Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 30. maí 1987
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Innritun fyrir skólaáriö 1987-1988.
Innritun fer fram dagana 1.-4. júní aö báöum
dögum meðtöldum. Innritað veröur í eftirtalið nám:
1. Samningsbundiö iönnám. (Námssamningur
fylgi umsókn nýnema.)
2. Grunndeild í bókagerö.
3. Grunndeild í fataiðnum.
4. Grunndeild í háriðnum.
5. Grunndeild í málmiðnum.
6. Grunndeild í rafiönum.
7. Grunndeild í tréiönum.
8. Framhaldsdeild í bifreiöasmíöi
9. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun.
10. Framhaldsdeild í bókagerð.
11. Framhaldsdeild í hárgreiðslu.
12. Framhaldsdeild í hárskurði.
13. Framhaldsdeild í húsasmíöi.
14. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði.
15. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun.
16. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun.
17. Framhaldsdeild í vélsmíöi og rennismíöi.
18. Almennt nám.
19. Fornám.
20. Meistaranám (Sveinsbréf fylgi umsókn).
21. Rafsuðu.
22. Tæknibraut.
23. Tækniteiknun.
24. Tölvubraut.
25. Öldungadeild í bókagerðargreinum.
26. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og
rafeindavirkjun.
Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík frá kl.
10.00 til 18.00 alla innritunardagana og í Miö-
bæjarskólanum 1. og 2. júní.
Öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit
prófskírteina.
Iðnskólinn í Reykjavík.
Grasfræ — Grasfræ
Höfum til afgreiðslu strax:
ADDA-vallarfoxgras
í 50 kg sk., kr. 83.- pr. kg
LEIK-túnvingull
í 25 kg sk., kr. 130.- pr. kg
PIMO-vallarsveifgras
í 50 kg. sk., kr. 288.- pr. kg
Gerið verðsamanburð.
Hafið samband við sölumenn
til að tryggja tímanlega
afgreiðslu.
Kennarar
skólastjórastaða
Laus er til umsóknar skólastjórastaða við Brekku
bæjarskóla Akranesi.
Upplýsingar veita skólastjóri Viktor Guðlaugsson
vinnusími 1388, heimasími 93-2820, yfirkennari
Ingvar Ingvarsson vinnusími 2012 heimasími
93-3090 og formaður skólanefndar Elísabet Jó-
hannesdóttir sími 2304.
Umsóknarfrestur er til 10. júní.
Skólanefnd
Fyrsta Magnhúsið er nú fokhelt í Borgarnesi.
Tímamvnd: Magnús
Fyrsta Magnhúsið
Frá Magnúsi Magnússyni fréttaritara Tímans í
Borgarfiröi:
í Borgarnesi er nú fokhelt fyrsta
hús sinnar tegundar, svokallað
Magnhús.
Frumkvöðull að byggingu Magn-
húsa er Magnús Thorvaldsson,
blikksmiður úr Borgarnesi, hefur
hann einnig hannað þau.
Magnhús samanstanda úr stöðluð-
um einingum, sem auðvelt er að
setja saman, eru þær reistar á steypt-
um grunni. Sá kostur fylgir einingum
þessum að auðvelt á að vera að
AUR-
SKRIDA
w
A
EYRAR-
VEG
Fáeina metra frá nyrstu íbúðar-
húsum á ísafirði féll um s.l. helgi
nokkuð stór aurskriða yfir Eyrarveg,
en það er vegurinn til Hnífsdals.
Fetta er fjölfarin leið og var mesta
mildi að ekki hlutust slys af. Umferð
stöðvaðist í rúmlega tvo tíma og var
lengi vel ekkert hægt að aðhafast
annað en að fylgjast með rennsli
skriðunnar sem varði í u.þ.b. 30
mínútur. Eins og sjá má af Tíma-
myndinni átti skriðan upptök sín
efst í fjallinu og kom hún niður í
hjallaþyrpingu ísfirðinga. Er nú ein-
um hjallinum færra þar við veginn,
því að skriðan hreif hann með sér í
sjó frant. -KB
Aurskriðan var frekar stórgrýtt.
Tímamynd Kristján
breyta uppröðun þeirra og bæta við
húsin. Einingarnar eru boltaðar
saman, þannig að Iítið þarf af verk-
færum við uppsetningu húsanna.
Tilraunahús þetta stendur í nýlegu
íbúðarhúsahverfi í Bjargslandi í
Borgarnesi, við götuna Mávaklett.
Húsið er 145 m2 að stærð og er hið
reisulegasta að sjá, þó hálfklárað sé.
Verktakar við byggingu hússins er
Byggingarfélagið Borg. Að sögn eig-
enda Borgar hafa ýmsir gallar komið
í ljós á hönnun hússins, en úr þeim
hefur verið reynt að bæta. Einkum
segja smiðirnir að húsið sé óþarflega
efnismikið, m.v. timburhús almennt
og fyrir bragðið verður það dýrt.
Sennilega mun húsið kosta um 6
milljónir fullklárað. Um það má svo
e.t.v. deila hvort það sé mikill kostn-
aður, ef tekið er tillit til þess að hér
er um algjöra nýjung og tilraun að
ræða. Stefnt er að því að smíði
hússins verði lokið í september í
haust og verður þá fróðlegt að sjá
gripinn.
Sala plantna í húsagarða að hefjast:
Fékk rabarbara en
vildi bjarnarkló
Kunna að vera svipaðar útlits í fyrstu
I fyrravor keypti plöntuáhuga-
maður fjölæra plöntu í Blómavali,
svonefnda bjarnarkló, til gróður-
setningar í garði sínum. Plantan
dafnaði og óx og síðla sumars fór
enginn í grafgötur með, að bjarnar-
klóin, sem búist var við að breiddi
blöð sín mót sólu, reyndist vera
rabarbari. Að vísu talsvert æðri
rabarbari, en sá sem yfirleitt er
maskaður í sultu, en rabarbari engu
að síður. Hann er á íslensku nefndur
skrautrabarbari eða skrautsúra en
latneskt heiti er Rheum palmatum.
„Bjarnarkló er annarrar ættar en
rabarbari og við nefnum hana gjarn-
an risahvönn líka. Við vorum með
sérstaka skrautrabarbara, sem voru
seldir samhliða fjölærum jurtum.
Blöð þessa rabarbara svipar lítillega
til blaða bjarnarklónnar," sagði Lára
Jónsdóttir, garðyrkjumaður hjá
Blómavali. Hún sagði að unt þessar
mundir væri sala á plöntum til gróð-
ursetningar í húsagörðum að hefjast
og í nógu að snúast. Mistök sem
þessi væru samt afar sjaldgæf.
þj
Bjarnarkló, sem búist var við að
skreytti garðinn, en reyndist svo
vera rabarbari. Tímamynd: Pjetur