Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 17. september 1987 lllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllll Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, Fram-Sparta Prag: Tvö ódýr mörk í lokin - Sparta sigraði 2-0 í skemmtilegum leik - Framarar höfðu lengj vel í fullu tré við sterkt lið Tékkanna Framarar töpuðu fyrir tékkneska liðinu Sparta Prag í leik liðanna í Evrópukeppninni á Laugardalsvell- inuin í gærkvöldi. Leikurinn var skemmtilegur og vel leikinn af beggja liða hálfu. Lokatölur urðu 0-2 og komu bæði mörkin á síðustu 10 mínútum leiksins. „Ég er auðvitað alltaf svekktur að tapa en það var við ramman reip að draga,“ sagði Ásgeir Elíasson þjálf- ari Fram eftir leikinn. „Þeir voru stærri og líkamlega sterkari en ég átti von á og það var erfítt að eiga við þá. Við spiluðum bara nokkuð vel meirihlutann af leiknum þó við bökkuðum full mikið á tímabili í fyrri hálfleik.“ Dómari leiksins var norskur og hafði með sér sömu línuverði og landi hans sem dæmdi á Akranesi í fyrrakvöld. Þessi dómari, Harald Hansen að nafni, á hrós skilið fyrir mjög góða dómgæslu. Það er ekki fjarri lagi að hann hafí dæmt eins vel og landi hans dæmdi illa í leiknum í fyrrakvöld. Framarar áttu fyrsta færið í leikn- um þegar Ragnar Margeirsson skaut föstu skoti af örstuttu færi en Jan Friðrik náði með fingurgómunum í boltann, vel gripið inní þar. Þremur mínútum síðar var aftur stórhætta við Frammarkið þegar Jón Sveins- son hugðist hreinsa frá marki en Þorsteinn Þorsteinsson náði að kom- ast í boltann á undan tékkneskum sóknarmanni og Friðrik bjargaði síðan í horn. Boltinn fór í nærstöng- ina úr hornspyrnunni og rúllaði fyrir fætur eins tékknesku sóknarmann- anna sem stóð sem fastast í báða fætur og missti af tækifærinu. Bolt- inn fór ósnertur aftur fyrir enda- mörk. Sannarlega heppnir þar Fram- arar. Á 69. mín. var komið að Frömur- um að eiga hættulegt færi. Ragnar Margeirsson og Pétur Ormslev áttu heiðurinn að undirbúningnum en Guðmundur Steinsson kastaði sér fram og skallaði boltann, rétt framhjá stönginni. Tékkarnir skoruðu fyrra mark sitt á 80. mín., boltinn barst til Tomásar Skuhravý þegar Þorsteinn Þorsteins- son gerði misheppnaða tilraun til að hreinsa frá og var sá tékkneski ekki iengi að þakka fyrir sig enda galopið færi. Seinna markið kom 6 mínútum Streskal varði glæsilega. Tékkarnir skutu rétt yfir slána úr aukaspyrnu sex mínútum síðar og á 17. mfnútu skallaði Ivan Hasek rétt framhjá stönginni. Færið var stórhættulegt en Friðrik var rétt staðsettur í mark- inu og hefði líklega varið hvort eð var. Tékkarnir sóttu mjög í sig veðrið er leið á hálfleikinn eftir að Framarar höfðu verið öllu sterkari framanaf og virtist mark liggja í loftinu er nær dró leikhléi. Svo illa fór nú ekki en Tékkarnir fengu mjög gott færi strax í seinni hálfleiknum. Minnstu mun- aði að einn sóknarmanna þeirra fengi háa sendingu inn á markteig þar sem hann stóð lítt valdaður en síðar á mjög svipaðan hátt og var þar að verki varamaðurinn Jan Musil, líklega með sína fyrstu snertingu í leiknum. Mörkin voru bæði af ódýr- ustu tegund og sárt fyrir Framara að missa leikinn svona niður á síðustu stundu. „Það fór að halla undan fæti þarna í lokin“ sagði Ásgeir Elíasson eftir leikinn. „Strákarnir voru orðnir þreyttir og farnir að missa einbeit- inguna. Við fengum þarna á okkur tvö hálf leiðinleg mörk. Við fórum í leikinn til að vinna og töldum að við ættum þokkalega möguleika þó við höfum gert okkur grein fyrir því að við gætum líka auðveldlega tapað.“ - En seinni leikurinn? „Nú ætli hann verði ekki erfíðari, þá verða þeir á Evrópukeppnin í knattspyrnu Fyrsta umfcrð, fyrri leikir. Seinni lcikir liðanna verða eftir hálfan mánuð. ' Evrópukeppni meistaraliða Fram-Sparta Prag (Tékkóslóvakiu)............................................0-2 Rapid Vín (Austurriki)-Hamrun Spartans (Möltu) ..............................6-0 Porto (Portúgal)-Vardar Skopje (Júgóslavia)..................................3-0 Dynamo Kiev (Sovótríkjunum)-Glasgow Rangors (Skotlandi) .....................1-0 Bordoaux (Frakklandi)-Dynamo Berlin (A-Þýskalandi)............................2-0 Benfica (Portúgal)-Partizani Tirana (Albaníu) ...............................4-0 Bayem Múnchen (V-Þýskalandi)-Sredetz Sofia (Búlgariu).........................4-0 Steaua Búkarest (Rúmeníu)-MTK Búdapest (Ungverjalandi) ......................4-0 Malmö FF (Sviþjód)-Anderlecht (Belgíu) ......................................0-1 Reai Madrid (Spáni)-Napoli (ttaliu)...........................................2-0 Neuchatel Xamax (Sviss)-Lahti (Finnlandi).....................................5-0 PSV Eindhovon (Hollandi)-Galatasary Istanbul (Tyrklandi)......................3-0 Olympiakos Pireaus (Grikklandi)-Gornik Zabrze (PóUandi).......................1-1 Shapirock Rovers (Írlandi)-Omonia Nicosia (Kýpur) ...........................0-1 Arósar (Danmörku)-Jeunesse Esch (Lúxembúrg)...................................4-1 Lilleström (Noregi)-Linfield (N-trlandi) ....................................1-1 Evrópukeppni bikarhafa Mecheien (Belgiu)-Dinamo Búkarest (Rúmeníu)..................................1-0 Lokomotiv Leipzig (A-Þýskalandi)-Marseille (Frakklandi)......................0-0 Alaborg (Danmörku)-Hadjuk Split (Júgóslavíu) ................................1-0 Ajax Amsterdam (Hollandi)-Dundalk (trlandi) .................................4-0 Real Sociedad (Spáni)-Slask Wrocluw (Póllandi) ..............................0-0 Dynamo Minsk (Sovótrikjunum)-Genclerbirligi (Tyrklandi)......................2-0 Rovaniemen (Finnlandi)-Glentoran (N-írlandi) ................................0-0 Dunajska Streda (Tékkóslóvakíu)-Young Boys Bern (Sviss)......................2-1 Vitocha Sofia (Búlgariu)-Ofi Crete (Gríkklandi) .............................1-0 Ujpest Dozsa (Ungverjalandi)-Den Haag (Hollandi).............................1-0 St. Mirren (Skotlandi)-Tromsö (Noregi) .......................................1-0- Merthyr TydfU (Wales)-Atalanta (ítaliu) .....................................2-1 Evrópukeppni félagsliða Wismuth Aue (A-Þýskalandi)-Valur............................................. Barcelona (Spáni)-Bolonensos (Portúgal)...................................... Linz (Austurriici)-Utrecht (Hollandi)........................................ Beveren (Belgiu)-Bohemians Prag (Tókkóslóvakiu).............................. Borussia Mönchengladbach (V-Þýskolandi)-Espanol (Spóni)...................... Feyenoord Rotterdam (HoUandÍ)-Sporta (Lúxembúrg) ............................ Tatabanya (Ungverjalandi)-Guimaraes (Portúgal) .............................. Grasshopper Zúrich (Sviss)-Dynamo Moskva (Sovétrikjunum) .................... Szczecin (Póllandi)-Verona (Ítalíu).......................................... Honved Búdapost (Ungverjalandi)-Lokeren (Belgíu) ............................ Coleraine (N-trlandi)-Dundee United (Skotlandi).............................. Spartak Moskva (Sovétrikjunum)-Dynamo Dresden (A-Þýskalandi)................. Vitkovice (.Tékkóskóvakíu)-AIK Stokkhólm (Svíþjód)........................... Turun (Finnlandi)-Admira Wacker (Austurriki)................................. Bröndby (Danmörku)-Gautaborg (Sviþjóð)....................................... Zenit Leningrad (Sovótrikjunum)-Club Brugge (Belgíu) ........................ Sportul Búkarest (Rúmeníu)-Katowice (Póllandi)............................... Larnaca (Kýpur)-Vitoria Búkarest (Rúraeníu) ................................. Vlora (Albaniu)-Partizan Belgrad (Júgóslaviu)................................ Sporting Gijon (Spóni)-AC Milano (ítaliu).................................... Valletta (Möltu)-Juventus (ítaliu).................. {....................... Universitatea Craioi-a (Rúmeniu)-Coimbra (Portúgal).......................... Rauda Stjarnan Belgrad (Júgóslavíu)-Plovdiv (Búlgaríu) ...................... Toulouse (Frakklandi)-Punionios Aþena (Grikklandi)........................... Besiktas Istanbul (Tyrklandi)-Intor Milano (ttaliu) ......................... Velez Mostar (Júgóslavíu)-Sion (Sviss) {..................................... 0-0 2-0 0-0 2-0 0-1 5-0 1-1 0-4 1-1 1-0 0-1 0-1 2-1 2-0 1-0 0-1 2-0 1-0 0-4 3-2 3-0 5-1 0-0 5-0 heimavelli og dómarínn er yfirleitt svolítið hliðhollur heimaliðinu.u Pétur Ormslev lék mjög vel í liði Fram meðan hans naut við en hann fór af leikvelli á 60. mín., meiðsl hans tóku sig upp. Pétur Arnþórsson barðist mjög vel og Ormarr Örlygs- son er alltaf hættulegur á kantinum. Pá átti Friðrik Friðriksson góðan leik f markinu. Lið Sparta Prag er mjög skemmti- legt knattspyrnulið, þeir leika hratt og vel á milli sín og liðsheildin er númer eitt-tvö-og-þrjú. Liðið er gíf- urlega sterkt enda voru í byrjunar- liðinu 7 tékkneskir landsliðsmenn og einn úr 21-árs landsliðinu. Pað verður að segjast alveg eins og er að Framliðið stóð sig mjög vel á móti þessu liði þó mörkin væru ódýr. Framliðið spilaði á köflum mjög skemmtilega í leiknum þó mörkin létu á sér standa. - HÁ Fullnaðarsigur? Það mætti kannski hugsa sér það að hér værí veríð að keppa í karate en þeir Krístinn R. Jónsson og leikmaður Sparta Prag eru hér að kljást um boltann í leik Fram og Sparta í gærkvöldi. Tímamynd Pjetur. Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, Wismuth Aue-Valur: Markalaus leikur - Valsvörnin hleypti A-Þjóðverjunum ekki í tæri við markið - „Dómgæslan skandall“ segir Sævar Jónsson Valsmenn j>erðu markalaust jafn- tefli við VVisinuth Aue í leik iiðanna i Aue í Austur-Þýskalandi í gær- kvöldi. Leikurinn var liður í Evrópu- keppni félagsliða í knattspyrnu. Valsmenn standa því vel að vígi fyrir seinni leikinn sem verður hér á landi 30. september, þurfa að vinna 1-0. „Maður verður auðvitað að vera hóflega bjartsýnn en ég hcld að ef við spilum skynsamlega þá eigum við að góðan möguleika,“ sagði Sævar Jónsson varnarmaður í Val í samtali við Tímann eftir leikinn. Lítið var um marktækifæri í fyrri hálfleik en Valsmenn áttu hættuleg- asta tækifærið þegar Valur Valsson skaut rétt framhjá. í seinni hálfleik spiluðu Valsmenn skynsamlega, léku vörnina aftarlega en gáfu A- Þjóðverjunum meira eftir miðjuna. Þá héldu þeir boltanum vel þegar þeir voru í sókn. Þetta varð til þess að Þjóðverjarnir fengu fá færi en í þau skipti sem það gerðist þegar fór að líða á seinni hálfleikinn varði Guðmundur Baldursson mjög vel. Lið Þjóðverjanna var mjög jafnt og þeir voru fljótir, ekkert sem kom á óvart að sögn Sævars Jónssonar. „Þetta voru mjög ánægjuleg úrslit en við spiluðum upp á jafntefli“ sagði Sævar. Dómarinn varsovéskur og voru leikmenn Vals langt frá því ánægðir með hann. „Þetta var hreinn og beinn skandail, ég hcf oft lent á slæmum dómara en ég held að þetta sé það alversta sem ég hef lent í. Við máttum ekki snerta þá og fengum fimm spjöld en þeir ekki eitt einasta og ég heid ekki að við höfum spilað neitt grófar en þeir. Ef maður opnaði munninn, hvort scm það var á íslensku eða hvað þá varð hann alveg vitlaus og það lýsir honum kannski best að í seinni hálfleik þegar við komum inná völlinn þá var hann að haida boltanum á lofti og láta áhorfendur klappa fyrir sér, hann vildi greinilega vera í sviðsljós- inu. Dómgæslan alveg skandall og ennþá sætara að ná þá stiginu fyrir bragðið“ sagði Sævar Jónsson að lokum. - HÁ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.