Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 24

Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 24
NDSFÓÐUR LIVERPOOL komst á topp 1. deildar ensku knattspyrnunnar um helgina eftir aö þeir sigruðu Queens Park Rangers 3-1. Meistararnir eru vanir þessari stööu og þykja líkur benda til að þeir veröi ekki auðveldlega hraktir úr toppsætinu úr því sem komiö er. Sjáiþróttirbls. 12,13 og 14. 1111111111 Þríðjtidagur 11. nóvember 1986 Nítjánda þing Framsóknarflokksins: Þing Framsóknarflokksins hið fjölmennasta frá upphafi Flokksþing Framsóknarflokksins, það nítjánda í röðinni var haldið í Reykjavík um síðustu helgi. Fingið var ákaflega vel sótt af öllu landinu og er þetta fjölmennasta þing flokks- ins frá upphafi, en 574 fulltrúar sóttu þingið. Flokksþingið var mjög starfsamt Geir Magnússon og Valur Arnþórsson vitnuöu í kaffibaunamálinu í gær: “Mótmælti of háum vöxtum“ - sem Lundúnaskrifstofan tók, sagöi Geir Valur Arnþórsson stjórnarfor- maður SÍS og Kaffibrennslu Akur- eyrar og Geir Magnússon báru vitni í kaffibaunamálinu í gær. Geir Magnússon fv. framkvæmda- stjóri fjármáladeildar SÍS sagðist hafa tckið eftir því árið ’80 eða '81 að óvenju miklar tekjur voru af kaffiinnflutningi. Flann kvaðst hafa talað um þetta við ákærða Sigurð Árna Sigurðsson og sagði hann að tekjurnar bæru SÍS. Geir sagðist ítrekað hafa mótmælt því við ákærða Gísla Theodórsson að Lundúnaskrifstofan tók vexti af hærri fjárhæð en hún tók að láni vegna kaffiviðskiptanna. Mótmæli þessi báru ekki árangur en jafnframt hefði hann ekki talið að hann gæti borið fram mótmæli við neina aðra. Hann sagðist ekki treysta sér til að mótmæla framburði ákærða Gísla um að hann hafi minnst á það að Lundúnaskrifstofan fengi 1% af brúttóverði kaffisins, en ástæðan hafi þá verið í tengslum við það að niður féllu ábyrgðargjöld í banka og innborganir á ábyrgðir sem báru lága vexti. Þetta tengdist því einnig að SÍS í London staðgreiddi vöruna. Geir sagði að það hafi verið fjár- máladeildin sem gaf gjaldeyristekj- um af kaffiviðskiptum nafnið um- boðslaun, en ástæðan hafi verið sú að tekjurnar komu af umboðslauna- reikningi í London. í máli Vals kom fram að Kaffi- brennsla Akureyrar taldi að um umboðsviðskipti hefði verið að ræða og KA hefði ekki aflað sér sjálf- stæðra upplýsinga um heimsmarkað- sviðskipti á kaffi á umræddum árum, enda hafi það.talist vera í verkahring innflutningsdeildar SÍS að fylgjast með þvf. Verjandi ákærða, Sigurðar Árna, spurði Val hvort það hefði verið með vitund og vilja stjórnar SÍS að halda upplýsingum um viðskipti inn- flutningsdeildarinnar leyndum fyrir viðskiptavinum deildarinnar og vitn- aði í því sambandi í framburð ákærða, Hjalta Pálssonar. Valur sagði að þetta hefði ekki verið rætt í stjórn SÍS að þessi háttur skyldi hafður á. Hins vegar ríki ákveðin leynd íviðskiptum, þarsem fyrirtæki hcfðu sín viðskiptaleyndarmál. Um- boðslaunamál í fyrirtækjum væru yfirleitt ekki mál stjórna þeirra held- ur hluti af daglegum viðskiptaák- vörðunum. ABS og skilaði frá sér ítarlegum tillögum um félagsmál, mennta- og menning- armál, flokksmál og atvinnumál og umhverfismál. Þá samþykkti þingið einróma efnis- mikla stjórnmálaályktun. Nokkuð mismunandi skoðanir voru uppi um þann kafla hennar sem fjallar utn utanríkis- og öryggismál. Búndnar höfðu verið vonir við að þetta fjölmenna flokksþing myndi samþykkja nýja stefnuskrá fyrir Framsóknarflokkinn byggða á drög- um sem lögð voru fyrir þingið. Niðurstaðan var endanlega sú, að það mikilvæga mál þyrfti meiri um- ræðu. Mikil þátttaka var í almennum umræðum, sem voru málefnalegar og snerust að mestu um byggða- og atvinnumál. Við þingslit sagði Steingrímur Her- mannsson formaður Framsóknar- flokksins m.a.: „Framsóknarinenn hefja kosningabaráttuna með höfuð- ið hátt. íslenska þjóðin þarf á Fram- sóknarflokknum að halda og við getum verið stolt af því að vera framsóknarmenn. Með það að leið- arljósi göngum við sameinuð til þess leiks sem framundan er.“ Sjá nánar bls. 9, 10 og 11. ÞÆÖ Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sést hér flaka lúðu í loka- hófi 19. flokksþings Framsóknar- flokksins á sunnudagskvöld. (Tímamynd Pjetur) Varaflugvöllur á Sauðárkróki: ANNAR HERFLUGVOLLUR KEMUR EKKITIL MÁLA - segir Steingrímur Hermannsson. Þórarinn Þórarinsson hótaöi aö segja sig úr Framsókn, ef um slíkt yrði samið f umræðum á flokksþingi Fram- sóknarflokksins, sem haldið var um síðustu helgi vék Þórarinn Þórarinsson, fyrrum ritstjóri Tím- ans að frétt sem nýlega birtist í ríkisútvarpinu varðandi varaflug- völl á Sauðárkróki. í fréttinni kom fram að bráðlega myndu hefjast viðræður við Atlantshafsbandalag- ið um byggingu varaflugvallar við Sauðárkrók, scm varnarliðið gæti haft aðgang að. Þórarinn kvaðst óttast, að þetta gæti leitt til svipaðra samninga og Keflavíkursamningsins 1946, en samkvæmt honum fengu íslending- ar stjórn og rekstur flugvallarins í sínar hendur, en Bandaríkjamenn fengu að hafa áfram allfjölmennt starfslið vegna flugsins frá Banda- ríkjunum til herliðsins í Þýska- landi. Þetta starfslið var ekki í einkennisbúningi og því var hætt að kalla flugvöllinn herflugvöll. lýsti yfir því, að ef samið yrði um varaflugvöll við Bandaríkin eða Nato á svipuðum grundvelli með samþykki Framsóknarflokksins, myndi hann taka það til vandlegrar athugunar, hvort hann ætti lengur heima í flokknum. Þórarinn taldi hæpið að Banda- ríkjamenn sættu sig við Sauðár- króksflugvöll sem varaflugvöll fyrir hinar dýrmætu herflugvélar sínar. nema þeir hefðu þar ntannskap til að annast ýmsa afgreiðslu í sam- bandi við þær. Hann benti síðan á, að Keflavíkursamningurinn hefði hægt og hægt og með varfærnum hætti þróast í þá átt, að í Keflavík væri nú 'feinn þýðingarmesti her- flugvöllur í heiminum. Eftir að Þórarinn hafði lokið máli sínu sté Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra í pontu og lýsti yfir að ekki kæmi til mála að reisa annan herflugvöll, ekki á meðan hann réði nokkru. Tíminn spurði Steingrím í gær hvort hætt verði við fyrirhugaðar viðræður við Bandaríkjamenn varðandi byggingu varaflugvallar. „Ég tel að það sé allt of snemml að fullyrða nokkuð um það. Það er til sjóður hjá Atlantshafsbandalag- inu ætlaður til að hjálpa aðildar- ríkjunum til að standa í fram- kvæmdum sem gætu komið Nato til góða að einhverju leyti og hafa t.d. Norðmenn notið þess í sam- bandi við vegagerð. Mér finnst það athugandi ef að kcmur eitthvert framlag til okkar, en við sjáum um allar framkvæmdir t.d. varðandi flugbraut sem þcir gætu notað. En það verður tryggilega að vera frá- gengið þannig, að það verði aldrei herflugvöllur," sagði Steingrímur Hermannsson. - phh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.