Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 18

Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 30. maí 1987 Kennarar Egilsstaðaskóla vantar 4 góða kennara til að kenna m.a. handnnénnt, raungreinar, stærðfræði, dönsku, ís- lensku og yngri börnum. Á staðnum er svo til allt sem hugurinn girnist nema Þjóðleikhús og sinfóníuhljómsveit. Við útvegum ódýrt húsnæði og veitum ýmsar aðrar fyrirgreiðslur. Upplýsingar veita skólastjóri og yfirkennari í síma 97-1146 frá kl. 10-12 virka daga og á kvöldin í síma 97-1632. Skólanefnd Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Bygg- ingadeildar, óskar eftir tilboðum í frágang lóðar umhverfis Grandaskóla við Frostaskjól. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 16. júní n.k., kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvagi 3 — Sími 2S8Ú0 Prófessor Kurt Schier frá Munchen flytur fyrir- lestur um myndir tengdar Eddukvæðum á vegum Minningarsjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright í Odda, hugvísindahúsi Háskólans, mánudaginnn 1. júní 1987 kl. 17.15. Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum heimill aðgangur. Sveit 11 ára strákur óskar eftir að komast á gott sveitaheimili í sumar. Upplýsingar í síma 54494. Bfllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐAFERÐ! IUMFERÐAR RÁÐ SPOWERPART: /S BUHABARDEIU) BAMBANDBINB ÁRMÚLA3 REYKJAVlK SlM* 38900 Ljós fyrir vinnuvélar VARAHLUTIR I Perkins - Motora Á GÓÐU VERÐI Járnhálsi 2. Sími 673225 110 Rvk. Pósthólf 10180 Áskrift oq dreifino i Reykjavík og Kópavogi er opin 9-5 ,daglega og 9-12 á laugardögum. Sími afgreiöslu 686300 Sigríður Jónsdóttir í Alviðru Sigríður Jónsdóttir í Alviðru andaðist í sjúkraskýli Þingeyrar 31. október 1986. Hún var fædd í Al- viðru 19. október 1896 og þar átti hún heima alla ævi sína, meira en 90 ár. Foreldrar hennar voru Jón Sig- mundsson og Guðrún Magnúsdóttir, búandi hjón í Alviðru sem þá var skipt miíli nokkurra bænda sem stunduðu jafnframt sjómennsku, ýmist á árabátum heima við fjörðinn eða á þilskipum frá Þingeyri eða ísafirði. Systkini Sigríðar voru tvö sem upp komust: Jóna Guðrún, og Zak- arías Bergmann. Jóna Guðrún andaðist um tvítugt en Zakarías varð skipstjóri á fiskiskipum frá ísafirði. Hann giftist ekki og átti jafnan heimili í Alviðru. Sigríður í Alviðru naut barna- kennslu í farskóla Mýrahrepps en að því loknu stundaði hún nám í ung- mennaskóla séra Sigtryggs Guð- laugssonar á Núpi skólaárin 1911-12 og 1912-13. Um tvítugsaldur var hún einn vetur við hússtjórnarnám á ísafirði og annan vetur vann hún hjá klæðskerunum Andersen og Lauth í Reykjavík við fatasaum. Hafði hún þá hlotið betri undirbúning undir ævistarfið en algengast var um al- þýðustúlkur í þá daga. En leiðir hennar iágu ekki frá Alviðru. Eftir að systir hennar dó og foreldrar hennar tóku að eldast og láta undan í lífsbaráttunni tók Sig- ríður að sér að annast þau og búskap þeirra í Alviðru. Og hún reyndist góður bóndi jafnt utan húss og innun. Faðir Sigríðar dó 2. maí 1928 en móðir hennar 2. desember 1931. Eftir lát þeirra hélt Sigríður áfram búskapnum í Alviðru upp á eigin spýtur. Og þar giftist hún Kristjáni Þóroddssyni 3. janúar 1937. Hann var fæddur 1. janúar 1909 og ólst upp í Alviðru hjá foreldrum sinum, Þóroddi Davíðssyni og Maríu Bjarnadóttur en þau bjuggu á hluta jarðarinnar. Kristján var laginn maður og harðduglegur. Búskapur þeirra Sigríðar og Kristjáns varð blómlegur og farsæll. Landnámsjörðin Alviðra var sam- einuð í eitt býli, túnin sléttuð og mýrar ræstar fram og teknar til ræktunar. Hús voru byggð yfir hey og búpening ásamt nýju íbúðgrhúsi. Kristján Þóroddsson var smiður góður og vann oft við smíðar utan heimilis, einkum við Núpsskóla. Þangað var stutt að sækja vinnu og þar var jafnan mikil þörf fyrir hag- leiksmenn. Sigríður og Kristján eignuðust 2 dætur. Guðrún Elsa fædd 8. mars 1937 og Jóna Björk 24. maí 1938. Guðrún er gift Hallbirni Kristjáns- syni. Þau eiga fjögur börn og búa á Blönduósi. Jóna er gift Helga Árna- syni og búa þau í Aiviðru. Þau eiga fimm börn. Þau settust að. í Alviðru árið 1958 og urðu þátttakendur í búskapnum þar. Kristján Þóroddsson andaðist 12. janúar 1969 en Sigríður bjó áfram í húsi sínu í Alviðru. En síðustu árin var hún að vetrinum í sjúkraskýli Þingeyrar en kom heim í hús sitt að sumarlagi. Sú sumardvöl féll þó niður síðasta æviárið þegar líkams- þrek biiaði með háurn aldri. En andlegri heilsu hélt hún til æviloka. Sigríður í Alviðru var fríðleiks- kona, hógvær og hæg í fasi. Hún var félagslynd og tók góðan þátt í starf- semi Kvenfélags Mýrahrepps eftir að það var stofnað árið 1946. Guðmundur Ingi Krístjánsson Kirkjubóli. ............................. ........... ..á; ^ ................................................. ........... ......' ■ VIÐSKIPTA-& TÖLVUBLAÐIÐ Viðskipta- & tölvublaðið í 2. tbl. 6. árgangs af Viðskipta- & tölvublaðinu er aðalgreinin eftir Leó M. Jónsson ritstjóra: Stjörnustríðsáætlunin á eftir að margborga sig. Þar segir hann m.a.: „Sagan sýnir að þróun vígbúnaðar leiðir til örari almennrar tækniþróunar. ' Þótt þetta sé óumdeilanleg staðreynd þá er forgangur vígbúnaðar eðlilega umdeil- anlegur." Heyrt og séð nefnist smáfréttaþáttur fremst í blaðinu. Þá cru kynnt nokkur ný ' fyrirtæki og tölvunýjungar „Loksins, loksins" nefnist grein um Commodore Amiga tölvuna. Markaður nefnfst þáttur í blaðinu. þar sem kynntar cru ýmsar tölvunýjungar og hugbúnaðarþátturinn sömuleiðis. Útgefandi er Frjálst framtak cn ritstjóri Leó M. Jónsson. Samúel 4. tbl. 18. árg. - nr. 112 Að venju eru Smámunir frcntstir í blaðinu, en það cru ýmiskonarsmáfréttir. Tækin og tólin í Miami Vice, en þar segir frá því. að “löggusjarmörarnir Sonny og Crockett í Miami Vice nota ekkert drasl til að komast á milli staða eða skjóta á bófa". eins og segir í undirfyrirsögn á grcininni. 4 daga undra megrunarkúrinn er birtur í þessu blaði ásamt viðeigandi myndum. Þá er grein um Kosningabrellur, og segir þar m.a. að „nú skipti öllu máli að taka sig vel út í sjónvarpi". Gamla flugstöðin kvödd með grein með nokkrum myndum. „Lék dansandi gulrót á hjólaskautum“, segir í fyrirsögn á viðtali við dansahöfundinn Kenn Old- field. Þá er bílagrein þar sem sagt er frá rannsókn blaðsins What Car á bestu bílunum. Viðtal er við Sigurð Garðarsson um veitingahúsamenningu á Islandi, sem sé á heimsmælikvarða „þó kokkarnir læri „forna“ danska matargerðarlist". Þá er draugasaga „Af slæmum draugum og góðum" og svo er enn ein bílagrein um Nissan 240RS. í síðustu opnu eru svo nektarmyndir af 10 skandinavískum stúlkum. Útgefandi er SAM-útgáfan er ritstjóri og ábm. Þórarinn Jón Magnússon. Frjáls verslun í 3. tbl. Frjálsrar verslunar er fremst ritstjórnargrein og nefnist hún Tillögur FÍS. Þarsegir Kjartan Stefánsson ritstjóri frá tillögum Félags íslenskra stórkaup- manna sem miði að því að lækka vöruverð hér á landi. Þá koma fréttir um ný eða breytt fyrirtæki o.fl. “Samtíðarmaður" í þessu blaði er Þorgeir Baldursson for- stjóri í Prentsmiðjunni Odda. Að utan heitir þátturinn um erlendar viðskiptafréttir. dýrustu borgir, hluta- bréfasölu í Wall Street o.s.frv. Einvala- tölvur - nýjung frá IBM, en þar er sagt frá enn einni nýrri gerð af tölvum. Vöðvabólga: Atvinnusjúkdómur skrif- stofufólks, en þar er sagt frá ýmsum orsökum þessa algenga kvilla og hvað helst er til ráða. Starf endurskoðenda cr skorpuvinna - Rætt við Ragnar J. Bogason og Gunnar M. Erlingsson löggilta endurskoðendur. Þá er gerð úttekt á einkatölvum. Margt fleira efni er í blaðinu, sem gefið er út af Frjálsu framtaki hf. Bíllinn 2. tbl. 5. árg. Á forsíðu þessa blaðs er mynd af Gunnari Guðmundssyni sent stjórnar fyrirtækinu Guðmundur Jónasson hf en það er nefnt eftir hinum kunna fjalla- bílstjóra Guðmundi Jónassyni, sem var faðir Gunnars. Viðtal er við Gunnar í blaðinu þar sem saga fyrirtækisins er rakin í grein: Samstarf manns og bíls í hálfa öld. Viðtal er við Svcinbjörn M. Tryggva- son, forstjóra Sveins Egilssonar hf.: Er bjartsýnn á sölu bandarísku bilanna. Þá er grein um tæknimál eftir Guðna Ingi- marsson vcrkfræðing „Hestöfl og tog“. Framkvæmdastjóri Hreyfils segir í viðtali: „Best væri að fækka leyfum og nýta bílana betur“. Ýmsar greinar og frásagnir af bíla- nýjungum er í blaðinu. Útgefandi er Félag ísi. bifreiðaeigenda en ritstjóri Jóhannes Tómasson. HATUNI 6A SlMI (91)24420 AS E A Cylinda þvottavélar ★ sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3íÆ» JFOniX

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.