Tíminn - 30.05.1987, Síða 16

Tíminn - 30.05.1987, Síða 16
16 Tíminn Laugardagur 30. maí 1987 (rompton porkinson rafmótorar ávallt fyrirliggjandi 1 fasa og 3 fasa 0,5 hö — 50 hö Suðurlandsbraut 10. S. 686499. AÐALFUNDUR Sambands íslenskra samvinnufélaga verður haldinn dagana 4. og 5. júní 1987aó Bifröst, Borgarfirði Fundurinn hefst kl. 9 árdegis § SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA B Kennarar, kennarar Kennara vantar á Akranes Við Brekkubæjarskóla: - Sérkennara við deild fjölfatlaðra - Almenna kennara - Smíðakennara Upplýsingar veita skólastjóri Viktor Guðlaugsson vinnusími 1388, heimasími 93-2820, yfirkennari Ingvar Ingvarsson, vinnusími 2012, heimasími 93-3090. - Við Grundaskóla: - Sérkennara - Almenna kennara - Kennara á bókasafn. Upplýsingar veita skólastjóri, Guðbjartur Hannes- son, vinnusími 93-2811, heimasími 93-2723, yfir- kennari Ólína Jónsdóttir, vinnusími 93-2811, heimasími 93-1408. Umsóknarfresturertil 10. júní Skólanefnd. t Alúðar þakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát og jarðarför móður okkar tengdamóður og ömmu Freygerðar A. Þorsteinsdóttur Strandgötu 9, Ólafsfirði Andrés Sigurðsson Guðrún Sigurðardóttir Sigriður Sigurðardóttir Jón Sigurðsson Margrét Sigurðardóttir Valgerður Sigurðardóttir Jensina Þórarinsdóttir BaldurSnorrason Halldór Jónsson Matthildur Antonsdóttir ÓlafurÞór Jónsson Hilmar Þorsteinsson og barnabörn lllllllMlllllllll ÁRNAÐ HEILLA lllllllllllllllllllllllllliil!^ ■■ ■ '' ■'V Fimmtugur Sigurður Þorbjörnsson Ben vélvirki Mánudaginn 1. júní næstkom- andi, verður Sigurður Þorbjörnsson Ben fimmtugur, á þessum merku tímamótum hans, langar mig að minnast hans, og þeirra mörgu ára sem ég hef fengið að kalla hann, og eiga sem vin. Sigurður, betur þekkt- ur af öllum er hann þekkja, og um öll Suðurnes sem Siggi Ben. Hann er fæddur á Kirkjubóli í Höfnum 1. júní 1937, sonur hjónanna Magneu Friðriksdóttur, sem er á lífi en faðir hans Þorbjörn Benediktsson, er lát- inn fyrir fáum árum. Leiðir okkar Sigga Ben lágu sam- an er við stunduðum nám við Iðn- skólann í Keflavík 1955 til 1959. Siggi Ben var þá við nám í Vélsmiðju Njarðvíkur, og nam þar vélvirkjun er því námi var lokið, réðist hann til starfa í Vélsmiðjuna Óðinn, ogstarf- aði þar fram til ársins 1967. Þar lærði hann rcnnismíði hjá föður mínum Sveinbirni Davíðssyni, og er Siggi Ben hin'hagasti rennismiður. Þegar björgunarsveitin Stakkur var stofn- uð 1968, gekk Siggi Ben strax til liðs við sveitina, og hefur starfað þar af alúð og dugnaði síðan. Stór var sú stund í lífi Sigga Ben, og einnig sú sælasta er hann giftist Maju Sigurgeirsdóttur 1959, ogekki var unaður hamingjunnar minni er sonur þeirra Eyjólfur Ben fæddist 15. september 1964, og enn jókst gleðin 7. júní 1967 þegar dóttirin Asta Ben fæddist, óskabörnin kontin. En á langri leið, kemur oft skúr eftir skin. Eyjólfur Ben lést 5. október 1985 er hann var við æfingar með björgunarsveitinni Stakk, en þar starfaði hann með föður sínum frá æsku. Siggi Ben er lífsglaður maður, og hefur oft kætt okkur félaga sína með mörgum tilsvörum og uppákomum, er við ferðuðumst um öræfi og sveitir landsins saman á árum áður, og er margs að minnast frá þeim árum, minnisstæðast er mér leiðsögn hans er við vorum á ferð til Gæsa- vatna 1972 og lentum í dimmri þoku, þá leiddir þú okkur félagana af öryggi og festu 3 hringi í kringum fjall eitt. Siggi Ben hefur verið virkur félagi í Iðnsveinafélagi Suðurnesja í yfir 30 ár, og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félaga sína og situr nú í stjórn orlofsnefndar félagsins. Síðan 1979 hefur Siggi Ben starfað hjá Olíulélaginu hf. á Keflavíkur- flugvelli og annast allt viðhald á tækjum þess. Það er trú ntín og vissa, að margir munu koma til þín í kaffi að Tjarnargötu 7 í hús Iðn- sveinafélagsins í kvöld, og óska þér og þínum til hamingju með þennan mcrka áfanga lífs þíns, 50 ár að baki, megi auðna og gleði ráða ríkjum í lífi þínu, öll þín ókomnu æviár. Hrafn Sveinbjörnsson. Dagný Lára Jónasdóttir Fædd 1. apríl 1975 Dáin 25. maí 1987 Og því vard allt svo hljótt við helfregn þína sem hcfði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei Ijúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, f æsku sinnar t.'gnu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guömundsson) Með þessum línum kveðjum við litla vinkonu og þökkum af öllu hjarta árin, sem hún var í návist okkar. Hún hefur skilað því hlutverki, sem henni var ætlað í þessu lífi, og lifir nú á hærra tilverustigi. Jesú sagði: Ég lifi og þér munuð lifa. Við biðjum algóðan Guð að styrkja foreldra hennar og bræður og aðra ástvini í sorg þeirra. Minning hennar mun lifa. Gunna, Baldur og dætur. Fagurs útsýnis get- ur ökumaöur ekki notiö ööruvísi en aö stööva bilinn þar sem hann stofnarekki öörum vegfarendum í hættu (eöa tefur aöra umferö). uar,04R Hún Dagný Lára besta vinkona mín og bekkjarsystir er dáin. Það er svo erfitt að trúa því, en Guð ræður. Ég veit að nú líður henni vel í faðmi Jesú á himnum. Ég sakna hennar mikið. Við vorum svo góðar vinkonur. Ég vil því þakka henni fyrir allar okkar góðu stundir, sem við áttum saman. Dagný Lára. Ég mun aldrei gleyma þér. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Þín vinkona Elísabet Hún Dagný Lára er dáin. Þó svo að við hefðum fengið nokkra daga til að undirbúa okkur undir þessa fregn, þá erum við alltaf varbúin dauðanum, ekki síst þegar um svo unga stúlku er að ræða. Dagný Lára var ein af 26 nemend- um 5. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi. Hún var einstaklega dagfarsprúður nemandi, sem hafði ekki þörf fyrir að vekja á sér athygli. Samt sem áður vissum við vel af henni, augu hennar sögðu mikið og hennar hlýja viðmót, sem við öll urðum vel aðnjótandi. Dagný Lára var alltaf tilbúin til að hjálpa, hver sem í hlut átti. Hún var mikið gefin fyrir börn og gladdist því mjög þegar hún eignaðist lítinn bróður fyrir tæpu ári. Einnig var hún mjög hænd að dýrum og bauðst gjarnan til að gæta þeirra. Skólanum okkar, hér í Stykkis- hólmi, má líkja við stóra fjölskyldu, sem nú hefur verið höggvið í stórt skarð, á óvæntan og óvæginn hátt. Minningin um Dagnýju Láru mun lifa áfram meðal bekkjarfélaga, skólafélaga, kennara og starfsfólks skólans. Höfum hljótt, hún á nú svo hægt og rótt. Vertu sæl, vor Ijúfa litla, litla stund vér hljótum skilja Hvíl í Guði, góða nótt! Höfum hljótt! (Matthías Jochumsson) Við vottum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu Dagnýjar Láru. Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Stykkishólmi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.