Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. september 1987 Tíminn 5 ASÍ og VSÍ ræöa samninga fyrir áramót, en VSÍ setur þumalskrúfurnar á: Lágar verðbætur nú forsendur samninga „Málið er einfalt. Komi til 7,24% launahækkun núna, verður ekkert um að semja fyrir okkur fyrr en eftir áramót,“ sagði Þórar- inn V. Þórarinsson, frkvstj. VSÍ í samtaii við Tímann í gær nokkru áður en hann gekk til fundar við fulltrúa ASÍ um hugsanlega samn- ingagerð fyrir áramót og hvernig iaunanefnd þessara aðila skuli reikna út uppbætur á laun, vegna hækkana á framfærsluvísitölu. Það er því ljóst að VSÍ setur það sem skilyrði fyrir því að gengið verði til samninga fyrir áramót, að ekki komi til greiðslu nema hluti af þeim 7,24% sem framfærsluvísital- an hefur farið fram yfir rauða strikið. „Okkur líst illa á ástand efna- hagsmála og við horfum til þess að ef Alþýðusambandið beiti úrskurð- arvaldi sínu í launanefndinni, til að hækka öll laun í landinu um 7,24%, þá er orðið vonlítið að takist kjara- samningar sem miðist við fast gengi og stöðugt verðlag. Og þá er verið að kalla yfir okkur verðbólguhol- skeflu," sagði Þórarinn. Sagði Þór- arinn að ef „menn sjá ekki fram á neitt nema tóm slagsmál eftir ára- mótin, að þá hafa þær væntingar manna bein áhrif á uppgang verð- bólgunnar. Verði milli 7 og 8% verðhækkun núna, þýðir það átak- asamninga eftir áramótin sem kalla óhjákvæmlega á launahækkanir, langt umfram það sem samrýmst geti fastgengisstefnu. Þar með fell- ur gengið og verðbólgan fer af stað á nýjan leik“. Ekki náðist í Ásmund Stefáns- son, forseta ASÍ í gær, en miðað við hvernig forysta Alþýðusam- bandsins hefur vilj að halda á samn- ingamálum undanfarin misseri, er ekki talið ólíklegt að þeir fallist á málflutning Vinnuveitendasam- bandsins. Það þýðir að launþegar fái hugsanlega ekki nema 2-3% uppbætur á laun þann 1. október, en þess ber þá að gæta að slík taktík gæti þýtt að hærri prósentu- tölum verði veifað í komandi samningum en eila. - phh Frá kynningu vöruþróunarátaks Iðntæknistofnunar Iðntæknistofnun íslands: Tveggja ára vöruþróunarátak Iðntæknistofnun íslands er nú að fara af stað með tveggja ára verkefni í vöruþróun og er markmið verkefn- isins að aðstoða fyrirtæki og einstak- linga við að þróa vörur sem eru samkeppnishæfar á heimamarkaði og hæfar til útflutnings. Þá hefur Iðntæknistofnun í samvinnu við Fé- lag íslenskra iðnrekenda og Iðnþró- unarsjóð gefið út handbók sem nefn- ist Vöruþróun - Markaðssókn. Fjall- ar bókin um þá aðferðafræði sem liggur að baki árangursríkri vöru- þróun, undirbúning hennar og framkvæmd. Vöruþróunarátakið verður fjár- magnað af Iðntæknistofnun og Iðn- lánasjóði og verða valin verkefni þar sem ljóst er að ljúka má þróun og markaðssetningu á tveimur árum. Stefnt er að því að fagdeildir Iðn- tæknistofnunar taki þátt í sem flest- um verkefnanna og skipulag og stjórnun sé í höndum Rekstrar- tæknideildar ITÍ eða sambærilegra aðila. Karl Friðriksson hagfræðingur hefur verið ráðinn verkefnisstjóri og mun hann hafa eftiriit með fram- vindu verkefna og umsjón með fjár- mála- og framkvæmdaþáttum. Handbókin er 147 síður og unnin af Ágústi Péturssyni, Guðlaugi Þor- steinssyni, Páli Kr. Pálssyni og Erni D. Jónssyni. Kennarasamband íslands: „Engin lög- gjöf um framhalds- skólana“ Stjórn Kennarasambands íslands hefur sent menntamála- og fjármála- ráðherrum ályktun varðandi kennar- askort í grunnskólum og framhalds- skólum og minnir á að á síðasta ári hafi 22% starfsmanna í grunnskólum landsins ekki haft menntun og rétt- indi tii kennslu og 37% starfsmanna í framhaldsskólum. Kennarar í þess- um skólum hafi tekið að sér óhóflega mikla yfirvinnu enda væru þessar tölur miklu hærri ella. Kennarasambandið bendir á að samkvæmt rannsóknum hérlendis þurfi um 20% nemenda í grunnskóla á sérstakri aðstoð að halda í lengri eða skemmri tíma vegna ýmissa erfiðleika, eða um 8000 til 9000 nemendur. Þriðjungur þeirra hafi enga aðstoð fengið og margir hinna sáralitla. Samkvæmt könnun menn- tamálaráðuneytisins 1984 vantaði 400 menntaða sérkennara til starfa í grunnskólunum. Engar athuganir hafi hinsvegar farið fram í fram- haldsskólunum varðandi þessi mál en gera megi ráð fyrir að þar sé vandinn ekki minni enda flosni fjöldi nemenda upp úr framhaldsskólun- um árlega. Kennarasambandið minnir á fyrstu grein laga um grunnskóla þar sem segir að grunnskólinn skuli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Jafnframt er minnt á að engin samræmd löggjöf sé til um framhaldsskóla. Skólamálaráð Kennarasambands íslands hefur einnig sent ráðherrum fjármála og menntamála ályktun varðandi kennaraskort í grunnskól- um, sér í lagi annarsstaðar á landinu en í Reykjavík. Skólamálaráð getur ekki betur séð en kennaraskorturinn leiði til þess að skerða þurfi kennslu sums staðar. Ástæður þessa telur ráðið m.a. vera lág laun kennaramenntaðs fólks miðað við aðrar starfsstéttir og að vinnuaðstaða og námsefni í skól- um sé víða allsendis ófullnægjandi og skorar á ráðherrana að hlúa að skólastarfi þannig að nemendur alls staðar á landinu eigi sömu mögu- leika til náms og þroska. -ABS Tillaga Framsóknar á borgarstjórnarfundi í dag: Fleiri tré við hús og w torg í Reykjavíkurborg Utvegsbankinn hf. með betri stöðu - en gamli Útvegsbankinn segir bankastjóri „Frá því að Útvegsbankinn var gerður að hlutafélagi hefur innlána- þróunin verið mjög jákvæð. Útvegs- bankinn er t.d. með hlutfallslega jafn mikla innlánaaukningu og Landsbankinn frá áramótum," sagði Guðmundur Hauksson, bankastjóri Útvegsbankans hf. í samtali við Tímann í gær. Þær tölur sem Tíminn skýrði frá í gær um hrakandi stöðu gamla Út- vegsbankans á undanförnum árum sagði Guðmundur réttar. En eftir að hálfs annars árs óvjssuástand var afstaðið, þá hafi losnað um þá hnúta sem þar voru til staðar og síðan hafi mikil aukning orðið í viðskiptum manna við Útvegsbankann. Guðmundur sagði Útvegsbank- ann nú hafa borgað upp skammtím- afyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum. Hann uppfylli nú öll skilyrði sem banka beri að uppfylla. „Við erum þar af leiðandi mjög bjartsýnir á að afkoma bankans verði jákvæð á alla lund, bæði hvað varðar innlán og möguleika á að sýna jákvæða af- komu.“ Niðurstöðutölur varðandi þessa bættu afkomu sagði Guð- mundur fljótlega eiga að liggja fyrir. Framsóknarflokkurinn vill aukna trjárækt í Reykjavík og mun borgarfulltrúi flokksins flytja tiilögu á borgarstjórnarfundi í dag um að sérstakt átak verði gert í trjáræktarmálum Reykjavíkur- borgar á næstu tveimur árum og til þess varið 20 milljónum króna, sem skiptist milli þessara tveggja ára. í tillögunni er gert ráð fyrir að sérstök áhersla verði lögð á trjá- rækt í námunda við stofnanir borg- arinnar, t.d. skóla, dagheimili og dvalarheimili aldraðra. Ennfremur við fjölfarnar umferðargötur, svo og ný íbúðahverfi. Að öðru leyti verði garðyrkjudeild borgarinnar falið að gera áætlun um fram- kvæmd verksins, en fjárveitingar skuli vera umfram venjubundin framlög til garðyrkjumála. Alfreð Þorsteinsson sem verður flutningsmaður tillögunnar í borg- arstjórn í dag sagði í samtali við Tímann, að ljóst væri að áhugi almennings á trjárækt hér á landi hefði stóraukist hér á landi á síð- ustu misserum. Reykvíkingar væru síður en svo eftirbátar annarra landsmanna í þeim efnum, þess sæist víða merki í stórfallegum görðum Reykvíkinga. Alfreð sagði Reykjavíkurborg hafa sinnt þess- um málum að mörgu leyti ágætlega og sumar stofnanir hennar verið til fyrirmyndar hvað þetta snerti. Þar mætti nefna bæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykj- avíkur. En því miður hefði trjá- ræktarmálum og umhverfismálum verið minna sinnt hjá öðrum stofn- unum og fyrirtækjum borgarinnar. Því teldu framsóknarmenn nauð- synlegt að gert verði sérstakt átak á næstu tveimur árum með sérs- takri 20 milljón króna fjárveitingu, en það sé tvöföldun á því fjármagni sem nú sé veitt til þessara mála. Alfreð sagðist telja það skyldu Reykjavíkurborgar að ganga á undan með góðu fordæmi og auka trjáræktaráhuga almennings með því að vera í fararbroddi í trjárækt- armálum. - HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.