Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 30. maí 1987 Ríkissjóður dæmdur til að greiða rúmar 7 milljónir í skaðabætur fyrir læknamistök: Mistökin leiddu til marg- víslegra úrbóta - að sögn fæðingarlæknis sem Tíminn ræddi við „Frá því að þetta skeði hefur margt verið gert til þess að bæta það sem þarna fór úrskeiðis,1- sagði fæðingarlæknir sem Tíminn hafði samband við, vegna dóms sem féll nýlega í Borgardómi Reykjavíkur. Þar er ríkissjóði gert að greiða sex ára barni 5,7 milljónir króna og foreldrum þess 1,5 milljónir í skaðabætur fyrir mistök fæðingar- læknis við fæðingu barnsins. Barn- ið er nú 100% öryrki og hefur vitsmunaþroska 2-4 mánaða gam- ais barns. Læknirinn sagði ennfremur að atvik sem þessi væru rædd ítarlega á meðal lækna og þeir drægju lærdóm af þeim auk þess sem þessi mál væru ákaflega viðkvæm fyrir alla aðila sem málið snerti. í dóminum kemur fram að strim- ill úr sírita sem skráir hjartslátt barns og legsamdrætti hafi glatast. Samkvæmt heimildum Tímans var ekki vaninn að geyma þessi sírit en síðan þetta atvik átti sér stað, gaf landlæknir út reglur um að gögn varðandi fæðingar skyldu geymd fram yfir fimmtugsaldur móðurinn- ar. Það fæða 2500 konur í Reykja- vík á ári og 3800 á landinu öllu þannig að geymsla slíkra gagna er töluvert plássfrek. Einn fæðingarlæknirinn sem Tíminn hafði samband við taldi að dómar sem þessir yllu ekki hræðslu meðal lækna hérlendis um að verða dregnir til ábyrgðar fyrir verk sín, því ef menn kynnu sitt fag vel þá ynnu þeir sín störf eftir bestu getu hverju sinni og meira gætu þeir bara ekki gert. Annar læknir sagðist hafa verið á ferð í Flórida ekki alls fyrir löngu og hitt fæðingarlækni þar á fæð- ingardeild sem hefði sagt að læknar í því ríki vildu helst ekki koma nálægt fæðingum og því væri farið að opna fæðingarstaði út með þjóð- vegunum. Ástæðan væri hræðsla lækna við að verða dæmdir fyrir mistök. Tryggingaupphæðir fæð- ingarlækna væru orðnar svimandi háar sem aftur hefðu í för með sér hækkandi taxta fyrir læknaþjón- ustu. ABS SKÓLAVEITA LEON AÐ FARSÆLLI SKÓLAGÖNGU Þeir sem eru í námi þekkja fjárskort býsna vel, sumartekjurnar hrökkva skammt og biðin eftir námslánum getur orðið löng. Með Skólaveltu er Samvinnubankinn fyrstur banka með ágæta lausn á þessum vanda. Þú þarft einfaldlega að gera við okkur samn- ing um reglulegan sparnað á Skólabók í tiltek- inn tíma, þannig ávinnur þú þér lánsréttindi eftir ákveðnum reglum. Lánstíminn er mjög sveigjanlegur og þú átt lánsréttindin í allt að níu mánuði frá lokun sparnaðar, þótt þú hafirtekið út innstæðuna. Þér er einnig heimilt að safna saman láns- réttindunum í allt að þrjú sparnaðartímabil og ávinna þér þannig aukin réttindi. Það borgar sig að vera forsjáll, ávaxta sumar- launin og tryggja afkomuna næsta vetur. Hringdu eða líttu inn til okkar og kynntu s þér kosti Skólaveltunnar nánar. Skólabók styrklr þlg i náml Skinnamarkaðurinn í Kaupmannahöfn: MINKASKINN HÆKKUÐU UM 42% Á ÁRINU -afkoman betri í mink en ref ásíðasta ári en hægt að ná betri afkomu í refaræktinni Verð á minkaskinnum hefur hækkað um 42% á síðasta ári og telst það vera umtalsverð hækkun á einu ári. Síðasta loðskinnauppboð vetrar- ins í Kaupmannahöfn var haldið 8.-14. maí sl. og voru þar seld refa- og minkaskinn fyrir tæplega 6 mill- jarða ísl. króna. Refaskinn hafa líka hækkað, nema shadow sem nú er á 3% lægra verði en sl. ár. Á íslandi eru skinn af blárefum uppistaða framleiðslunnar og hefur blárefaskinn hækkað um 18%. Alls hafa verið seld 49.549 refask- inn í vetur og meðalverð þeirra hefur verið 1.896,- krónur. Seld minkaskinn eru 28.430 og meðalverð þeirra hefur verið 1.640,-krónur. Heildarsöluverðmæti refaskinnanna er kr. 93.960.669 og minkaskinn- anna kr. 46.633.896,-. íslensk loðsk- inn hafa selst í Kaupmannahöfn fyrirsamtals 140.594.565,- kr. ívetur en síðasta uppboð á framleiðslu ársins 1986 verður í Kaupmann- ahöfn dagana 13.- 15. september í haust. Áætlað er að í vor fæðist rúmlega 100 þúsund minkahvolpar og svipað- ur fjöldi refahvolpa. Afkoman í minkaræktinni hefur verið fremur góð en lakari í refaræktinni einkum vegna þess að stór hluti refaræktar- innar byggir á bláref. Blue frost refaskinn sem eru skinn af blending- um blárefa og silfurrefa hafa verið á mjög háu verði að undanförnu og ef slík skinn væru 40% af refafram- leiðslunni væri meðalverð skinna hér 48% hærra en núverandi meðal- verð sem er um 1900 krónur. í ár er gert ráð fyrir að 15% refaframleið- slunnar hérlendis verði blue frost og gert er ráð fyrir 18% hækkun meðal- verðs vegna breytinga á litaafbrigð- um skinnanna. ABS Mannlaus bíll veldur skemmdum Óskráð ökutæki aftan við Laugaveg 178 rann mannlaus af stað síðdegis á fimmtudag og lauk ekki ferð sinni fyrr en þrír bílar voru stórskemmdir eftir að það hafði rekist utan í þá. Skemmdirnar eru metnar tals- verðar og varð að fjarlægja einn hinna skemmdu bíla með krana- bifreið. þj NYTT OG VANDAD SPORTVEIDIBLAD Nýtt og vandað Sportveiðiblað er nú komið út. Tímasetningin á út- komu blaðsins er hin besta, þar sem veiðimenn eru nú að fara af stað. Efni blaðsins er með fjölbreyttasta móti og margir góðir og þekktir pennar segja frá reynslu sinni af veiðiskap. Nýkjörinn alþingismað- ur, Árni Gunnarsson segir frá eftir- minnilegri veiðiferð í Seyðisá sem fellur í Blöndu. Árni veiddi það sem engann óraði fyrir. Ossur Skarphéðinsson skrifar um. ástarlíf dverghænga, fvar Hinriksson frá Merkinesi skrifar um glæfraveið- istaði, Ingvi Hrafn Jónsson frétta- stjóri spjallar við Guðrúnu Guðjóns- dóttur að sjálfsögðu um laxveiði. Margar aðrar áhugaverðar greinar og viðtöl eru í blaðinu. Minnst er á fjöldann allan af ám. Hofsá í Vopna- firði, Laxá í Aðaldal, Gljúfurá í Borgarfirði, Mýrarkvísl í grennd við Húsavík, Blanda, og Elliðaárnar koma mjög við sögu í blaðinu. Blaðið er rúmar hundrað síður og flestarílit. - ES Gunnar Bender er ritstjóri blaðsins. Hér sést hann í ísveiði, og horfir ánægður á dagsafla. Tímamynd Eggert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.