Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.09.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 17. september 1987 Tíminn 15 MINNING Páll Hafstað Fæddur 8. desember 1917 Dáinn 5. september 1987 Páll Hafstað er látinn langt um aldur fram. Hann er harmdauði fjölmennum hópi vina og vanda- manna. Páll var Skagfirðingur að ætt og uppruna. Fæddur að Vík í Staðar- hreppi. Faðir hans - Árni Jónsson Hafstað - var frá Hafsteinsstöðum. Mikið glæsimenni, sem hvarvetna var tekið eftir. Hann var gáfaður hugsjónamaður og um margt á und- an samtíð sinni. Kona Árna, var Ingibjörg Sigurðardóttir frá Geir- mundarstöðum í Sæmundarhlíð. Htjn andaðist á besta aldri frá stórum barnahópi. Var það mikið áfall fyrir fjölskylduna. Leiðir okkar Páls Hafstað hafa legið saman með litlum frávikum í meir en 40 ár. Snemma árs 1946 gerðist hann skrifstofustjóri Sölu- nefndar setuliðseigna, sem ég átti þá sæti í. Hann fer til Búnaðarfélags íslands á næsta ári en 1949 verður hann fulltrúi raforkumálastjóra, sem síðar breyttist í orkumálastjóra. Par vann hann til æviloka. Hin síðari ár var Páll skrifstofustjóri Orkustofn- unar, en lét af því starfi í árslok 1985, skv. eigin ósk, en hélt áfram störfum fyrir orkuráð, sem hann hafði annast á fjórða tug ára. f framhaldi af setningu raforkulag- anna 1946 var kjörið 5 manna raf- orkuráð. Það starfaði í tengslum við embætti raforkumálastjóra, sem var formlegur framkvæmdastjóri þess. Fljótlega eftir 1950 féllu störf þessi í hlut Páls Hafstað að mestu leyti, sem fulltrúa raforkumálastjóra. Síð- ustu 12 árin hefur hann jafnframt verið ritari ráðsins. Hann átti óskor- að traust orkumálastjóranna, sem jafnan sátu fundi ráðsins, fyrst Jak- obs Gíslasonar og síðar Jakobs Björnssonar. Þarna áttum við Páll Hafstað sam- starf um 35 ára skeið sem var mér til mikillar ánægju og aldrei bar neinn skugga á. Því lengur sem ég kynntist honum því betur kunni ég að meta trúmennsku hans og skyldurækni, ásamt einstakri snyrtimennsku í öll- um störfum. Nefnd sem kemur sam- an til fundar mánaðarlega eða svo og verður á stuttum tíma að taka til meðferðar fjölda erinda og mála um hin ólíkustu efni á mikið undir starfsmanni sínum komið. Algengt var að málum væri frestað og Páli falið að kynna sér ýms atriði þeirra frá Vík fyrir næsta fund, lægju þau ekki nógu Ijóst fyrir. Hér var um mikið trúnaðarstarf að ræða, sem krafðist þekkingar á verkefninu, nákvæmni og heiðarleika, bæði gagnvart orku- ráði og ekki síður þeim fjölda manna víðsvegar um land, sem leituðu eftir stuðningi ráðsins við framkvæmdir sínar. Það skipti orkuráð miklu máli að allar upplýsingar væru réttar áður en ákvörðun var tekin, svo hún væri í samræmi við lög og reglugerðir, sem unnið var eftir. Páll var gjör- kunnugur landsbyggðinni, þekkti alls staðar til staðhátta og var velvilj- aður málefnum dreifbýlisins. Hins vegar var hann næmur fyrir því, ef beitt var röngum upplýsingum til að ná fram málum, sem ekki voru í samræmi við settar reglur og gat þá brugðist hart við. Framan af árum voru erindi þessi einkum í sambandi við lagningu samveitna og byggingu einkarafstöðva, en hin síðustu ár vegna lánveitinga úr orkusjóði til jarðhitaleitar. í apríl s.l. voru 41 ár liðin frá því orkuráð tók til starfa. Lengst þann tíma hefur Páll Hafstað verið fulltrúi þess og trúnaðarmaður. Þar hafa frá upphafi setið 17 menn frá 4 pólitísk- um flokkum, kosnir á Alþingi á 4 ára fresti. Ég fullyrði að allir þeir, sem þar hafa átt sæti - jafnt lífs sem liðnir - báru óskorað traust til Páls Hafstað og mátu störf hans mikils, enda verða slík þjónustustörf aldrei metin sem vert er. Upplýsingar hans og skýringar voru aldrei véfengdar og minnist ég þess ekki að þeim hafi skeikað. Páll var hvort tveggja í senn, vandur að virðingu sinni og vel gerður maður á alla lund. Hann var vel kunnugur þeim ramma, sem lögin settu orkuráði og störfum þess. Ef einhver í ráðinu hafði hug á að ganga á snið við þau, var Páll fljótur að benda á mörkin með þeirri hæg- versku og kurteisi, sem honum var svo eðlileg. Réttlætiskenndin var honum í blóð borin. Áhrif hans í störfum ráðsins voru því mikil. Hafi reglurnar einhvern tíma verið brotnar, var það ekki orkuráð, sem að því stóð, heldur einstakir ráðherr- ar, sem fóru með orkumálin og vildu þannig þóknast áleitnum gæðingum sínum. Rafvæðing dreifbýlisins árin 1947- ’82 eða á 35 árum er eitt af ævintýr- um þjóðarinnar á þessari öld, auk hinna miklu virkjana á sama tíma. Þetta er einnig stærsta byggðamál aldarinnar. Menn hugleiða lítið nú að 1946 voru engar samveitur í sveitum á íslandi, en upp úr 1980eru þær komnar um allar byggðir landsins. Mér finnst við hæfi að rifja þetta upp, þegar sá maður er kvaddur, sem hafði það að lífsstarfi sínu að skipuleggja framkvæmd raf- væðingarinnar lengst af þetta tímabil og vera tengiliður framkvæmda- valdsins og hinna dreifðu byggða. Ég hef hér að framan getið góðra starfa Páls og hversu samskiptin við hann hafa verið ánægjuleg í 40 ár. Hinu skal ekki gleymt, hvað hann var skemmtilegur og hlýr í viðmóti, hvernig sem á stóð. Ljóð og sögur léku honum á munni. Hann var fundvís á það broslega í tilverunni og gladdi marga með frásagnarsnild sinni. Sjálfur var hann yfirlætislaus og lét fara eins lítið fyrir sér og hægt var. Ræddi aldrei um sjálfan sig eða sína hagi, heldur um það sem hann heyrði, sá og las. í návist hans var því gott að vera. Mér er ákaflega minnisstæð ferð, sem sölunefnd setuliðseigna fór um Norðurland og til Seyðisfjarðar sumarið 1946 vegna starfa sinna. Páll var að sjálfsögðu með sem skrifstofustjóri nefndarinnar. Þegar ekið var frá Seyðisfirði til Akureyrar var veður heldur þungbúið og fá- breytt útsýnið eftir að komið var upp úr Jökuldalnum. Þá hóf Páll að fara með Ijóð eftir góðskáldin íslensku. Hann flutti þau svo vel og kunni svo mikið af þeim, að fyrr en varði var bíllinn kominn niður í Axarfjörð. Ég minnist fleiri samfunda okkar, er Páll sýndi kunnáttu sína á íslenskum Ijóðum og bókmenntum, ásamt frá- bærum hæfileikum til túlkunar á efninu öðrum til ánægju. Þá var Páll söngmaður góður og vel að sér í þeim fræðum. Þar naut hann sín vel á góðri stund. Páll Hafstað mætti síðast á fundi orkuráðs þann 15. maí s.l. Þar var næsti fundur ákveðinn 19. júní - hinn síðasti á kjörtímabili ráðsins. Hann var þá kominn til læknismeð- ferðar og hafði fengið úrskurð um, hver sjúkdómurinn var. Þótti öllum það ill tíðindi og óvænt. 1 bréfi til mín þann 9. júlí s.l. sagði hann m.a. um veikindi sín: „í raun kom mér þessi kaldi dómur ekki svo mjög á óvart, en auðvitað er leiðinlegt að þurfa að Tónleikar Roberts Aitken Fyrstu hljómleikar Tónlistarfé- lagsins í Reykjavík í vetur voru haldnir í Langholtskirkju 12. sept- ember. Robert Aitken, kanadíski flautuleikarinn góðkunni, flutti þar sex verk fyrir flautu ásamt streng- leikurunum Gerði Gunnarsdóttur (fiðla), Helgu Þórarinsdóttur (lág- fiðla) og Noru Kornblueh (kné- fiðla). Auglýst hafði verið að tón- leikarnir yrðu haldnir í Austurbæjar- bíói - Bíóborginni - svo sem verið hefur um áratugaskeið, en þegar til átti að taka kom í ljós að endurbætur á húsinu hafa gert það óhæft til tónlistarflutnings, og munu nú dagar þess allir á þeim vettvangi. En einn kemur þá annar fer, því jafnframt því sem Austurbæjarbíó er kvatt hinstu kveðju sem tónleikasalur er Langholtskirkju fagnað sem ennþá betra húsi, a.m.k. fyrir kammertón- list. Hljómburður í kirkjunni er mjög „lifandi” án þess að vera gjallandi, enda nutu flautuverkin frá ýmsum tímum sín þar einkar vel, auk þess sem kirkjan er falleg og látlaus. Robert Aitken er íslendingum að góðu kunnur frá fyrri tíð, er hann frumflutti Flautukonsert Atla Heim- is Sveinssonar, þann sem fékk nor- ræn verðlaun 1976. Þarna spilaði hann dæmalaust fallega, með fögr- um tóni og áreynslulausri tækni, svo unun var á að hlýða. Tvö einleiks- verk flutti hann, a-moll Partítu Jó- hanns Sebastíans Bach og Þrjú stykki eftir samtímamann sem mér heyrðist heita Fero - Aitken hafði fýnt nótunum að auglýstu einleiks- verki eftir Koechlin nokkurn og tók þessi Þrjú stykki í staðinn. Án þess 'að geta skilgreint það frekar, fannst mér minnst til um flutning hans á Bach. Annars kom sitthvað á óvart á tónleikunum: Max Reger (Serenaða í G-dúr) fyrir flautu, fiðluoglágfiðlu var bæði skemmtileg og falleg, sem ég hefði aldrei búist við af því tónskáldi. Og Kvartett í G-dúr eftir Adalbert Gyrowetz var sömuleiðis mjög skemmtilegur, sem útaf fyrir sig er ekki undarlegt þegar svo prýðilegir flytjendur eru annars vegar, en hitt var athyglisverðara sem sagði í tónleikaskrá um þennan gleymda mann: „Sú var tíðin að verk Adalbert Gyrowetz (1763-1850) skyggðu á flesta „smærri spámenn" - eins og þá Haydn og Mozart! - f tónleikasölum álfunnar. „Menn geta svo hugleitt hvort sé eftirsóknar- verðara að dansa á rósum í lifanda lífi eða fá uppreisn í gröfinni - vera Salieri eða Mozart. Ég þykist vita af verkum margra samtíma-tónskálda hvernig þeir hafi svarað þessari spurningu fyrir sig, og er elíki nema mannlegt á þessum tímum þegar nokkurrar óvissu gætir um fram- haldslífið. Fyrst á efnisskrá var Tríó í g-moll fyrir flautu, fiðlu og selló eftir Frakk- ann Francois Devienne, samtíma- mann Mozarts og Gyrowetz - heill- andi og sjarmerandi tónlist, sem þegar í upphafi staðfesti það að þetta yrðu fínir tónleikar. Og síðast- ur fór Kvartett í D-dúr eftir Mozart, listilega fluttur. Svona eiga tónleikar að vera. Sig. St. ÖLLVINNSLA PRENTVERKEFNA hverfa svo skyndilega úr leiknum. „Eitt sinn skal hver deyja,“ segir hið fornkveðna og við þá bjarg föstu staðreynd lífsins verður sérhver að sætta sig. Ég ligg heima í ástríki og umhyggju og kvíði engu...“ Svo mælir sá einn við dauðans dyr, sem býr yfir karlmennsku og andlegu atgerfi umfram það sem almennt gerist. Páll var stór í lífinu, en þó stærstur er hann stóð frammi fyrir örlögum sínum og gat rætt þau á jafn látlausan hátt. Orð hans mega því gjarnari lifa og verða öðrum til umhugsunar. „Dauði ég óttast eigi, afl þitt né valdið gilt“ eru huggunar- orð sr. Hallgríms til þjóðarinnar. Þau eru enn í fullu gildi. Við Anna þökkum Páli Hafstað öll hin góðu kynni í áratugi og vottum Ragnheiði, börnunum þrem- ur og öðrum vandamönnum dýpstu samúð. Andleg verðmæti voru Páli mikils virði. Hann var aðdáandi góðra skálda og lét sér annt um þau. Hins vegar var hann ekki allra og valdi úr hópnum eftir eigin smekk. Steinn Steinarr var einn þeirra. Kveðjuorð- um mínum vil ég Ijúka með erindi úr hinu frábæra ljóði hans um moldina: „Mold. Pú milda, trygglynda móðir. Pú, sem breiðir faðm þinn móti ferdlúnu barni þínu, þú, sem leggurhöndþína hlýja og mjúka á höfuð þreyttra og sjúkra og veitir þeim fríð og hvíld í friðsælu skauti þínu.“ Daníel Ágústínusson Þá er Páll Hafstað látinn eftir erfiða sjúkdómsbaráttu, sem hann átti við að stríða síðustu mánuði. Við Páll áttum áratuga samstarf að baki enda þótt við störfuðum hjá nokkuð aðskildum deildum innan stofnunar Raforkumálastjóra og síð- ar hvor hjá sinni stofnuninni, hann hjá Orkustofnun og ég hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Það var mikið afrek sem unnið var á tæpum þremur áratugum að rafvæða megin hlutann af dreifbýli - sveitum - landsins. Þar gætti verka Páls í ríkum mæli. Aðalsamskipti okkar í hinu daglega amstri snertu rafvæð- ingu sveitanna. Orkuráð fjallaði um framkvæmdaþættina á þessu sviði, en þar annaðist Páll ritarastarf í áratugi. Rafmagnsveiturnar sáu hins vegar um framkvæmdahliðina eftir að iðnarðarráðuneytið hafði endan- lcga úrskurðað hvaða verk skyldu unnin á hverjum tíma. Þótt Páll væri „aðcins" ritari Orkuráðs hafði hann æði oft áhrif á ýmsa þá þætti í svcitarafvæðingunni sem fjallað var um og þá ávallt út frá hagkvæmnis- og réttlætissjónarmiði og lcitaði þá gjarnan álits okkar Rafmagnsvcitu- manna í því efni. Einn var sá þáttur í sveitarafvæð- ingunni sem á stundum reyndist all erfiður úrlausnar en það var ákvörð- un um hcimtaugargjöld. Þcgar um vafaatriði var að ræða í þessu efni höfðum við starfsmenn Rafmangs- vcitnanna ávallt samráð við Pál um lausn málsins og þar var ckki í kot vt'sað. Páll var gjörkunnugur í flest- um sveitum landsins og kom þekking hans sér mjög vel í þcssu oft erfiða og sundurlausa starfi scm hér um ræðir. Það var mjög gott og ánægju- legt að starfa með Páli að þessum vcrkcfnum. Ég tel að hann hafi verið sérlega traustur og farsæll í sínu starfi og góður cmbættismaður. Út í aðra sálma ætla ég ekki að fara í þcssum fáu línum, að leiðarlokum, það munu vafalaust aðrir gcra. Ég get þó ekki látið hjá líða að minnast þess hve Páll var traustur og góður félagi, hvort sem um var að ræða í hópi starfsbræðra og kunningja cða á breiðara sviði félagsmála. Blessuð sé minning Páls Hafstað og innileg sarnúð mín til konu hans, barna og annarra aðstandenda. Guðjón Guðmundsson. Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi Friðþjófur Baldur Guðmundsson útvegsbóndi á Rifi verður jarðsunginn laugardaginn 19. september nk kl. 14 frá Ingjaldshólskirkju. Bílferð verður laugardaginn 19. september kl. 8 f.h. frá Umferðarmiðstöðinni. Halldóra Kristleifsdóttir Ester Friðþjófsdóttir Sævar Friðþjófsson Svanheiður Friðþjófsdóttir Kristinn Jón Friðþjófsson Sæmundur Kristjánsson Hafsteinn Björnsson barnabörn og Helga Hermannsdóttir Jóhann Lárusson Þorbjörg Alexandersdóttir Auður Grímsdóttir Steinunn Júlíusdóttir barnabarnabörn t Magnús Gunnlaugsson fyrrv. bóndi og hreppstjóri frá Ytra-Ósi við Steingrímsfjörð Blöndubakka 18, Reykjavik sem andaðist á Landsspítalanum 10. sept. sl. verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi fimmtudaginn 17. september kl. 13.30. Aðalheiður Þórarinsdóttir Þóra Magnúsdóttir Marta Magnúsdóttir Nanna Magnúsdóttir Þórarinn Magnússon Ríkarður Jónatansson Svavar Jónatansson Hrólfur Guðmundsson Sigríður Austmann Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.