Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 13
12 Tíminri' Laugardagur 30. maí 1987 Laugardagur 30. maí 1987 Tíminn 13 Q <*S3^ Fyrstu umferð Mjólkurhikurs- ins-bikarkcppni KSI lauk í fyrra- kvöld. Úrslit leikja í fyrstu um- feröinni urðu þessi: Ármann-Víkverji . . . ÍR-ÍK............... Víkingur R.-Haukar . Augnablik-Hafnir . . Huginn-Austri .... Hvcragerði-Grótla . . Leiftur-Neisti...... Leiknir R.-Léttir . . . Njarðvík-Afturelding Reynir S.-Árvakur . . Skallagrímur-Snæfcll Tindastóll-KS....... Valur Rf.-Höttur . . . Þróttur R.-UBK . . . Þróttur N.-Hrafnkcll Næsta umferð 1-3 4-1 , 2-0 . 3-1 . 2-1 , 1-2 10-0 11-0 . 6-7 . 5-1 . 3-2 . 1-3 . 1-4 . 3-1 . 4-1 Leikir ■ 2. umferð bikarkeppn- innar verða þessir: Víkingur R.-Þróttur R. Selfoss-Skallagrímur Leiknir R.-Afturelding IBV-Fylkir ÍR-Skotfélag R. Grótta-Reynir S. Augnablik-Stjaman Leiftur-Magni KS-Umf. Svarfd. Höttur-Einherji Þróttur N.-Huginn Víkverji-Grindavík Leikirnir verða miðvikudaginn 10. júní með tveimur undantekn- ingum; Víkingur-Þróttur 9. júní og Víkverji-Grindavík 11. júní. íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild: Stórsigur KR-inga á bitlausum FH-ingum - Pétur lagði upp tvö mörk í 3-0 sigri KR - „Leikur liðsheildarinnar" sagði Ágúst Már „Ef allir leikmenn leggja sig eins vel fram í hverjum leik í Islandsmót- inu og þeir gerðu í kvöld gæti dæmið gengið vel upp hjá okkur í sumar. Menn spiluðu fyrir liðið og það gefur árangur. Sjáðu t.d. Pétur Pétursson sem með óeigingirni sinni leggur upp tvö mörk. Jú, þetta lofar góðu en við verðum að hafa í huga að enn eru bara tveir leikir búnir,“ sagði fyrirliði KR-inga Ágúst Már Jónsson eftir góðan 3-0 sigur sinna manna á FH-ingum á KR-velli í gærkvöldi. Hann skartaði svo sannarlega sínu fegursta KR-völlurinn í gærkvöldi. Glæsileg áhorfendastæði eru risin mefram vellinum og komin er upp bæði góð markatafla og klukka þannig að áhorfendur geta fylgst með gangi mála á sem bestan hátt. Sannarlega glæsilegt framtak KR- inga sem aðrir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Snúum okkur þá að leiknum sem fram fór á iðjagrænum og sléttum vellinum t' besta hugsanlega veðri. Hann byrjaði ekki vel. Bæði liðin börðust af krafti og áttu leikmenn erfitt með að finna samherja. Leikurinn var jafn fyrsta hálftímann en þá skipuðust veður í lofti á svipstundu. Willum Þórsson tók aukaspyrnu sem fór til Guðmundar Magnússonar á fjær stöng og hann tók knöttinn niður og sendi hann í rólegheitum yfir Halldór í marki FH, 1-0. Varla höfðu FH-ingartekið miðju er hár bolti barst til Péturs Péturssonar við vítateig FH. Hann HÚSEIGANDI GÓÐUR! iRTU MtEYTTUR k VIMMDINII? Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? Alkalí-skemmdir O Vaneinangrun • Frost-skemmdir i§ Sprunguviðgerðir • Lekir veggir # Síendurtekin málningarvinna Ef svo er, skaltu kynna þér kosti stb -utanhúss-klæðningarinnar: sto-klæðningin er samskeytalaus. sto-klæðningin er veðurþolin. Sto-klæðningin er litekta og fæst í yfir 300 litum. StD -klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn sprungumyndun er mjög gott. sto -klæðningin leyfir öndun frá vegg. StÖ -klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt, áferð og mynstri. Sto -klæðninguna er unnt að setja beint á vegg, plasteinangrun eða steinuli. sto -klæðninguna er hægt að setja á nær hvaða byggingu sem er, án tillits til aldurs eða lögunar. sfo -klæðningin endist - Vestur-þýsk gæðavara Opið laugardag og sunnudag RYDIf tók tuðruna niður, dró til sín varnar- menn og renndi síðan óeigingjarnt á Gunnar Skúlason sem átti ekki í vandræðum með að koma boltanum í netið, 2-0 og nú fór um gamla Hafnfirðinga. í síðari hálfleik komu FH-ingar grimmari til leiks án þess að ná að vinna á sterkri vörn vesturbæinga. Leikurinn var síðan jafn langt fram eftir hálfleiknum en KR-ingar þó meira ógnandi. Pétur Pétursson fékk draumafæri eftir hálftíma, eftir fyrir- gjöf Rúnars Kristinssonar stóð hann frír rétt utan markteigs en Halldór varði skalla hans með tilþrifum. Pétur hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð. Á 85. mín. fékk hann boltann á miðjum vallarhelming FH og óð að marki. Þegar hann sá Björn Rafns- son á auðum sjó vinstra megin renndi hann boltanum til hann og Björn þakkaði fyrir sig með góðu marki, 3-0 og nú fór um gamla sem nýja KR-inga í stúkunni glæsilegu. KR-ingar spiluðu þennan leik sem ein heild og það skóp sigurinn. Liðið er sterkt í vörn með Ágúst Má, Þorstein Guðjónsson, sem spilaði áberandi vel og Jóstein sem er það sem stundum er kallað „no nons- ense“ maðnr. Hann tekur engar áhættu en spilar uppað sínum tak- mörkum. Andri vann vel á miðjunni ásamt sprækum Guðmundi Magn- ússyni og Gunnari Skúla. Frammi ógnar Pétur mjög vel og hraði Björns Rafnssonar skilar honum vel áleiðis. Sterk heild hjá KR. FH-ingar spiluðu þennan leik án þess að ná að ógna marki KR-inga verulega. Ekki var sami stimpill á leik þeirra í gær og gegn ÍA í fyrstu umferð. Sóknin bitlaus og vörnin sofandi á mikilvægum augnablikum. Halldór verður ekki sakaður um mörkin en hann varði ágætlega. Skotinn Flemming var dálítið með buxurnar á hælunum en helst var það miðjan sem brást. Guðjón hreinlega slakur og Magnús of utar- lega til að hafa einhver áhrif. Leifur hugsar meira um varnarhlutverkið en sóknina og lítið kom því frá miðjunni til framherjanna. Magnús Jónatansson dæmdi leik- inn og veifaði gulum spjöldum í allar áttir í hreinni vitleysu. Þar fyrir utan var hann þokkalegur. þb NBA-körfuboltinn: Celtics og Pistons þurfa sjöunda leikinn Detroit Pistons sigraði Boston Celtics í sjötta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA- körfuboltans í fyrrakvöld. Úrslit í leiknum urðu 113-105 og er staðan í viðureign liðanna jöfn, 3-3. Það lið sem fyrr sigrar í fjórum leikjum fer með sigur af hólmi og því verður næsti leikur liðanna hreinn úrslitaleikur. Sig- urvegararnir mæta LA Lakers í úrslitunum. FRA JARAN Bíldshöfða 18 — 112 Reykjavík Sími 673320 Erum með á lager flestar stærðir af kúlulegum frájapanska fyrirtækinu Nachi. Höfum einnig hjóla- og kúplingslegur í margar gerðir japanskra bíla. Mjög hagstætt verð. JOTUMM F HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SIMI: 685656 oq 84530 Bjöm Rafnsson skoraði þriðja mark KR-inga eftir sendingu frá Pétri Péturssyni. Hér lætur hann skotið ríða af en á innfelldu myndinni fagna KR-ingar markinu. Timamvnd Pjetur. íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild: Fyrstu stig Húsvíkinga Frá Ásgeirí Púlssyni ú Akureyrí: „Við komum miklu ákveðnari til leiks og uppskárum eftir því. Það var líka greinilegt að Þórsarar voru stressaðir og óöruggir," sagði Ómar Rafnsson bakvörður hjá Völs- ungi eftir að lið hans sigraði Þór á Akureýri í gærkvöldi. Völsungar hófu leikinn af miklu kappi pg tóku strax öll tökin á miðjunni. Þórsanan komu meira inn í leikinn er á leið og um miðjan hálfleikinn átti Hlynur Birgisson hörkuskot rétt framhjá. Völsungar skoruðu eina mark leiksins þegar 10 sek. voru til leikhlés. Kristján Olgeirsson komst upp að endamörkum og sendi fyrir þar sem Jónas Hallgrímsson var einn og óvaldaður og skallaði boltann fast í mark Þórs. Seinni hálfleikur var leiðinlegur að undan- skildum síðustu tíu mínútunum. Völsungar • réðu lengst af ferðinni. Þórsarar áttu hvert færið á fætur öðru á síðustu tíu mínútunum en ekki tókst þeim að laga stöðuna. Völsung- ar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og ætti áframhaldið að verða bjart hjá þeim. KA vann í Garðinum Frú Frímanni Ólafssyni ú Suðumesjum: Leikur Víðis og KA í Garðinum var fremur tíðindalítill, einkum þó fyrri hálfleik- ur. KA-menn áttu besta færið í fyrri hálfleik, Tryggvi Gunnarsson komst einn í gegnum Víðisvörnina á 42. mín. en skaut í stöng. Boltinn barst þaðan til Hinriks Þórhallssonar sem skaut hátt yfir mark Víðismanna. Seinni hálfleikurinn var mun fjörugri, bæði lið börðust vel. Víðismenn voru mun meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. KA-menn beittu skyndisóknum og sköpuðu oft usla í óröuggri vörn Víðismanna. Gauti Laxdal tók hornspyrnu fyrir KA á 75. mín. Tryggvi Gunnarsson stóð einn og óvaldaður á markteig og átti ekki í miklum erfiðleikum með að skalla boltann í netið. Korterið sem eftir var sóttu Víðismenn án afláts en án árangurs. M.a björguðu KA- menn á línu. íslandsmótiö í knattspyrnu - 1. deild kvenna: Guðrún með tvö mörk beint úr aukaspyrnum - Þegar Valur vann Stjörnuna 3-0 í fyrsta leik mótsins Guðrún Sæmundsdóttir skoraði tvö glæsileg mörk beint úr auka- spyrnum þegar íslandsmeistarar Vals hófu titilvörn sína í ár með þrjú-núll sigri á Stjörnunni, 2. deild- armeisturunum frá því í fyrra. Bryndís Valsdóttirgerði þriðjamark Vals en staðan í hálfleik var 1-0. Leikurinn fór rólega af stað og var lítið um færi. Valsstúlkur komust skyndilega í færi á 14. mín. og í netið fór boltinn en ekkert mark var þó, ein þeirra var rangstæð. Ekki sá blaðamaður Tímans reyndar þessa rangstöðu en dómarinn var betur staðsettur og hefur vafalaust haft rétt fyrir sér eins og alltaf. Það var svo fjórum mínútum síðarsem fyrsta markið kom. Valsstúlkur fengu þá aukaspyrnu á vítateigslínu Stjörn- unnar fyrir miðju marki. Guðrún Sæmundsdóttir hljóp að boltanum, virtist ætla að hætta við en skaut svo þrumuskoti í einn varnarmanna 1 Stjömunnar og þaðan fór boltinn í netið. Fátt gerðist annað markvert í fyrri hálfleik, Valsliðið var sterkari aðilinn á vellinum án þess að hafa beint neina yfirburði og tilfinnanlega vantaði meiri skerpu í sóknina hjá þeim. Stjörnuvörnin virkaði óörugg en Valsstúlkur gáfu þeim nægan tíma svo það kom að lítilli sök. Seinni hálflcikurinn var hafinn fyrir átta mínútum þegar Valsstúlkur fengu aukaspyrnu 25-30 m frá marki Stjörnunnar. Aftur var það Guðrún Sæmundsdóttir sem tók spyrnuna, nú án hiks og sömu leið fór tuðran og fyrr, í varnarmann og þaðan í netið. Virkilega glæsilegt mark. Stjörnukonur fengu sitt eina veru- lega hættulega tækifæri á 63. mín. Margrét Sigurðardóttir tók þá auka- spyrnu af 25 m færi og skaut þrumu- skoti í stöngina. Þaðan barst knötturinn aftur á Stjörnumann en Erna Lúðvíksdóttir varði. Bryndís Valsdóttirgulltryggði sig- ur fslandsmeistaranna með marki á 72. mín., fékk boltann rétt innan við miðju, keyrði upp vinstri kantinn og skaut föstu skoti framhjá Önnu Sig- urbjörnsdóttur í markinu sem átti ekki möguleika á að verja. Leikurinn var nokkuð rólegur, aíveg þokkalega leikinn en án hættu- legra marktækifæra. Valurátti meira í leiknum en sigurinn var þó heldur í stærra lagi ef eitthvað var. Stjörnu- liðinu hefur borist góður liðsauki , þar sem eru þær Erla Rafnsdóttir og Magnea Magnúsdóttir og á liðið án efa eftir að láta að sér kveða í sumar. Þær stöllur voru sterkustu menn liðsins en Magnea fékk sinadrátt snemma í seinni hálfleik og þurfti að fara af leikvelli. Hjá Val var Guðrún Sæmundsdóttir best, traust í vörn- inni og skapaði hættu þegar hún kom fram í horn- og aukaspyrnum. Af öðrum leikmönnum má nefna Coru Barker, Ragnhildi Sigurðar- dóttur, Ragnheiði Víkingsdóttur, Ragnhildi Skúladótturog lngibjörgu Jónsdóttur sem allar áttu ágætis leik. -HÁ íslenska landsliðíð í handknattleik skipað leikmunnum 21 árs og yngri keppir á sunnudaginn fyrri leik sinn gegn Norðmönnum í undankeppni HM sem verður í Júgósiaviu í desember. Leikurinn hefst Id. 16.30 í íþróttahúsinu í Hafnariirði. Liðin mætast í Noregi 7. júní. Það lið sem sigrar samanlagt í leikjunum tveimur ferá HM u-21 árs. Á myndinni hér að ofan eru liðsmenn ásamt aðstoðarmönnum; Viggó Sigurðsson þjálfari, Ámi Friðleifsson, Bjarki Sigurðsson, Hálfdán Þórðarson, Héðinn Gilsson, Sigurjón Sigurðsson, Skúli Gunnsteinsson, Ólafur Gylfason, Ingvar Viktorsson og Egill Bjamason landsliðsnefnd, Stefán Kristjánsson, Konráð Olavsson, Guðmundur A. Jónsson, Pétur Petersen, Bergsveinn Bergsveinsson, Einar Einarsson og Gunnar Beinteinsson. Á myndin vantar Hrafn Margeirsson.Tíraamynd: BREIN Þrettánhundruð fjörutíu og einu sinni: „T4KK” Landsbankinn hefur ríka ástæðu til þess að þakka krökkum um allt land fyrir framúrskarandi áhuga og þátttöku í Landsbankahlaupinu 1987, 16. maí síðast liðinn. Alls voru þátttakendur 1341, allir fæddir árin 1974 - 1977. Fjölmargir unnu til verðlauna, sumir settu persónuleg met, aðrir kepptu í hlaupi í fyrsta skipti á ævinni og þó nokkrir urðu Kjörbók með dálítilli innstæðu ríkari. En allir stóðu sig með mestu prýði. Við þökkum öllum þátttökuna og FRÍ fyrir samstarfið um framkvæmdina. Von,tmiSUvti J Landsbanki í Landsbankahlaupi 1988. Islands ... Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.