Tíminn - 25.04.1987, Síða 15

Tíminn - 25.04.1987, Síða 15
Laugardagur 25. apríl 1987 Tíminn 15 Flugleiðir: Aldrei fleiri ferðamöguleikar Flugleiðir eru nú að setja í gang splunkunýja sumaráætlun sem hefur það að markmiði að fjölga öllum ferðum og ferðamöguleikum. Sveinn Sæmundsson hjá Flugleiðum sagði að frá og með 8. júní verði farnar 41 ferð til Akureyrar, til Egilsstaða verði farnar 17 á viku, 6 tii Hornafjarðar, ferðum til Húsa- víkur fjölgi mikið, 17 á viku til ísafjarðar, 2 til Norðfjarðar, 6 til Sauðarkróks, og 28 til Vestmann- aeyja. Ferðamöguleikarnir hafa aldrei verið fleiri. Boðið er upp á alls kyns pakka og hægt er að semja um nánast allar tegundir af hoppum og stökkum. Sérferðir eru ótal margar og boðið er upp á hringferðir og hálfhringi. Egilsstaðir eru nú komnir í beint samband við útlönd, með tengingu við Færeyjar, Skotland og Noreg. Austurland býður upp á marga möguleika og er lítið nýttur landsh- luti. Húsavík er lykilstaður á Norður- landi, t.d. við Ásbyrgi, Dettifoss, Hljóðakletta og fleiri og fleiri staði. Hvað sérferðir varðar standa 4 staðir upp úr. 1. Akureyri. Þar eru 4 möguleik- ar. a) Mývatnsferð. Hefðbundin ferð sem allir ættu að þekkja nú orðið. b) Eyjafjarðarferð. Farið er um Eyjafjörðinn vestanverðan, komið við á Dalvík, siglt til Hríseyjar og snædd Galloway- steik. Farið yfir fjörðinn til Svalbarðseyrar, farið inn austanverðan Eyjafjörð og komið til Akureyrar síðdegis. c) Miðnætursólarferð. Farið frá Akureyri til Ólafsfjarðarmúla og horft á sólarlag. Síðan haldið til Ólafsfjarðar og drukkið kaffi. d) Grímseyjarferð. Farið frá Reykjavík til Ákureyrar, þaðan með Flugfélagi Norðurlands til Grímseyj- ar og skoðað. Akureyrarferðirnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðaskrifstofu Ak- ureyrar. 2. Vestmannaeyjar. Þá erfariðfrá Reykjavík klukkan 8 um morgun- inn, farið í skoðunarferð um eyjarn- ar, bátsferð í hellana, smá tími í bænum og að sjálfsögðu farið í Sædýrasafnið, safnið sem aldrei lokar, og lokaði ekki einu sinni í gosinu 1973. Þessar ferðir eru unnar í samvinnu við Pál Helgason og Ferðaskrifstofu Vestmannaeyja. 3. ísafjörður. Farið er með morg- unvél og dagurinn frjáls til 14.00. Þá er skoðunarferð um bæinn og síðan haldið til Hnífsdals og skoðuð hák- arlskæsing og síðan haldið til Bol- ungarvíkur. Samvinna er með Ferðaskrifstofu Vestfjarða. 4. Egilsstaðir. Farið er með morg- unflugi til Egilsstaða og þaðan í Hallormsstað. Þar er spásserað og jafn vel stoppað í Atlavíkinni frægu. Ekið er í mynni Fljótsdals, út með Leginum hinum megin, komið í Skriðuklaustur og farið út Fell og til Egilsstaða. Hringflug er nýjung fyrir íslend- inga, þó erlendir ferðamenn hafi notfært sér þessa þjónustu Flugleiða. Hringurinn sem um ræðir er Reykja- vík - ísafjörður - Akureyri - Egils- staðir - Flornafjörður - Reykjavík. Eina skilyrðið er að ekki má líða meir en 30 dagar frá fyrstu ferð til hinnar síðustu. Byrja má hvar sem er og fara hvort sem er réttsælis eða rangsælis. Hringferðin er ótrúlega ódýr ferðamáti, kostar aðeins 10.000 krónur. t samvinnu við B.S.Í. er pakkinn Flug og langferðabíll. Flogið er aðra leið og keyrt hina. Staðirnir sem um ræðir í þessu sambandi eru: a) Reykjavík - Patreksfjörður. b) Reykjavík - ísafjörður c) Reykjavík - Akureyri. Valkostur er hvort keyrt er hefðbundna leið eða farið Sprengisand. d) Reykjavík - Egilsstaðir. Valkost- ur um suðurleið eða norðurleið. e) Reykjavík - Hornafjörður. Val- kostur er um hefðbundna leið eða Fjallabaksleið. f) Egilsstaðir - Akureyri. f þessum ferður eru börn með 50% afslátt og það sama gildir um þetta og hringferðirnar að ferðin má ekki taka meir en 30 daga. Mikil aukning hefur orðið á ferðamannastraumi hér á landi og má segja að þetta sé einn liður Flugleiða í að dreifa ferðamönnum um landið. Margir bjóða upp á ódýra gistingu út á landi og mikil vakning er meðal íslendinga. Sveinn sagði að allar opinberar heimsóknir væru af hinu góða, því þær væru mikil landkynning. Okkur væri nauðsynlegt að hrista af okkur kot- ungsbraginn og koma okkur inn í hringiðuna. Hann vitnaði að lokum í þýskan blaðamann sem sagði: „Þið íslendingar eruð að tölunni eins og smábær, en lifið lífinu eins og millj- óna þjóð“. -SÓL Tæknigarði hf. er ætlað að reisa og reka hús sem hýsir tæknigarð fyrir rafeinda-, tölvu- og upplýsinga- tækni. Þetta er meginmarkmið nýs hlutafélags, Tæknigarðs hf. sem stofnað var 15. apríl s.l. af Þróunar- félagi íslands, sem leggur fram 2 milljónir í hlutafé, Reykjavíkur- borg, sem leggur fram 1 milljón, Háskóla íslands, sem leggur fram 1 milljón, Tækniþróun hf. sem leggur fram 750 þúsund og Félag íslenskra iðnrekenda sem leggur fram 250 Friðarráöstefna Framsóknar: Friður ekki einkamál stjórnmálamanna „Friðarmál eiga ekki að vera einkamál stjórnmálamanna heldur á allur almenningur að láta þau sig varða. Eitt það mikilverðasta í sambandi við framþróun friðarmála er friðaruppeldi barna." Þetta kom meðal annars fram á friðarráðstefnu sem Framsóknar- flokkurinn hélt á Hallveigarstöðum síðastliðinn skírdag. Erindi á fundinum fluttu: Guðrún Alda Harðardóttir sem ræddi um friðarhreyfingar og friðar- mál almennt. Sigurhanna Sigurjónsdóttir sem ræddi meðal annars um friðarupp- eldi en hún talaði fyrir hönd Friðar- hóps fóstra. Steinunn Harðardóttir talaði fyrir hönd Menningar og friðarsamtaka íslenskra kvenna og rakti meðal annars sögu friðarstarfs á íslandi. Páll Einarsson talaði fyrir hönd samtaka íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá og ræddi hann meðal annars um afleiðingar hugsan- legs kjarnorkustríðs. Halla Eiríksdóttir talaði fyrir hönd Framsóknarflokksins og talaði um friðarmál frá sjónarhóli stjórn- mála. Að loknum framsöguræðum var stutt kaffihlé og síðan almennar umræður. Miklar umræður spunnust um heim andstæðnanna, það er að segja hinn tilfinningalega- og efnislega heim sem við lifum í. Að umræðum loknum fluttu Anna Pálína og Aðalsteinn nokkur lög við mjög góðar undirtektir fundar- manna. Fundarstjóri var Anna Margrét Valgeirsdóttir. þúsund krónur. Hlutafé er því samt- als 5 milljónir króna. Hluti hússins verður leigður fyrir- tækjum á sviði upplýsingaiðnaðar og tölvutækni. Einnig verður í húsinu Reiknistofnun Háskólans og fleiri aðilar sem munu skapa hagstætt umhverfi fyrir rannsóknir og þróun á sviði upplýsinga-, rafeinda- og tölvutækni. Þannig er ætlunin að mynda sambýli sem stuðli að aukinni nýsköpun í þessum greinum og verði til þess að fleiri fyrirtæki verði stofn- uð á þessum sviðum. Rekstur hússins verður með nokk- uð nýstárlegum hætti. Allir sem í húsinu verða, munu greiða fyrir það markaðsleigu. Það á jafnt við um fyrirtækin og stofnanirnar. Leigu- tekjurnar verða notaðar til að greiða rekstrargjöld, fjármagnskostnað svo og stofnkostnað að hluta. Þann hluta af stofnkostnaði sem tekjur félagsins hrökkva ekki til, mun Háskólinn greiða. Þannig mun Háskólinn smátt og smátt eignast húsið á hagstæðum kjörum. Sem fyrr segir er hlutafé félagsins 5 milljónir. Auk þess samþykkti Reykjavíkurborg að lána allt að 49 milljónum til byggingar hússins. Á móti munu aðilar atvinnulífsins leggja fram lánsfé allt að 16 milljón- um króna, þannig að nægilegt fé er tryggt til byggingarinnar. Ráðgert er að reisa húsið á árun- um 1987 og 1988 og halda byggingar- tíma eins stuttum og unnt er. Til að tryggja sem lægstan byggingarkostn- að og stystan byggingartíma verða kannaðar nýjar leiðir, eins og t.d. hvort hagkvæmt sé að bjóða húsið út í heild, með hönnun og teiknivinnu. - SÓL KOSNINGASJÓÐUR BORGARAFLOKKSINS Hægt er að senda framlög á tékkareikning nr. 1234 ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS LAUGAVEGUR 105 - 105 REYKJAVÍK BORGARA HOKKVRINNi flokkurmeðhamtíó Sk*Han 7. Póstnr. 106 Rsykjavfk. Slml 01-68 96 29 Nnr. »438-6160 kC VNNlW íö F.v. Guðmundur Magnússon, fyrrverandi Háskólarektor, Víglundur Þor- steinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, Davíð Oddsson, borgarstjóri og Sigmundur Guðbjarnason, Háskólarektor. TÆKNIGARDUR HÁSKÓLANS með 5 milljón króna hlutafé Verkamanna- félagið Dagsbrún Orðsending TekiÓ'verður á móti umsóknum um dvöl í orlofs- húsum félagsins í sumar frá og með mánudeginum 27. apríl 1987 á skrifstofu félagsins að Lindargötu 9, 2. hæð. Þeir sem ekki hafa áður dvalið í húsunum ganga fyrir með úthlutun til og með 30. apríl. Húsineru: 5 hús í Ölfusborgum 2 hús í Svignaskarði 1 hús í Vatnsfirði 2 hús á lllugastöðum 2 hús á Einarsstöðum 2 íbúðir á Akureyri Vikuleiga er kr. 4.000 sem greiðist við pöntun. Stjórnin Útboð Slitlög og yfirlagnir á Suðurlandi 1987 Vegagerð ríkisins óskar etir tilboðum í ofangreint verk. » Klæðing 81.000 ferm. yfirlögn 55.000 ferm. og hjólfarafylling 31.000 ferm. Verki skal lokið fyrir 1. september 1987. VEGAGERÐIN Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 27. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 11. maí 1987. Vegamálastjóri f LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Droplaugarstaðir heimili aldraðra, Snorrabraut 58 Starfsfólk óskast til sumarafleysinga: Hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar á hjúkrunardeild heimilis- ins. Starfsfólk á vistdeild og í eldhús, ræstingu, þvottahús o.fl. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 9-12 f.h. virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Athugið Til sölu Benz 913 5 tonna kassabíll árg. '74 góður bíll á góðu verði ef samið er strax. Upplýsingar í síma 91-33344.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.