Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 30. maí 1987
LOFTNETA- OG MYNDLYKLAÞJÓNUSTA
SJÓNVARPSKERFI - TILBO0 SAMDÆGURS
ÁRSÁBYRGÐ Á ALLRI VINIMU OG EFNI
Traust, örugg
og góð
þjónusta
Ármúla 23, Sími 687870
Yfirlitsmynd úr nýju versluninni við Krókháls.
Byggingavöruverslun Sambandsins:
Opnað að Krókhálsi
Glæsileg verslun í nýrri byggingu
Bókband - aðstoð
Þessi teikning sýnir hvernig fyrirhugað er að byggingarnar að Krókhálsi líti
út í framtíðinni.
stóra markaðsverslun með bygginga-
vörur, handverkfæri, rafmagnsvörur
og heimilisvörur hvers konar. Fyrst
um sinn verður aðeins verslað með
byggingavörur og verkfæri þarna, og
er ætlunin að reyna að þjóna bygg-
ingavörugeiranum eins vel og frekast
er kostur.
Verslunin á fyrstu hæð að Suður-
landsbraut 32 verður rekin áfram
enn um sinn. Gólfflötur hennar er
nú um 700 fermetrar.
í nýbyggingunni að Krókhálsi er
verslunin sjálf um 1.400 fermetrar.
Auk þess er um 700 fermetra lager,
220 fermetra starfsmannaaðstaða og
225 fermetrar skrifstofuhúsnæði á
annarri hæð. Samtals er þessi nýja
bygging því um 2.545 fermetrar.
Hún er aðeins fyrsti áfangi, því að í
framtíðinni er ætlunin að bæta þarna
við a.m.k. tveimur skemmum til
viðbótar, við hlið hússins sem nú er
risið, auk þess sem möguleikar eru
einnig á frekari byggingum sunnan
við það.
Húsið er teiknað á Nýju teikni-
stofunni hf., af Bjarna Konráðssyni
byggingartæknifræðingi og innrétt-
ingar af Kjartani Á. Kjartanssyni
innanhússarkitekt. Verkfræðistörf
voru unnin af Almennu verkfræði-
stofunni og Nýju teiknistofunni hf.
Verktaki var Borgarsteinn hf., pípu-
lagnir annaðist Hitaver hf., raflagnir
Jötunn hf. og málningarvinnu Narfi
Wium. Eftirlit var í höndum Gunn-
ars Þorsteinssonar. -esig
Óskum eftir að ráða aðstoðarfólk í bókband einnig
bókbindara eða röskan nema.
Prentsmiðjan Edda
Smiðjuvegi 3, Kópavogi,
sími 45000.
Markús Stefánsson deildarstjóri (lengst til vinstri), Guðjón B. Ólafsson forstjóri og Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri
í nýju versluninni á opnunardaginn.
BOÐA
RAFGIRÐINGAR
Til afgreiðslu strax
Hvergi betra verð
BOÐIIhf
KAPLAHRAUN118
220 HAFNARFIRÐI:
S-91.651800
Félagsstarf aldr-
aðra í Reykjavík
Yfirlits og sölusýningar á unnum munum í félags-
starfinu á s.l. vetri verða að Lönguhlíð 13 og
Hvassaleiti 56-58, dagana 31.-31. maí og 1. júní
frá kl. 13.30-17.00. Kaffisala á báðum stöðum.
Allir velkomnir.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.
Samband ísl. samvinnufélaga opn-
aði í gær nýja byggingavöruverslun
á athafnasvæði sínu að Krókhálsi 7.
Er hún í nýju húsi sem reist hefur
verið þar sérstaklega fyrir þessa
starfsemi.
Sambandið fékk lóðina þarna árið
1980, en stærð hennar er 31.265
fermetrar. Framkvæmdir á staðnum
hófust árið 1983 með jarðvegsskipt-
um og malbikun á 5.000 fermetra
svæði. Árið 1985 var lóðin síðan
girt, jafnframt því að lokið var við
jarðvegsskipti og lagnir í um tveim
þriðju hlutum af henni. í júlí á
síðasta ári hófust síðan framkvæmd-
ir við bygginguna, sem tekin var í
notkun í gær.
Sambandið hefur lengi rekið bygg-
ingavöruverslun í Reykjavík, og
lengi framan af var hún á tveimur
stöðum, þyngri byggingavörur við
Grandaveg og áhöld og smærri vörur
í Hafnarstræti. Árið 1973 var þessi
starfsemi sameinuð er Sambandið
keypti fasteignirnar Suðurlands-
braut 32 og Ármúla 29. Það stórbætti
aðstöðuna, en vegna þrengsla varð
deildin þó áfram að vera með leigu-
húsnæði úti í bæ fyrir geymslur.
í júní á síðasta ári var timburaf-
greiðslan svo flutt af Ármúlalóðinni
að Krókhálsi, þar sem hún hefur
síðan verið rekin í bráðabirgðahús-
næði. Jafnframt því var lóðin Ármúli
29 seld, en stærð hennar var rétt
innan við 2.000 fermetrar, -svo að
augljóst er að mikil umskipti til hins
betra urðu með flutningunum á nýja
staðinn.
Heimilisvörumarkaður
Að Krókhálsi ætlar Sambandið að
byggja upp framtíðaraðstöðu fyrir
(Tímamyndir: BREIN.)