Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 17. september 1987 FRÉTTAYFIRLIT MANILA - Salvador Laurel I varaforseti og fyrrverandi utan- ríkisráöherra Filippseyja hefur, eftir deilur viö forsetann um hvernig taka skuli á baráttunni gegn skæruliðum, ákveöiö aö taka ekki sæti í nýrri ríkisstjórn Corazon Aquino, en hann mun ekki láta frá sér titil varaforseta og hyggst nota þann titil til að vinna að forsetakjöri sínu I næstu kosningum. Laurel hef- ur ávallt veriö talinn frekar utangátta I ríkisstjórninni og Unido flokkur hans er ekki hluti af Lakas Ng Bayan flokkasam- steypunni, sem stendur á bak viö ríkisstjórn Aquinos. HARARE - Ftíkisstjórn Zimbabwe hefur lagt fram rót- tækar tillögur til breytinga á stjórnarskrá landsins, sem sett var 1980. Meginefni tillagn- anna er aö koma upp embætti forseta meö framkvæmdavald í staö embætti forsætisráð- herra eins og nú er. Reyndar er til formlegt forsetaembætti án valda, en þaö verður aflagt ef að breytingunni veröur. Þó er ekki gert ráö fyrir aö núver- andi forsætisráðherra, Robert Mugabe, sem stefnir aö koma á eins-flokks kerfi í landinu, eigi erfitt með að setjast í hið nýja embætti þegar þar aö kemur. RASHAYA, LÍBANON - ísraelsmenn hófu sínar mestu hernaöaraögeröir síðan 1985 I Suður-Líbanon þegar þeir hófu eftirför eftir skæruliöahóp, sem drápu 3 ísraelska hermenn. Eftirförinni, sem stóö allan þriðjudaginn, varö árang- urslaus þrátt fyrir aö skriðdrek- ar, herþotur, þyrlur og fót- gönguliö (sraelshers fín- kembdu Bekaa dalinn, sem er einskis manns land á milli víg- línu ísraelsmanna og Sýrlend- inga. SEOUL - Með því aö heita því aö finna málamiðlun um tímasetningu næstu almennu kosninga í Suður-Kóreu, yfir- stigu stærstu stjórnmálaflokk- arnir þar í landi I gær erfiðasta þröskuldinn fyrir því aö þingið í Suður-Kóreu samþykkti drög aö nýrri stjórnarskrá. En baráttan fyrir forsetakosn- ingar, þær fyrstu I 16 ár, sem áætlaðar eru í desember n.k. er þegar komin í fullan gang. Útvalinn kandidat stjórnar- flokksins, Roh Tae Woo er nú í heimsókn I Washington til að hressa upp á ímynd sína. Lík- legur frambjóöandi stjórnar- andstæöinga, Kim Dae Jung, hefur aö undanförnu feröast um landiö og vakið mikla at- hygli. BUDAPEST - Þjóðþing Ungverjalands kom saman á fágætan þriggja daga fund í gær til aö taka ákvöröun um harðar aögeröir í ríkisfjármál- um, en landið er á kafi í erlendum skuldum. Þar veröa teknar til umfjöllunar leiðir eins og tekjuskattur á einstaklinga og stöövun fjárframlaga til óarðbærra fyrirtækja. I ÚTLÖND llllllllllllllllllllllllll Friðarfrumkvæði leiðtoganna sex og Bofors hneykslið: Palme og Gandhi útkljáðu vopnasölumál á friðarfundi I janúar 1986 ferðaðist OlofPalme þáverandi forsætisráðherra Svía ásamt kunnri afvopnunarnefnd, sem kennd er við hann, til Indlands í því augnamiði að ræða afvopnunarmál við Rajiv Gandhi forsætisráðherra. Á þeim fundi voru einnig rædd málefni er vörðuðu svokallað friðar- frumkvæði fjögurra heimsálfa eða friðarfrumkvæði scx Irjóðarleiðtoga, scm komið var á fyrir frumkvæði Samtaka þingmanna um alþjóðlegar aðgerðir. Þjóðhöfðingjarnir voru auk Palme og Gandhi Raúl Alfons- ín, forseti Argentínu, Miguel de la Madrid, forscti Mcxíkó, Júlíus Ny- erere, forscti Tanzaníu og Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands. Þess má gcta að formað- ur Samtaka þingmanna um alþjóð- legar aðgerðir, sent stóð fyrir friðar- frumkvæðinu, var á þessum tíma Ólafur Ragnar Grímsson. Á þessum friðarfundi gengu þeir Olof Palme og Rajiv Gandhi endan- lega frá vopnasölusamningi sænska vopnafyrirtækisins Bofors til indver- ska hersins, samkvæmt frásögn þýska tímaritsins Spiegel. Þessi vopnasala hefur heldur betur dregið dilk á cftir sér þar sem indverska stjörnin, og Rajiv Gandhi forsæti- sráðherra, standa nú höllunt fæti vegna síendurtekinna ásaktina unt mútuþægni og aðra spillingu. Þar kentur vopnasalan frá Bofors við sögu, þar sent indverskir stjórnar- andstæðingar halda því fram að mútur hafi verið með í spilinu og nánir vinir og ættingjar Gandhis, reyndar jafnvel hann sjálfur, hafi notið góðs af. Sænsk yfirvöld hala viðurkennt að Bofors, dötturfyrirtæki Nóbel-sam- steypunnar, hafi greitt „umboðs- laun“ inn á bankareikninga í Sviss Fleira en friðarmál rætt á fundum þjóðarleiðtoganna sex. en hafa hingað til ncitað að gefa upp nöfn reikningshafanna. Sænsk blöð sent fjalla unt viðskiptamál eru á einu ntáli unt að vopnaverksmiðjan hafi stungið undan fjórðungi mill- jarðs sænskra króna og hefur opin- beri ákærandinn Lars Ringberg nú séð ástæðu til að láta fara fram rannsókn á málum Bofors vegna gruns um mútugreiðslur. í febrúar 1986 hreppti Bofors, í harðri samkeppni við aðra evrópska vopnafrantleiðendur, risavaxinn kaupsamning. Indverski herinn lagði inn pöntun upp á 8,4 milljarða sænskra kröna. Samningur var síðan gerður um áframhaldandi aðstoð Bofors til næstu 10 ára við að byggja upp eigin framleiðslu. Sá samningur hljóðaði upp á 7 milljarða sænskra króna. Þar á móti ábyrgðist Bofors að flytja Indverjum vopnabúnað fyr- ir 8 milljarða króna. I Bofors verk- smiðjunum urðu fagnaðarlæti yfir unnum sigri. Þar höfðu verið mögur ár, en nú sá fyrir endann á þeim. Yfirmaður Nóbel-samsteypunnar, Anders Carlberg lýsti því yfir að „Ríkisstjórnin gekk í ábyrgð fyrir okkur. Ég hef aldrei orðið vitni að slíku fyrr.“ Gandhi hefur nú loks upplýst hvað það var sem þarna gerðist, enda er hann kominn í varnarstöðu. Hann segir Olof Palme hafa gefið sér drengskaparloforð, gegn því að Bofors fengi samninginn, að þar kæmu „engir milliliðir" við sögu, þ.e. hvorki umboðsmenn né mútur. Þá kom fram hvað sænsku ríkis- stjórriinni var mikið í mun að tryggja Bofors vopnasöluna. Frá október Franski nýnasistaleiðtoginn LePen: Gasklefar nasista skiptu litlu máli Ummæli Jean LePen leiðtoga franska nýnasistaflokksins, Þjóðern- isfylkingarinnar, í sjónvarpsviðtali á sunnudag, þess efnis að gasklefar útrýmingabúða jrýsku nasistanna t' síðari heimsstyrjöldinni væru minpi háttar atriöi og þar að auki umdeilt meðal sagnfræðinga hafa vakið mikla ólgu í Frakklandi og á Evrópu- ráðsþinginu í Strassborg. Stjórnmálamenn úr öllum flokk- um hafa fordæmt ummæli LePen og kröfðust þess að hann yrði látinn víkja af Evrópuráðsþinginu, en þar eiga sæti fulltrúar 12 Evrópuþjóða. Á fundi þingsins í fyrradag voru ummæli LePcn fordæmd og að til- lögu forseta þingsins gert einnar mínútu þagnarhlé í mótmælaskyni. Jean LePen mun tjá sig um við- brögðin á föstudag, en talsmaður Þjóðernisfylkingarinnar sagði frétt- amönnum að LePen þyrfti ekki á neinni kennslustund í siðfræði að halda og allra síst frá þeim sem grafa undan þjóðernistilfinningu Frakka. Pólitískir andstæðingar LePen telja að með ummælum sínum hafi þessi forsprakki franskra hægri öfga- afla minnkað mjög þá litlu mögu- leika sem hann hafði í forsetakosn- ingunum þar í landi, sem fram fara í ntaí á næsta ári. I þingkosningunum 1986 fékk Þjóðernisfylking LePen 10% atkvæða og það mest út á andstöðu sína við innflytjendur. Hæstaréttardómaraefni Reagans í yfirheyrslu: Bork „grillaður“ á Watergatemálinu Robert Bork dómari, sem Ron- ald Reagan hefur tilnefnt til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkj- anna, fékk að finna fyrir hvössum spurningum öldungadeildarmanna á öðrum degi yfirheyrslna þing- nefndar um hæfni hans, þegar fjallað var um hlut hans í Water- gate málinu margfræga. Hið mjög svo umdeilda atriði, snýst um þá ákvörðun Borks að hlýða Nixon þáverandi forseta og reka Archibald Cox, sem hafði með höndum rannsóknina á Wat- ergate hneykslinu. En þáverandi dómsmálaráðherra Elliott Ric- hardson og aðstoðarmaður hans William Ruckelshaus sögðu af sér embættum frekar en að reka Cox. Aðgerð Borks í málinu var síðar úrskurðuð ólögleg fyrir rétti. Tilnefning Borks hefur vakið gífurlegar umræður í Bandaríkjun- um, enda þykir maðurinn afar íhaldssamur. Hræðast andstæðing- ar hans að íhaldsemi hans geti orðið til þess að Hæstirétturinn breyti ýmsum frjálslyndum á- kvörðunum sínum varðandi mál eins og fóstureyðingar, kvenrétt- indi og réttindi svartra. 1984 áttu með sér fundi í Indlandi ýmsir ráðherrar ríkjanna tveggja. 15. janúar 1986 lagði Olof Palnte svo í ferð til Indlands á fund afvopn- unarnefndarinnar, sem bar nafn hans, og þjóðhöfðingjanna sem ásamt honum mynduðu fyrrnefnd friðarsamtök og þar komust þeir Palme og Gandhi að samkomulagi um vopnasöluna. Eftirmaður Olofs Palme, Ingvar Carlsson forsætisráðherra er nú kraf- inn svara um þátt sænsku ríkisstjórn- arinnar í vopnasöluhneykslinu. Utanríkisráðherra hans, Sten Andersson, hefur margsinnis farið fram á það við Bofors að þar séu öll skjöl viðvíkjandi samningnum gerð opinber, eða a.m.k. fái indverska ríkisstjórnin afrit af þeim. En sænsk- ir friðarsinnar hafa það til málanna að leggja, að það sé mjög torséð að sænsk lög heimili vopnasölu til lands eins og Indlands. Vopnasala er þar nefnilega bönnuð. Einungis ríkis- stjórnin getur heintilað undantekn- ingar. Skv. reglunt sem þingið setti 1971 koma ríki sent eiga í stríði ekki til greina og heldur ekki lönd sent „eru þátttakendur í alþjóðlegum deilum, sem kunna að leiða til vopnaðra átaka,“ eða „órói er bæld- ur niður með vopnavaldi". En þó að þetta kunni að vera stefna sænsku ríkisstjórnarinnar í vopnunarmálum - og utanríkisvið- skiptum, er sænska dómsmáiaráðu- neytið ekki á sama máli. Saksóknaraembættið, rannsóknar- lögreglan og tollyfirvöld hafa síðustu 3 árin verið í stríði gegn Bofors og Nóbel Kemi, öðru dótturfyrirtæki Nóbel-samsteypunnar þar sem þau hafi kerfisbundið og ólöglega sent vopn og sprengiefni til stríðssvæð- anna við Persaflóa og annarra svæða í Austurlöndum fjær og nær þar sent friðurinn hangir á bláþræði. Ingvar Carlsson er þó ekki reið- ubúinn að viðurkenna að stjórnvöld- um hafi orðið þarna á. Hann segir: „Fjórir stærstu stjórnmálaflokkarnir voru á einu máli um að Indland væri markaður fyrir sænsk vopn sam- kvæmt sænskri lagaskilgreiningu. Stjórnin er enn þessarar skoðunar." Þessi yfirlýsing forsætisráðherrans þykir ekki alls staðar mikils virði. Virtur fjármálamaður, Tomas Fischer, sem hefur tekið mikinn þátt í umræðunni um vopnasölumálið, segir afstöðu forsætisráðherrans og ríkisstjórnarinnar, sem reyni af öll- um mætti að fría sig allri ábyrgð af meðsekt eða mistökum þá sömu og farin sé að tíðkast í ýmsum betri hópum í Svíþjóð: „Útsala á persónu- legri æru. Allt á að seljast!"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.