Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn IMI ^mmmmmmmmf Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri Staða Yfirsjúkraþjálfara við Endurhæfingadeild sjúkrahússins er laus til umsóknar. Staðan veitist strax eða síðar eftir samkomulagi. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins fyrir 10. október 1987. Einnig er laus til umsóknar staða deildarsjúkra- þjálfara við sjúkrahúsið. Umsóknarfrestur er til 25. október n.k. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahúss- ins. Nokkrar stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eru lausartil umsóknarvið Sel, hjúkrunardeild fyrir aldraða. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmdastjóri Sonja Sveinsdóttir í síma 96-22100 milli kl. 13 og 14 virka daga. Ennfremur eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á ýmsum öðrum deildum. Upplýsingum veitir hjúkrunarforstjóri Ólína Torfa- dóttir í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Sendistarf Ríkisendurskoðun óskar eftir starfsmanni til léttra sendistarfa 2-4 kl. st. á dag mánud.-föstud. Frekari upplýsingar um starfið gefur Jónas Hallgrímsson í síma 22160. Drögum úr hraöa -ökum af skynsemi! t Eiginmaöur minn Eiríkur Erlendsson Leirubakka 12, Reykjavík andaöist á Vífilsstaöaspítala, miðvikudaginn 16. sept. Útförin auglýst síöar. Björg Jónsdóttir ndt Ögmundur Guðmundsson fyrrum bóndi Þórarinsstöðum, Hrunamannahreppi verður jarðsunginn frá Hrunakirkju laugardaginn 19. september kl. 14. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Jóhanna Guðmundsdóttir Steinunn Þorsteinsdóttir Hreinn Gunnarsson. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi, og langafi Einar Eggertsson, kafari, Álftamýri 48, verður jarðsunginn föstudaginn 18. sept. kl. 13.30 frá Fossvogskap- ellu. Sveinbjörg Árnadóttir Helga Einarsdóttir Kjartan Guðmundsson SigríðurHalla Einarsdóttir Ingvar Jóhannsson Hilmar Einarsson Berglind Pálmadóttir Margrét Einarsdóttir Ásmundur Cornelíus Guðmundur Einarsson Kristjana Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Fimmtudagur 17. september 1987 Loðdýrabúskapur: Fjöldi minkabúa hefurnærtvöfald- ast f rá því í fyrra Loðdýrabú í landinu eru nú á a.m.k. 215 jörðum, en heildar- fjöldi loðdýrabúa í fyrra var 197. Mörg loðdýrabúanna eru blönduð, þ.e. hafa bæði rcf og mink en talið er að tala minkabúa hafi allt að tvöfaldast frá því í fyrra. Frjósemi minka hérlendis er talin prýðileg en aðra sögu er að segja af frjósemi refanna. Flest búanna eru í grennd við fóðurstöðvarnar, aðeins 7 eða 8 bú sjá sér sjálf fyrir fóðri. Tíminn bað Álfliildi Ólafsdóttur loðdýraræktarráðunaut að gefa nokkurt yfirlit yfir útkomu gotsins í vor og hvcrnig loðdýraræktin skiptist í minka og refarækt. Frjósemin góð í minknum Ásettar minkalæður eru samtals 24 þúsund talsins á 79 búum. Þessar læður eiga núna samtals um 104 þúsund hvolpa, eða4,5 hvolpar á hverja paraða læðu. Álfliildur segir það vera skínandi góða frjósemi, einkum þegar tillit er tekið til þess að margir minka- bændureru byrjendur. Fá minkabú eru með yfir 1000 læður og margir sem eru að hefja minkabúskap byrja með á bilinu 50 til 200 læður. Búin fara þó smám saman stækk- andi og þegar eru komin nokkuð mörg bú sem hafa 600 til 800 læður en það er sú bústærð sem talin er vera eitt ársverk. Helstu tegundir minka eru Svart- minkur, Pastel og villiminkur. þar af er mest af svartmink. Skinn af svartmink hafa að undanförnu ver- ið einna eftirsóttust á skinna- mörkuðum ásamt dökkbrúnum högnaskinnum en þau fást með því að para saman ljósbrúnan mink og næstum hvítan mink. Frjósemi í refarækt er ekki viðunandi í ár varð hins vegar mjög léleg útkoma í refagotinu. Blárefalæður eru nú um 18 þúsund talsins á 187 búum. Þær eiga t' ár samtals um 78 þúsund lifandi hvolpa, eða að með- altali 5 hvolpa á hverja paraða læðu. Viðunandi frjósemi væri 6,5 hvolpar að meðaltali að sögn Álf- hildar, svo frjósemi íslenskra blá- refalæða er rúmlega einum hvolpi minna á hverja læðu að meðaltali helduren viðunandier. Helst þyrfti frjósemin að vera enn meiri vegna lágs verðs á blárefaskinnum, en það er önnur saga. Ástæður þessarar slæmu gotút- komu geta verið margar að sögn Álfhildar, t.d. að læðurnar parast ekki nógu vel, gjóta ekki nógu ntargar, hvolpar drepast og fleira. Ástæðurnar geta verið mismun- andi eftir svæðum eða héruðum, t.d. ekki nógu góð pörun á einu svæði á meðan hvolpar drepast á öðru svæði og svo framvegis. Þrjú þúsund blárefa- læður sæddar til að fá „blufrost“ hvolpa Silfurrefalæður voru um 380 á 22 búum. Þær komu upp 680 hvolpum, eða að meðaltali 2,2 á hverja paraða læðu. Frjósemin i silfurrefnum er nálægt því að vera eðlileg því viðunandi frjósemi hjá silfurrefalæðum er talin vera 2 til 3 hvolpar á hverja læðu. Talsvert af þessum 78 þúsund refahvolpum sem nú eru lifandi, eru svokallaðir „blufrost". Þeireru afkvæmi silfurrcfs og blárefs. Rúm- lega 3000 blárefalæður voru sæddar í ár með silfurrefasæði. í þeim tilgangi að fá blufrost afbrigði. Þannig á aö nást verðmeiri skinn því blufrostskinn hafa verið á háu verði en blárefsskinnin á lágu verði. í fyrra voru sæddar á milli 6 og 7 hundruð læður með silfurrefa- sæði svo að mikil aukning hefur orðið í refasæðingum í ár. Til þess að refabú teljist vera ársverk þarf að hafa um 150 til 170 læður en á landinu eru sárafá bú sem hafa yfir 200 læður. Algeng stærð er á bilinu 60 til 140 refir en á mörgum búum cr einnig minkur eins og fyrr segir. Flestar minkalæður gjóta frá 20 apríl og fram í miðjan maí. Refa- læðurnar byrja að gjóta síðast í apríl og þær síðustu gjóta í júní. Hægt er að farga fyrstu blárefa- hvolpunum í október en þeim er þó aðallega fargað í nóvember. Silfurrefurinn þarf lengri tíma til að þroska fcldinn heldur en blá- refurinn og er því fargað seinni- partinn í nóvcmber. Minknum er fargað frá miðjum nóvember og fram í fyrstu viku af desembcr. Veðrið hefur áhrif á minka- og refarækt eins og annan búskap, því ef bjart og kalt er í veðri á haustin þegar feldskipti eiga sér stað, þá þroskast feldurinn fljótar heldur en ef hlýtt og rakt er. Ekki er hægt að farga dýrunum í mjög röku loftslagi því útiloftið hefur áhrif inn í loðdýrahúsin og feldurinn dregur rakann í sig sem aftur hefur þau áhrif að feldurinn verður mattari en ella. Afkoma loðdýrabúanna hefur hingað til verið mun betri í minkn- um heldur en í refnum og margir bændur hafa hætt við að fjölga refum og stækka bú sín frekar með minkum. Þeir hinir sömu hafa gjarnan fargað öllum refum nema þeim sem þeir telja besta og reynt að koma þannig upp betri refa- stofni jafnhliða minkaræktinni. Hægt er að nota sömu loðdýrahús- in hvort heldur búið er með ref eða mink, en mismunandi búr þarf eftir því hvort búið er með mink eða ref. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.