Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT AUSTUR-BERLÍN -Var- sjárbandalagiö lagöi til aö viö- ræöur yröu teknar upp fyrir lok þessa árs viö NATO um land- varnir og leiðir til aö jafna herstyrk þessara tveggja bandalaga. Tillaga þessi var birt í skjali sem leiötogar Var- sjárbandalagsríkjanna sjö rit- uöu undir eftir tveggja daga fund þeirra í Austur-Berlín. LUNDÚNIR - íranstjórn mótmælti harðlega „ólöglegri handtöku" stjórnarerindreka síns í Manchester á Englandi. Mótmæli írana komu skömmu eftir aö breska utanríkisráðu- neytiö hafði tilkynnt aö háttsett- um breskum stjórnarerindreka heföi verið rænt í Teheran. MOSKVA - Sovéskir hern- aðarsérfræðingar voru í gær aö rannsaka hvernig ungum Vestur-Þjóðverja tókst aö fljúga frá Helsinki oa lenda vél sinni í grennd við Kreml í fyrrakvöld. Samkvæmt heim- ildum voru yfirvöld þar eystra aö kanna hvaöa leiö flugmað- urinn flaug og hvernig staðið heföi á því að honum heföi tekist aö komast alla leiö til Moskvu án þess aö eftir væri tekiö. COLOMBO - Stjórnvöld á Sri Lanka sögðu heri sína hafa náö nær algjörum yfirráöum á Jaffnaskaganum en þar hafa skæruliöar tamila veriö hvaö sterkastir. TOKYO - Yasuhiro Nakas- one forsætisráöherra Japans lét undan þrýstingi og tilkynnti um ráöstafanir sem miða aö því koma efnahag Japana á réttan kjöl. Þessar áætlanir voru verulega frábrugðnar þeim ströngu efnahagsráð- stöfunum sem Nakasone hefur hingað til mælt fyrir. JÓHANNESARBORG- Öryggissveitir í Suöur-Afríku hafa leyst mörg hundruö blökkubörn úr haldi. Þeim var haldið í fangelsi án réttarhalda í nafni neyðarástandslaganna. BUENOS AIRES - Arg- entínska þingiö reyndi aö friða herinn meö því samþykkja til- lögu þar sem mikil takmörk eru sett á réttarhöld yfir hermönn- um vegna mannréttindabrota. SUVA - Landsstjórinn á Fiji- eyjum lýsti yfir að ástand væri ao færast í venjulegt horf eftir að hermenn undir forystu Sit- iveni Rabuka herforingja geröu stjórnarbyltingu fyrr í þessum mánuði. Landsstjórinn baö verkalýösfélög í Ástralíu og á Nýja Sjálandi að aflétta banni á flutninga til Fijieyja þar sem matvælaskortur væri yfirvof- andi. lillllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND Laugardagur 30. maí 1987 Verður bandaríski fáninn neistinn að miklu báli? - Búist er viö aö fyrsta olíuflutningaskipið frá Kuwait sigli undir fána Bandaríkjanna st rax í næstu viku Ólga í Persaflóanum: Olíuflutningaskip við höfn í Persaflóanunt: Hættulegar siglingar. Reuter - Reagan Bandaríkjaforseti sam- þykkti í gær áætlun um að vernda skip er sigldu um Persaflóann undir fána Bandaríkjanna eftir að hafa hlýtt á röksemdir sinna helstu ráð- gjafa. Áður hafði George Shultz utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna sagt að stjórn sín hefði engan áhuga á að flækja sér í Persaflóastríðið en engu að sfður væri jafnvel nauðsynlegt að setja upp herflugvöll á svæðinu til að vernda skip er sigldu undir banda- rískum fána inn og út flóann. „Bandaríkin hafa ekki í hyggju að hafa bein afskipti af stríði írana og íraka. Við ætlum ekki í stríð við hvorugan aðila,“ sagði Shultz í sam- tali við blaðamenn. Utanríkisráðherrann var hins veg- ar ítrekað spurður að þvt hvort ákvörðunin um að olíuflutningaskip frá Kuwait sigldu undir fána Banda- ríkjanna, þýddi ekki í raun að stríð við írana væri óhjákvæmilegt þar sem íranar hefðu margoft gert árásir á skip Kuwaitbúa vegna stuðnings þeirra við íraka. Shultz neitaði jafn- oft og sagði að fánabreytingin á þeim ellefu skipum sem um væri að ræða væri aðeins spurning um að halda við frjálsum skipasiglingum. Gert er ráð fyrir að fyrsta skipið af þessum ellefu sigli undir þjóðfána Bandaríkjanna strax í næstu viku. Ali Khamenei forseti írans var harðorður í garð Bandaríkjanna í vikunni og voru þau ummæli höfð eftir honum að hann væri sannfærður um að bandarísku heimsvaldasinn- arnir myndu hörfa frá Persaflóanum með skömm. „Við munum aldrei láta undan þrýstingi," sagði Khamenei. Þá sagði Margrét Thatcher í gær að stjórn hennar myndi taka til íhugunar hverja þá formlegu ósk sem bærist frá Reaganstjórninni um hjálp við að vernda skipasiglingar urn Persaflóann. Thatcher sagði á blaðamannafundi sem haldinn var vegna kosningabaráttunnar í land- inu að tvö eða þrjú bresk herskip væru á siglingu í Persaflóanum og nauðsynlegt væri að halda skipaleið- um opnum á þessu svæði. íranar hafa gert nokkrar árásir á olíuflutningaskip frá Kuwait það sem af er þessu ári og hafa ekki gefið í skyn að þeir hyggist hætta þeim, jafnvel þó skipin sigli undir fána Bandaríkjanna. Látum ástina blómstra Argentína: Samþykki veitt fyrir nýrri höfuðborg Buenos Aires-Reutcr Fulltrúadeild argentínska þingsins samþykkti í vikunni tillögu um að flytja höfuðborg landsins til Suður- "Patagóníu. Þetta var fyrsti ntikilvægi sigur Raul Alfonsín forseta í baráttu hans við að breyta stjórnmálaskipu- | laginu í landinu. Öldungadeildin hafði áður greitt atkvæði með tillögu þessari og full- trúadeildin fór að dæmi hennar og samþykkti flutninginn með 146 at- kvæðum gegn 17. „Þetta mun sannarlega opna nýja leið til skipulagsbreytinga sem koma mun landinu til góða,“ sagði Miguel Srur meðlimur Róttæka flokksins, flokks Alfonsín forseta. Tillagan, sem verður að lögum þegar forsetinn hefur sett undirskrift sína við, gerir ráð fyrir nýrri höfu- ðborg á svæði því sem bæirnir Vi- edma og Carmen De Patagónes taka nú yfir. Þessir bæir eru um þúsund kílómetra suður af Buenos Aires, núverandi höfuðborg, rétt við jaðar mikillar og eyðilegrar hásléttu sem kallast Patagónía. Alfonsín heldur því fram að nauð- synlegt sé að færa höfuðborgina til að draga úr fólksflóttanum til Buen- os Aires og skriffinnskuveldinu þar. Meira en þriðjungur Argentínu- manna býr í Buenos Aires eða nágrenni borgarinnar og þangað hef- ur mikið af þeim völdum sem áður voru í höndunt héraðsstjórna flust á undanförnum árum. Aachenborg í Vestur-Þýskalandi: Kissinger fékk Karlamagnús verðlaunin Fangi að nóttu, f rjáls að degi Santiago • Reuter Juan Pablo Cardenas, blaða- maðurinn frá Chile scm nýlega hlaut verðlaun alþjóðasamtaka ritstjóra, verður næstu átján mán- uðina fangi að nóttu til en frjáls að degi til. Það var hæstiréttur landsins scm kvað þennan dóm yfir blaðamanninum. Cardenas fór til Helsinki í Finnlandi í vikunni til að taka við verðlaununum sem kennd eru við hinn gullna penna frelsisins. Til þcss þurfti hann sérstakt leyfi en áður hafði hann áfrýjað dómi sem kveðinn hafði verið upp yfir honum. Sá dómur hljóðaði upp á fangelsisvist í 541 dag. Æðsti dómstóll landsins stað- festi síðan í gær þennan dóm utan þess að Cardenas gæti tekið hann út á nóttunni en yrði frjáls að degi til. Cardenas var upphaflega dæmdur fyrir slúður gegn Aug- usto Pinochet forseta landsins í greinum sem hann skrifaði í viku- blað á síðasta ári. Auchcn - Reuter Borgaryfirvöld í Aachen í Vestur- Þýskalandi hafa sæmt Henry Kiss- inger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna verðlaunum, sem kennd eru við Karlamagnús keisara hins heilaga rómverska keisaradæm- is á árunum 800-814, fyrir störf í þágu einingar Evrópu. Kissinger sagði í ræðu, sent hann hélt af þessu tilefni, að Bandaríkja- stjórn þyrfti að gera bandalagsríkj- um sínum ljóst að áhugi Bandaríkja- manna á vörnum Evrópu lægi í hjörtum þeirra sjálfra, ekki í því hversu margar bandarískar kjarn- orkuflaugar væru staðsettar á me- ginlandi Evrópu. Kissinger ræddi um hugsanlegt samkomulag ntilli stórveldanna um að fjarlægja meðaldrægar og skammdrægar kjarnaflaugar frá Evr- ópu og sagði að ef bandarískar flaugar yrðu fjarlægðar frá Evrópu gætu Bretar og Frakkar samtvinnað kjarnorkuvarnir sínar og aukið þannig öryggi Vestur- Evrópuríkja. Ekki voru allir ánægðir með að Kissinger skyldi sæmdur verð-i laununum og nokkur hundruð mót- mælendur komu saman fyrir utan ráðhúsið í Aachen á meðan á athöfn- inni stóð. Héldu sumir á spjöldum þar sem minnt var á þátt Kissingers í Víetnamstríðinu og nokkrir skvettu málningu á bíl hans þegar hann hélt á brott. - er slagorð nektar- sýningardömunnar Róm - Reutcr Nektarsýningardaman Ilona Staller, sem er í framboði til þings í kosningunum á Ítalíu í næsta mánuði, sýndi brjóst sín fyrir framan þinghúsið í vikunni og sagði nærstöddum að tími væri til kominn að láta ástina blómstra. Staller er þekktasta „pornó- stjarna“ þeirra ítala og hefur lögregla oft haft afskipti af sýn- ingum hennar. Hún er nú í fram- boði fyrir Róttæka flokkinn fyrir kosningarnar þann 14. júní og berst fyrir að ná sæti i neðri deild þingsins. Staller kann að vekja athygli á sér og á uppstigningardag var hún mætt fyrir framan þinghúsið í Róm, klædd, að nokkru leyti, í bleik föt og umkringd lögreglu- mönnum og Ijósmyndurum sem fengu að berja brjóst hennar augum. „Látum ástina blómstra, látum lífið blómstra," sagði Staller. Framboð hennar hefur vakið verulcga athygli á Ítalíu, bæði meðal almennings og stjórnmála- manna. Giulio Andreotti, sem gegnir embætti utanríkisráðherra um þessar mundir, sagði t.d. í vikunni að hann hefði ekkert á móti því að Staller tæki sæti á þingi, svo lengi sem hún vær klædd í föt sín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.