Tíminn - 30.05.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 30.05.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn Laugardagur 30. maí 1987 Sjávarafurðadeild Sambandsins: SKILAÐI 9-10% HÆRRA MEDALVERD11986 - fyrir Nígeríuskreið en aðrir útflytjendur Ólafur Björnsson, formaður Skreiðarsamlagsins, hefur gert sér tíðrætt um undirboð Sjávarafurða- deildar Sambandsins við skreiðar- sölur í Nígeríu. Eftir honum hefur verið haft hér í blaðinu, nú á miðvikudag og fimmtudag, að þar sé fundin skýringin á „velgengni" Sjávarafurðadeildar í skreiðarsölu- málunum. I tilefni af þessu leituð- um við álits Ragnars Sigurjónsson- ar, sölustjóra fyrir skreið hjá Sjáv- arafurðadeild, á þessum ummæl- um. Skreiðarframleiðendum til fróð- leiks sagðist Ragnar vilja geta þess að undirboð þessi væru ekki alvar- legri en svo að á síðast liðnu ári hefði meðalverð hjá Sjávarafurða- deild fyrir hvert útflutt tonn af Nígeríuskreið verið 9,5% hærra en meðalverð hjá öðrum útflytjend- um. Að þessari niðurstöðu hefði hann komist með því að bera saman útflutningsskýrslur Sjávarafurðadeildar annars vegar og opinberar verslunarskýrslur hins vegar. Ragnar sagðist sérstaklega vilja benda á að hér væri verið að bera saman raunveruleg söluverð hjá Sjávarafurðadeild og áætluð sölu- verð hjá hinum aðilunum, að svo miklu leyti sem útflutningur þeirra á árinu 1986 væri enn ógreiddur og mikil óvissa ríkjandi um greiðslu- málin. Ragnar Sigurjónsson sölustjóri. Ragnar benti á að Ólafur Björns- son forðaðist að ræða þau undirboð sem væru í því fólgin að bjóða skreiðina til kaups og selja hana með greiðslukjörum sem væru í engu samræmi við gildandi reglur og svo andstæð hagsmunum skreið- arframleiðenda sem mest mætti vera. Þegar litið væri til greiðslu- erfiðleika Nígeríumanna gætu menn gert sér í hugarlund hversu erfitt hefði verið fyrir Sjávaraf- urðadeildina að selja með kröfu um fullar greiðslutryggingar, á sama tíma og aðrir útflytjendur hefðu flutt út heila skipsfarma án þess að greiðslutryggingar væru fyrir hendi. 1 -esig Yfirlýsing vegna þolhönnunar húsa: Umræðan var löngu tímabær - Alexander Stefánsson og Davíð Oddsson fá rós í hnappagatið Stjórn Félags ráðgjafarverkfræð- inga fagnar þeirri umræðu sem orðið hefur um þolhönnun bygginga á íslandi undanfarnar vikur. Umræða þessi er að mati stjórnarinnar löngu tímabær svo sem glöggt kom fram á ráðstefnu félagsins um byggingarmál síðastliðið haust. Stjórnin fagnar sérstaklega frum- kvæði félagsmálaráðuneytisins og borgarstjórnar Reykjavíkur í þessu efni og treystir því að gripið verði á þessu máli af þeirri festu er tryggt geti öryggi og varanleik mannvirkja á íslandi. Tryggingaskólinn: Þriðjungur nem- enda fékk ágætiseinkunn - en skólanum var slitiö í 25. sinn í vor Tryggingaskólanum var slitið 25. maí sl. í 25 sinn frá stofnun skólans. Þeir nemendur sem gengu undir próf og stóðust þau voru 34 í vetur og þar af hlutu 10 ágætiseinkunn fyrir frammistöðu sína í prófum. Bjarni Þórðarsson formaður Sam- bands ísl. tryggingafélaga afhenti þeim bókaverðlaun við skólaslitin. Blandaður kór frá norska vátrygg- ingarfélaginu Storebrand söng nokk- ur lög við slit skólans. Tryggingaskólinn er starfræktur af Sambandi íslenskra tryggingafé- laga og vátryggingafélögin standa straum af kostnaði við rekstur skólans, bæði með þátttökugjaldi fyrir starfsmenn tryggingafélaganna og sem hlutfall af iðgjaldatekjum þeirra. Síðan skólinn hóf starfsemi sína haustið 1962 hafa 635 prófskírteini verið afhent nemendum skólans. ABS MJÓLK - BRAUÐ A VALLT NÝTT KÖKUR OPIÐ frá kl. 9-16 laugardaga og sunnudaga Langholtsvegi 111 - Miðvangi 41 Hafnarfirði Handavinnusýn- ing í Seljahlíð Um helgina verður sýning í Selja- hlíð, dvalarheimili aldraðra við Hjallasel í Reykjavík. Sýnd verður handavinna aldraðra íbúa Seljahlíð- ar auk þess sem hluti handavinnunn- ar verður til sölu á sýningunni. Á þessari mynd eru tvær konur í Seljahlíð að búa til leirmuni sem að öllum líkindum verða meðal sýning- armuna um helgina. Lokaprédikun í Guðfræðideild í dag, laugardaginn 30. maí, ljúka sex kandídatar prófum frá Guð- fræðideild Háskóla fslands með því að flytja prófprédikun sína í kapellu skólans. Öllum er heimill aðgangur og minnir það vissulega á tíma munn- legu prófanna áður fyrr, en þau voru opin aðstandendum og öllum þeim er fylgjast vildu með frammistöðu nemenda. Kapella Háskólans er á annarri hæð í aðalbyggingunni og hefst at- höfnin kl. 13.30. Þá prédika þeir Bjarni Þ. Bjarnason, Hróbjartur Árnason og Jens H. Nielsen. Eftir hlé, eða kl. 15.00, prédika þær Ólöf Ólafsdóttir, Sjöfn Jóhannsdóttir og Stína Gísladóttir. Að lokinni athöfn verður viðstöddum boðið til kaffi- samsætis í safnaðarheimili Nes- kirkju. -KB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.