Tíminn - 30.05.1987, Side 3

Tíminn - 30.05.1987, Side 3
Laugardagur 30. maí 1987 Tíminn 3 Um 330 „heildsalar“ í útflutningi en 6.000 í innflutningi: Bændur tvöfalt fleiri en heild- salar 1977 - jafnmargir 1987 - Heildsölum stórfjölgaöi með frjálsu álagningunni Starfsliði í heildsölum tók allt í einu að stórfjölga hlutfallslega um leið og álagning var gefin frjáls, eða sem nemur um 600-700 manns fyrstu tvö frelsisárin. Frá árinu 1977 til 1983 fjölgaði starfsliði í heildsölu um 175 manns (ársverk) að meðaltali á ári, sem samsvaraði nokkurn veg- inn fjölgun vinnuafls í landinu. Fyrsta „frelsisárið" 1984 fjölgaði „heildsölunum" hins vegar um 400 manns og árið 1985 um 600 manns,en lengra ná skýrslur Þjóð- hagsstofnunar ekki ennþá. „Frelsið" byrjaði á matvörunni 1. mars 1984 og síðan tók við hver vöruflokkurinn af öðrum. „Arðbær“ störf og „óarðbær“ f ljósi þess að varla er svo opnað blað að ekki sé talað um nauðsyn á fækkun bænda, vegna þess að störf þeirra séu óarðbær, er ekki síður athyglivert að fjölgun „heildsala" um nær 2.200 manns á þeim áratug sem hér um ræðir, helst nánast í hendur við fækkun „bænda“. Um nauðsyn á fækkun heildsala sést þó fátt á prenti, enda líklega um „arðbær“ störf að ræða, samkvæmt nýjustu Bergen-könnun Verðlags- stofnunar. Bændavandamálið felst sem kunnugt er í því að þrátt fyrir stórfækkun í stéttinni eru þeir enn of duglegir að framleiða. Um slíka ósvinnu hefur engum þótt ástæða til að saka heildsalana þrátt fyrir þús- unda fjölgun í stéttinni. Útflutningsbætur og „innflutningsbætur“ Sá er og annar munur á, að útflutningsbæturnar á offramleiddar búvörur standa stórum stöfum í fjárlögunum. 2.800 milljóna “inn- flutningsbæturnar" (20% á innflutn- ingsverð) eru hins vegar hvergi skráðar sérstaklega í þjóðhagsreikn- ingum. (Enda að sumra áliti fremur að finna í erlendum bankabókum.) „Bændur“ tvöfalt fleiri en „heildsalar111977 -jafn margir 1987 Árið 1977 taldist vinnuafl í land- búnaði (svína-, fugla-, ioðdýra-, garðyrkju- og fóðurframleiðslubú ásamt refaskyttum) um 9.300 manns, en hefur síðan fækkað jafnt og þétt um 200 að meðaltali á ári niður í um 7.300. Fyrir áratug var vinnuafl í heildsölu um 4.580 manns, eða tæpur helmingur af vinnuafli í landbúnaði. Því hefur sem fyrr segir fjölgað upp í um 6.750 og ekki ósennilegt að vinnuafl í landbúnaði og heildsölum hafi orðið álíka margt árið 1986 eða í kringum 7.000 í hvorri grein. Fremur hugsjónir en launin sem laða að? Tæpast virðast þó launin sem laða menn út í stofnun heildsölufyrir- tækja. Samkvæmt launamiðum þeim er Þjóðhagsstofnun hefur úr að vinna, rétt lafa eigendur heildsölu- fyrirtækjanna í að ná meðallaunum á við launþegana sem hjá þeim starfa, þar sem sendlar og símastú Ik- ur eru þó meðtalin. Fækkun „bænda“ vegna bágrar afkomu bendir kannski til að þeir séu ekki eins þjóðholl stétt? Verslunarmaður á 5. hverju heimili Þá sýnist forvitnilegt af hverju vinnuafli í heildsölum hefurá síðasta áratug fjölgað miklu meira en vinnu- afli í smásöluverslun, sem halda mætti að aukin þjónusta við neyt- endur byggðist þó ekki síst á. Árið 1977 voru „smásalar" 50% fleiri en „heildsalarnir" en aðeins 30% fleiri 1985. Samtals var vinnuafl í verslun þá um 15.600 manns, og því að meðaltali einn „verslunarmaður" í 5. hverri íbúð í landinu. Aðeins 350 til að sjá um útflutninginn en 6.000 að annast innflutninginn Athyglivert er einnig, að af öllu þessu hátt á 7. þúsund manna vinn- uafli í heildsölu árið 1985 voru aðeins 354 ársverk launþega í 38 fyrirtækjum skráð í útflutningsversl- un íslendinga, samkvæmt atvinnu- vegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar. Um 6 þúsund ársverk (þar af um 400 eigendur) í um 1.500 fyrirtækjum voru því að fást við innflutninginn og innanlandsviðskiptin, eða um 17 sinnum fleiri en í útflutningsverslun- inni. Og samt virðast innflutnings- heildsalarnir þurfa að njóta drjúgrar og dýrrar aðstoðar danskra heildsala við innflutninginn, sé hann eitthvað lengra að kominn, eins og áður hefur komið fram í Tímanum. Fjölgunin mest í matvöru, „tuskum" og tækjum - engin í áfengi og olíu Fyrrnefnd 1.500 heildsölufyrir- tæki skiptust þannig að 3 tilheyrðu dreifingu áfengis og tóbaks, 63 voru í dreifingu á bensíni og olíum, 122 í byggingavöruverslunum, 165 í sölu bíla og varahluta og 1.140 í annarri heildverslun. En einmitt í síðast- talda liðnum (matvöru, fatnaði, raf- magns- og heimilistækjum t.d.) hef- ur fjölgunin verið miklu hraðari en í fyrrtöldu greinunum, t.d. um 250 manns á milli 1984 og 1985, þ.e. um 12% á einu ári. 1 áfenginu og olíunni hefur starfsliði á hinn bógin ekkert fjölgað í heilan áratug, þótt mikil söluaukning hafi orðið í þeim vörum ekki síður en öðrum. Umboðslaun flokkuð með mútum í Bandaríkjunum? Hvort 20% „innflutningsbæturn- ar“ sem að framan grcinir felast fremur í norrænum „nýlenduskatti“ eða erlendum umboðslaunum, nema hvorttveggja sé, greinir menn nokk- uð á. Framkvæmdastjóri Félags ísl. stórkaupmanna sagði ekki um um- boðslaun að ræða á þeim vörum sem athugaðar voru í Bergenkönnun- inni, en fullyrti ekki meira og gat ekki gefið skýringu á 20% hærra innkaupsverði. Stórheildsali sem Tíminn ræddi við fullyrti hins vegar að töluvert væri enn um slík umboðslaun. Ástæðuna sagði hann þá, að lög tækju ennþá ekki af öll tvímæli um að álagning skuli vera frjáls. Heild- salar sem hafi tekið erlend umboð- slaun geti haldið því áfram, en ef þeir sleppi þeim væri nánast ómögu- legt að fá þau á ný, þar sem slík umboðslaun tíðkist yfirleitt ekki lengur í viðskiptaheiminum og sé jafnvel litið á þau sem einskonar mútur t.d. í Bandaríkjunum. Heild- salar teldu því vissara að hafa allan varann á og halda umboðslaununum ef þeir sætu einn daginn uppi með „kommastjórn", sem vís væri til að taka upp verðlagshöft á ný. Þetta taldi umræddur heildsali flokkast undir nokkurskonar varúðarráðstöf- un, en hins vegar nokkuð gróft að halda umboðslaununum og stór- hækka jafnframt álagninguna hér heima, sem hann telur sig sjá ýmiss dæmi um. - HEI SVR 1987 1. júní - 28. ágúst LEIDIR 02-12 Ferðatíðni á leiðum 02-12 verður 20 mín. frá kl. 07-19 mánud. - föstud. Tíðni verður óbreytt kvöld og helgar og á öðrum leiðum. Nánari upplýsingar í leiðabók og á viðkomustöðum vagnanna. LEID FRA: MIN. YFIR HEILA KLST. 02 GRANDAGARÐI 13 33 53 02 SKEIÐARVOGI 35 55 15 03 SUÐURSTRÖND 17 37 57 03 HÁALEITISBRAUT 09 29 49 04 ÆGISÍÐU 05 25 45 04 HOLTAVEGI 42 02 22 05 SKELJANESI 03 23 43 05 LANGHOLTSVEGI 28 48 08 06 IÆKJARTORGI 15 35 55 06 ÓSLANDI 36 56 16 07 IÆtKJARTORGI 05 25 45 07 ÓSLANDI 19 39 59 08 HLEMMI 13 33 53 08 GRENSÁSI 28 48 08 09 HLEMMI 13 33 53 09 GRENSÁSI 28 48 08 10 HLEMMI 05 25 45 10 ÞINGÁSI 28 48 08 11 HLEMMI 00 20 40 11 SKÓGARSELI 22 40 02 12 HLEMMI 05 25 45 12 ÁLFTAHÓLUM 27 47 07 Aðrar breytingar: LEIÐ 02 [ Kvöld og helgar verður LEIÐ 15A Er flýtt um 2 mínútur. vögnunum flýtt frá Öldu- granda að Lækjartorgi. LEIÐ 15B Vagninn ekur um Borgar- LEIDIR 08/09 ! Hætta akstri um Stakkahlíð. mýri á leið í Grafarvog árdegis, en síðdegis á leið frá Grafarv'ogi. Aka á 20 mín. fresti. LEIÐ | 10 j Ekur í öllum ferðum að LEID | 100 Endastöð flyst að Lækjar- torgi. Þingási. LEIÐ | 13 Endastöð flyst á Kalkofnsveg. SíVK !B! \h GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA Utanríkisráðuneytið skipar í stöður: Sendiherraskipti í Svíþjóð og á írlandi Utanríkisráðuneytið hefur til- stjóra utanríkisráðuneytisins og kynnt að Þórður Einarsson, sendi-. fastafulltrúa íslands hjá Evrópu- herra, muni í haust taka við starfi ráðinu. sendiherra íslands í Stokkhólmi. Ólafur Egilsson, sendiherra, af- Sveinn Björnsson, sendifulltrúi í henti hinn 26. maí sl. Patrick London, hefur verið skipaður Hirroy, forseta frlands, trúnaðarb- sendiherra í utanríkisþjónustu fs- réf sitt sem sendiherra fslands á lands frá 1. október nk. og mun írlandi. hann þá taka við starfi prótókoll- þj

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.