Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn Þriðjudagur 11. nóvember 1986
Svona fóru skenundarverka-
mennirnir með alla nuela í verk-
smiðjunni.
(Tímumynd Svcrrir)
- ef marka má vinnubrögðin
„Okkur virðist við fyrsta yfirlit að
hér sé ekki um neinn alþjóðlegan
glæpahring að ræða. Það sér maður
af vinnubrögðunum á staðnum,"
sagði rannsóknarlögreglumaður sem
hafði yfirumsjón með rannsókn á
skcmmdarverkum þeim scm fram-
kvæmd voru í Hvalstöðinni um helg-
ina, í samtali við Tímann.
Skemmdarverkin sem unnin voru
í Hvalstöðinni eru þess eðlis að
gífurlegt fjárhagslegt tjón hefur ver-
ið unnið. Hitt er uftur Ijóst að
skcmmdarverkin eru flausturslega
unnin með tilliti til þess hvert mark-
miðið með þeim hlýtur að hafa verið.
Skemmdarvcrkin voru unnin á
fjórum sviðum. í fyrsta lagi var
ráðist á stýritölvu þá sem verksmiðj-
unni er stjórnað með. Tölvan sjálf er
þó óskemd, en stjórnborð hennar er
ónýtt. í öðru lagi voru unnin
skemmdarverk á Ijósavélum, sem
keyrðar eru þegar rafmagn þrýtur. í
þriðja lagi var ráðist á verkstjóra-
skrifstofurnar og miklar skemmdir
unnar á húsnæðinu og dýrum tækja-
búnaði. í fjórða lugi hafa þeir sem
frömdu ódæðið skemmt hvern ein-
asta mæli í verksmiðjunni.
Verkstjórar þeir sem Tíminn
ræddi við í gær voru almennt sam-
mála um það að skemmdarverkið
væri illa hcppnað. Sögðu þeir að
slagæðar og lífæðar verksmiðjunnar
hefði verið látnar ósnortnar og væri
ekki lengi verið að koma verksmiðj-
unni í starfhæft ástand að nýju.
Skemmdarfýsn hefur greinilega
ráðið hluta af ferðinni hjá þeim sem
réðust inn í Hvalstöðina. Lýsi,
brennisteinssýru og tjöru hafði verið
ausið á gólf og var verulega óhugn-
anleg aðkoma. Útvarpstæki starfs-
manna og segulbund var eyðilagt.
Málið er í höndurn rannsóknarlög-
reglu og er ekki hægt að búast við
upplýsingum í bráð.
- ES
Stjórntölvan í Hvalstöðinni eftir þá
útreið sem hún fékk uin helgina.
Eins og sjá má hefur skemindariysn
ráðið gerðum þeirra sem réðust til
atlögunnar. Skvett hefur verið úr
tjörufötu á gólfiö.
(Tímamynd Sverrir)1
Rannsóknarlögreglan
um skemmdarverkin:
Paul Watson „sjálfskipaður
lögregluþjónn úthafanna“:
Ekki alþjóða
glæpahringur
Segist hafa
sökkt báðum
hvalbátunum
„Erum komnir á sporiö," segir
Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri
Mikilsverðar upplýsingar varð-
andi skemmdarverkasveit þá sem
Sea Shepherd segist hafa sent hingað
fengust í gær. Interpol svaraði skeyti
frá dómsmálaráðuneytinu og sagði
Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri
í sanrtali við Tímann í gær að þessar
upplýsingar tengdust grunsamlegum
útlendingum sem tengjast samtök-
um Sea Shepherd. „Við vonumst til
þess að málið upplýsist á næstu
dögum," sagði Þorsteinn Geirsson.
Hann var spurður hvort hann teldi
að hægt yrði að koma lögum yfir þá
menn sem sökktu hvalbátunum.
Fjöldi fólks koni til þess að sjá með
eigin auguni skcmmdarverkin sem
unnin voru í Rekjavíkurhöfn. Flestir
bitu saman tönnum og bölvuðu þeg-
ar þeir stóðu á brún bryggjunnar og
horfðu niður á skipin tvö þar sem
þau liggja á botni hafnarinnar.
(Tímamynd Pjelur)
Þorsteinn benti á að íslendingar
væru aðilar að framsalssamningum
ríkja Evrópuráðsins og verið væri að
kanna möguleika á framsali.
Hval 6 og Hval 7 var sökkt í
Reykjavíkurhöfn um helgina. Kaf-
arar sannreyndu grun almennings
þegar þeir tilkynntu um að botnlokar
hefðu verið skrúfaðir úr innan frá.
Gerðar voru ráðstafanir af Útlend-
ingaeftirliti þegar leið fram á daginn.
Paul Watson talsmaður samtakanna
hefur viðurkennt að samtökin standi
á bak við verknaðinn. Þetta er ekki
í fyrsta skipti sem samtökin beita
aðferðum af þcssu tagi og hafa þau
sökkt hvalveiðiskipum við Portúgal
og Spán. Paul Watson skipherra á
skipi Sea Shepherd sagði í samtali
við blaðamann þegar skipið kom
hingað til lands í fyrra að hann væri
sjálfskipaður lögregluþjónn úthafs-
ins og sæi um að alþjóðalögum væri
framfylgt.
- ES