Tíminn - 11.11.1986, Blaðsíða 13
12 Tíminn
ÍÞRÓTTIR
Enska knattspyrnan:
Liverpool komið á
„sinn stað“ aftur
Frá Guðmundi Fr. Jónassyni fréttaritara Tímans
í Lundúnum:
Coventry sýndi hinum liöunum í
deildinni hvernig á að stoppa Forest,
Nick Pickering tók Franz Carr úr
umferð og munaði um það því hann
hefur verið þeirra besti maður í
vetur. Sigurmarkið skoraði Nick
Pickering á 54. mín. Breidd Notting-
ham Forest er ekki nógu mikil til að
þeir geti haldið sér í toppbaráttunni
en búist er við að þeir kaupi nýja
leikmenn á næstunni.
Trevor Stevens kom Everton yfir
á 22. mín. úr vítaspyrnu eftir að
Kevin McAllister hafði handleikið
knöttinn. Það var síðan gegn gangi
leiksins er Keith Jones jafnaði á 44.
mín með góðu skallamarki eftir
sendingu frá Patt Nevin. Kevin She-
edy kom Everton aftur yfir á 67.
mín. eftiraukaspyrnu, þrumaði bolt-
anum gegnum varnarvegg Chelsea
og beint í markið. Á 69. mín var
síðan Kevin McAllister vikið af
leikvelli fyrir að sparka í Kevin
Sheedy. Við það tvíefldust leikmenn
Chelsea og Colin Pates náði að jafna
3 mín. fyrir leikslok.
Paul Goddard lék sinn fyrsta leik
fyrir Newcastle og stóð sig mjög vel.
Hann fiskaði vítaspyrnu á 17. mín.
og úr henni skoraði Neil McDonald.
Alan Smith náði að jafna fyrir Leic-
esterá47. mín. ogeftirþaðbjörguðu
leikmenn Newcastle tvisvar á línu.
Ferðalagið til Manchester var
leiðinlegt fyrir Billy McNeil fram-
kvæmdastjóra Aston Villa en fyrir
aðeins 5 vikum var hann fram-
kvæmdastjóri Man. City. Á leiðinni
á völlinn lenti rúta Aston Villa í
umferðarslysi þar sem ein kona dó.
Þegar þeir loks komust á völlinn
fékk McNeil fjandsamlegar viðtök-
ur. Leikmenn Aston Villa voru
slappir í þessum leik enda í hálf-
gerðu sjokki. Mörk Manchester City
skoruðu Paul Moulden 2, á 25. og
80.mín. og Imre Varadi á 56. nu'n.
Eina mark Aston Villa gerði Tony
Daley á 66. mín.
Úrslit
1. deild:
Arsenal-West Ham ................ 0-0
Coventry-Notth. Forest........... 1-0
Eveiton-Chelsea.................. 2-2
Leicester-Newcastle ............. 1-1
Man. City-Aston Villa............ 3-1
Norwich-Tottenham ............... 2-1
Oxford-Manchester Utd............ 2-0
Q.P.R.-Liverpool................. 1-3
Sheff. Wed.-Southampton.......... 3-1
Watford-Charlton................. 4-1
Wimbiedon-Luton ................. 0-1
2. deild:
Birmingh.-Oldham................. 1-3
Blackb.-Sheffield................ 0-2
Crystal Palace-Grimsby........... 0-3
Derby-Ipswich.................... 2-1
Huddersf.-Brighton............... 2-1
Hull-Stoke........................ 04
Millwall-Leeds................... 1-0
Portsmouth-Bradford.............. 2-1
Reading-Barnsley ................ 0-0
Shrewsb.-Plymouth................ 1-1 i
Sunderl.-West Bromwich........... 0-3 •
Skoska úrvalsdeildin
Aberdeon-St. Mirren.............. 0-0
Clydebank-Hearts................. 0-3
Dundee U.-Dundee ................ 0-3
Hamilton-Celtic.................. 1-2
^Hiberaian-Falkirk................ 1-0
\angers-Motherwell ............... 0-1
Ian Crooks fyrrverandi leikmaður
Tottenham kom Norwich yfir gegn
Tottenham á 59. mín. Þá var Glenn
Hoddle settur inná og hann átti
síðan stóran þátt í jöfnunarmarkinu
sem Nico Claesen gerði á 72. mín.,
hans fyrsta deildarmark í Englandi.
Fjórum mínútum síðar kom sigur-
mark Norwich. Aukaspyrna úti á
kanti, Shaun Elliott var alveg frír og
náði að skalla knöttinn f netið.
Sanngjarn sigur. Ray Clemens hafði
nóg að gera í marki Tottenham og
varði oft vel.
Leikur Oxford og Manchester Un-
Jted var jafn en ekkert gengur upp
hjá Manchester United. Á 17. mín
varð Kevin Moran fyrir því óláni að
skella John Aldridge og dæmt var
víti. Hann skoraði síðan örugglega
úr því sjálfur. Frank Stapleton Man.
Utd. var óheppinn í síðari hálfleik,
átti skot í slá. Það var síðan Neil
Slater sem tryggði Oxford sigurinn á
80. mín., hann skoraði heppnismark
úr þvögu. Eftir markið sótti Man.
Utd. stíft en ekkert gekk. í lið Man.
Utd. vantaði Bryan Robson, Gor-
don Strachan, John Sivebæk og
Norman Whiteside, þeir eru allir
meiddir. Jesper Olsen kom inná í
leiknum og er óvíst hvort hann fer
frá liðinu eftir allt saman.
Liverpool réð algerlega gangi
leiksins gegn QPR og vann sann-
gjarnan sigur. Fyrsta markið kom á
9. mín. Ian Rush komst þá inn í
sendingu til Seamans markmanns.
Hann náði að verja skot Rush en
hélt ekki boltanum sem endaði í
markinu. Sex mínútum seinna kom
annað markið, Steve Nicol fékk
boltann út eftir hornspyrnu. Hann
var ekkert að tvínóna við hlutina
heldur þrumaði boltanum í netið
með vinstrifótarskoti, fallegt mark.
Gary Bannister náði að minnka
muninn á 27. mín með glæsilegu
skallamarki sem Bruce Grobbelaar
hafði ekki möguleika í. Það var
síðan Craig Johnston sem tryggði
Liverpool sigurinn á 76. mín. með
skoti af stuttu færi.
Topplið deildarinnar var þannig
skipað á laugardaginn: Grobbelaar,
Gillespie, Baglin, Lawrenson,
Hansen, Johnston, Nicol, Walsh,
Mölby, Rush, McMahon,(John
Wark).
Bryan Marwood kom Sheffield
Wed. yfir á 67. mín. með marki úr
vítaspyrnu. Lee Chapman bætti síð-
an tveimur við á 71. og 75. mín.
Varmarmaður Southampton Matt-
hew Letissier minnkaði muninn á
87. mín.
Sigurður Jónsson kom inná þegar
hálftími var eftir af leiknum. Hann
lék vel og átti þátt í 3. markinu,
skaut á markið, markvörðurinn hélt
ekki knettinum og Chapman kláraði
dæmið.
Watford vann sinn stærsta sigur á
tfmabilinu á móti Charlton en það
var þó Charlton sem skoraði fyrsta
markið, George Shipley skoraði á
10. mín. Mark Falco náði að jafna á
síðustu mín. fyrri hálfleiks og hann
skoraði aftur á 54. mín. David
Bardsley skoraði 3. mark Watford á
70. mín og mínútu síðar skoraði
Luther Blissett 4. markið.
Leikur Wimbledon og Luton var
harður og mikið um brot. Brian
Stein varð að yfirgefa völlinn vegna
meiðsla í síðari hálfleik. Það var
yngri bróðir hans, Mark Stein sem
skoraði sigurmark Luton á 57. mín.
2. deild:
Portsmouth-Bradford.........3-1
Kevin Dillon og Micky Quinn skor-
uðu fyrir Portsmouth en Stuart
McCalI fyrir gestina.
Millwall-Leeds ...............1-0
Jack Ashurst tryggði Millwall sigur-
inn úr vítaspyrnu.
Derby-Ipswich ...............2-1
Gary Micklewhite kom Derby yfir
en Nick Stockwell náði að jafna.
Bob Davidson tryggði síðan Derby
sigurinn 20 sek. fyrir leiksiok. -
Sunderland-WBA ........0-3
Bobby Willamson, Garth Crooks og
Martin Dickenson skoruðu mörkin.
Hull-Stoke.............0-4
Leikmenn Hull gerðu 2 sjálfsmörk
en hin tvö gerðu Keith Berschin og
Tony Ford.
Staðan:
1. deild
Liverpool .... 14 8 2 4 33-19 26
Nott. Forest .... 14 8 2 4 30-16 26
Arsenal ... 14 7 4 3 16-8 25
Norwich .... 14 7 4 3 23-21 25
Luton ... 14 6 5 3 14-9 23
Coventry .... 14 6 5 3 14-10 23
West Ham .... 14 6 5 3 24-22 23
Everton .... 14 6 4 4 22-17 22
Sheff. Wed .... 14 5 6 3 28-22 21
Oxford 5 4 14-21 20
Tottenham .... 14 5 4 5 14-14 19
Wimbledon .... 14 6 1 7 16-18 19
Watford 3 6 23-19 18
Southampton . . . . .... 14 5 2 7 27-30 17
QPR 2 7 14-18 17
Charlton .... 14 5 2 7 16-23 17
Leicester .... 14 4 4 6 17-20 16
Aston Villa .... 14 5 1 8 20-31 16
Chelsea . ... 14 3 5 6 16-25 14
Manchester Utd. . . . ... 14 3 4 7 16-18 13
Manchester City . .... 14 2 6 6 13-16 12
Newcastle . ... 14 2 4 8 10-23 10
2. deild
Portsmouth ... 14 8 5 1 18-8 29
Oldham .... 14 8 4 2 23-13 28
Leeds .... 14 7 3 4 19-12 24
Plymouth .... 14 6 6 2 23-17 24
West Bromwich . . .... 14 7 3 4 20-15 24
Derby .... 14 7 3 4 18-15 24
Ipswich .... 14 6 4 4 22-18 22
Sheff. Utd . ... 14 5 6 3 18-15 21
Grimsby .... 13 5 5 3 14-12 20
Sunderland . ... 14 5 5 4 19-20 20
Crystal Palace . .. . ... 14 6 0 8 17-26 18
Millwall . ... 14 5 2 7 17-16 17
Brighton .... 14 4 5 5 14-15 17
Hull .... 14 5 2 7 13-22 17
Reading .... 14 4 4 6 23-21 16
Bradford .... 13 4 3 6 17-19 15
Huddersfield .... 14 4 3 7 14-21 15
Birmingham .... 14 3 5 6 19-23 14
Stoke .... 14 4 2 8 12-16 14
Shrewsbury .... 14 4 2 8 13-19 14
Barnsley .... 14 2 6 6 11-16 12
Blackburn . ... 12 3 2 7 13-18 11
Skoska úrvalsdeildin
Celtic .. 16 12 2 1 1 38-9 27
Dundee Utd . 17 10 E 2 30-14 25
Hearts ..17 8 6 3 22-12 22
Rangers .. 16 9 3 1 4 26-11 21
Aberdeen . . 16 7 6 3 25-14 20
Dundee . . 17 9 2 » 6 22-15 20
St. Mirren ..17 6 6 1 6 13-15 16
Motherwell .. 17 3 7 » 7 16-27 13
Hibernian .. 17 4 E 8 17-34 13
Falkirk .. 17 3 6 9 13-24 11
Clydebank . 17 4 2 ! 11 11-31 10
Hamilton .16 0 2 14 9-36 2
Enska knattspyrnan:
Lukic í stuði
og ekkert mark var skorað
á Highbury
Frá Guðmundi Fr. Jónassyni frcttarítara Tímans á Highbury Park í
Lundúnum:
Arsenal komst lítið áfram gegn sterkri vörn West Ham
þrátt fyrir mikla sókn í fyrri hálfleik. West Ham skoraði
tvö mörk en þau voru bæði dæmd af vegna rangstöðu. í
síðari hálfleik jafnaðist leikurinn og síðustu 20 mínúturn-
ar var einstefna á mark Arsenal. Frank McAvennie komst
tvisvar einn innfyrir vörn Arsenal en Lukic varði
meistaralega. Tony Cottee náði síðan að leika á einn
varnarmanna Arsenal en var full fljótur á sér og Lukic
varði enn. Á 88. mín. fékk Frank McAvennie dauðafæri.
í stað þess að renna knettinum í markið stöðvaði hann
knöttinn til að leggja hann fyrir sig en Lukic var eldfljótur
og hirti hann af honum. Þrátt fyrir 0-0 jafntefli var
klappað fyrir leikmönnum liðanna er þeir gengu af
leikvelli fyrir góðan leik. Charlie Nicholas, Graham Rix
og Stewart Robson leikmenn Arsenal eru enn frá vegna
meiðsla. Maður leiksins Steve Williams Arsenal.
Shilton meiddur
Peter Shilton, landsliðsmarkvörður Englands f knatt-
spyrnu meiddist í leik liðs síns Southampton gegn
Sheffield Wednesday á laugardaginn og er óvíst að hann
geti staðið í enska markinu gegn Júgóslövum í Evrópu-
keppninni annað kvöld. Hann lenti í samstuði við Paul
Hart í fyrri hálfleik en lék allan leikinn.
Kraftlyftingar:
íslandsmet
Frá Gylfa Kristjánssyni fréttarítara Tímans
á Akurcyri:
Víkingur „heimskautabangsi“
Traustason hlaut flest stig í Grét-
arsmótinu í kraftlyftingum sem
haldið var á Akureyri um helgina.
Hann hlaut 422,3 stig en samtals
lyfti hann 820 kg sem er nokkuð
frá hans besta árangri. Tvö ís-
landsmet voru sett á mótinu. Þar
var að verki Nína Óskarsdóttir en
hún er systir hins þekkta lyftinga-
manns Skúla Óskarssonar. Nína
keppti í 60 kg flokki og lyfti 100
kg í hnébeygju og 125 kg í
réttstöðulyftu sem hvorttveggja
eru ný met. Hún lyfti samtals 275
kg.
Mesta keppnin var í 100 kg
flokki en þar sigraði Óskar Sig-
urpálsson sem lyfti samtais 700
kg Akureyringurinn Flosi Jóns-
son varð annar með 65 kg. í 90
kg flokki sigraði Sigurður Gests-
son sem lyfti 610 kg og Haraldur
Ólafsson sigraði í 82,5 kg flokki
með 455 kg Kári Elísson sigraði í
75 kg flokki með 600 kg og
Aðalsteinn Kjartansson i 60 kg
flokki með 387,5 kg.
ÓS»/SlA
Fjölbreytt úrval af fallegum gjafavörum.
Við útbúum fallegan jólapakka og sjáum um að
hann komist til viðtakanda á réttum tíma.
^lafossbúðin
VESTURGÖTU 2, SÍMI 13404
Tíminn 13
ÍÞRÓTTIR
Úrvalsdeildin í körfuknattleik
Úrslit alls óráðin
Urvalsdeildin í körfuknattleik ætl-
ar svo sannarlega að verða spenn-
andi og jöfn, hver leikur mikilvægur
og úrslit á alla vegu. íslandsmeistar-
ar Njarðvíkur nældu sér í tvö stig nú
um helgina er þeir sigruðu KR-inga
í íþróttahúsi Hagaskóla með 80
stigum gegn 79 í skemmtilegum
baráttuleik. Staðan í leikhléi var
38-34 gestunum í hag.
Njarðvíkingar byrjuðu betur enda
með reynt og samæft byrjunarlið
sem í voru þeir Helgi Rafnsson,
Jóhannes Kristbjörnsson, ísakTóm-
asson, Kristinn Einarsson og Hreið-
ar Hreiðarsson. Helgi lék mjög vel í
byrjun eins og reyndar allan leikinn
og Njarðvíkingar komust í 12-6 eftir
fimm mínútna leik.
Staðan breytist þó fljótt í körfu-
bolta, KR-ingar með Garðar Jó-
hannesson í fararbroddi sigu á, léku
stórvel og voru allt í einu komnir
með níu stiga forystu 31-23. Sú dýrð
Helgi Rafnsson Njarðvíkingur er
knattsjúkur undir körfu eins og
Tímamynd Péturs ber raun vitni.
Helgi átti stóran hlut í sigri Njarðvík-
inga á KR-ingum.
stóð hinsvegar stutt yfir og það voru
Suðurnesjabúarnirsem leiddu í hléi.
Allt virtist stefna í nokkuð örugg-
an sigur Njarðvíkinga í síðari hálf-
leik en undir lok hans fóru KR-ingar
að bíta frá sér, söxuðu á forskotið
með aðstoð Njarðvíkinga sem virt-
ust furðulega óöruggir í þessari að-
stöðu miðað við getu, leikreynslu og
fjölda Islandsmeistaratitla.
Þegar mínúta var til leiksloka
höfðu KR-ingar náð markmiði sínu,
helst fyrir tilstilli Guðna Guðnason-
ar sem fór á kostum á þessu tímabili,
og minnkað muninn niður í tvö stig
76-78. Þrátt fyrir mikinn hamagang
kom þó allt fyrir ekki, Njarðvíkingar
höfðu sigur en Vesturbæingarnir
sátu eftir með sárt ennið.
Teitur örlygsson Njardvíkingur var mað-
ur þessa leiks. Hann nýtti skot sín vel, stal
bolta ósjaldan og gaí sig allan i leikinn baaði
i vörn sem sókn. Mikið framtíðarefni þar á
ferð. Helgi Rafnsson skoraði grimmt, leikur
lykilhlutverk í fráköstum og gerir þad vel.
Þá var Valur Ingimundarson þjálfari Suður-
nesjabúanna iðinn við kolann en sú hugsun
læðist þó að, að þjálfarastarfið taki sinn toll
af þessum besta leikmanni i íslenskum
körfuknattleik undanfarin ár.
KR-ingar sýndu sterkan leikanda, gáfust
ekki upp þó á móti blési og eru til alls
líklegir í vetur. Guðni Guðnason byrjaði
leikinn illa en tók við sór i siðari hálfleik og
var þá nær óstöðvandi. Garðar Jóhannes-
son hitti vel og Þorsteinn Gunnarson sýndi
snjalla boltatakta í leikstjórastöðunni.
Bergur Steingrímsson og Jóhann Dagur
réðu flautugangi leiksins, gerðu sinn
skammt af villum og kvörtuðu leikmenn
sáran yfir frammistöðu þeirra. Mörgum
þeirra væri hinsvegar ráðleggjandi að líta í
eigin barm. hb
Mark Duffield aftur
til Siglufjarðar
Frá Gylfa Krístjánssyni fréttaritara Tímans á
Akureyrí:
Mark Duffield sem lék með Víði
í Garði í 1. deildinni síðastliðið
sumar hefur tilkynnt félagsskipti
yfir í KS og mun leika með KS í 2.
deildinni næsta sumar. Mark er því
kominn heim að nýju en hann lék
með Siglfirðingum áður en hann
fór til Víðis. Endurkoma hans í lið
KS mun vissulega styrkja liðið því
mark er snjall leikmaður og bar-
áttujaxl.
Léttur sigur hjá Haukum
Hann var auðvcldur sigurinn hjá
Haukum í úrvalsdeildinni á sunnu-
dagskvöldið. Mótherjarnir voru
Framarar. lcikstaöur var íþróttahús
Hagaskóla, leikurinn var slakur, úr-
slitin aldrei spurning. Haukar urinu
með 67 stigum gegn 47 og skoraði
Þorvaldur Geirsson nær hclming
stiga Framara.
Haukarnir náðu strax forystunni í
leiknum og héldu henni út alla
viðureignina. Munurinn var þó aldr-
ei meiri en í lokin enda sýndu
Haukarnir þá snjalla spretti þar scnt
Henning Henningson og PálmarSig-
urðsson sýndu leikni sína í hraða-
upphlaupum.
Framarar fóru hinsvegar nær aldr-
ci í hraðaupphlaup. jafnvel þótt þeir
stælu boltanum í miðri sókn Hauka.
Slík boðar aldrei gott, rcyndar
ósæmandi liði í úrvalsdeildinni, cn
Framarar rcyna frekar aö stilla upp
í sókn og trcysta á Þorvald Geirsson
til að framkvæma hlutina. Vissulega
framkvæmdi þessi sterki lcikmaður
marga hluti á sunnudagskvöldið,
skoraði 19 stig og var cini maöurinn
sem Haukavörnin þurfti að hafa
áhyggjur af.
Haukarnir cru mcð ágætt liö,
mcðalhæðin hcfur þó fallið talsvert
eftir að Webster, íslcnski ríkisborg-
arinn mcð bandaríska ríkisborgara-
réttinn, yfirgaf liðið. Henning Henn-
ingson átti mjög góðan leik gegn
Fram, skoraði grimmt og bcrst frá-
bærlcga auk þess sem hann er ólatur
við aö hvetja samherja sína. Pálmar
Sigurðsson á einnig hrós skilið fyrir
góða leikstjórn og hittni þegar leið á
lcikinn. Þá var Ingimar Jónsson
tyrrum Njarðvíkingur sterkur í vörn
sem sókn og ívar Ásgrímsson sýndi
snjalla takta.
Stigin: Fram: Þorvaldur 19, Ómar
8, Jóhann 7, Jón 4, Auðunn 3, Björn
2, Þorkell 2, Þorsteinn 2. Haukar:
Hcnning 21, Pálmar 20, ívar 9,
Ingimar 8, Eyþór 4, Bogi 2, Guð-
laugur 2, Ólafur 1.
LANDSBANKANS
FRÁ OG MEÐ 11. NÓVEMBER ERU VEXTIR í LANDSBANKA ÍSLANDS SEM HÉR SEGIR:
°02923815
QUUW
29 MAfls
C7*—
eðlabanki
INNLÁNSVEXTIR:
Sparisjóösbækur
Kjörbækur
Vaxtaleiörétting v/úttekta
Verðtryggður Sparireikningur:
Með 3ja mánaða bindingu
Með 6 mánaða bindingu
Afmælisreikningur með 15 mánaða bindingu
Tékkareikningar
Sparireikningar bundnir (3 mán.
Sparireikningar bundnir í 12 mán.
Sparilán í allt að 5 mán.
Sparilán til minnst 6 mán.
Sérstakar verðbætur á mánuði
Innlendir gjaldeyrisreikningar:
Bandaríkjadollarar
Sterlingspund
Vesturþýsk mörk
Danskar krúnur
Vextir
alls
áári
9,0 %
15,0 %
0,7 %
1,0 %
3,5 %
7,25%
6,0 %
10,0 %
11,0 %
10,0 %
11,0 %
0,75%
5,0%
10,0%
3,5%
8,5%
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
ÚTLÁNSVEXTIR:
Vextir
alls
áári
Víxlar (forvextir)
Hlaupareikningar
Almenn skuldabréf
Verðtryggð lán: Lánstími í allt að 2Vfe ár
Lánstími minnst 21á ár