Tíminn - 08.05.1987, Page 6

Tíminn - 08.05.1987, Page 6
6 Tíminn Föstudagur8. maí 1987 Utanríkisráðuneytið að útvega bíla og skrifstofur: Sextán sendinef ndir NATO-ríkja til íslands Afvopnunarmál og eldflaugar í Evrópu líkleg umræðuefni á fundinum Utanríkisráðherrafundur Atlants- hafsbandalagsins verður í Reykjavík fimmtudag og föstudag, 11. og 12. júní nk. Utanríkisráðuneytið ís- lenska hefur allan veg og vanda af undirbúningi, enda hefð að gestgjafi hafi umsjón með framkvæmdaatrið- um slíkra funda. Löggæsla verður í höndum lögreglunnar, en í nánu samráði við ráðuneytið. Starfsmenn NATO munu þó sjá um framkvæmd á fundinum sjálfum, svo sem túlkun o.fl. Sumarið 1968 var síðast fundur Atlantshafsbandalagsins á fslandi og var þá haldinn í Háskólanum. í þetta sinn verður fundurinn á Hótel Sögu og er þar bókstaflega hver krókur og kimi nýttur undir hann. Hótelið og næsta umhverfi þess verður lokað almenningi á með- an og vegna 40 ára afmælis fram- leiðsluráðs verður hópferð fyrir þá þjónustu hótelsins, sem ekki verður þörf á fundinum, til Rínarlanda. Hugmyndir um að halda fundinn hér á landi komust fyrst verulega á skrið á haustfundi utanríkisráðherra NATO í desember 1985 og tóku Hjálmar W. Hannesson og sam- starfsmenn hans í utanríkisráðu- neytinu þegar til starfa við að bóka gistirými fyrir þann skara fundar- manna og fréttamanna, sem búist er við til landsins. Hátt á fjórða hundr- að manns auk maka koma til að sitja fundinn og þar við bætist fjöldi fréttamanna. Talið er að hann verði ekki nema lítið brot af þeim skara fréttamanna sem kom hingað til að fylgjast með leiðtogafundinum, - jafnvel ekki nema um tíundi hluti hans. Að öllum líkindum verða þeir þó á annað hundrað talsins. Sendi- nefndir aðildarríkja gista á hótelum víða um borgina. „Leiðtogafundurinn veitti okkur mikilvæga reynslu og var vissulega góð lokaæfing fyrir þennan fund,“ sagði Hjálmar W. Hannesson hjá utanríkisráðuneytinu. Fréttamið- stöð og kynning á landi og þjóð verður, svo sem á leiðtogafundinum, í Hagaskóla. Setningarathöfn fundar utanríkis- ráðherra aðildarríkja NATO fer fram í Háskólabíói á fyrsta fundar- degi. Daginn áðurhefurborgarstjóri haft móttöku fundarmanna að Kjar- valsstöðum. Við setningarathöfnina verða utanríkisráðherrarnir sextán, að meðtöldum heiðursforseta ráðsins, sem nú er Andreotti frá Ítalíu, forsætisráðherra íslands og Carring- ton lávarður, framkvæmdastjóra. í>eir þrír munu flytja stutt ávörp við athöfnina. Heiðursforseti verður því ekki viðstaddur lokaorusturnar í kosningabaráttunni í sínu heima- landi, en kosið er til þings á Ítalíu hinn 14. júní. Ráðherrum, alþingismönnum, borgarstjórnarfulltrúum og öðrum embættismönnum verður boðið að vera viðstaddir setningarathöfnina. Þar verða m.a. túlkaklefar, sem utanríkisráðnuneytið sér um að verði settir upp. Einnig er á herðum þess að útvega skrifstofur og bifreið- ir fyrir allar sendinefndirnar. Dagskrá fundarins hefur enn ekki verið gefin út, en vorfundir banda- lagsins eru ekki með sama formlega hætti og haustfundir þess í Brússel. Búist er við, að afvopnunarmálin og tillögur um skamm- og langdrægar eldflaugar í Evrópu verði í brenni- depli auk annars sem efst hefur verið á baugi í milliríkjasamskiptum að undanförnu. þj Hjólreiða- keppni gruiin- skólanna Síðastliðna helgi fóru fram úrslit í Ujólreiðakeppni grunnskólanna á höfuðborgarsvæðinu úrslitin fóru fram eftir að nemendur 12 ára bekkj- ar um allt land höfðu tekið þátt í árlegri umferðarfræðslu og svarað spurningum úr henni. Þeir sem best- um árangri náðu fengu að taka þátt í hjólreiðakeppni á Laugardalsvell- inum. í fyrsta sæti lenti Axel Axelsson Ölduselsskóla. Þannig var skipað í hin sætin: 2. sæti Heiðar Gottskálksson Öldu- selsskóla. 3. sæti Valdimar Guðbjörnsson Víf- ilsstaðaskóla. 4. -5. sæti Hlynur Atlason Fossvogs- skóla og Sigurjón Hákonarson Hóla- brekkuskóla. Úrslitin fyrir landsbyggðina í heild fyrir utan höfuðborgarsvæðið fer fram á Akureyri laugardaginn 9. maí. Vegleg verðlaun verða í boði. Fyrir fyrsta sæti verður reiðhjól af nýjustu gerð mcð fullkomnum ör- yggisbúnaði. Fyrir annað sæti verður skíðanámskeið í Kerlingafjöllum og fyrir þriðja sætið verður vandað Útvarpstæki. - starfskynning/AÞ.ÖS.KH. Einbcittir keppendur á Laugardalsvelli í úrslitum hjólreiðakeppni Umferðar- ráðs. (Tímamynd: Pjetur) VEIÐIHORNIÐ lllllllllllllllljLUrnsjón: Eggert Skúlason PfP Kvennalistinn í erlendum tímaritum: Fer stefna hinnar hagsýnu húsmóður sigurför um heim? Aldrei var það nú svo að Kvenna- listinn kæmist á forsíðu Time eins og heyrst hafði fleygt manna á meðal. Ekki skal úr athyglinni draga en Time birtir einungis litla klásúlu um árangur flokksins í kosningunum á meðal frétta af baráttu gegn klámi í Frakklandi og herþjálfun Boris Becker, þýska tennisgoðsins. í fréttinni kemur fram að Kvenna- listinn sé sá flokkur sem raunveru- lega ráði hverjir komi til með að stjórna á Fróni og muni flokkurinn líklega verða hlúti af mið-hægri stjórnarmynstri. Þarna er tekið eilít- ið forskot á sæluna varðandi sann- leiksgildi, því fleiri geta stjórnar- mynstrin orðið. Þá verður Kvenna- listinn ekki með sanngirni kallaður fyrsti kvennabaráttuflokkurinn með fulltrúa á Alþingi, því á árunum upp úr 1922 átti Bandalag kvenna full- trúa á Alþingi. Safaríkasti partur fréttarinnar er sá að Kvennalistinn standi fyrir stefnu hinnar hagsýnu húsmóður, „policy of the practical housewife", á sviði efnahagsmála. Þetta mun vafalaust hrista upp í kvennabaráttu- liði um víða veröld, því þarna virðist loksins fundinn hinn efnahgaslegi þáttur kvennahugmyndafræðinnar, sem allir feministar geta sameinast um. Þá er eins víst að stjórnmála- fræðingar muni rjúka upp til handa og fóta því að þetta hugtak hefur aldrei fundist í þeirra kokkabókum. Nú megum við eiga von á því að auglýstar verði alþjóðlegar ráðstefn- ur sem fjalli um „stefnu hinnar hagsýnu húsmóður". Að vísu verða þcir áhugasömu að bíða enn um sinn eftir nánari út- færslu á stefnu þessari þar sem hún virðist enn vera í mótun í „æðstu valdastofnunurn" Kvennalistans. ÞÆÓ Silungsveiðin róleg í byrjun Veiðimenn úr Reykjavík og ná- grenni hafa síðustu daga reynt fyrir sér i vötnum í nágrenninu. Veiði í Elliðavatni var dræm fyrstu dagana en hefur heldur verið að glæðast síðustu daga. Urriðinn er farinn að gefa sig, eins og algengt cr í maí. Helluvatniö hefur verið áberandi besti veiðistaðurinn fram til þessa. Hálfur dagur í Elliðavatni kostar 280 krónur og heill dagur 420 krónur. Hægt er að kaupa sumar- kort fyrir 3900 krónur. í Meðalfellsvatni hefur verið reynt og scgir Gísli Ellertsson bóndi á Meðalfelli að beint neðan undir bænum hafi menn vcrið að fá hann. Vcrð á veiðileyfum í Meðal- fellsvatni er 400 krónur fyrir hálfan dag og 700 krónur fyrir heilan. Gtsli sagði sjóbirtingsvciðina í. Laxá í Kjós hafa verið mjög lélega og að menn hefðu flúið upp í vatn og þar með bjargað veiðiferðinni. Verð á veiðileyfum hefur ekki verið ákveðið í Þingvallavatni og sömu sögu er að segja um Úlfljóts- vatn. Veiðileyfi í þessum tveimur vötnum hefur yfirleitt haldist í hendur og verður svo áfram. Urriðasvæðið t Ytri-Rangá, fyrir ofan Árbæjarfoss, er nú opið. Þær upplýsingar fengust í Hellinum á Hellu, sem selur veiðileyfin, að ekki hafi verið reynt enn við svæðið. Dagurinn kostar á urriða- svæðið 800 krónur og hálfur dagur 400 krónur. Sjóbirtingsveiði hefur verið sáralítil á veiðisvæði Stanga- veiðifélags Rangæinga. Kenna menn um veðráttu. Áin var grugg- ug og vatnsmikil. - ES

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.