Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. september 1987 Tíminn 3 - ’ ;' y»f?z\ ......... Fundað í qær um fiskveiðistefnuna: Nefnd su sem vinnur aö motun nyrrar fiskveiöistefnu, hittist í fyrsta sinn til fundar í gær. Fyrir miöri mynd ma m.a. sjá Halldor Asgrimsson, sjávarútvegsráöherra og Árna Kolbeinsson, raöuneytisstjora í sjávarútvegsráðuneytinu, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. ______________________________________________Timamynd Pjetur Móta fiskveiðistefnu Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi, fulltrúar stjórnmálaflokkanna og fulltrúar stofnana í sjávarútvegi komu saman til fundar í gær og er það byrjunin á starfi þeirra að mótun nýrrar fiskveiðistefnu. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, vitnaði á fundinum í stefnuyfirlýsingu og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar, þar sem sagt er um endurskoðun á fiskveiðistefn- unni. Síðan fóru sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar, Jakob Jakobsson, forstjóri, Ólafur K. Pálmason, Sigfús Schopka og Vil- hjálmur Hjálmarsson, yfir skýrslu stofnunarinnar um ástand nytja- stofna með glærum. Á fundinum fóru í sjálfu sérekki fram neinar viðræður, enda fund- urinn fyrst og fremst hugsaður sem opnunarfundur fyrir komandi starf. Nefndin mun hittast vikulega til loka október, en þá er vonast til að árangurinn liggi fyrir og hægt verði að leggja nýja fiskveiðistefnu fyrir haustþing. Fjölmargir aðilar eiga fulltrúa í nefndinni. Má þar nefna sérfræði- nga frá Raunvísindadeild og Við- skiptadeild Háskólans, Þjóðhags- stofnun, prófessor í fiskifræði við Verslunarháskólann í Bcrgen, Landssamband smábátaeigenda, félag sambands fískframleiðenda, SÍF, SH, Farmanna- og fiskimann- asambandið, félag rækju- og hörpudiskframleiðenda, Hafrann- sóknarstofnun, LÍÚ, Sjómannas- ambandið, Fiskifélag íslands, VMSÍ, þingflokkana og aðila úr sjávarútvegsráðuneytinu. Það er því með sanni hægt að segja að vel sé staðið að mótun nýrrar fiskveiðistefnu. - SÓL HEILASÝNI BENDA TIL RIDUVEIKI í MIÐHÚSUM Heilasýni úr sauðfé í Miðhúsum í Reykjafjarðarhreppi sem tekin voru síðasta haust gefa til kynna að riða geti leynst í sauðfé þar á bæ. í innanverðu Djúpi hefur ekki verið staðfest riða í sauðfé en fjárskipti fóru fram í Hörgshlíð í Reykjafjarð- arhreppi fyrir ári síðan vegna svipaðs gruns. Sé raunverulega um riðuveiki að ræða er skýringa helst að leita til samgangs við sýkt fé af Barðaströnd en þar er búið að vera fjárlaust í þrjú ár en bændur eru að taka fé þar að nýju nú í ár. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum var ábúendum í Miðhúsum tilkynnt í sumar að breytingarnar séu grunsamlegar og samkvæmt reynslu annarsstaðar frá bendi líkur til að veikin sé að búa um sig. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að segja af eða á um hvort svo sé því riða hefur ekki fundist í lifandi kind. Ábúendur hafa því ekki verið tilbún- ir að svara til um hvort ákvörðun verður tekin um að slátra fjárstofnin- um, enda erfið ákvörðun þar sem þeir hafa verið að velta fyrir sér hvenær hætta skyldi búskap og hvort aðrir ábúendur fengjust til að taka við búskap á jörðinni. Sigurður taldi að þegar almenn vitneskja lægi fyrir um hættuna á riðuveiki á bænum sé hættan minni því þá geti menn varast fé frá bænum. Þá munu og verða fram- kvæmdar sýnatökur úr sauðfé í Djúpi í haust þar sem sérstaklega verður fylgst með hugsanlegum riðu- einkennum. NYTTFRA VÍFILFELLI Vífilfell hf., einkaframleiðandi Coca Cola á íslandi, hefur hafið framleiðslu á Diet-Sprite. Til að byrja með verður Diet-Sprite fram- leitt á 1,5 lítra umbúðum, en áætlað er að síðar verði varan framleidd í öllum tegundum umbúða. Með þessu er Vífilfell hf. að gefa viðskiptavinum sínum aukinn val- kost er þeir velja sér drykk til munns. Sérstakur 15% kynningarafsláttur er á Diet-Sprite og er afslátturinn prentaður á miða flöskunnar til að vekja athygli á vörunni og hinu sérstaka kynningarverði sem varan er boðin á. Alltaf eru að koma upp ný riðutil- felli á svokölluðum riðusvæðum en í haust hafa ekki greinst riðutilfelli á þeim svæðum sem nú teljast laus við riðu. í vor kom hins vegar upp eitt riðutilfelli í Mýrdalnum eftir fimm ára hlé. Sigurður minnti á að nauðsynlegt væri að slátra öllu óskilafé í slátur- húsi en alls ekki að farga því heima. Sauðfjárveikivarnir munu gangast eftir því að kostnaður af óskilafé, t.d. ómerkingum og fé sem ekki er hægt að þekkja eigendur að verði greiddur þannig að menn geta óhræddir lagt það fé inn í sláturhús á venjulegan hátt. - ABS Jarðskjálftar raska svefnró Grímseyinga „Þetta var ansi ónotalegt þegar stærsti skjálftinn kom í fyrrinótt. Það kom ansi mikill hnykkur um miðjan skjálftann og þá fór allt að hristast. Þessi skjálfti vakti upp alla eyjarbúa nema kornabörn,“ sagði Bjarni Magnússon hreppstjóri í Grímsey í samtali við Tímann í gær. Bjarni sagði hluti hafa dottið úr hillum í einstaka húsum og nokkuð hefði brotnað af styttum og annarri glervöru í kaupfélaginu. Hann sagði einnig að drunur hefðu fylgt þessum jarðskjálftum og sagðist hann ekki muna slíkar drunur síðan árið 1963 þegar miklir jarðskjálftar urðu út af Skagafirði. Annars sagði hann Grímseyinga vana jarðskjálftum, til dæmis hefðu verið nokkuð snarpir skjálftar síðastliðið haust og í febrú- armánuði í vetur. Það var rétt undir klukkan þrjú á þriðjudag sem jarðskjálftahrina byrjaði í Grímsey með skjálfta sem mældist 3,9 á Richterkvarða. Eftir það fundust smáskjálftar af og til og1 minnkuðu þeir eitthvað er leið á daginn og kvöldið. Síðan varð nokk- uð sterkur klukkan 2.38 aðfaranótt gærdagsins og mældist hann 4,4 á Richterkvarða. Eftir það dró úr jarðhræringum en þær héldust þó allt fram undir hádegi í gær. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálfta- fræðings eru upptök skjálftanna rétt við eyna sjálfa, líklega innan við 5 kílómetra austur af Grímsey. Hann sagði þetta þekkt jarðskjálftasvæði, skjálftarnir núna væru þó mun nær Grímsey en verið hefur undanfarin ár. Því fyndust skjálftar betur nú en annars. Ragnar sagði skjálftana verða vegna spennu í jarskorpunni sem tengjast kvikuhreyfingum á þó nokkuð miklu dýpi við eyna. -HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.