Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 17. september 1987
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra:
Samanburður á verðlagi hér
og erlendis mjög gagnlegur
Sambandið og aðrir öflugir innflytjendur beiti mætti sínum
„Ég hcld að það sé alls ekki
hlutverk stjórnvalda að hlutast til
um þessi mál, að öðru leyti en því
að halda áfram þeim samanburðar-
athugunum á verðlagi hér á landi
og annarsstaðar, sem Verðlags-
stofnun undir forystu Georgs
Ólafssonar hefur verið að gera.
Það er mjög gagnlegt. En reglan er
frjáls viðskipti og ekki á sviði
stjórnvalda að hlutast til um það
hvaðan mcnn kaupa inn - þeir
verða að finna út sjálfir hvar best
er að versla", sagði Jón Sigurðsson
viðskiptáráðherra. En Tíuiinnn
spurði hann hvernig íslenskir inn-
flytjendur ættu helst að losa okkur
undan danska „nýlenduskattin-
um“.
Þótt „danskurinn" hafi umboð
fyrir margar vörur benti Jón á að
þær væru sjaldnast þær einu hugs-
anlegu á því sviði sem í boði væru.
Það sé einmitt verkefni við-
skiptamanna að leita fyrir sér og
finna aðrar samkeppnishæfar
vörur. Sé álagningin svo mikil ætti
það ekki aö vera crfitt.
Gagnvart háum umboðslaunum
sé það fyrirtækjanna að bregðast
við og reyna betur fyrir sér - og þá
ekki síst öflugra fyrirtækja eins og
„Það er hægt að versla við fleiri en
Dani. Eina svarið við háum untboðs-
launum er að leita viðskipta við
fyrirtæki sem eru tilbúin að selja
hingað beint án milliliða í 3. landi og
fá þá lægra verð. Það geta menn svo
notað gegn fyrirtækjunum sem eru
með milliliði - bent þeim á að þeirra
vörur séu of dýrar vegna óhagkvæms
drcifingarkerfis. Þeir færu þá
kannski að hugsa betur sinn gang.
Og síðan er auðvitað þriðja leiðin,
þ.e. að íslendingar taki upp háttu
víkinganna og gerist verslunarþjóð -
og fái sjálfir umboð fyrir Skandina-
samvinnuhreyfingarinnar og ann-
arra, sem geta beitt sér sem stórum
aðila að innkaupunum til að fá
víu,“ sagði Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastj. Verslunarráðsins í
samtali við Tímann.
Tíminn bar undir Vilhjálm hvort
innflytjendur væru kannski sumir
hverjir of íhaldssamir og værukærir
og versluðu ntikið við Dani af göml-
um vana í stað þess að leita betri
kjara annarsstaðar. „Menn eru vit-
anlega misjafnir. Sumir eru alltaf að
leita að einhverju nýju og reyna að
víkka út viðskiptin. Slíkir menn eru
líklegri til að leita að hagkvæmari
viðskiptum. Aðrir eru svo kannski
betri kjör og leitað þá annað ef það
ekki tekst.
„Upplýsingaþjónustan, sem
m.a. þessar athuganir Verðlags-
stofnunar hafa veitt, er líka greini-
ekki eins duglegir, en ættu þá líka
smáni saman að detta út".
Nú hefur t.d. komið í ljós að þrátt
fyrir gífurlega lækkun á gengi banda-
ríska dollarans virðist innflutningur
frá Bandaríkjunum lítið ef nokkuð
hafa aukist?
„Já, það er mjög athyglivert. En
eitthvað mun líka um það að við
kaupum bandarískar vörur í gegnunt
Evrópu. Bandaríkjamenn eru raun-
ar sjálfir að velta þessum sömu
hlutum fyrir sér, þ.e. af hverju
útflutningur frá þeim hefur ekki
vaxið meira en raun ber vitni með
lega mjög gagnleg. Því hún hreyfir
við þessu máli og hvetur menn þá
til að leita víðar hófanna um inn-
kaup,“ sagði viðskiptaráðherra.
lækkandi gengi dollarans. Megin
ástæðan held ég að sé sú, að banda-
rísk fyrirtæki beita sér ekki eins
ákveðið að útflutningi eins og t.d.
Danir. Bandaríkjamenn vantar
mikla sölumennsku á erlendum
mörkuðum. Danir eru hins vegar
víðfrægir sölumenn - og hörðum
sölumönnum tekst oft að selja sína
vöru. Þeir veita sjálfsagt góða þjón-
ustu, og þó menn þurfi að borga
meira getur þeim stundum þótt það
meira virði en að skipta við ótrausta
aðila,“ sagði Vilhjálmur. -HEI
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráös:
Það selja fleiri en Danir
Byssuglaður skotmaður
á ferð:
Skot-
árásá
barna-
fatabúð
Lögreglan í Reykjavík fékk til-
kynningu klukkan 15.15 að skotið
hefði verið á húsið Laugavegi 83,
sem er barnafataverslunin Valborg.
Kom síðar i Ijós að um skot úr
loftriffli var að ræða. Eitt skotgat er
á rúðunni, en engin frekari meiðsl
eða skemmdir urðu.
Málið er í rannsókn. -SÓL
Vinnuslys um borð í togara:
Særður
sjómaður
sóttur
í þyrlu
Sjómaður um borð í togaranum '
Sigurbjörgu fékk vír í höfðuðið í
fyrradag og fór þyrla Landhelgis-
gæslunnar, TF-SIF á staðinn með
lækni.
Landhelgisgæslan fékk tilkynn-
ingu um slysið rétt fyrir klukkan 14
og fór þyrlan í loftið strax og tók
eldsneyti á Hornafirði og hélt áleiðis
áfram til Vopnafjarðar.
Þyrlan kom að togaranum 35 sjó-
mílur út af Vopnafirði, klukkan
17.15 og seig læknir niður í hann og
bjó um liöfuð skipverjans, sem á
tímabili var talin höfuðkúpubrotinn.
Hálftíma síðar flaug þyrlan með
sjúklinginn til Vopnafjarðar, þar
sem flugvél frá Flugfélagi Austur-
lands flutti sjúklinginn ásamt lækni
til Reykjavíkur. -SÓL
Fyrstu gullkortaeigendurnir hjá Eurocard ásamt Gunnari Bæringssyni framkvæmdastjóra (lengst t.v.) og Grétari Haraldssyni markaðsstjóra
(lengst t.h.) Tímamynd: BREIN
Kreditkort hf.
Fyrstu viðskiptavinirnir
fengu fyrstu guilkortin
Kreditkort hf hefur afhent fyrstu
Eurocard gullkort sín þeim við-
skiptavinum fyrirtækisins sem fengið
höfðu Eurocard krítarkort og notað
kortin í júlí 1980 en þá voru fyrstu
úttektardagar hjá Eurocard á ís-
landi.
Þeir sem hafa notað Eurocard
krítarkort síðustu tólf mánuði og
ætíð staðið við þá skilmála sem þeir
undirgengust þegar þeir fengu kortið
fyrst, munu fá afhent gullkort þegar
þeir endurnýja kort sín, eða fyrr ef
þeir óska þess.
í meginatriðum gilda sömu reglur
um gullkort Eurocard eins og venju-
legu kortin, en gullkortunum fylgja
ýms þægindi og þjónusta sem ekki
fylgir venjulega kortinu. Má þar
helst nefna tryggingar á ferðalögunt
fyrir handhafa gullkortsins, maka
hans og börn undir 23 ára aldri sem
búa hjá foreldunt en skilyrði trygg-
ingarinnar er að ferðin sé greidd
a.ni.k. að hluta með gullkortinu og
að einhver hluti ferðarinnar sé farinn
nteð almenningsfarartækjum. Unt
er að ræða ótímabundna ferðaslysa-
tryggingu og læknisaðstoð, tafir á
brottförum og afhendingu á farangri
umfram 6 klukkutíma, tapaðan far-
angur eða persónulega muni, forföll
eða niðurfellingu ferðar, samgöngu-
truflanir og skaðabótaábyrgð gagn-
vart þriðja aðiláT
Einnig má nefna afslætti á hótel-
um, bílaleigubílum ogfleiri þjónustu
erlendis, aukaaðild að 1APA sem
eru alþjóðasamtök flugfarþega en
því fylgir IAPA gullkort og tösku-
merkingar sem hafa í för með sér
ábyrgð á farangri þeim sem merktur
er IAPA. Einnig geta gullkorthafar
sótt um hærri úttektarheimild heldur
en handhafar venjulegra korta.
ABS