Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. maí 1987
Tíminn 9
LAUGARDAGURINN 30. MAÍ. 1987
einstakra hópa aukast og skatteftir-
litið versnar. Petta grefur undan
réttlætiskennd skattgreiðenda.
c) Há skatthlutföll hafa áhrif á
umfang skattsvika. Pau hvetja til
þess að nýta sér sniðgöngumögu-
leika og það þeim mun meira sem
hlutföllin eru hærri.
d) Auk þessa ber að nefna að
eflaust á tilhneiging til lagasetningar
og opinberra hafta á ákveðnum
sviðum sinn þátt í örvun til skatt-
svika“.
Full ástæða er til að vekja athygli
á þessum niðurstöðum starfshóps-
ins. Þær ættu að vera ráðamönnum
leiðarljós' í baráttunni gegn skatt-
svikunum ef ætlunin er að uppræta
þau.
Hvað er til ráða?
I stórum dráttum leggur starfshóp-
urinn til eftirfarandi:
a) Einfalda skattalögin m.a. með
fækkun undanþága og frádráttar-
liða.
b) Herða þarf bókhaldseftirlit og
viðurlög við brotum á bókhaldsregl-
unt.
c) Bæta skattaeftirlitið og fram-
kvæma það með nútímalegum og
markvissum vinnubrögðum.
Brúum halla ríkis-
sjóðs með bættri
innheimtu skatta
an um virðisaukaskattinn hafi drepið
á dreif aðgerðum gegn söluskatts-
svikunum, m.ö.o. menn hafa gefist
upp við innheimtu söluskattsins og
treysta í blindni á að eitthvert annað
kerfi sem kannski kemur einhvern-
tíma og kannski reynist betra.
Hverjir hafa mögu-
leika á að stela
undan skatti?
Skattsvik eru svo algeng hér á
landi að þau teljast vart til afbrota í
augum almennings. Þessi fullyrðing
er stór en af mörgum talin sönn. í
skýrslu nefndar þeirrar sem hér
hefur verið vitnað til, kemur fram að
viðhorf almennings eru tvíbent
gagnvart efnahagsbrotum. „Menn
upplifa þau ekki sem afbrot á sama
hátt og t.d. þjófnað eða líkamsárás,"
og einnig „Ætla má að hér á landi
ríki talsvert umburðarlyndi gagnvart
ýmsum tegundum efnahagsbrota.“
M.ö.o. skattsvik þykja sjálfsögð og
eðlileg þegar þeim verður við komið.
Spurningin er einfaldlega hvaða
möguleika einstaklingurinn hefur til
að beita þeim. Þar eru menn ekki
jafnir. Þar geta þeir fyrst fengið að
njóta sín sem skammta sér sjálfir
tekjur eða afla þeirra á annan hátt
án þess að þurfa að tíunda þær fyrir
skattheimtunni. Hinn venjulegi
launamaður sem fær kaup greitt
samkvæmt launaseðlum á ekkert
undanfæri með að gefa upp sínar
tekjur. Það er sama eftir hvaða taxta
hann fær greitt, hvort hann hefur há
eða lág laun, þau eru öll gefin upp,
- nema um annað sé sérstaklega
samið sem kvað tíðkast í einhverjum
mæli.
Laun manna eru misjafnlega há
og oft er blöskrast yfir þeim mun
sem vissulega er á launatöxtum sem
í gildi eru. Þrátt fyrir þann launamun
er minni munur en margur ætlar á
raunverulegum tekjum þeirra ein-
staklinga sem eru í hæsta og lægsta
launaflokki þegar skattar og skyldur'
hafa verið af hendi reiddar. Enda er
það svo að eitt af markmiðum tekju-
skattsins er tekjujöfnun.
Það breytir nefnilega heilmiklu
hvort heimilið þarf að greiða 20 - 50
þúsund á mánuði í skatt eða ekki.
Eftir að skattskrár hafa verið lagð-
ar fram koma tölur sem þessar í ljós
hjá fjölda heimila meðan önnur
sleppa. Hér er ekki átt við lág-
tekjuheimili heldur heimili sem aug-
ljóslega hafa nóga peninga milli
handanna og síst minni en þau sem
borga mánaðarlega samfélagstollinn
sinn. Þetta er það augljósa óréttlæti
sem skattborgarar geta ekki sætt sig
við. Allt tal um að skattsvik séu hér
minni en í nokkru öðru landi kemur
málinu ekkert við. Skattsvik annarra
þjóða réttlæta ekki svindl af þessu
tagi á íslandi.
Þeir ríkari verða
ríkari
Hvað eftir annað sannast hið forn-
kveðna að það er dýrt að vera
fátækur. Sá sem á annað borð hefur
fjármagn milli handanna getur gert
góðu kaupin. Hann getur flogið til
Glasgow og keypt föt á fjölskylduna.
Hann hefur efni á að vera á nýjum
bíl sem ekkert viðhald er á og hann
getur keypt fullar frystikistur matar
þegar verð á matvælunum er hvað
ódýrast svo nokkur velþekkt dæmi
séu tekin. Auk þess getur hann
ávaxtað sparifé í banka, í hlutabréf-
um eða spariskírteinum sem er
óþekkt fyrirbæri hjá þeim sem
skulda og þekkja ekki aðra vexti en
dráttarvexti á vangreiddum lánum.
Ótrúlegar upphæðir geta þannig
safnast saman og ekki bæta úr skák
refsingar fyrir innistæðulausar ávís-
Ljósmynd: Oddur
anir rétt fyrir mánaðarmót. Auk
þessa, og þá síðast en ekki síst er það
svo að þeir sem hafa fjármagnið
milli handanna geta hvað helst leyft
sér að stunda viðskipti án þess að
þau séu gefin upp. I skýrslu þeirri
sem hér hefur verið vitnað til er
þetta staðfest: „Tfðni kaupa utan
skattkerfis aukast eftir því sem
heimilistekjur aukast." M.ö.o.: þau
heimili sem bera litla skatta en hafa
miklar tekjur hafa meiri möguleika
á að kaupa utan skattkerfis og greiða
á þann máta færri krónur fyrir hlut-
inn eða þjónustuna en þau sem litlar
tekjur hafa.
Hverjar eru ástæður
skattsvikanna?
Þessari spurningu er svarað í
skýrslu starfshópsins, sem telur
helstu ástæðurnar vera eftirfarandi:
,,a) Flókið skattkerfi með óljósum
mörkum milli hins löglega og ólög-
lega. Frádráttar- og undanþáguleiðir
íþyngja mjög framkvæmd skattalaga
og opna margvíslegar sniðgöngu-
leiðir.
b) Skattvitund almennings er tví-
bent og verður óljósari eftir því sem
einstök skattaleg ívilnunarákvæði
Skattsvikin verður að uppræta.
Almenningur getur ekki þolað það
öllu lengur að sjá þau allt í kring uni
sig án þess að nokkuð sé aðhafst.
Samfélagið þarf á því að halda að
hver og einn greiði það sem honunt
ber, enda verður ekki annað séð en
að samfélagsþjónustan sé nýtt af
öllum, skattsvikurum jafnt sem heið-
arlegum borgurum.
Ríkissjóður er rekinn með halla
og gífurlegir erfiðleikar fyrirsjáan-
legir ef rétta á við stöðu hans. Þar
hafa verið nefndar leiðir sem allar
hníga að því að fólkið borgi brúsann.
Auðvitað er það líka svo að ríkis-
sjóður er sameiginlegur sjóður
landsmanna og það þarf að standa
skil á rekstri hans. Ekki dugar hins
vegar lengur að aðeins þeir sem eru
heiðarlegir standi undir rekstri hans,
meðan hinir sleppa óáreittir.
Það skal ítrekað að allar líkur
benda til að tap ríkissjóðs vegna
vangoldinna beinna skatta nemi
svipaðri fjárhæð og allur fjárlaga-
hallinn er. Það er því ekki til lítils að
vinna.
Skattalögin og aðgerðir gegn
skattsvikum hljóta því að vega þungt
í málefnasamningi nýrrar ríkis-
stjórnar hvernig svo sem hún verður
annars saman sett.
Að lokum þetta
í þessu Tímabréfi hefur verið rætt
um skattsvikin og vitnað til skýrslu
nefndar sem kannaði umfang skatt-
svika sbr. ályktun Alþingis frá 3.
maí 1984.
Skýrslan hefur nú legið frammi í
eitt ár án þess að nokkuð áþreifan-
legt hafi gerst í þessum málum.
Engin ástæða er til að stinga skýrsl-
unni undir stól og gleyma þeim
upplýsingum sem í henni koma
fram. Eftir að niðurstöður hennar
voru birtar hófust í blöðum og
öðrum fjölmiðlum umræður um
skattsvikin og aðgerðir gegn þeim.
Slíkar umræður eru af hinu góða og
miða að því að réttlætið nái fram að
ganga.