðilagt. „Það þarf
meira til að buga okkur," sagði
Helgi. (IimaniMUÍ Sverrir)
Andrés Magnússon verkstjóri
á planinu í Hvalstöðinni:
„Virðist vera
handahófskennt“
„Mér sýnist sem skemmdarverkin
séu mjög handahófskennd og
skcmmdarfýsn hefur ráðið ferðinni
að nokkrum hluta. Það cr hinsvcgar
Ijóst að skemmdirnar eru dýrar og
miklar,“ sagði Andrés Magnússon
verkstjóri í Hvalstöðinni í samtali
við Tímann í gær.
Andrés var spurður hvort hann
vildi ganga svo langt að segja að
Andrés Magnússon verkstjóri sagði
aö liann teldi aö þrátt fyrir gífurlegt
fjárhagslegt tjón hefði atlagan mis-
tekist. Hann stendur hér viö nokk-
urn hluta þeirra mæla sem eyðilagðir
VOfU. (Tímamynd Sverrir)
þeim sem hcfðu verið á ferðinni
hcfði mistckist áætlun sín. „Já, ég
held að það megi segja þaö að vissu
leyti.“
Andrés sagði aö menn hefðu orðið
verulega undrandi þegar þeir komu
til vinnu og menn hefðu verið
grandalausir fyrir skemmdarverkum
í sjálfri stöðinni.
„Það er ómögulegt að scgja til um
hvcrjir hafa verið á fcrðinni hér. Það
gcta allt eins vcrið íslendingar scm
áttu við stöðina," sagði Andrés.
-ES
Útlendingaeftirlitið:
Skipin sukku á tiltölulega stuttum tíma. Slökkviliðið reyndi án árangurs að dæla sjó úr skipunum. Sjórinn spýttist inn um opna botnlokana. (Timamynd Sverrir)
Þrjár vélar
frá landinu
- án þess að
farþegar gæfcr
persónuupplýsingar
Persónuupplýsingar hafa verið
teknar niður um þá sem fóru úr
landi síðan eftir hádegi á sunnu-
dag. Þegar Útlcndingaeftirlitið
fékk upplýsingar rétt fyrir hádegi
um málið, voru þrjár vélar farnar
úr landi frá Keflavíkurflugvelli.
Rannsóknarlögreglan fékk upp-
lýsingar um að tvö hvalskip væru
að sökkva í Reykjavíkurhöfn um
sjöleytið á sunnudag en ekki
þótti ástæða til að láta Útlend-
ingaeftirlitið athuga ferðir manna
til og frá landinu fyrr en skömmu
fyrir hádegi.
Til staðar eru listar yfir menn
sem hafa verið teknir erlendis og
menn sem hafa komið hingað og
hafa verið orðaðir við skemmdar-
verk, en einnig er trúlegt að
óþckktir menn komi þarna við
sögu.
Þórir Oddsson vararannsókn-
arlögreglustjóri sagðist ekki vilja
gefa það upp í hverju rannsókn
málsins væri fólgin þar sem slíkar
upplýsingar gætu komið þeim til
góða sem unnu skemmdarverkin.
ABS