Tíminn - 08.05.1987, Síða 2

Tíminn - 08.05.1987, Síða 2
2 Tíminn Föstudagur8. maí 1987 Gert ráð fyrir 85 milljónum til viðgerða á malbiki: Bróðurpartur skemmda rakinn til nagladekkja Ökumenn trassa að setja sumardekk undir bíla Nú, eftir 1. raaí, er óheimitt að aka um á nagladekkjum og lögreglan í óða önn að vara ökumenn við, sem enn hafa ekki sett sumardekk undir bíla sína. Óskaplegur fjöldi bílstjóra í Reykjavík hefur trassað þá sjálf- sögðu kröfu. Helstu umferðaræðar í og úr Reykjavík hafa orðið fyrir skemmdum, sem nú verður hafist handa um að laga. Gert er ráð fyrir að veita 85 milljónum króna til þess. Mest er um hjólfaraskemmdir og á löngum köflum, en helsti skaðavald- urinn er talinn vera nagladekkin. Góð færð hefur verið í vetur, sem hefur haft í för með sér, að nagla- dekkin hafa valdið meiri skemmdum en ella, auk þess sem meiri umferð er um götur þegar þær eru auðar. Þá hefur fjölgað verulega í bílaflota Reykvíkinga og um leið aukist umferð. ræðingur hjá gatnamálastjórn. „Pað er líka spurning burtséð frá að nagladekk skemmi götur hvort þau gefi ekki falskt öryggi og menn aki hraðar um hálar götur en menn ættu.“ þj Vegna hjólfaraskemmda þarf að fræsa upp úr vegum og leggja nýtt „teppi" sem svo er kallað. Það er því líklegt að bróðurpartur fjármagns, sem veitt verður til viðgerða, fer til þessa, sem aftur er rakið að mestu til aksturs í góðu færi á nagladekkj- um. { gatnamálastjórn hefur óform- lega verið rætt um, að meta skemmd- ir sem verða af völdum naglanna. Því hefur lítillega verið hreyft hvort bæri að banna nagladekk, líkt og gert var í Þýskalandi, en trygginga- félögin hafa lagst gegn því og við vissar aðstæður, svo sem ísingu á götum, eru nagladekkin öruggasti kosturinn. „Það veit maður ekki hvað slíkar aðstæður verða oft á vetri,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson, verkf- Tilboð varðandi skemmdir á malbiki: Götumálning og malbik spænist upp Innkaupastofnun Reykjavík- urborgar fundaði um öndverðan apríl um tiíboð í malbiksviðgerðir og umferðarmálningu. Vegna aukinnar umférðar og sérstaklega akstur á nagladekkjum í góðri færð spænist umferðarmálning upp og hverfur. Þess vegna þarf strax að hefja gatnamálun og samþykkti Innkaupastofnun að taka tilboði Málningar hf. um kaup á málningu. Gatnamálun fékk Vegmerking sf. sem bauð hana á kr. 579.300. f malbiksviðgerðir verður ráð- ist í tvennu lagi. Innkaupastofnun leggur til við borgarráð að tilboði næstlægstbjóðanda, Loftorku hf., verði tekið í viðgerðir A, þar sem lægstbjóðandi hefur ekki orðið við réttmætum tilmælum gatnamálastjóra um framkvæmd á hliðstæðu verki og hér um ræðir. Næstlægsta boðið hljóðar á kr. 18.888.975. í viðgerðir B er lagt til við borgarráð að tilboði lægstbjóð- anda, Miðfells hf., verði tekið, kr. 12.528.493. Vert er að minnast þess í þessari upptalningu, að hitaveitur þurfa af og til að grafa upp malbikaðar götur til að komast að eigin skemmdum og lagfæra. Eftir slíkt umrót verður að sjálf- sögðu að lagfæra malbikið aftur og er reiknað með slíku í fjár- hagsáætlun veitunnar. þj Þær eru Ijótar sumar holurnar sem komnar eru í gatnakerfi höfuðborgarinnar og hvimleiðar yfir að aka. Tímamynd Pjetur Aöalfundur KEA: Hjörtur E. hættur Jóhannes Sigvaldason kosinn formaður Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirð- inga á Akureyri í gær gaf Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn félagsins. Hjörtur hefur verið formaður KEA í 15 ár, en alls hefur hann setið í stjórninni í 21 ár. í stað Hjartar var Jóhannes Geir Sigurgeirsson kosinn í stiórnina. A stjórnarfundi í gær skipti stjórn- in þannig með sér verkum að for- maður er Jóhannes Sigvaldason til- raunastjóri. Hann var áður varafor- maður og hefur setið í stjórninni frá 1975. Jóhannes Geir var hins vegar kosinn varaformaður, og ritari var endurkjörinn Arnsteinn Stefánsson. Heildarvelta KEA á síðasta ári var 4,6 miljarðar, en að meðtalinni veltu samstarfsfyrirtækja varð hún 6,2 miljarðar. Launagreiðslur urðu 775 miljónir, en starfsmenn voru að meðaltali 1365 hjá félaginu og sam- starfsfyrirtækjum þess. Tekjuaf- gangur á rekstrarreikningi var 1,46 miljónir, og bókfærðar fjárfestingar á árinu 102,7 miljónir. Eiginfjár- staða félagsins er mjög sterk, því að eiginfjárhlutfall á efnahagsreikningi var 51% í árslok, samanborið við 50,6% í lok ársins 1985. KEA átti hundrað ára afmæli á síðasta ári, og það vekur athygli að á rekstrarreikningi félagsins er sér- stakur liður, kostnaður vegna af- mælishalds, sem er að upphæð 7,1 miljón króna. -esig Hólmavík: Skipstjórnarmenn útskrifast Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu hefur hópur skipstjórn- armanna frá Hólmavík og Drangs- nesi setið á skólabekk í vetur. Þann 1. maí lauk þessari skólagöngu að sinni með úrskrift 10 skipstjórnar- manna, sem þar með öðluðust rétt- indi á 200 tonna báta, en áður höfðu nokkrir til viðbótar lokið námi til réttinda á 80 tn báta. Útskriftarathöfnin 1. maí var haldin í grunnskólanum á Hólma- vík, en þar fór kennslan fram. Þor- kell Jóhannsson, skólastjóri grunn- skólans og umsjónarmaður réttinda- námsins, afhenti nemendum próf- skírteini og gerði grein fyrir árangri námsins. Lauk hann lofsorði á á- stundun og námsárangur nemenda. Hæstu einkunn á lokaprófinu hlaut Jón Ólafsson, 9,27, en annar í röð- inni var aldursforsetinn Kjartan Jónsson með 9,04. Kennsla á námskeiðinu var að mestu í höndum heimamanna og lögðu þar margir hönd á plóginn. f tali manna í lokahófinu kom fram, að mikill hugur væri nú í útgerðarmönnum við Steingríms- fjörð. Veiði á innfjarðarrækju brást að mestu sl. vetur, en síðustu ár hefur hún verið undirstaða útgerðar- innar á vetrum. Svar útgerðarmanna við þessu hlýtur að vera aukin sókn í bolfisk, úthafsrækju og fleira. Slík útgerð krefst stærri og öruggari báta, og með auknum réttindum skip- stjórnarmanna opnast nýir mögu- leikár á því sviði. Sjómenn á Hólmavík höfðu unnið að því um nokkurt skeið, að fá réttindanámskeið haldið í héraðinu. Því var merkum áfanga náð með þessu námskeiðshaldi. Við skólaslit- hafið að vaxandi fullorðinsfræðslu á in kvaðst Þorkell skólastjóri gera sér Hólmavík. vonir um, að námskeiðið yrði upp- Stefán Gíslason Nýútskrifaðir skipstjórnarmenn á Hólmavík ásamt nokkrum kennara sinna (sitjandi). Ttmamynd: S.G. Þjóðarflokkurinn: Landsfundur Þjóðarflokkurinn heldur lands- fund sinn um helgina. Hefst fund- urinn klukkan 10:30 á morgun og stendur fram til klukkan 15 á sunnudag. Fundarstaðurinn er að Bjargi við Buggðustíg 1 á Akur- eyri. Eitt meginmál fundarins verður að ákveða hvort halda eigi áfram á, þeirri braut sem mörkuð var með framboði til alþingiskosninga. Fulltrúar flokksins í öllum kjör- dæmum landsins mæta og er búist við fjölmennum fundi að sögn þjóðarflokksmanna. Aðgangur að fundinum er öllum opinn. Kaffi- samsæti verður á sunnudag, á Hót- el KEA, klukkan 15:30 þar sem velunnurum er boðið að koma.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.