Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 23

Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 23
Laugardagur 30. maí 1987 Tíminn 23 SPEGILL Joan Collins kemur til frumsýningarinnar með bros á vör, en reyndar var hún í London til að ná sér eftir skilnaðinn við Peter Holm, sem var henni dýrkeyptur peningalega Diana var þarna heiðursgestur og Joan var kynnt fyrir henni, - en hvað sögðu þær skemmtilegt hvor við aðra ? Lesendur gætu kannski látið sér detta eitthvað sniðugt í hug, - en við lofum engum kampavínsflöskum í verðlaun! A JL JBLuÐVITAÐ voru ljósmyndarar með vélar sínar á lofti þegar tvær svo fallegar og satínklæddar dömur eins og þær eru, Diana prinsessa og Joan Collins kvikmyndastjarna sýna sig. Þær hittust nýlega á frumsýningu í London. Þar var verið að sýna nýja kvikmynd sem nefnd er „84 Charing Cross Road“. Við höfum áður sagt frá þessari mynd í Spegli Tímans, en hún fjallar um bandaríska konu sem stendur í bréfasambandi við eiganda og starfsfólk í bókabúð við Charing Cross Road í London um margra ára skeið, og tekst þarna mjög sterkt vináttusamband bréflega. Bók var skrifuð um þessi samskipti yfir hafið, og síðan gerð kvikmynd. Á frumsýningunni mættu fulltrúar frá ensku hirðinni, meira að segja Elizabeth drottningarmóðir. En það voru tvær konur, sem vöktu þarna mesta athygli og Ijósmyndablossarnir voru eins og skothríð þegar þær Diana og Joan hittust. Myndir birtust af þeim í mörgum blöðum, en eitt vikublað gerði sér enn meiri mat úr myndunum með því að stofna til samkeppni um hver orðaskipti þessara frægðarkvenna hefðu verið. Þær sjást brosa blíðlega, en enginn veit hvað þeim fór á milli. Blaðið biður lesendur sína að koma með sniðugar tillögur um samtal þeirra. Svo átti að verð- launa bestu myndatextana með kampavínsflöskum. Laugardagur 30. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" Pétur Pét- ursson sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustugrein- um dagblaðanna en síðan heldur Pétur áfram að kynna morgunlögin. Fróttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fróttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.15 ( garðinum. með Hafsteini Hafliðasyni. (Endurtekinn þáttur frá miðvikudegi). 9.30 í morgunmund Þáttur fyrír börn í tali og tónum. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akur- eyri) 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. Tilkynningar 11.00 Vísindaþátturinn. Umsjón: Stefán Jökuls- son. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklað á stóru í dagskrá útvarps og sjónvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. • 12.00 Hér og nú. Fréttir og fréttaþáttur í vikulokin í umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Hér og nú, framhald. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Síðdegistónleikar. a. „Semiramide", for- leikur eftir Gioacchino Rossini. Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leikur; Claudio Abbado stjórnar. b. Píanókonsert nr. 3 í d-moll op. 30 eftir Segej Rakhmaninoff. LazarBermanog Sinfóniuhljóm-. sveit Lundúna leika; Claudio Abbado stjórnar. 18.00Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Káta ekkian“ eftir Franz Lehar. Herta Talman, Sandor Konya, Willy Hofman og Franz Fehringer syngja lög úr óperettunni með kór og hljómsveit undir stjóm Franz Marszaleks. 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Bjami Marteins- son. 20.30 Úr heimi þjóðsagnanna. Þríðji þáttur: Narfi, tafri, bol, bol, bol. Umsjón: Anna Einarsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir. Lesari með þeim: Arnar Jónsson. Knútur R. Magnússon og Sigurður Einarsson völdu tónlistina. (Áður útvarpað í október 1985). 21.00 íslenskt einsöngslög. Sigurður Bjömsson syngur lög eftir Gylfa Þ. Gíslason og Áma BJömsson. Agnes Löve leikur með á píanó. 21.20 Á réttri hillu Umsjón: öm Ingi. (Frá Akur- eyri). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 23.00 Danslög. 24.00 Fréttir 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón örn Marin- ósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á samtengdum rásum til 1.00 Næturútvarp. Hreinn Valdimarsson stendur vaktina. 6.00 í bítið - Rósa Guðný Þórsdóttir kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.03 Tíu dropar. NN kynnir lög af ýmsu tagi og upp úr kl. 10.00 drekka gestir hans morgunkaffið hlustendum til samlætis. 11.00 Lukkupotturinn. Bjarni Dagur Jónsson sér um þáttinn. 12.45 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. (Þátturinn verður endurtekinn aðfaranótt þriðju- dags kl. 02.00). 14.00 Poppgátan. Gunnlaugur Sigfússon og Jónatan Garðarsson stýra spurningaþætti um dægurtónlist. (Þátturinn verður endurtekinn n.k. þriðjudagskvöld kl. 21.00). 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, íþróttir og sitthvað fleira í umsjá Sigurðar Sverrissonar og íþróttafréttamannanna Ingólfs Hannessonar og Samúels Arnar Erlingssonar. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. Svavar Gests rekur sögu íslenskra söngflokka í tali og tónum. 18.00 Tilbrigði Þáttur í umsjá Hönnu G. Sigurðar- dóttur. (Þátturinn verður endurtekinn aðfaranótt miðvikudags kl. 02.00). 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Með sínu lagi: Umsjón: Guðrún Gunnars- dóttir. 20.00 Rokkbomsan - Þorsteinn G. Gunnarsson. 21.00 Á mörkunum - Jóhann Ólafur Ingvason. (Frá Akureyri) 22.05 Snúningur Vignir Sveinsson kynnir gömul og ný dægurlög. 00.05 Næturútvarp Georg Magnússon stendur vaktina til morguns. Fréttir sagðar kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.00, 16.00,18.30, 22.00 og 24.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. Um að gera. Þáttur fyrir unglinga og skólafólk. Laugardagur 30. maí 15.55 íslandsmótið í knattspyrnu. Akranes- Fram. Bein útsending. 18.00 Garðrækt. 5. Kartöfiugarðurinn. Norskur myndaflokkur í tíu þáttum. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision - Norska sjónvarpið) 18.30 Leyndardómar gullborganna (Mysteríous Cities of Gold). Þriðji þáttur. Teiknimynda- flokkur um þrjú börn og félaga þeirra í leit að gullborg í Suður-Ameríku átímum landvinninga Spánverja þar í álfu. Þýðandi Sigurgeir Stein- grímsson. 19.00 Ævintýri frá ýmsum löndum. Undra- læknirinn (34). (Storybook International) Sögu- maður Helga Jónsdóttir. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Stóra stundin okkar. Umsjónarmaður Elísabet Brekkan. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Lottó 20.40 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) - 19. þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur með Bill Cosby í titilhlutverki. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 21.10 Sjúkraliði að engu liði. (The Disorderly Orderly) Bandarísk gamanmynd frá 1964. Leik- stjóri Frank Tashlin. Aðalhlutverk Jerry Lewis og Glenda Farrell. Myndin er um klaufskan en góðhjartaðan sjúkraliða og axarsköft hans i leik og starfi. Þýðandi Baldur Hólmgeirsson. 22.40 Grein 22 (Catch 22) Bandarísk bíómynd frá 1970 gerð eftir samnefndri metsölubók Joseph Hellers. Leikstjóri Mike Nichols. Leikendur: Alan Arkin, Martin Balsam, Richard Benjamín, Art Garfunkel, Jack Gulford, Anthony Perkins, Orson Welles o.fl. Myndin gerist á Ítalíu í heimsstyrjöldinni síðari og lýsir lífi bandarískra flugliða ( árásarferðum og tómstundum. Atriði í myndinni eru ekki við bama hæfi. Þýðandi Reynir Harðarsson. 00.35 Dagskráriok ti r? STOÐ2 Laugardagur 30. maí 9.00 Kum, Kum. Teiknimynd. 09.25 Jógi bjöm. Teiknimynd. 09.50 Ógnvaldurinn Lúsí (Lucia). Leikin barna- mynd. 10.15 Garpamir. Teiknimynd. 10.15 Þrumufuglamir. Teiknimynd. 11.00 Furðubúarnir. Teiknimynd. 11.30 Fimmtán ára (Fifteen). I þessum þáttum fara unglingar með öll hlutverk. 12.00 Hlé. 16.00 Ættarveldið (Dynasty). Krystle hugleiðir ást- arsamband utan hjónabands. 16.45 Myndrokk. 17.05 Bíladella (Automania) Ný bresk þáttaröð í léttum dúr sem greinir frá sögu bílsins. Hönnun og útlit bíla, fyrr og nú, er viðfangsefni þessa þáttar. 17.30 NBA - Körfuboltinn. Umsjónarmaður Heimir Karlsson. 19.05 Kóalabjöminn Snari. Teiknimynd. 19.30 Fréttir 20.00 Undirheimar Miami (Miami Vice). Banda- rískur spennuþáttur með Don Johnson og Philip Michael Thomson í aðalhlutverkum. Tubbs og Crockett komast í návígi við klám og vændi í þessum þætti. . 20.50 Dans á rósum (Wilde’s Domain). Ný áströlsk . sjónvarpsmynd. Myndin greinir frá þremur kyn- slóðum Wilde fjölskyldunnar, sem hefur það að atvinnu að skemmta almenningi. 22.55 Buffalo Bill. Bandarískur gamanþáttur með Dabney Coleman og Joanna Cassidy í aðalhlut- verkum. Bill fær hjálp áhorfenda til þess að kria út símanúmer hjá leikstjóra nokkrum og leggur hann allt í sölurnartil að fá hlutverk í framhalds- þætti. 23.20Píslarblómið (Passion Flower). Ný banda- rísk kvikmynd með Barbara Hersey, Bruce Boxleitner, Nicole Williamson og John Walters í aðalhlutverkum. Leikstjórí er Joseph Sargent. Myndin gerist í Singapore og fjallar um ungan mann sem er að hefja feril sinn í viðskiptalífinu. Hann kynnist giftri konu, dóttur vellauðugs Breta sem hagnast hefur á smygli og öðrum vafasömum viðskiptaháttum. Fyrr en varir er ungi maðurinn flæktur ( mun alvarlegri mál en hann hefur áður kynnst. 01.15 Myndrokk. 03.00 Dagskráriok. Laugardagur 30. maí 8.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 8.00 og 10.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.00-15.0C Ásgeir Tómasson á léttum laugar- degi. öll gömlu uppáhaldslögin á sínum stað. Fréttir ki. 14.00. 15.00-17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Jón Gúst- afsson leikur 40 vinsælustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00-19.00 Laugardagspopp á Byigjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. Fréttir kl. 18.00. 19.00-21.00 Rósa Guðbjartsdóttir lítur yfir atburði síðustu daga leikur tónlist og spjallar við gesti. Fréttir kl. 19.00. .21.00-23.00 Anna Þorláksdóttir i laugardags- skapi. Anna trekkir upp fyrir helgina. 23.00-04.00 Þorstelnn Asgelrsson, nátthrafn Bylgjunnar heldur uppi helgarstuðinu. 4.00- 8.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gíslason með tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn, og hina sem snemma fara á fætur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.