Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 30. maí 1987 Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Til mikils að vinna Nú þegar slitnað hefur upp úr viðræðum Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Kvennalista er vert að staldra við og gera sér grein fyrir þeim ávinningum sem núverandi stjórnarsamstarf hefur fært samfélaginu. Eitt helsta viðfangsefni núverandi stjórnar var að ná niður verðbólgu. Það tókst. Þá hefur tekist að mynda sjóði til eflingar atvinnulífi og halda við ákveðnum stöðugleika þrátt fyrir margvísleg einkenni um þenslu. Með vissum hætti hafa þegnar landsins orðið að taka á með stjórnvöldum við að koma lagi á efnahagsmálin. Það samstarf stjórnar og þjóðar hefur borið mikinn árangur síðustu fjögur ár, þótt segja megi að þriggja milljarða halli á fjárlögum sé enn hluti af óleystu vandamáli. Til þess halla var stofnað til að leysa vanda láglaunahópa í þjóðfélaginu. Sú ríkisstjórn sem nú situr skilaði af sér þjóðfélagi í tiltölulega góðu jafnvægi. Niðurstöður kosninga bentu til þess að fólk væri almennt mjög ánægt með ríkisstjórn- ina og störf hennar. Sérstaklega nýtur Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, almannahylli. Það virðist því snúa nokkuð öfugt við almennum vilja, þegar áherslu er verið að leggja á myndun samsteypustjórna, sem vegna tilkostnaðar myndu á skömmum tíma sólunda aðfullu árangri liðinnafjögurra ára. Hefur m.a. komið fram, að ef farið hefði verið eftir tillögum Kvennalista í launamálum, til viðbótar þeim þremur milljörðum, sem síðustu samningar kostuðu, þá hefði verðbólgan verið komin upp í 90 stig á skömmum tíma. Allt þetta verður að hafa í huga og auðvitað þurfa menn að tala saman. En einhliða kröfupólitík í stjórnarviðræðum sýnir okkur einfaldlega hvern óraveg við erum á stundum komin frá stjórnmálum stórrar yfirsýnar, þar sem hvorki mannametingur, stólaþörf eða kaupgjaldsmál eru látin ráða ferðinni svo eitthvað sé nefnt af litlu hlutunum, sem oft eru látnir sitja í fyrirrúmi. Stjórnmál eru list hins mögulega. Kröfupólit ík verður hins vegar aldrei metin til listar. Við höfum tekið á okkur þriggja milljarða halla á fjárlögum sem framlag til þjóðarsáttar. Pað er ofætlun að halda að slíkur stórfelldur hallabúskapur geti gengið áfram. Alltof mikill tími og alltof ófrjó umræða hefur farið í kröfupólitík á undanförnum áratugum, svo önnur og brýnni mál hafa ekki komist að. Kröfustefnan endaði í 130% verðbólgu. Það er ljóst að sú stjórn sem nú situr hefur ekki meirihluta á Alþingi. Þó nægir henni fylgi eins þing- manns til viðbótar til að geta afgreitt fjárlög. Þess eru dæmi frá Danmörku og Noregi að þar takist að stjórna þótt ekki sé hreinn meirihluti fyrir hendi. Hér hefur aftur á móti ekki á þetta reynt nema fyrir liggi yfirlýsing flokks utan stjórnar um stuðning. Stjórnamálamenn hér hafa yfirleitt verið tregir til að fara leið hins tæpa meirihluta, eða leið Dana og Norðmanna. Þeir kjósa heldur hreinan og afdráttarlausan meirihluta. Þá getur farið svo vegna hrossakaupa, sem núverandi stjórnar- flokkar hafa sloppið við í sínu samstarfi, að fjögurra ára skynsemi í stjórnarfari verði að engu á skömmum tíma. Framsóknarflokkurinn, undir forustu Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, er reiðubúinn til stjórnarsamstarfs, eins og hann er reiðubúinn til að vera í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil ef svo býður við að horfa. Flokkurinn myndi eðlilega kjósa, að geta með samstarfi hindrað að verðbólguskriðunni verði hrundið af stað að nýju. Hann vill viðhalda því jafnvægi og þeirri þjóðarsátt sem náðist á liðnu tímabili. NNAN TÍÐAR koma álagning- arseðlarnir inn um bréfalúguna og þar með birtist fólkinu í landinu sá skattur sem þeim ber að greiða til samfélagsins á þessu ári. Af sköttunum skulið þið þekkja þá Skattarnir eru eins og allir vita hluti af tekjum hins opinbera sem varið er til hvers konar sameigin- legra þarfa landsmanna, s.s. til heilsugæslu, samgangna, mennta- mála o.s.frv. í orði kveðnu eiga allir að greiða skatta sem á annað borð hafa tekjur yfir einhverju ákveðnu lágmarki, sem á að þýða í reynd að tekjulægsta fólkið, sem er með tekj- ur undir þessu lágmarki sé skatt- laust. Þetta er ekki óeðlilegt þar sem tekjur margra fjölskyldna eru í reynd ekki hærri en sem nemur lágmarksframfærslukostnaði og varla það. Hins vegar verður því ekki á móti mælt að allt of oft eru uppgefnar tekjur engan veginn í samræmi við augljósa eyðslu fólks til einkaþarfa og skattar þess þar af leiðandi lágir eða engir. M.ö.o. þessir einstaklingar stunda annað hvort hrein skattsvik eða þá að skattalögin eru svo vitlaus að þau ná ekki til þessara manna. Alþingi ályktar Undanfarin ár hefur orðið mikil umræða um skattsvik og leiðir til að koma í veg fyrir þau. Því miður hefur þessi umræða að því er virðist ekki náð eyrum ráðamanna þjóðfé- lagsins a.m.k. verður ekki bent á neinar ákveðnar aðgerðir sem hafa skilað þeim árangri sem ætlast er til. Þó hafa þessi mál verið rædd á Alþingi og þar hafa verið samþykkt- ar ályktanir. Hinn 3. maí 1984 samþykkti Al- þingi eftirfarandi þingsályktunartil- lögu: „Alþingi álykuir að fe/a ríkis- stjórninni að koma á fót starfshópi sem í samvinnu við skattyfirvöld hafi það verkefni að gera grein fyrir og leggja mat á eftirfarandi: 1. Umfang skattsvika hérlendis miðað við upplýsingar um þjóðar- tekjur íþjóðhagsreikningum og öðr- um opinberumgögnum annars vegar og upplýsingar um framtaldar tekjur í skattaframtölum hins vegar. 2. Hvort skattsvik megi rckja sérstaklega til ákveðinna starfsstétta og starfsgreina. 3. Umfang söluskattssvika hér á landi. 4. Helstu ástæður fyrir skattsvik- um og hvaða leiðir eru vænlegastar til úrbóta". Málið hefur verið kannað. í framhaldi af samþykkt þessarar ályktunar var skipaður starfshópur til að kanna þessi mál, og skilaði hann áliti til Alþingis í fyrra vor. Þótt ár sé liðið frá útkomu skýrsl- unnar og um hana hafi verið rætt í fjölmiðlum er full ástæða til að minna landsmenn á innihald hennar. Stafar það einkum af tvennu: Annars vegar þeirri staðreynd að skattsvik eru stunduð enn á sama hátt og áður og hins vegar að ekkert raunhæft hefur verið gert til að koma í veg fyrir þau. 4 milljarðar eru ___________týndir______________ í samandregnum niðurstöðum þess starfshóps sem falið var að vinna í samræmi við þessar ályktanir kom fram staðfesting á gífurlegum skattsvikum hér á landi. Niðurstaðan var m.a. sú að um- fang dulinnar starfsemi mætti á árinu 1985 áætla um 6% af vergri þjóðar- framleiðslu eða sem nam 6,5 mill- jörðum króna. „Tap hins opinbera vegna vangoldinna beinna skatta og söluskatts má áætla um 2,5 - 3,0 milljarða króna árið 1985“. Séu þessar tölur framreiknaðar með lánskjaravísitölu til ársins 1987 getur þessi fjárhæð numið á bilinu 3,6 - 4,3 milljarðar, sem er svipuð tala og allur fjárlagahallinn sem stjórnvöld standa ráðþrota frammi fyrir. Hann er ætlað að brúa með lántökum og niðurskurði á opinber- um rekstri og svo að sjálfsögðu með aukinni skattheimtu hjá þeim ein- staklingum sem borga skatta. Væri nú ekki ráð að menn tækju sig saman í andlitinu og réðust í eitt skipti fyrir öll á þessi skattsvik og næðu þeim fjármunum sem ríkis- sjóði ber lögum samkvæmt. Ekkert hefur verið gert Þegar þessi skýrsla kom fram hélt þáverandi og núverandi fjármála- ráðherra Þorsteinn Pálsson blaða- mannafund og kynnti innihald hennar. Þá lýsti hann einnig yfir eindregnum vilja sínum til að ráðast að því þjóðarmeini sem skattsvikin eru og lofaði aðgerðum. Síðan ekki söguna meir. Enginn efast í sjálfu sér um góðan vilj a Þorsteins Pálsson- ar í þessu efni, en skattsvik eru enn við lýði. Einhverjir kunna að segja að fjármálaráðherra hafi lagt fram frumvarp um staðgreiðslukerfi skatta. Það er mikið rétt og allir eru sammála um nauðsyn þess. Hins vegar verður engan veginn séð að staðgreiðslukerfið komi í veg fyrir skattsvik. Þau munu blómstra áfram og auka ójöfnuð í landinu hvort sem skattarnir eru staðgreiddir eða ekki. Annarra ráðstafana er þörf ef þau á að uppræta. Óneitanlega læðist sá grunur að fólki að ráðamenn hafi í raun gefist upp fyrir þessum ófögnuði og láti málin dankast án þess að gera nokkuð raunhæft. Við það verður ekki unað. Vandamálið er stórt og erfitt en það verður að leysa. Ólíðandi er að aðeins launa- fólkið í landinu beri hitann og þung- ann af rekstri samfélagsins. Söluskattssvik í skýrslu nefndarinnar segir eftir- farandi: „Engar óyggjandi leiðireru til að áætla söluskattssvik“.,en gera má ráð fyrir að umfang sölu- skattssvika hér á landi sé um 11% af skiluðum söluskatti. Petta jafngilti um 1,3 millj‘örðum króna 1985.“ Framreiknað til ársins í ár er þessi upphæð um 1,9 milljarðar króna. Ekki er sjáanlegt að nokkuð raun- hæft hafi verið gert til að bæta innheimtu söluskatts. Svindlið er látið afskiptalaust. Minna má á að söluskatt þennan hafa þó neytendur, hinn almenni maður greitt í góðri trú að hann fari í ríkiskassann. Sölu- skatturinn strandar hins vegar hjá viðkomandi aðila sem innheimtir hann og nýtist þeim einstaklingi í einkaneyslu. í skýrslunni segir um þessi sölu- skattssvik: „Sú skoðun er nokkuð ríkjandi að hætta á undandrætti á söluskatti sé mest hjá smærri fyrir- tækjum þar sem selt er beint til neytenda og eigendurnir sjá mest um viðskiptin og skráningu þeirra. Hins vegar er talið að hættan minnki þegar umsvif fyrirtækjanna verða meiri, bókhald stærri fyrirtækja sé oft betra en þeirra smærri og a 1- mennir launþegar annast viðskiptin og skráningu þeirra." Þau atriði sem hér koma fram staðfesta vitneskju almennings um hverjir græða mest á söluskattssvik- unum og skýra mikil umsvif ein- stakra manna sem ekki eru í neinu samræmi við uppgefnar tekjur þeirra. Yfirvöld játa að mikill misbrestur sé á innheimtu söluskattsins. Þau láta hins vegar þar við sitja. Fram hafa komið tillögur um að afnema söluskattinn og taka í hans stað upp virðisaukaskatt. Skiptar skoðanir eru um ágæti hans og reynslan af honum misjöfn þar sem hann er framkvæmdur. Verði hann lögleiddur hér er vonandi að hann skili betri árangri en söluskattskerfið nú. Svo virðist hinsvegar sem umræð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.