Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 19
Laugardagur 30. maí 1987 Tíminn 19 Áhrif tillagna nefndanna á fjármál sveitarfélaga Heilsugæsla Grunnskólar Tónlistarskólar iþróttamál Dagvistarheimili Félagsh./Æskulýðsm. ibúðir og dvalarh. Landshafnir Heimaþj. aldraðra Vatnsveitur Byggðasöfn ’ BSSSSl 588HS Í£9 m a B i i í Máletnijatlaöra Sjúkrahús sv.fél. Sýsluvegir Atvinnuleysistr.sj. Tannlækningar Framhaldsskólar Sjúkrasamlög - — i E E m — -700 -600 -500 -400 -300 -200 -100 0 100 200 300 400 Lækkun útgjalda m.kr. Hækkun útgjalda m.kr. Nýjar tillögur um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga: Fleiri verkefni til sveitarfélaga - og hagur þeirra mun jafnframt vænkast Nýju tillögurnar, sem unnar voru af tveimur nefndum, Verkaskipta- nefnd og Fjármálanefnd, gera ráð fyrir að tilfærsla verkefna til sveitar- félaga muni auka útgjöld þeirra um 1.095 milljónir króna. Á móti koma tillögur um verk- efnafærslur frá sveitarfélögum til ríkis sem nema 325 m.kr. f>á eru tillögur um að breyta fjármálalegum samskiptum þessara aðila á þann veg að útgjöld sveitarfélaga muni minnka um 885 m.kr. til viðbótar. Er þetta þá minnkun útgjalda fyrir sveitarfélög upp á alls 1.210 m. kr. Þarna er því um að ræða tillögur sem mundu bæta hag sveitarfélaga verulega samfara því að auka þátt sveitarfélaganna í rekstri og fram- kvæmdum. Verkaskiptanefndin leggur til stórfelldar breytingar í skólarekstri. Þar er gert ráð fyrir að sveitarfélög kosti byggingu grunnskóla og reki þá alfarið utan þess að ríkið greiðir áfram laun kennara. Þá er lagt til að sveitarfélög taki á sig skuldbindingar ríkisins varðandi almenna tónlistar- skóla. Á móti þessu koma tillögur um að ríkisvaldið annist og beri allan kostn- að af framhaldsskólastiginu, auk þess sem það kosti allan rekstur fræðsluskrifstofa. í íþróttamálum er lagt til að ríkið hætti öllum afskiptum af þeim mála- flokki og þau verði öll á könnu sveitarfélaga, bæði bygging mann- virkja og stuðningur við starfsemi íþróttahreyfingarinnar. í æskulýðs- og félagsmálum er lagt til að sveitarfélögin sjái alfarið um byggingar félagsheimila og annan þann stuðning sem sem verið hefur við æskulýðsfélög. I dagvistarmálum er lagt til að sveitarfélögin sjái nú um byggingu almennra dagvistarstofnana, en aft- ur á móti sjái ríkið um meðferðar- heimili og sérhæfð heimili fyrir fatl- aða. Þá er lagt til að ríkið sjái eingöngu um málefni fatlaðra. Nefndin leggur einnig til að vatns- veitur, landshafnir og byggðasöfn verði eftirleiðis í umsjá sveitarfé- laga, en ríkið taki hins vegar á sig gerð og viðhald sýsluvega. Nefndin skilaði einnig yfirgrips- miklum tillögum varðandi heilbrigð- isgeirann. Þar er lagt til að ríkið byggi og reki öll opinber sjúkrahús og sjúkradeildir fyrir aldraða á sinn kostnað eingöngu. Hins vegar komi það í hlut sveitar- félaganna að sjá um heilsugæslu utan sjúkrahúsa og greiða þá stofn- kostnað og rekstur þeirrar þjónustu, nema hvað sjúkratryggingakerfið greiði áfram kostnað við vinnu lækna og lyfjaávísanir, sem sjúkrasamlögin borga í dag. Nefndin gerir það einnig að tillögu sinni að að ríkissjóður greiði allan kostnað við sjúkratryggingar, þar með talið sjúkrasamlögin. Þessi til- laga ein saman felur í sér tilfærslu útgjalda frá sveitarfélögum til ríkis upp á rúmar 600 m.kr. Jafnframt þessu verði allur kostnaður sveitar- félaga af tannlækningum færður yfir til ríkisins. Þá gerir nefndin tillögu um að sveitarfélögin hafi forræði um bygg- ingu og rekstur opinberra dvalar- heimila, hjúkrunarheimila og þjón- ustuíbúða fyrir aldraða, en engar breytingar verði þó á hlutverki Framkvæmdasjóðs aldraðra og Húsnæðisstofnunar á þessu sviði frá því sem verið hefur. Verkaskiptanefndin leggur og til að heimaþjónusta fyrir aldraða verði alfarið á ábyrgð sveitarfélaga. Tillaga er um að ríkið taki á sig allar skuldbindingar sveitarfélaga varðandi Atvinnuleysistrygginga- sjóð, en framlög sveitarfélaga til sjóðsins námu alls 113 m.kr. á síð- asta ári. Loks má benda á umfangsmiklar tillögur um breytingar á úthlutunar- reglum Jöfnunarsjóðs til þess að bæta fámennum sveitarfélögum upp kostnað vegna breyttrar verkaskipt- ingar, en Fjármálanefndin kemst að þeirri niðurstöðu að dreifbýlissveit- arfélögin verði fyrir meiri útgjöldum vegna breytingatillagnanna á meðan fjölmennu sveitarfélögin hagnast al- mennt á þeim. Því verði rneira fjármagni eða 28% af ráðstöfunarfé sjóðsins varið til að jafna útgjöld sveitarfélaganna og þau styrkt til að annast lögbundin verkefni. ÞÆÓ EffjCO- þurrkan í bílinn i bátinn á vinnustaðinn m á heimilið .. í sumarbúst3ðw»| i ferðalagið og fi. Nýtt og ódýrt. Ef þú hefur einu sinni reynt Effco-þurrkuna viltu ekkert annað. Effco- þurrkan er bæði mjúk og sterk. I henni sameinast kostir klúts og tvists, það eykur notagildi Effco- þurrkunnar. Effco-þurrk- an sýgur í sig hvers konar vætu á svipstundu. Effco- þurrkan er ómissandi í bílinn, bátinn, ferðalagið, á vinnustaðinn og til heimilisins. EfFco-þurrkan fæst hjá okkur. CT. Húsnædisstof nun ríkisins LJ Tæknideild Laugavegi 77. R. S/mi 28500. Úboð Ólafsvík: Stjórn verkamannabústaða, Ólafsvík, óskar eftir tilboðum í byggingu fjögurra íbúða, í tveggja hæða sambýlishúsi, byggðu úr steinsteypu. Verk nr. 2.04.01 úr teikningasafni tæknideildar Hús næðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 195 m2. Brúttórúmmál húss 1249 m3. Húsið verður byggt við götuna Vallholt, Ólafsvík og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofum Ólafsvíkur, Ólafsbraut 34, Ólafsvík og hjá tækni- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá föstudegin- um 5. júní 1987 gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 23. júní n.k. kl. 11.00 og verða þau opnuð viðstöddum bjóðendum. F.h. stjórnar verkamannabústaða, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Auglýsing um akstursgjald Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið akstursgjald í aksturssamningum ríkisstarfsmannaog ríkisstofn- ana sem hér segir: Almennt gjald Fyrstu 10.000 km..............kr. 13,55 pr.km Frá 10.000 til 20.000 km .....kr. 12,15 pr.km Umfram 20.000 km..............kr. 10,70 pr.km Sérstakt gjald Fyrstu 10.000 km..............kr. 15,80 pr.km Frá 10.000 til 20.000 km .....kr. 14,15 pr.km Umfram 20.000 km..............kr. 12,45 pr.km Torfærugjald Fyrstu 10.000 km..............kr. 17,70 pr.km Frá 10.000 til 20.000 km .... kr. 15,80 pr. km Umfram 20.000 km..............kr. 13,95 pr.km Akstursgjald þetta gildir frá og með 1. júní 1987. Reykjavík 25. maí 1987. Ferðakostnaðarnefnd 111 Vinnuskóli 'lr Reykjavíkur Leiðbeinandi óskast strax til að vinna með hópi fatlaðra ungmenna. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 622648 eða hjá Vinnuskólan- um, Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgar- túni 3. Vinnuskóli Reykjavíkur. Frá Grunnskólanum Sandgerði Okkur vantar kennara til starfa næsta haust einkum í 7. og 8. bekk. Húsnæðisstyrkur, dag- heimilispláss. Umsóknarfrestur til 15. júní. Upplýsingar gefa Jórunn Guðmundsdóttir í síma 92-7620 og 92- 7601, Guðjón Þ. Kristjánsson í síma 92-7610 og 92-7436 og Ásgeir Beinteinsson í síma 92-7801.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.