Tíminn - 25.04.1987, Síða 3

Tíminn - 25.04.1987, Síða 3
Laugardagur 25. apríl 1987 Tíminn 3 Þrjú hundruð hross send með leiguskipi -til Noregs, Danmerkur og Belgíu og Frakklands Um 300 íslenskir hestar, flestir þeirra reiðhestar, voru ferjaðir um borð í skip í Þorlákshöfn í gær. Skipið siglir með hestana til Fred- rikstað í Noregi, Esbjerg í Dan- mörku og Gent í Belgíu. Búvöru- deild SIS tók erlent skip á leigu til þessara flutninga og er skipið sér- staklega hannað til gripaflutninga. Að sögn Magnúsar G. Friðgeirs- sonar koma hestarnir alls staðar að af landinu og nokkrir þeirra séu mjög góðir reiðhestar. Meðalverð fyrir alla hestana er á bilinu 70 til 80 þúsund en inn í þeirri tölu eru um 65 sláturhross sem lækka meðaltals- töluna talsvert. Sláturhrossin fara öll til hafnar í Belgíu. Nokkrir reiðhestar fara til hafnar í Belgíu en áfangastaður þeirra er síðan Frakkland. Þetta mun vera stærsti reiðhesta- farmur sem hefur verið sendur út í einu, en Magnús sagði að áætlað væri að senda annað skip með haust- inu og í raun væri ætlunin að senda tvö skip á ári að jafnaði, það fyrra að vori en hið seinna að hausti. „Þetta hefur verið að vaxa nokkuð núna en hrossasala var nærri fallin niður vegna þess að flutningsleiðir voru svo dýrar. Islensk fæddu hross- in voru orðin of dýr miðað við þau hross sem fædd voru erlendis. Við fundum leið fyrir tveimur árum síð- an með því að leigja svona skip því með því lækkar flutningskostnaður- inn umtalsvert. Til þess að það gengi upp að leigja svona skip þurfti að senda bæði sláturhross og reiðhesta með sömu ferðinni. Með þessu sam- starfi við Félag hrossabænda hefur okkur tekist að auka þessi viðskipti töluvert á síðustu árum", sagði Magnús. Um 0,65% hækkun byggingarvísitölu Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði aðeins um 0,65% milli mars og apríl, sem jafngilda mundi um 8% verðbólgu á heilu ári. Um helmingur hækkunarinnar stafaði af taxtahækkunum pípulagningar- og dúklagningarmanna en hinn helmingurinn af verðhækkunum byggingarefnis. Hækkun byggingarvísitölu og lánskjaravísitölu síðustu 3 mánuði svarar til um 16-18% verðbólgu á heilu ári. Lánskjaravísitalan fyrir maí verður 1662 sem er 1,16% hækkun milli mánaða, en 3ja mán- aða hækkun er tæplega 4,3%. Báð- ar hafa þessar vísitölur hækkað í kringum 16% á síðustu 12 mánuð- um. -HEI NISSAN SUNNY Voru á gangi til byggða Mennirnir tveir sem björguðust þegar lítil eins hreyfils flugvél nauð- lenti í Smjörfjöllum á áttunda tíman- um á miðvikudagskvöldið, voru á gangi til byggða, þegar TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar fann þá tæpa tvo kílómetra frá slysstaðnum. Það var klukkan 19.33 sem flug- maður vélarinnar TF-KEM tilkynnti Flugmálastjórn að upp væri komin hreyfilbilun og örfáum mínútum síð- ar heyrði Fokkervél Flugleiða dauft neyðarkall, sem álitið var að væri frá vélinni og var þá strax hafin leit. Hafði vélin þá nauðlent í Smjörfjöll- um, milli Vopnafjarðar og Hérðas- flóa. Halldór Bergsson, flugmaður og Hannes Snorri Helgason, starfs- maður RARIK höfðu þá sloppið ómeiddir og voru á leið til byggða, þegar þeir fundust, eins og áður hcfur komið fram. Nokkrar skemmdir urðu á vélinni, kannski ekki að furða, þar sem frekar grýtt er í Smjörfjöllum. Mesta mildi var samt að ekki skyldi verr fara. -SÓL 54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda í Japan kaus einróma NI5SAN 5UNNY BÍL ÁRSINS 1987 Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14-17 Sýningin Sumariö 78: Trodið hús frá opnun Garðurinn vekur mesta athygli „Það er eins og fólk flýi til okkar í veðrinu. Þetta var stórkostleg byrjun. Það voru yfir 4.000 manns á opnunardaginn" sagði Guðmundur Jónsson, framkvæmdastjóri sýning- arinnar Sumarið ’87 aðspurður um hvernig sýningin gengi. „Fólk er mjög hrifið af garðinum, en hefur náttúrlega mismunandi áhugamál. Einnig var mikið staldrað við hjá ferðaskrifstofunum. Hermir- inn hafði ekki við, honum lá við að springa," sagði Guðmundur enn- fremur. Sýningin opnar í dag kl. 13.00 og verður opin til kl. 22.00. Miðaverð fyrir fullorðna er kr. 300 og 200 fyrir börn. Skemmtiland verður að sjálfsögðu opið og tískusýningar verða í dag kl. 14.30, 18.00 og 20.30. -SÓL Vinnuþjarkur sem kann sitt fag Vorum að fá NISSAN 1200 Pick-up, Long body á frábæru verði ★ Fisléttur í snúningum. ★ Sparneytin vél. ★ Tvöfaldar hiðar á palli. ■II Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni tvj 1957-1987N/ % 30 p.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.